Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 49 ______________________________________V FÓLK í FRÉTTUM Tíunda toppmynd Spielbergs ÞAÐ var hart barist á toppi kvikmyndalistans um síðustu helgi en það var mynd Stevens Spielbergs „Saving Private Ryan“ sem að lokum náði að halda efsta sætinu þriðju vikuna í röð. Keppinautarnir voru hasarmynd Brians DePalma „Snake Eyes“ með hasarhetjuna Nicolas Cage í farabroddi og hrollvekjan „Halloween: H20“ með Jamie Lee Curtis í aðal- hlutverki en hún lék í fyrri myndinni fyrir 20 árum. Snákaaugu DePalma liðu fyr- ir það að kvikmyndaeftirlitið setti á hana hæsta aldurstak- mark sem óneitanlega hefur áhrif á aðsóknina þar sem ungt fólk er iðið við að sækja kvik- myndahúsin. Spielberg getur hins glaðst yfir þvx að „Saving Private Ryan“ er tíunda mynd hans sem nær toppsæti listans sem var fyrst birtur snemma á fimmta áratugnum. Aðeins Vincente Minnelli slær honum við með 11 toppmyndir á ferli sínum. Jamie Lee Curtis og framleið- endur „Halloween: H20“ geta unað glaðir við sitt því myndin hefur á nokkrum dögum gefið tæpar 25 milljónir dollara í aðra hönd en hún mun aðeins hafa kostað 17 milljónir í fram- leiðslu. Nýjasta mynd Drew Barrymore, „Ever After: A Cinderella Story“, náði sjötta sætinu og þykir halda jafnri að- sókn og góðri á þeim tíu dögum sem hún hefur verið sýnd. Þess má geta að „Saving Pri- vate Ryan“ varð um helgina átt- unda myndin í sumar til að kom- ast yfír hið mikilvæga 100 millj- ón dollara mark en hinar eru „Deep Impact“, „Godzilla“, „Mulan“, „Dr. Doolittle", „The Truman Show“, „Armageddon" og „Lethal Weapon". STEVEN Spielberg og Tom Hanks geta glaðst yfir velgengni mynd- ax-innar „Saving Private Ryan“. MYNDBÖND Auðvitað er dj öfullinn lögfræðingur Lögmaður djöfulsins The Devil’s Advocate_______ Hryllingur ★★14 Leikstjórn: Taylor Hackford. Hand- rit: Jonathan Lemkin og Tony Gilroy. Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowi- ak. Tónlist: James Newton Howard. Aðalhlutverk: Keanu Reeves, A1 Pacino og Charlize Theron. Banda- rísk. Sam-myndbönd, júlí 1998. Bönnuð börnum innan 16 ára. KEVIN Lomax (Keanu Reeves) er ungur og ákaflega efnilegur varnarlögfræðingur, sem aldrei hefur tapað máli fyt'ir rétti. Sið- ferði hans er heldur hæpið og hann hugsar um það eitt að vinna málið sem hann flytur hverju sinni. Eftir að Lomax fær kennara sýknað- an af ákæru um kynferðislega áreitni við unga stúlku, vitandi af sekt mannsins, er honum boðin staða hjá lagafyrir- tæki í New York borg. Eitthvað er alvarlega bogið við yfirmann þeirr- ar stofnunar og smám saman verð- ur atburðarásin vofveiflegri. Það er Satan sjálfur sem stjórnar lagafyr- irtækinu. Honum tekst að draga sveininn unga niður í svaðið á skömmum tíma. Á meðan hrakar geðheilsu eiginkonu hans þegar hún áttar sig á að ill öfl eru að verki. Það er mikið um að vera í sögu- þræði þessarar myndar og mikið er um vísanir í bókmenntir og kvik- myndir. John Milton, sem skapaði eftirminnilegustu lýsingu bók- menntasögunnar á djöflinum í „Paradísarmissi“, verður hér þess vafasams heiðursins aðnjótandi að skrattinn svaiá nafni hans. Myndin minnir mikið á „Rosemary’s Baby“ í reynslusögu ungu konunnar sem bíður eiginmannsins ein í ógnvekj- andi fjölbýlishúsi þar sem allir virð- ast vita meira en hún. Eins kemur „The Last Temptation of Christ" upp í hugann og þá er látið ógetið frumskógar bókmenntalegra vís- ana. Það er valinn maður í flestum hlutverkum myndarinnar og marg- ir skila frábærum leik. Paeino er eins og teiknaður í hlutvei-k Kölska og Theron túlkar angist eiginkon- unnar með stakri prýði. Það er ef til vill undarlegt að telja þetta galla á myndinni, en sorglegt hæfíleika- leysi aðalleikarans verður óneitan- lega meira áberandi fyrir vikið. Reeves á einfaldlega ekki að leika í kvikmyndum þar sem hann verður að tala og hér skemmir hann mikið út frá sér eins og oft áður. Þrátt fyrir þetta er „The Devil’s Advocate“ ágæt mynd að mörgu leyti og í heild fyrir ofan meðallag. Guðmundur Ásgeirsson AÐSÓKN iaríkjunum Titill Síðasta vika Alls 1- (1) Saving Private Ryan 1.253 m.kr. 17,4 m$ 103,8 m$ 2. (-) Snake Eyes 1.174 w.kr. 16,3 m$ 16,3 m$ 3. (-) Halloween: H20 1.166 m.kr. 16,1 m$ 24,8 m$ 4. (3) There's Something About Mary 693 m.kr. 9,6 m$ 76,6 m$ 5. (2) The Parent Trap 585 m.kr. 8,1 m$ 32,4 m$ 6.(5) Ever After 554m.kr. 7,7 m$ 22,5 m$ 7.(4) The Negotiator 468m.kr. 6,5 m$ 25,0 m$ 8. (6) The Mask of Zorro 397 m.kr. 5,5 m$ 71,6 m$ 9.(8) Armageddon 383m.kr. 5,3 m$ 172,8 m$ 10. (7) Lethal Weapon 4 341 m.kr. 4,7 m$ 116,2 m$ Ný námskeið FRA TOPPITIL TAAR i Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem beijast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fýrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir forðun, klæðnað, hvemig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPITIL TAAR ii. - iramhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Frjálsir tímar, 13 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. i«r konms'J*'11 :n: ■„„ritið ykkur I <ið n y.«M ykk"' "<1" Staðfesta þavf Van' fvrir 24- <fc',sí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.