Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ v 34 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 ••N. ^^^ MINNINGAR GUÐMUNDUR BJÖRGVINSSON + Guðmundur Björgvinsson fæddist í Reyiqavík 19. maí 1970. Hann lést af völdum averka er hann hlaut í bifreiðaslysi við bæinn Ytri-Fa- gradal á Skarðs- strönd 3. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Björgviu Hafsteinn Kristins- son bifvélavirki f. '1* 25. febrúar 1940, og Jónína Margrét Guðmundsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 26. októ- ber 1944. Systkini Guðmundar eru Sigríður Steinunn, f. 23. apr- íl 1963, Inga Dóra, f. 14. febrúar 1965, Björgvin, f. 19. maí 1970, Magnús Jón, f. 1. desember 1971, og Kristinn, f. 26. janúar 1974. Guðmundur Iauk hefðbund- inni grunnskóla- og gagnfræða- menntun. Eftir það fór hann strax að vinna fyrir sér, aflaði sér vinnuvélaréttinda og tók meirabifreiðastjóra- próf strax og hann hafði aldur til. Upp úr 1987 hóf hann störf hjá Verk- smiðjunni Vífilfelli, fyrst við ýmis lag- erstörf, en gerðist síðan bifreiðastjóri hjá fyrirtækinu. Meðfram störfum sinum hjá Vífilfelli vann Guðmundur nokkuð við afleys- ingar á bifreiða- stöðinni Hreyfli, meðal annars fyrir foreldra sína sem í dag starfa bæði þar. Guðmundur tók þátt í starfi ýmssa félaga er tengjast íþrótt- um og veiði, en lengst af var hann í Heimavarnarliði Víkings í Víkinni í Reykjavík. títför Guðmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. Guðmundur er allur. ^ Skyndilega er Gummi horfinn úr þessum heimi, þessi stæðilegi lífs- glaði strákur sem nær daglega birt- ist á heimili foreldra sinna með bros á vör. Við sjáum hann ekki oftar með svuntuna sína í eldhúsinu hjá mömmu við kleinubakstur og köku- gerð, né heldur röltandi um árbakk- ann í veiðiferð með pabba. Þær voru ófáar gleðistundimar er við áttum í unaðsreitnum okkar á Fellsströnd- inni með Gumma og systkinum hans. Þar sem hann hlúði með okkur að trjágróðri eða gældi með okkur við æðarkollur um varptímann. Hann var í eðli sínu mikið náttúrubam. Við hjónin þökkum Guði fyrir þau rúmu tuttugu og átta ár sem við fengum að njóta með Gumma okkar. Við biðjum líka góðan Guð að blessa og styrkja fjölskylduna í Galtartungu, Höllu í Ytri-Fagradal og hennar fólk svo og aðra Dalamenn sem veittu aðstoð á örlagastund. Við biðjum líka góðan Guð að blessa og styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda og standa í svipuðum spomm og við. Andrés og Bína, Siggi og Jenný, og þið allir hin- ir vinimir, Guð veri með ykkur. Við lifum áfram í þeirri einlægu trú að hann Gummi okkar hafi verið kallaður til starfa á æðri stöðum. ** Blessuð sé minning um ástkæran son. Pabbi og niamma. Gummi minn, mig langar til að kveðja þig í hinsta sinn með nokkrum orðum. Það em svo ótal margar minningar sem ieita á hug- ann á svona stundu. Ég var ekki nema sjö ára gömul þegar ég eign- aðist tvo bræður í einu, fyrir tutt- ugu og átta árum, en ég man hvað ég var rosalega montin af því og oft hef ég verið stolt af ykkur síðan. Það er höggvið stórt skarð í stóran og samheldinn systkinahóp með frá- falli þínu, en þér em ömgglega ætl- ^ uð önnur og mikilvæg verkefni á öðr- um stað og ég er viss um að þér er tekið opnum örmum af ættingjum og vinum sem famir em á undan þér. Við höfum átt margar góðar stundir saman, enda svolítið lík í okkur og fædd í sama stjörnumerki. Það var svo gott að treysta á þig, ef þú tókst eitthvað að þér kláraðir þú það vel og ömgglega. Það er mikill missir fyrir systk- inabömin að sjá á eftir þér, þú varst þeim alltaf svo góður og þeim þótti alltaf svo spennandi að heimsækja ^ Gumma frænda. Ég geymi minningamar í hjarta mínu og bið góðan Guð að geyma þig, elsku bróðir minn. Þín systir, Sigríður Steinunn. Elsku Gummi. Ég á mjög erfitt jfcrmeð að trúa því að þú sért dáinn og að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur fyrr en við hittumst hjá Guði. En ég veit að þú ert þar núna og reynir að skilja þetta rétt eins og við. Slysin gera víst ekki boð á undan sér og maður veit ekki hver fer næst. Ég sakna þín alveg óendanlega mikið, elsku frændi. Þín frænka, Hafdís. „Björgvin, Guðmundur bróðir þinn er dáinn.“ Þessi orð hljómuðu í eyrum mér er ég stóð við gamla bæ- inn á Ytra-Felli og prestur kom til mín og færði mér þessa harma- fregn. Um leið fór hugur minn að kalla fram æviskeið okkar bræðra sem er búið að vera samofið frá því í móðurkviði og fram á þann dag er hann var kallaður burtu úr þessum heimi. Það er þungt til þess að hugsa að eineggja tvíburabróðir minn skuli vera allur, aðeins tutt- ugu og átta ára gamall. Hann var frumritið en ég ljósritið eins og hann komst stundum svo glettnis- lega að orði, hann kom á undan í þennan heim og ég á eftir. Ég kall- aði hann oft stóra bróður enda þótt það væri ekki nema mínúta á milli okkar við fæðingu. Strax í frumbemsku var það ég sem tók forustu í okkar gerðum og leikjum en er unglingsárunum lauk og alvaran tók við var það hann sem steig fram og tók við því hlutverki af mér. Margir af okkar nánustu líktu sambandi okkar bræðra við hjónaband, því við vissum alltaf hvar hinn var eða hvernig honum leið. Við vorum ætíð í góðu sam- bandi ef við urðum viðskila vegna ferða innanlands eða utan og rædd- um saman nærri daglega eða hitt- umst heima hjá honum eða mér. Á mörgum sviðum var hann mér fremri og tók ég mér það til eftir- breytni, Gummi reyndist systkina- börnum sínum vel og var oft glatt á hjalla er þau fengu að fara í heim- sókn eða vera í pössun hjá Gumma frænda. Hann hafði gaman af tón- list og fylgdist vel með námsfram- vindu minni í Söngskólanum og hvatti mig til dáða á þeim vettvangi. Hann hafði fallega tenórrödd og frábært tóneyra en vildi ekki læra neitt í þeim fræðum, hann sagði oft við mig að það væri honum nóg að geta spilað eftir eyranu það sem ég syngi og hannheyrði. Það er mér huggun að hafa sterka trú, Guð gefur og Guð tekur. Ég trúi því að Guð hafi ætlað Gumma bróður stærra hlutverk í sinni hirð og ég veit að hann er í góðum höndum. Ég kveð minn bróður, vin og félaga með bæn er við lærðum og fórum með saman sem litlir drengir: Trúðu á tvennt í heimi þá tign sem æðsta ber, Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingrímur Þorsteinsson.) Guð geymi og varðveiti Gumma bróður og styrki okkur öll í djúpri sorg og söknuði. Megi hann hvíla í friði. Björgvin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum góðan Guð að varð- veita Gumma fyrir okkur og munu góðar minningar um góðan dreng lifa í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Blessuð sé minning hans. Inga Dóra, Egill, Thelma Rut og Sandra Ósk. Ungum er það allra best að óttast guð, sinn herra. Þeim mun viskan veitast mest og virðing aldrei þverra. Víst ávallt þeim vana halt: vinna, lesa, iðja, umfram allt þó ætíð skalt elska guð og biðja. Þessar ljóðlínur Hallgríms Pét- urssonar koma upp í huga minn þegar Guðmundur bróðir minn er kvaddur, við fórum svo oft með þær fyrir svefninn ásamt mörgu öðru þegar við vorum litlir snáðar. Það er sárt að hugsa til þess að hann Gummi bróðir sé farinn. Hann studdi alltaf við bakið á þeim sem minna máttu sín og hugsaði vel um sína. Alltaf var hann léttur í lund á gleðistundum eins og þegar ég eign- aðist Jóhann Kára þá kom hann fyrstur manna til mín að fagna litl- um frænda og gerði það með glæsi- brag eins og allt annað sem hann gerði. Nú er hann að eilífu farinn en eftir lifir minningin um hjartkæran bróður, frænda og vin. Guð geymi þig, Gummi minn. Kristinn og fjölskylda. Fallinn er nú frá góður drengur, sá drengur átti alla tíð og á enn stórt rúm í hjarta okkar. Þessi drengur er hann Gummi bróðir. Þeir deyja ungir sem guðimir elska og þeir elska Gumma greini- lega mikið því margt áfallið fékk hann að reyna á sinni stuttu ævi. Þegar við buðum Gumma góða nótt úti í sumarbústað áttum við ekki von á öðru en að hitta hann daginn eftir brosandi og kátan eins og hann var vanur að vera. En örlögin voru ráðin og hann var tekinn frá okkur með sviplegum hætti í bílslysi á mánudagsmorgni. Mánudagur til mæðu er oft sagt og munum við aldrei gleyma þessum mánudegi. Gummi eignaðist marga vini í gegnum árin sem allir mátu hann mikils. Hann var sannur vinur vina sinna og stóð með þeim í blíðu og stríðu. Sums staðar var hann jafn- vel kallaður heimalningurinn því svo kröftuglega gekk hann fram í að rækta vináttusambönd við vini sína. Það styrkir okkur mikið á sorgar- stundu sem þessari hvað Gummi var í raun mikils metinn af vinum og vinnufélögum. Öll komum við til með að muna eftir Gumma sem drengnum sem gera vildi allt fyrir alla. Það var sama hvað hann var beðinn um, alltaf var hann boðinn og búinn til að hjálpa. Hann var mikill dýravin- ur og ég efast ekki um að hann Lúð- vík á eftir að sakna þess að fá að kúra í fanginu á honum eins og hann var vanur að gera. Við áttum öll okkar góðu stundir með Gumma, þeim stundum mun- um við aldrei gleyma. Við sem eftir lifum verðum að standa saman um að varðveita minningu hans í hjarta okkar um ókomna framtíð og lifa líf- inu lifandi því Gummi var vanur að segja: „Hvað, maður lifir nú bara einu sinni.“ Gummi minn, blessuð sé minning þín. Megi Guð vera með þér um ókomna framtíð. Magnús bróðir, Guðrún og Andrea Rún. Það er sárt að sjá á eftir ungum manni í blóma lífsins sem hrifinn er á burt frá okkur á augnabliks- stundu. En slys gera ekki boð á undan sér og í dag kveðjum við Gumma, systurson og frænda, með sárum söknuði. Þetta er víst leið okkar allra og við getum huggað okkur við og glaðst yfir minningun- um um góðan og lífsglaðan dreng. Margs er að minnast á samleið- inni sem við áttum með Gumma. Er okkur þá efst í huga sú hjálpsemi og velvilji sem einkenndi hann. Ef ein- hver í fjölskyldunni var að byggja, mála, gi-óðursetja eða flytja var Gummi kominn til hjálpar ásamt bræðrum sínum. Og ekki munaði hann um að fá lánaðan flutningabíl til þess að hjálpa okkur þegar við fluttum hingað í Reykjafoldina. Þá eru ótaldar þær skemmtilegu stundir sem við höfum átt með Gumma og fjölskyldu hans ýmist vestur á Fellssrönd eða hér í Reykjavík á okkar heimili eða fjöl- skyldu hans. Já, alltaf var eitthvað skemmtilegt og spennandi að ger- ast í kringum frændurna í Breið- holtinu. Gummi var vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar í fjölskyldunni þar sem hann var alltaf tilbúinn að gauka að þeim einhverju góðgæti. Kæri frændi, það er mikil eftirsjá að þér, því hér eftir verður fjöl- skyldan ekki söm og áður. En Ijósið í myrkrinu eru Ijúfar minningarnar um góðan dreng. Hví var þessi beður búinn, baiuið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Elsku Maddý, Hafsteinn, börn og fjölskyldur, Guð gefi ykkur styrk á erfiðri stundu. Fjölskyldan Reykjafold 3. Elsku Gummi. Hvern hefði órað fyrir því að þessir dagar, sem við áttum um síðustu verslunarmanna- helgi, yrðu okkar síðustu samveru- stundir? Lífið getur verið svo ósanngjamt. Þú varst tekinn frá okkur svo alltof fljótt. Við sem átt- um eftir að gera svo ótalmargt sam- an. Hugurinn leitar aftur til ársins 1993, þegar við kynntumst ykkur bræðrum. Það var í sólarlandaferð á Mallorca. Sú ferð er óneitanlega sú skemmtilegasta sem við hjónin höf- um farið í. Uppfrá því þróuðust þessi vináttubönd okkar, sem við metum svo afar mikils. Það var alltaf svo gott að komast út úr bænum og fara með ykkur bræðrum að Ytra-Felli. Við höfðum sérstaklega hlakkað til verslunar- mannahelgarinnar núna, því að þá ætluðum við, ásamt fleira fólkd, að hittast á Ytra-Felli. Gummi minn, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur og munum við geyma allar þessar samverustundir í minningunni. Gummi var einn af okkar bestu vinum. Hann var alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hann var gjafmildur með eindæmum, trúr og traustur vinur. Sá besti vinur sem hægt er að eign- ast. Við hjónin höfum nýlega eign- ast son og var þá iðulega talað um „Gumma frænda". Hann var mikill barna- og dýravinur. Aldrei sáum við Gumma skipta skapi og undruðumst oft hvernig hægt væri að vera alltaf svona kát- ur og lífsglaður. Aldrei heyrðum við hann hallmæla nokkurri manneskju né kvarta. Gummi, hvað verður nú um allar veiðiferðirnar sem Siggi og þú voruð búnir að tala um að fara í? Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahóp okkar. Við söknum þín mikið og trúum því varla að þú sért farinn. Þér hefur augljóslega verið ætlað annað hlutverk fyrir handan, og trú- um við því að við hittumst þar síðar. Við sendum foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Þínir vinir, Sigurður og Jenný. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber steinar tali og allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa). Nú er komið að kveðjustund sem engum finnst tímabær. Góður félagi okkar, Gummi, hefur nú kvatt þenn- an heim, hann var sennilega kallað- ur til annarra verkefna. Þeir eru vandfundnir slíkir félag- ar sem hann var, hjálpfús og taldi aldrei neitt eftir sér, vildi öllum vel og allt fyrir alla gera. Gummi, takk fyrir óteljandi gleði- stundir, trygglyndi þitt og hjarta- gæsku. Það var okkur mikill heiður að fá að kynnast þér. Foreldrum, systkinum þínum og fjölskyldum þeiiTa vottum við okkar innilegustu samúð. Andres og Jakobína. Hvað veldur því að lífið leggur suma einstaklinga í einelti? Þetta var sú hugsun sem leitaði á mig, eft- ir að ég frétti um hörmuleg afdrif vinar míns og félaga, Guðmundar Björgvinssonar. Því óhætt er að fullyrða að lífið hafi lagt hann í ein- elti. En það var sama hvað á bjátaði hjá Guðmundi, hann stóð alltaf uppi sem betri og sterkari maður með góða skapið að vopni. Guðmundur var það nefnilega til lista lagt að gleyma aldrei að brosa og hlæja. Guðmundur var ávallt trúr sínum vinum. Hann var ekki bara tilbúinn að vaða eld og brennistein til að hjálpa okkur heldur gerði hann það líka. Orðið „nei“ var hreinlega ekki til í orðasafni hans. Og alltaf hjálp- aði hann öllum með bros á vör, fannst ekkert sjálfsagðara. Fyrir honum var jafnlítið mál að hjálpa öðrum og fyrir mánann að víkja fyr- ir sólinni á morgnana. Það var á vís- an að róa að fá hjálp hjá Guðmundi. Ef hægt væri að mæla hjartalag manna þá væri notaður mælikvarð- inn Guðmundur Björgvinsson eins og Richter er notað um jarðskjálfta. Nú er Guðmundur farinn, en ég á góðar minningar um hann frá Þórs- mörk, Vestmannaeyjum, Hvera- gerði, Glasgow, en á þessum stöðum deildum við saman herbergi eða tjaldi. Svo á ég ótal minningar frá þeim tímum þegar við unnum sam- an og það sem við vinnufélagarnir brölluðum saman utan vinnu og þær minningar tekur enginn frá mér. Aldrei hef ég kynnst öðru eins gæðablóði og honum Guðmundi. Það má segja að Guðmundur hafi verið algóður, hvergi var vondan eða illan blett að finna. Góðmennskan og bros- ið voru hans vörumerki. Og ef gjörðir manna eru dæmdar hér á þessari jarðvist, þá er Guðmundur í dag kon- ungur og göfúgmenni hið mesta. Ég vil að lokum senda foreldrum Guðmundar og systkinum, ásamt öðrum ættingjum hans, mínar inni- legustu samúðarkveðjur og vona að ykkar innri andlegi styrkur muni leiða ykkur út úr óhjákvæmilegri sorg ykkar. Kristinn Þór Ingvason. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Þetta kvæði úr Hávamálum á vel við þegar við minnumst félaga okk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.