Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 179. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR12. ÁGÚST1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gengi jensins í sögulegu lágmarki Mikið verðfall á öllum fjármála- mörkuðum London, Tókýó. Reuters. GENGI hlutabréfa á markaði í Bretlandi féll gífurlega í gær og hefur verðfall aðeins einu sinni ver- ið meira frá verðhruninu mikla árið 1987. Breytti litlu þótt tilkynnt væri um samruna stórfyrirtækjanna British Petroleum og Amoeo. Verð- hrunið er talið stafa af kreppunni í Asíu sem ekkert lát virðist ætla að verða á. Gengi japanska jensins gagnvart Bandaríkjadollar hefur ekki verið jafn lágt frá 1990. Dow Jones-vísitalan féll um 112 punkta í gær og var við lokun mark- aða í Bandaríkjunum 8.462,85 stig. Vísitalan er nú 900 punktum lægri, eða tæpum 10%, en hún var hinn 17. júlí sl. þegar hún náði sögulegu há- marki. Ráðuneyti atvinnumála í Bandaríkjunum skýrði einnig frá því í gær að framleiðni í iðnaði hefði minnkað í fyrsta skipti i þrjú ár. „Bölsýnistímabil" tekur við Þegar mörkuðum var lokað í London var FTSE 100-vísitalan 5.432,8 punktar, 154,8 punktum lægri en við upphaf dags og hefur ekki verið lægri um sjö mánaða skeið. Fyi-ir einungis þremur vikum stóð FTSE-vísitalan í 6.178,9 punkt- um og sögðu því fréttaskýrendur í gær að atburðir dagsins staðfestu að „bjartsýnismarkaður", sem ein- kennt hefur síðustu fjögur ár á mörkuðum í Bretlandi, væri á enda runninn og að „bölsýnistímabil" tæki nú við. DAX-vísitalan þýska féll um 3,4%, eða 208 punkta. Nikkei-vísi- talan japanska féll um 1,40% og er gengi jensins nú lægra en það hef- ur verið í átta ár. Hang Seng-vísi- talan í Hong Kong féll einnig um 2,75% og hefur ekki verið lægri í fimm ár. Verri staða í Japan en búist var við Verðfallið á Japansmarkaði kom í kjölfar þess að ráðuneyti efnahags- áætlana kynnti mánaðarlega úttekt sína. Við það tækifæri sagðist ráð- herrann Taichi Sakaiya gera ráð fyrir að Japan ætti enn eftir að þurfa að ganga í gegnum nokkrar þrengingar. Japanskur efnahagur hefur ekki verið verr á sig kominn um árabil og er nú ekki lengur rætt um „stöðnun“ heldur „samdrátt" í skýrslu ráðuneytisins. Reuters Mengun yfir hættumörkum SENDILL á hjóli ber andlits- grímu til að verjast mengun í borginni Bordeaux á vestur- strönd Frakklands í gær. Loft- mengun hefur undanfarna daga mælst yfir hættumörkum í stærstu borgum Frakklands vegna mikilla hita. Fimmta vaxtahækk- un ársins í Noregi NORSKI seðlabankinn hækkaði vexti í gær í fimmta sinn á árinu. Að þessu sinni nemur hækkunin 0,5%. Að sögn fjármálasérfræðinga sem Aftenposten hefur rætt við er ástæðan veik staða norsku krón- unnar vegna lækkunar olíuverðs og óvissu um fjárlög næsta árs. Hækkunin varð á innlánsvöxtum bankanna hjá Seðlabankanum og verður hún 5,5%. Þá verða yfir- dráttarvextir bankanna hjá Seðla- banka 7,5%. Auk veikrar stöðu krónunnar segja sérfræðingarnir að ástæða aðgerða bankans sé hækkun peningamarkaðsvaxta í slðustu viku. Voru þriggja mánaða peninga- markaðsvextir orðnir 5,77% sem er 0,77% hærra en yfirdráttarvextir Seðlabankans. VOICI HOMME FALLAIT Reuters Uppreisnarmenn útiloka samningaviðræður við Kabila HERMENN aka framhjá skilti með mynd af Laurent Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó. Þarlend stjórn- völd óskuðu í gær eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Einingarsamtök Afríkuríkja beittu sér fyrir því að hersveitir frá Úganda og Rúanda, sem þau segja hafa gert innrás í landið, sneru til baka yfir landa- mærin. Leiðtogi uppreisnarmanna í Kongó, Jean-Pi- erre Ondekane, útilokaði í gær samningaviðræður við stjórn Kabilas. Hann tjáði fréttamönnum að markmið uppreisnarmanna væri „að frelsa þjóðina undan einræði" og að þeir myndu ná höfuðborginni Kinshasa á sitt vald innan skamms. Sendiráðum berast sprengjuhótanir Komið í veg fyrir tvö til- ræði á árinu Dar es Salaam, Nairóbí. Reuters. LÍTIL von þykir nú til þess að fleiri fórnarlömb sprengjutilræð- anna við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu finnist á lífi. Skýrt var frá því í gær að sprengju- hótanir hefðu borist sendiráðum Bandaríkjanna í nokkrum löndum í kjölfar atburðanna síðastliðinn fóstudag. Stjórnvöld í Tansaníu greindu í gær frá þjóðerni 14 manna, sem handteknir voru á mánudag, grun- aðir um aðild að tilræðinu í Dar es Salaam. Um er að ræða sex Iraka, sex Súdana, einn Sómala og einn Tyi-kja, sem að sögn lögreglunnar gátu hvorki framvísað vegabréfi né gefið trúverðuga skýringu á veru sinni í landinu. Nokkrum sendiráðum lokað Patrick Kennedy, háttsettur embættismaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu, skýrði frá því í gær að sprengjuhótanir hefðu borist nokkrum bandarískum sendiráðum í kjölfar tilræðanna í Kenýa og Tansaníu. Ennfremur hefði nokkrum sendiráðum verið lokað til bráðabirgða, þangað til ör- yggiskröfum hefði verið fullnægt. Dagblaðið The Washinton Post sagði frá því í gær að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CLA, hefði á síðasta ári komið í veg íyrir tvö tilræði við bandarísk sendiráð á síðustu stundu, og að auki flett ofan af þremur samsærum á fmmstigi. Blaðið hafði eftir heimildarmönnum innan stjómsýslunnar að það gæti hafa orðið til þess að þeir, sem bera ábyrgð á sprengingunum á fóstu- dag, ákváðu að ráðast á sendiráðin í Nairóbí og Dar es Salaam, þar sem CIA taldi ekki mikla hættu á tilræð- um. Vonir vom bundnar við að örygg- ismyndavél í sendiráðinu í Dar es Salaam hefði tekið upp myndir sem gætu gefið vísbendingar um tilræð- ismennina, en öryggisfulltrúi í sendiráðinu skýrði frá því í gær að myndavélin hefði ekki verið tengd við upptökuvél. í gærkvöldi höfðu 234 lík fundist í rústunum eftir sprengingarnar, þar af 224 í Nairóbí, en 10 í Dar es Salaam. Fyrstur á loftbelg yfir S-Atl- antshaf St. Louis. Reuters. ÆVINTÝRAMAÐURINN Steve Fossett varð í gær fyrstur manna til þess að fljúga yfir Suður-Atl- antshaf í loft- belg, ná- kvæmlega 20 ámm eftir að tekist hafði að fljúga yfir Norður-Atl- antshaf. Þetta er einnig lengsta flug sem mann- aður loftbelgur hefur farið. Fossett flaug í gærdag loft- belgnum, sem hann kallar Einfarann, með ströndum Suður-Afríku og þaut áfram á 160 km hraða um 240 km suð- ur að Höfðaborg á leið sinni í átt til Indlandshafs. Fluggarpurinn bandaríski sló eigið met í gær með því að leggja að baki 9.300 km á ferð sinni frá Argentínu í kringum hnöttinn. Hann flýgur í um 7.300 metra hæð yfir sjó. Þetta er fjórða tilraun Fossetts til þess að fljúga hringinn í kringum hnöttinn í loftbelg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.