Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný.brú yfir Öxará NÝ brú yfír Öxará við Valhöll verður byggð í sumar og tekur hún við af brúnni, sem gerð var árið 1929. Nýja brúin er 28 metrar að lengd, byggð í þrem- ur höfum með breiðum ak- og gangbrautum. Þrjú tilboð bár- ust í brúna og áttu Feðgar ehf., Hafnarfirði, lægsta boð, rúmar 23,5 milljónir króna, en kostn- aðaráætlun er rúmar 25,4 milljónir. Aðrir sem buðu voru ístak hf., sem bauð 30,6 milij- ónir, og G-verk ehf., Selfossi, sem bauð rúma 33,1 milljón. Að sögn Einars Hafliðasonar deildarstjóra hönnunar brúa, sá áætlanadeild Vegagerðar- innar um alla hönnun og er gert ráð fyrir að verkinu verði lokið í október nk. Formaður tölvunefndar fjallar um slæman aðbúnað nefndarinnar í ársskýrslu Takmarkaðir möguleikar til að anna verkefnum FJÖLDI mála sem borist hafa tölvunefnd hefur farið vaxandi ár frá ári, án þess að fjölgað hafí starfsfólki og fjárveitingar auknar svo nokkru nemi, segir m.a. í for- mála eftir Þorgeir Örlygsson, for- mann tölvunefndar, í ársskýslu nefndarinnar fyrir árið 1997. Alls bárust 439 erindi nefndinni árið 1997, en til samanburðar barst henni 141 erindi á árinu 1991 og 59 erindi á árinu 1982, ár- ið sem hún tók til starfa. Segir Þorgeir að til að tölvunefnd geti sinnt núverandi verkefnum sínum sem skyldi og með þeim hætti sem almenningur í landinu eigi heimt- ingu á þurfí að lágmarki að fjölga starfsmönnum nefndarinnar um tvo. Frá því að nefndin tók til starfa hafí hún hins vegar aðeins haft starfsmann í hlutastarfi, fyrst sem ritara og síðan sem fram- kvæmdastjóra. „Er málum nú svo komið, að nefndin á engan kost annan en að taka við innkomnum erindum og afgreiða þau með þeim skilyrðum og skilmálum, sem hún metur nauðsynleg hverju sinni, innan þeirra tímamarka sem málshraða- reglur stjórnsýslunnar setja henni, en hefur, eðli málsins sam- kvæmt, takmarkaða möguleika á að rækja eftirhlitshlutverk sitt, þótt frá því séu að sjálfsögðu und- antekningar," segir í formála Þor- geirs. Hann bendir á að í þessu felist að nefndin verði að meira eða minna leyti að treysta á heiðarleika þeirra sem undir eftirlitsvald henn- ar falla, en bætir því við að við slík- ar aðstæður búi almenningur í landinu við skert réttaröryggi á þessu sviði. Meðan svo hagi til megi alltaf búast við að mistök verði og því ekki óeðlilegt að sú spuming vakni á hvers ábyrgð þau séu. Þorgeir gerir stofnun gagna- grunns á heilbrigðissviði einnig að umtalsefni í formálanum eða gagnagrunnsfrumvarpið eins og það leit út áður en það var endur- skoðað. Segir hann m.a. í því sam- bandi að miðað við þær aðstæður sem tölvunefnd búi nú við sé frá- leitt að ætla að tölvunefnd hafí eft- irlit með starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. 416 erindi afgreidd á síðasta ári Eins og fyrr segir bárust tölvu- nefnd 439 erindi og umsóknir á síðasta ári. Óafgreidd erindi sem nefndin tók við frá fyrra ári voru 29 talsins, þannig að til afgreiðslu voru 468 erindi. Af þeim voru 416 erindi afgreidd en 52 biðu til næsta árs. Kostnaður af starfí nefndarinnar var rúmar 4,5 millj- ónir en þar af var launakostnaður tæpar þrjár milljónir, að því er fram kemur í ársskýrslu nefndar- innar. í yfirliti yfír afgreidd erindi tölvunefndar á síðasta ári kemur í ljós að skipta má málefnum erind- anna í nokkra flokka. Þar má nefna umsóknir um heimild tölvunefndar til að gera vísindarannsóknir eða kannanir, umsóknir um starfsleyfi til dæmis til að framkvæma mark- aðs- og skoðanakannanir í atvinnu- skyni, tilkynningar starfsleyfíshafa um einstakar kannanir og beiðnir um aðgang, notkun og samteng- ingu einstakra skráa. Þá er m.a. leitað álits og umsagnar tölvu- nefndar um ýmis mál og henni berst fjöldi kvartana um önnur. Sé til dæmis farið nánar ofan í þann málefnaflokk sem tekur á umsóknum um heimild til að gera vísindarannsóknir eða kannanir kemur í ljós að stór hluti umsækj- enda er háskólanemar sem þurfa til dæmis að fá heimild til að skrá persónuupplýsingar eða heimild til aðgangs að skráðum upplýsingum. Þrír hjúkrunarfræðinemar fengu til að mynda heimild til að skrá persónuupplýsingar vegna könn- unar á líðan kvenna í vikunni fyrir blæðingar og skýringum þeirra á fyrirtíðaspennu. Gagna var aflað með viðtölum sem voru hljóðrituð og var nemendunum m.a. gert skylt að eyða upptökunum að úr- vinnslu lokinni. Formaður iðnaðarnefndar Engu laum- að inn í frumvarpið STEFÁN Guðmundsson, al- þingismaður og formaður nefndar, sem iðnaðarráðuneyt- ið skipaði til að undirbúa lög um rannsóknir og nýtingu auð- linda í jörðu, vísar á bug þeim ummælum sem höfð vora eftir Ólafi Andréssyni, lífefnafræð- ingi, í Morgunblaðinu sl. laug- ardag, að lagagrein um örver- ur hafi verið laumað inn í frum- varp sem samþykkt var í vor. „Það er rétt að þetta ákvæði kom inn í frumvarpið eftir fýrstu umræðu en það var gert að tilhlutan iðnaðarráðuneytis- ins. Það fór hins vegar fram kynning bæði hjá þeim sem og hjá umhverfísráðuneyti og ég vísa því á bug að eitthvað óeðlilega hafí verið staðið að málum.“ Aðspurður segist hann ekki hafa neina skoðun á því hvort ákvæðið eigi heima einhvers staðar annars staðar. „Þetta kom svona til nefndarinnar og mitt verk var að stjórna vinnu hennar, sem ég tel mig hafa gert af fullum heilindum,“ sagði Stefán. Kvartað til tölvunefndar yfír meðferð kæruskrár lögreglu Viðkvæmar upplýsing- ar lesnar upp í talstöð í ÁRSSKÝRSLU tölvunefndar 1997 er yfírlit yfír öll erindi sem tölvunefnd afgreiddi á síðasta ári, en þau eru alls 416. Efni erindanna er af ýmsum toga og má meðal ann- ars nefna erindi manns nokkurs sem kvartaði yfir því við tölvunefnd að kæruskrá hans skyldi lesin upp í gegnum talstöð lögreglunnar. Tölvunefnd tók málið til umfjöllun- ar og komst að því að brotið hefði verið gegn ákvæði laga um meðferð persónuupplýsinga sem kveður á um að óheimilt sé að miðla persónu- upplýsingum sem mönnum eru sér- staklega viðkvæmar. Eftir að hafa leitað skýringa hjá embætti lög- reglustjórans í Reykjavík komst tölvunefnd hins vegar að því að ekki væri ástæða til frekari afskipta af málinu þar sem komið hafði fram í svari lögreglustjóra að gerðar hefðu verið ráðstafanir til að hindra að slík mistök endurtækju sig. í kvörtunarbréfi mannsins til tölvunefndar rekur hann málavexti og segir m.a.: „Vorið 1996 var und- irritaður, sem er ævilangur bindind- ismaður, handtekinn inni á veitinga- staðnum Kaffi Reykjavík, þar sem undirritaður kemur reglulega um helgar.“ Hann skýrir síðan frá því að hann hafi verið leiddur út í lög- reglubíl og beðinn um nafn og kennitölu, sem síðan hafí verið gefíð upp ásamt heimilisfangi í talstöð lögreglubifreiðarinnar. „Kom þá í ljós að lögreglan hafði handtekið rangan mann. Undirritaður hafði þá uppi mótmæli, sem lögreglumenn komu á framfæri í gegnum talstöð lögreglubifreiðarinnar fyrir utan Kaffi Reykjavík. Kom þá svar frá lögreglustöðinni um að undirritaður væri nú ekki fínn pappír, og var þá lesin upp kæruskrá lögreglunnar í talstöðina, alls 17 atriði, m.a. meint fíkniefnabrot og meintur þjófnaður o.fl. sem undirritaður kannast ekk- ert við. Talstöð lögreglunnar geta allir hlustað á, sem áhuga hafa, m.a. fjölmiðlamenn o.fl.“ Skýringa leitað hjá lögreglu- stjóraembættinu Vegna þessarar kvörtunar leitaði tölvunefnd skýringa hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík. í þeirri skýringu kemur m.a. fram að um- ræddur atburður sé ekki bókaður í málaskrá lögreglunnar, enda rangur aðili handtekinn. Sé hins vegar rétt greint frá atburðinum sé það rétt að ekki eigi að gefa upp í talstöð skráð- an feril neins, enda megi alltaf gera ráð íyrir að þeir sem hafa tæki til þess geti verið að hlusta á talstöðv- arrás lögreglu. Þarna sé því um ranga meðferð málaskrár að ræða. Það hafi verið ítrekað við starfsmenn stjórnstöðvar að gefa ekki upplýs- ingar á þennan hátt um talstöð. p 1 1 Morgunblaðið/Jón Stefánsson Loka þaki og gluggxim TRYGGINGAFÉLAG hússins sem stendur við Austurstræti 22b og brann að morgni 30. júlí sl. vinnur nú við að meta tjónið sem varð af völdum brunans. í gær var verið að bera timbur inn í húsið þar sem lágmarksfram- kvæmdir standa yfir til að vernda það og til að stofna ekki vegfar- endum í hættu, að sögn Sigurðar Inga Geirssonar hjá Sjóvá-Al- mennum. Verið er að byrgja glugga og loka þakinu sem var rof- ið við slökkvistörf. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað verði gert við húsið, en hún verður tekin þegar tjónið hefur verið met- ið endanlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.