Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 1

Morgunblaðið - 12.08.1998, Side 1
STOFNAÐ 1913 179. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR12. ÁGÚST1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gengi jensins í sögulegu lágmarki Mikið verðfall á öllum fjármála- mörkuðum London, Tókýó. Reuters. GENGI hlutabréfa á markaði í Bretlandi féll gífurlega í gær og hefur verðfall aðeins einu sinni ver- ið meira frá verðhruninu mikla árið 1987. Breytti litlu þótt tilkynnt væri um samruna stórfyrirtækjanna British Petroleum og Amoeo. Verð- hrunið er talið stafa af kreppunni í Asíu sem ekkert lát virðist ætla að verða á. Gengi japanska jensins gagnvart Bandaríkjadollar hefur ekki verið jafn lágt frá 1990. Dow Jones-vísitalan féll um 112 punkta í gær og var við lokun mark- aða í Bandaríkjunum 8.462,85 stig. Vísitalan er nú 900 punktum lægri, eða tæpum 10%, en hún var hinn 17. júlí sl. þegar hún náði sögulegu há- marki. Ráðuneyti atvinnumála í Bandaríkjunum skýrði einnig frá því í gær að framleiðni í iðnaði hefði minnkað í fyrsta skipti i þrjú ár. „Bölsýnistímabil" tekur við Þegar mörkuðum var lokað í London var FTSE 100-vísitalan 5.432,8 punktar, 154,8 punktum lægri en við upphaf dags og hefur ekki verið lægri um sjö mánaða skeið. Fyi-ir einungis þremur vikum stóð FTSE-vísitalan í 6.178,9 punkt- um og sögðu því fréttaskýrendur í gær að atburðir dagsins staðfestu að „bjartsýnismarkaður", sem ein- kennt hefur síðustu fjögur ár á mörkuðum í Bretlandi, væri á enda runninn og að „bölsýnistímabil" tæki nú við. DAX-vísitalan þýska féll um 3,4%, eða 208 punkta. Nikkei-vísi- talan japanska féll um 1,40% og er gengi jensins nú lægra en það hef- ur verið í átta ár. Hang Seng-vísi- talan í Hong Kong féll einnig um 2,75% og hefur ekki verið lægri í fimm ár. Verri staða í Japan en búist var við Verðfallið á Japansmarkaði kom í kjölfar þess að ráðuneyti efnahags- áætlana kynnti mánaðarlega úttekt sína. Við það tækifæri sagðist ráð- herrann Taichi Sakaiya gera ráð fyrir að Japan ætti enn eftir að þurfa að ganga í gegnum nokkrar þrengingar. Japanskur efnahagur hefur ekki verið verr á sig kominn um árabil og er nú ekki lengur rætt um „stöðnun“ heldur „samdrátt" í skýrslu ráðuneytisins. Reuters Mengun yfir hættumörkum SENDILL á hjóli ber andlits- grímu til að verjast mengun í borginni Bordeaux á vestur- strönd Frakklands í gær. Loft- mengun hefur undanfarna daga mælst yfir hættumörkum í stærstu borgum Frakklands vegna mikilla hita. Fimmta vaxtahækk- un ársins í Noregi NORSKI seðlabankinn hækkaði vexti í gær í fimmta sinn á árinu. Að þessu sinni nemur hækkunin 0,5%. Að sögn fjármálasérfræðinga sem Aftenposten hefur rætt við er ástæðan veik staða norsku krón- unnar vegna lækkunar olíuverðs og óvissu um fjárlög næsta árs. Hækkunin varð á innlánsvöxtum bankanna hjá Seðlabankanum og verður hún 5,5%. Þá verða yfir- dráttarvextir bankanna hjá Seðla- banka 7,5%. Auk veikrar stöðu krónunnar segja sérfræðingarnir að ástæða aðgerða bankans sé hækkun peningamarkaðsvaxta í slðustu viku. Voru þriggja mánaða peninga- markaðsvextir orðnir 5,77% sem er 0,77% hærra en yfirdráttarvextir Seðlabankans. VOICI HOMME FALLAIT Reuters Uppreisnarmenn útiloka samningaviðræður við Kabila HERMENN aka framhjá skilti með mynd af Laurent Kabila, forseta Lýðveldisins Kongó. Þarlend stjórn- völd óskuðu í gær eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Einingarsamtök Afríkuríkja beittu sér fyrir því að hersveitir frá Úganda og Rúanda, sem þau segja hafa gert innrás í landið, sneru til baka yfir landa- mærin. Leiðtogi uppreisnarmanna í Kongó, Jean-Pi- erre Ondekane, útilokaði í gær samningaviðræður við stjórn Kabilas. Hann tjáði fréttamönnum að markmið uppreisnarmanna væri „að frelsa þjóðina undan einræði" og að þeir myndu ná höfuðborginni Kinshasa á sitt vald innan skamms. Sendiráðum berast sprengjuhótanir Komið í veg fyrir tvö til- ræði á árinu Dar es Salaam, Nairóbí. Reuters. LÍTIL von þykir nú til þess að fleiri fórnarlömb sprengjutilræð- anna við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu finnist á lífi. Skýrt var frá því í gær að sprengju- hótanir hefðu borist sendiráðum Bandaríkjanna í nokkrum löndum í kjölfar atburðanna síðastliðinn fóstudag. Stjórnvöld í Tansaníu greindu í gær frá þjóðerni 14 manna, sem handteknir voru á mánudag, grun- aðir um aðild að tilræðinu í Dar es Salaam. Um er að ræða sex Iraka, sex Súdana, einn Sómala og einn Tyi-kja, sem að sögn lögreglunnar gátu hvorki framvísað vegabréfi né gefið trúverðuga skýringu á veru sinni í landinu. Nokkrum sendiráðum lokað Patrick Kennedy, háttsettur embættismaður í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu, skýrði frá því í gær að sprengjuhótanir hefðu borist nokkrum bandarískum sendiráðum í kjölfar tilræðanna í Kenýa og Tansaníu. Ennfremur hefði nokkrum sendiráðum verið lokað til bráðabirgða, þangað til ör- yggiskröfum hefði verið fullnægt. Dagblaðið The Washinton Post sagði frá því í gær að leyniþjónusta Bandaríkjanna, CLA, hefði á síðasta ári komið í veg íyrir tvö tilræði við bandarísk sendiráð á síðustu stundu, og að auki flett ofan af þremur samsærum á fmmstigi. Blaðið hafði eftir heimildarmönnum innan stjómsýslunnar að það gæti hafa orðið til þess að þeir, sem bera ábyrgð á sprengingunum á fóstu- dag, ákváðu að ráðast á sendiráðin í Nairóbí og Dar es Salaam, þar sem CIA taldi ekki mikla hættu á tilræð- um. Vonir vom bundnar við að örygg- ismyndavél í sendiráðinu í Dar es Salaam hefði tekið upp myndir sem gætu gefið vísbendingar um tilræð- ismennina, en öryggisfulltrúi í sendiráðinu skýrði frá því í gær að myndavélin hefði ekki verið tengd við upptökuvél. í gærkvöldi höfðu 234 lík fundist í rústunum eftir sprengingarnar, þar af 224 í Nairóbí, en 10 í Dar es Salaam. Fyrstur á loftbelg yfir S-Atl- antshaf St. Louis. Reuters. ÆVINTÝRAMAÐURINN Steve Fossett varð í gær fyrstur manna til þess að fljúga yfir Suður-Atl- antshaf í loft- belg, ná- kvæmlega 20 ámm eftir að tekist hafði að fljúga yfir Norður-Atl- antshaf. Þetta er einnig lengsta flug sem mann- aður loftbelgur hefur farið. Fossett flaug í gærdag loft- belgnum, sem hann kallar Einfarann, með ströndum Suður-Afríku og þaut áfram á 160 km hraða um 240 km suð- ur að Höfðaborg á leið sinni í átt til Indlandshafs. Fluggarpurinn bandaríski sló eigið met í gær með því að leggja að baki 9.300 km á ferð sinni frá Argentínu í kringum hnöttinn. Hann flýgur í um 7.300 metra hæð yfir sjó. Þetta er fjórða tilraun Fossetts til þess að fljúga hringinn í kringum hnöttinn í loftbelg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.