Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 Fös. 14. ágúst — lau. 15 ágúst. Sýningar hefjast kl. 20. Miðasala simi 551 1475. Op/n alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. Slg WjSíJ J Gamanleikrit I leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar fim. 13/8 kl. 21 lau. 15/8 kl. 23 fim. 20/8 kl. 21 Miöaverö kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur Vörðufélagar Ll fá 30% afslátt Sýnt I fslensku óperunni Mióasðluslmi 551 1475 SUMARTÓNLEIKARÖt) KAFFII.EIKHÚSSINS „Augun mín og augun þín“ Margrét Pálmadóttir og Vox Femine með ísl. þjóðlög, ástaljóð og erlenda sveiflu. fim. 13.8 kl. 21 laus sæti Matseðill fimmtudagskvöld: Indverskur grænmetisréttur, borinn fram með ristuðum sesamfræjum og fersku salti og íeftirrétt: „Óvænt endalok". „Gullaldardjass og Humarhátíð“ Djassdansleikur í anda stríðsáranna með Þóru G. Þórisdóttur og hljómsveit fös. 14/8 kl. 22.30 laus sæti Matseðill Humarhátíðar Hvitlauksristaðir humartialar I Camuskon- íakssósu bomirfram m. fersku salati og heimabökuð brauði og: Ástleitinn eftirréttur. Miðasala kl. 15 til 18 alia virka daga Miðapantanir allan sólarhringinn í síma 551 9055. IMetfang: kaffiieik@isholf.is ÞJONN i s ú p u n n i fim. 13/8 kl. 20 UPPSELT fös. 14/8 kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl. 20 UPPSELT lau. 15/8 kl. 23.30 aukasýning sun. 16/8 kl. 20 örfá sæti laus fim. 20/8 kl. 20 örfá sæti laus fös. 21/8 kl. 20 UPPSELT fös. 21/8 kl. 23.30 aukasýning Mlðasala opin kl. 12-18 Ósóttar pantanlr seldar daglega Miðasalusimi: 5 30 30 30 í vaxtarrækt Parakeppni KRAFTAKONURNAR Robin Chesky og Christina Dahl frá Bandaríkjunum kepptu í paraflokki kvenna í vaxtar- ræktarkeppni Samkyn- hneigðu leikanna, eða „Gay Games", sem fara fram í Am- sterdam í Hollandi um þessar mundir. Ekki fylgdi fréttinni hvernig þeim stöllum gekk í keppninni, en kraftalegar eru þær. FÓLK í FRÉTTUM MARK og Dego skipa sveitina 4-Hero sem gaf nýlega út plötuna „Two Pages.“ ERLENDAR Ari S. Arnarsson fjallar um plötuna Two Pages sem 4-Hero gáfu nýverið út. Framtíðardjass? 4-HERO eru upphafsmennirn- ir og frumkvöðlar á sviði raf- rænnar tónlistar sem kennd er við trommuna og bassann eða drum&bass, eins og þetta er venjulega kallað. Þeir hafa ávallt verið á undan öðrum og prófað sig áfram i tæknilegri og framúrstefnu- legri tónlist sem á rætur sínar að rekja til upphafs tíunda áratugarins. Mikil þróun hefur verið í þessari tón- hstarstefnu og sér einfaldlega ekki fyrir endann á henni. Það sem gerir 4-Hero merkilega er að þeir hafa verið ótrúlega sannir sjálfum sér og ekkert verið að svíkja lit. Þeir stofn- uðu fyrirtækið Reinforced snemma á ferlinum og hefur það verið eitt það virtasta á sínu sviði síðan. Allt efni sem þeir koma nálægt, hvort sem það er undir vinnuheitinu 4-Hero, Jacob’s Optical Stairway, Tek 9, Tom&Jerry eða Manix, þá skila þeir eingöngu frá sér frumlegri og fram- úrstefnulegri tónlist. En best að koma sér að efninu, nýja platan frá þeim heitir Two Pa- ges og er þriðja breiðskífa þeirra. Fyrri verk þeirra hafa fengið ein- róma lof í músíkpressunni og er þetta rökrétt þróun hjá þeim hvað varðar tónlistarstíl og gæði. Platan skiptist í tvo hluta eins og nafnið gef- ur til kynna og er þarna að finna „page one“ sem er lífræn, heit og melódísk og „page two“ sem er af allt öðrum toga eða drungaleg, hörð og framtíðarleg. Nú vil ég aðeins minnast á hug- sjónina bak við plötuna. Þarna á að vera lífræn hlið (page one) og rafræn gervihlið (page two). Þetta vinnur ágætlega saman og skapar spenn- andi umhverfi og tilfinningu. Það hefur verið lögð mikil hugsun í þessa plötu og kemur það greinilega fram í bæklingnum sem fylgir með. Þar er heil ritgerð um hugmyndina á bak við „Two Pages“, lögin og innihald þeirra. Þetta er mjög þung lesning og ekki víst að meðaljóninn skilji hvað þeir eru að fara, en það er betra að lesa þetta eftir að maður hefur hlustað á plötuna eða á meðan. Þetta er áhugavert hjá þeim og framandi. Einnig er að finna ágrip af sögu 4-Hero í stuttu máli, svona á hátíðlegu nótunum. Fyrri hlutinn er frekar rólegur og auðveldur áheyrnar, með lög eins og „Planeteria", „Loveless" og gamla slagarann „Universal Love“ af annarri plötu þeirra, „Parallel Uni- verse“. Þarna eru þeir farnir að not- ast mikið við hljóðfæraleikara og hafa jafnvel fengið strengjasveit til liðs við sig. Þetta kemur mjög vel út og fyrir heittrúaða djassgeggjara gæti þetta hljómað eins og einhver framtíðardjass. Þetta er að sjálf- sögðu af því góða, því að djass er frá- bær tónhstarstefna og hefur verið mikill áhrifavaldur drum&bass-lista- manna. Lagið „Planeteria" stendur upp úr á fyrri hlutanum og er fátt sem jafn- ast á við þetta melódíska og fónkí lag sem kom út fyrst út á smáskífunni þeÚTa, „Earth Pioneers". Þeir ná að byggja upp flotta stemmningu með strengjasveit og „live“ bassahljóm. Lagið er án söngs, ólíkt öðru efni á „page one“ og finnst mér það bara í heild er þetta ekkert annað en meistara- stykki frá 4-Hero betra fyrir vikið, því tónlistin sjálf fær að njóta sín. Ef ég á að nefna slæmar hliðar þessa hluta þá er það lagið „Wishful Thinking", sem er bara algjört popp og leiðindi. Lagið myndi sóma sér vel í eitthvert rólegt og rómantískt dæmi og passar engan veginn á plöt- una. Þótt flest lögin séu með söng er hann oftast mjög flottur og sérstak- ur. Þeir er t.d. með karlsöngvara í laginu „Cosmic Tree“ og kemur það ágætlega út, kannski dálítið væmið. Það sem er að þessu efni hjá þeim er einfaldlega það að þeir einblína ein- um of mikið á söng, lögin sjálf eru frekar keimlík og er það aðallega texti og söngstíll sem greinir þau að. Þetta gerir það að verkum að lögin endast ekki eins lengi og maður bjóst við. Fyrir utan áðurnefnd lög er fyrri hlutinn mjög vel gerður og melódískur og með því betra sem 4- Hero hafa sent frá sér. Seinni hlutinn er allt önnur saga, þar eru þeir að gera hluti sem þeir eru orðnir þekktir fyrir, að prófa sig áfram á elektrónískum nótum, nýta tölvutólin til fulls og skapa eitthvað algjöriega nýtt og framúrstefnulegt. Þetta er þvílíkur léttir eftir söng- maníuna á fyrri hlutanum og lögin eru byggð upp á annan hátt, taktar og umhverfishljóð eru í fyrirrúmi og miklar hljóðpælingar í gangi hjá þeim. Opnunarlagið er snilld. Það er drungalegt og tæknilegt auk þess að vera mjög hart og gott. Lagið heitir „We Who Are Not Of Others“ og er dæmigert fyrir hugsunarhátt 4- Hero, að vera öðruvísi, prófa nýja hluti og almennt bara gera hlutina á sinn eigin máta. Önnur lög sem vert er að minnast á er t.d. lagið „Pegasus 51“, sem er með því betra sem ég hef heyrt. Seiðandi syntamelódíur og rúllandi taktar sem vekja undrun og forvitni hjá hlustanda. Þeir gera eitthvað við taktinn sem gerir hann ólíkan öðr- um töktum og það er einmitt ein- kenni 4-Hero, að breyta öllum hljóð- um sem þeir nota þannig að hlust- andinn heldur að um ný hljóð sé að ræða. Lögin „Hurnans" og „Mathematical Probability" eru ótrúlega flott með keim af elektró-stílnum, blandað með hæfilegum skammti af drum&bass, en þetta er uppskrift að því sem 4- Hero gera best. Lögin eru heilsteypt og vel unnin og frábær hljómur á öll- um disknum. Það er varla hægt að taka fyrir fleiri lög af „page two“ því að það er ekkert lag sem er slappt eða illa unnið. Þetta gerir það að verkum að þessi hluti hefur verið meira í spilaranum en hinn, því að þetta efni endist betur og er áhuga- verðara. I heild er þetta ekkert annað en meistai’astykki frá 4-Hero, þó er að- eins hægt að setja út á fyrri hlutann, en einstök lög draga aðeins úr heild- argæðum plötunnar. Umgjörðin eins og áður sagði er líka frábær og mikil hugsun og vinna lögð í þessa plötu. Two Pages er með betri plötum sem þú færð um þessar mundir og um að gera að opna aðeins hugann og með- taka þá tækni, framúrstefnu og íjöl- breytileika sem 4-Hero hafa upp á að bjóða. Ari S. Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.