Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Lúða á grillið Nú heyrist ekki lengur gargið í kríunni, segir Kristín Gestsdóttir. Fyrsta krían kom hingað á Garðaholtið 1. maí en sú síðasta hvarf héðan 6. ágúst sl. ÞAÐ eru viðbrigði að sjá ekki kríuna lengur, en í staðinn birt- ust nokkrir velkomnir gestir. Þegar ég leit út um eldhúsglugg- ann sl. sunnudagsmorgun spíg- sporuðu ellefu rjúpur á hlaðinu. Það voru tíu nær fullvaxnir, mó- leitir ungar ásamt móður sinni, sem skar sig úr, bæði var hún að- eins stærri en hún hafði líka tvær hvítar stélfjaðrir. Rjúpan hlýtur að verpa hér í skóginum, en bæði í vor og fyrravor var rjúpnapar hér á vappi, en erfitt er að finna vel falið rjúpnahreiður í þéttum skógi, enda er hún róleg og lætur lítið á sér bera. Ég hlustaði fyrr í sumar á þátt frá Akureyri í Rflrisútvarpinu þar sem rætt var um grill og grillaðferðir af miklum móð og ýmsir sérfræðingar og spekingar til kallaðir. Allir töluðu um „kjötið á grill- inu“, sumir um grænmetið og jafnvel brauðið en það var ekki fyrr en í lok þáttarins að einhverj- um hugkvæmdist að hægt væri að grilla fisk. Þá stóð ekki á undir- tektum, en það var eins og fiskur- inn kæmist ekki inn í myndina íyrr en allra síðast. Hvemig stendur á þessu? Ég hefi enga skýringu aðra en þá að„fiskur" sé bara nokkuð sem íslendingar borða ekki þegar gera á sér daga- mun og grilla. Að vísu er ekki sama hvaða fisk við grillum, en allur feitur fiskur, svo sem lúða, lax, silungur, karfi og hörpudisk- ur, hentar mjög vel á grillið að ógleymdum kola, sem er einkar ljúffengur borðaður með harð- steiktu roðinu. Þótt skömm sé frá að segja hafa sumir íslendingar aldrei lagt sér annan fisk til munns en ýsu, en hún hentar ein- faldlega ekki til að grilla. Hér er boðið upp á grillaða sítrónulegna lúðu, en hún verður sem soðin þegar hún hefur legið nokkra klukkutíma í sítrónuleginum og má borða hana beint úr honum, en hér er hún grilluð á eftir. Sítrónulegin lúða á grillið 2 lúðusneiðar um 1 kg 1 msk. salt '/2 msk. sykur_________ 5 msk. sítrónusafi_______ 5 msk. matarolía 1. Skafið roðið á lúðusneiðun- um vel, þvoið og þerrið sneiðarn- ar með eldhúspappír. 2. Setjið salt, sykur, sítrónusafa og matarolíu í hristi- glas og hristið saman þar til lög- urinn þykknar verulega. 3. Leggið lúðusneiðarnar á fat, hellið helmingi lagarins yfir, látið standa þannig í hálftíma, snúið þá sneiðunum við og hellið því sem eftir er af leginum yfir. Setj- ið filmu yfir skálina og látið standa í kæliskáp í minnst 6 klukkutíma. 4. Hitið grillið, hafið mesta hita. Smyrjið grindina mjög vel með matarolíu og grillið sneið- arnar í 7-10 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt. Athugið að fit- an til endanna á það til að brenna og má smeygja álpappír undir. Grillaðir tómatar Meðalstórir tómatar - einn á mann ______1 -2 meðalstórir laukar____ _________nýmalaður pipar_________ nokkrir þykkir ostbitar, sú tegund sem ykkur hentar lítil álform eða eitt stærra form form til að hvolfa yfir 1. Afhýðið laukinn, skerið í tvennt þversum. Skerið djúpa rifu í hann á einum stað og flettið í sundur. Skerið síðan í breiðar ræmur. 2. Smyrjið álformin, skerið of- an í tómatana eins og þið séuð að skera þá í báta, en skerið ekki al- veg í gegn. Stingið laukræmum milli tómatbátanna. Malið pipar yfir, leggið síðan ostbita ofan á. Setjið tómatana í álbakkana. Hvolfið öðrum bökkum yfir. Setj- ið á grillið og látið vera á því eins lengi og fiskinn. Meðlæti: Avókadó skorið í rif, sítrónubátar og heitt smábrauð með smjöri. í DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Höldum nýja Lauga- veginum hreinum ÉG vil koma því á framfæri í sambandi við opnun nýja Laugavegarins, að fólk hendi ekki tyggjói á nýju gang- stéttimar. Tökum okkur Pétur í Pétursbúð okkur til fyr- irmyndar. Finnst mér framtak Péturs til fyrirmyndar en vil benda honum á ekki væri síðra að losna við veggjakrotið sem er við hliðina á versluninni. Höldum nýja Laugaveginum hreinum. Emilía. Tapað/fundið Russel-bakpoki í óskilum BLÁR Russel-bakpoki með fatnaði og myndum, þ.á m. þessari mynd, fannst í Hljómskálagarðin- um sl. þriðjudag. Upplýs- ingar í síma 586 1268. Gönguskór í óskilum GÖNGUSKÓR fannst á Dómadalsleið við Heklurætur sl. fimmtudag. Upplýsingar í síma 555 0962. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst 24. júlí við Fjárhornsbotn á Vestfjörðum. Upplýsingar í síma 565 8996. Hanski í óskilum KONAN sem gleymdi hanskanum sínum við strætisvagnaskýlið við Kr- ingluna er beðin um að hringja í síma 561 5682. Jakki tekinn í misgripum SVARTUR hen-aflauelisjakki var tek- inn í misgripum á Skugga- barnum sunnudaginn 2. ágúst sl. Ekkert veski eða annað var í jakkanum. Sá sem hefur jakkann er vm- samlegast beðinn að skila honum á Skuggabarinn sem allra fyrst. Dýrahald Kettlingur í óskilum STÁLPAÐUR kettlingur, gulbröndóttur, ómerktur, fannst við Skjólbraut í Kópavogi. Uppl. í síma 554 1145. Dabbilabbi er týndur Dabbilabbi er gulbröndótt, fjögurra mánaða gamalt fress. Hann týndist frá heimili sínu í Grundartanga 28, Mosfellsbæ, fóstudag- inn 7. ágúst. Síðast sást til hans í Barraholti en hann getur verið hvar sem er. Ef þú hefur séð til hans eða veist hvar hann er að finna vinsamlegast hafðu sam- band í síma 5668572 eða 8964533. Kettlingur týndist í Grafarvogi Hálfstálpaður kettlingur, svartur og hvítur, ómerkt- ur, týndist frá Laufengi í Grafarvogi sl. sunnudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi samband í síma 567 6827. SKAK tlinsjón Klargeir l’étursson STAÐAN kom upp á breska meistaramótinu í Torquay, sem lauk í síðustu viku. B. Kelly (2.390) var með hvítt, en Jonathan skot. En hann tapaði þá íyr- ir Tony Miles og nýja stjarnan Matthew Sadler náði Short að vinnmgum. Short lét þetta þó ekki setja sig út af laginu og tryggði sér titilinn í atskákeinvígi. Röð efstu manna: 1.-2. Short og Sadler 8V2 v. af 11 mögulegum, 3. Miles 8 v„ 4.-5. Speelman og Ward 7Vá v. o.s.frv. Speelman (2.605) hafði svart og átti leik. 24. cxd4! 25. Dxd5 - Dc7 26. a3 - Dc2+ 27. Kal - Hc3! 28. Ka2 - Hcb3 og hvít- ur gafst upp. Nigel Short stóð með pálmann í höndunum fyrir síðustu umferð með vinning í for- SVARTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar... DYSSEIFUR eftir James Joyce er skyndilega orðinn metsölubók. Lagerar, sem ætlaðir voru bandarískum bóksölum til margra ára, eru langt komnir. Ástæðan er sú að bókin varð efst á lista bandaríska bókaforlagsins Random House yfir 100 bestu bæk- ur, sem skrifaðar hafa verið á ensku á þessari öld. Bókin fór upp í 2. sæti á lista alnetsbókaverslunarinnar Amazon þegar listinn kom fram, en hefur reyndar fallið niður í 36. sæti þegar þetta er skrifað. Lesendur, sem láta ljós sitt skína á vefsíðu verslunarinnar, gefa bókinni að jafnaði fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum, en ósjálfrátt velt- ir maður því fyrir sér hversu margir þeirra, sem ætluðu sér að sigrast á Ódysseifi í sumarfríinu komust alla leið. Víkverji dagsins hefur reynt tvisvar og án þess að ná á leiðar- enda. Listinn hefur sætt harðri gagn- rýni úr ýmsum áttum og meira að segja þeir sem völdu bækurnar á hann hafa lýst yfir furðu á stöðu ýmissa bóka á honum. Þannig völdu flestir bókina Brave New World eftir Aldous Huxley, en fyrir utan Gore Vidal hefði engum dóm- enda dottið í hug að setja hana í fimmta sæti yfir 100 bestu bæk- urnar. Hann ætti heima sýnu neð- ar. Umræðan um bók Huxleys varð reyndar til þess að einn dálkahöf- unda The New York Times, spurði hvers framtíðarskáldið ætti að gjalda. Seinheppni hans væri slík að meira að segja í andlátinu hefði hann fallið í skuggann. Hann lést 22. nóvember 1963 - daginn sem Kennedy var ráðinn af dögum. Listinn hefur víða vakið óánægju, Áströlum fannst þeir virtir vettugi og Kanadamenn sögðu að vitaskuld væri enginn kanadískur rithöfundur á listanum. Til þess var tekið að flestir höfundarnir væru aldraðir eða látnir hvítir karlmenn. Sumir hafa bent á að listinn beri því vitni að minna markvert hafi verið skrif- að á ensku á þessari öld en haldið hafi verið fram. Aðrir gera sína eig- in lista. Random House ákvað að láta lýðræðið ráða og leyfa almenningi að setja saman lista. Þar á Ayn Rand tvær bækur meðal fimm efstu (aðra þeirra í efsta sæti, Atlas Shrugged) og hlýtur að vekja furðu. Ódysseifur kemst á listann, er í 15. sæti, aðeins tveimur sætum fyrir ofan bókina Tek War eftir bókmenntajöfurinn William Shat- ner, sem helst hefur getið sér frægð með leik í geimþáttunum St- ar Trek og bíómyndum, sem sigldu í kjölfarið. XXX AÐ er hægt að búa til margs konar lista: bestu bækur kven- rithöfunda, bestu bækur and- fætlinga (t.d. Ástrala), bestu bæk- ur minnihlutahópa af ýmsum toga, bestu bækur, sem aldrei voru gefn- ar út, verstu bækur, sem hafa verið gefnar út. Einhverju sinni var gef- in út heil bók með listum, sem reyndar eru fæstir yfir bækur eða rithöfunda. Þar er þó að finna lista yfir 28 höfunda, sem hefðu getað fengið Nóbelsverðlaun, en fengu þau ekki. Þar eru meðal annarra nefndir Tolstoj, Tsjekov, Ibsen, Hardy og Rilke. I bókinni segir að í stað þeirra hafi verðlaunin verið veitt „snillingum á borð við Sully Prudhomme, Björnson, Echeg- aray ... Laxness ... og H.E. Martin- son“. Já, listar geta meira að segja verið ósvífnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.