Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 39 V- KIRKJUSTARF MINNINGAR HELGA NIKULÁSDÓTTIR + Helga Nikulásdóttir fæddist í Krókatúni í Hvolhreppi 16. apríl 1929. Hún Iést á heimili sínu í Reykjavík 31. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 7. ágúst. Ég hef varla verið meira en níu eða tíu ára gamall, en samt man ég þennan 17. júní dag betur en flesta aðra. Það voru ekki blöðrurnar eða pylsurnar sem gera dagipn eftir- minnilegan, heldur það að þá kenndi Helga frænka mér að veiða randaflugu. Skemmtiatriði eftir- miðdagsins voru búin og við vorum rétt komin inn á heimili þeirra Helgu og Gúnda á Álfhólsveginum. Einhvern veginn hafði stór og feit randafluga komist inn í húsið og nú hófst eltingaleikurinn. Það tókst að króa fluguna af í eldhús- inu og þá var bara eftir að ná henni út úr húsi. Ég og allir krakk- ar viðstaddir, horfðum á með lotn- ingu þegar Helga skellti glasi yfir þetta gula og svarta flykki á veggnum. Hún tók síðan spil og renndi á milli veggsins og glassins, bingó, flugan var fangi. Nú gátum við líka skoðað randafluguna vel og vandlega áður en íyksugan tók hana. Þetta er bara ein af mörgum minningum sem koma upp í hug- ann, þegar ég hugsa um Helgu frænku. Ég gæti líka talað um Land Roverinn sem ég fékk þegar ég lá flatur fyrir hettusóttinni, eða súkkulaði- og karamellutertur, eða kennslustund í blómarækt og arfa- tínslu, eða unglingsárin og Alister McLean, því Helga vissi hvað ég las, eða, eða, eða, minningarnar eru endalausar. Þar sem systurnar, Helga og móðir mín, voru mjög nánar var samangurinn á milli heimilanna líka mjög mikill. Svo mikill, að heimili Helgu og Gúnda varð mitt annað heimili og Helga mín önnur mamma. I mörg ár í Kópavoginum var stutt að fara á milli og ég dvaldi langtímum saman á Álfhóls- veginum. Aíltaf var Helga góð við mig og hugsaði um mig eins og eig- in strák. Hún var líka alltaf glöð og hress, alveg sama þótt hún þyrfti að sinna einum pjakknum í viðbót. Þegar ég hugsa um það, held ég hún hafi bara yfirleitt verið glöð og kát, meira að segja þegar stjórn- málin voru rædd, Helga hafði jú sína skoðun á því öllu saman. Nú þegar við höfðum kvaðst í bili, er Helgu sárt saknað. Ég bið Drottin Guð að hugga og styrkja Gúnda, Ester, Maddý, Einar og Sigurð, maka þeira og öll barna- börnin. Megi Drottinn líka hugga systkini og aðra aðstandendur. Það vai’ bara ein Helga frænka. Halldór Lárusson. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Safnaðarstarf Biskups- messa í Krists- kirkju, Landakoti NÆSTKOMANDI laugardag, 15. ágúst, er engin messa kl. 8 en kl. 10.30 er biskupsmessa. Þennan dag er 40 ára klausturafmæli systur Vincentíu. Eftir messuna verður tækifæri til að kveðja systur Vincentíu, sem innan skamms tek- ur við nýju starfi í Danmörku. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttm- málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir í dag kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Óháði söfnuðurinn. Fjölskylduferð út í Viðey kl. 18.30. Mæting á bryggju í Sundahöfn með nesti. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyiirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið íyrir sjúkum, all- ir velkomnir. Tekið á móti fyrir- bænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR - : : ,/á \Xi - tH /r iHu m Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími §67 4844 ATVINNU- AUGLÝSINGAR eilsuhúsið Skólavörðustlg 4 Kringlan Smáratorgi Skipagötu 6, Akureyri Starfsfólk óskast Vegna aukinna umsvifa á stór-Reykjavíkur- svæðinu og á Akureyri vantar starfsfólk í versl- anir okkar. Leitað er eftir dugmiklum einstakl- ingum, sem eru áhugasamir um heilsuvörur, lærdómsfúsir, jákvæðir og með góða þjónustu- lund. Breytilegur vinnutími. Um framtíðarstörf er að ræða. Skriflegar upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 14. ágúst, merktar: „Heilsuhúsið — reyklaus vinnustaður — 5581". Sölumenn óskast Við óskum eftir líflegu fólki með mikla sölu- mannshæfileika til starfa í verslun okkar. Fullt starf og hlutastarf. Skriflegar umsóknir sendist til starfsmanna- stjóra (Ragnhildur) fyrir 18. ágúst. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. /DRESSN Laugavegi 18, 101 Reykjavík. Heilsárshótel 100 km frá Reykjavík óskar eftir góðum starfsmanni í framreiðslu- störf. Góð tungumálakunnátta nauðsynleg. Fæði og húsnæði á staðnum. Áhugavert starf og góð laun í boði fyrir réttan aðila. Þarf að geta hafið störf eigi síðar en 25. ágúst. Skriflegar umsóknir berist fyrir 15. ágúst til afgreiðslu Mbl., merktar: „J — 5621". Óskum eftir trésmiðum vönum mótauppslætti til starfa strax. Mikil vinna framundan. Upplýsingar í síma 588 6747 milli kl. 8 og 16. Eykt ehf., byggingavektakar. Byggingatækni-/ verkfræðingur Verkfræðistofa óskar eftir að ráða bygginga- tæknifræðing eða byggingaverkfræðing til starfa sem fyrst. Starfið felst í byggingaeftirliti og lagnahönnun. Reynsla í „autocad" nauðsynleg. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 20. ágúst nk., merktar: „Byggingar — 1314". Yfirvélstjóra vantar á b/v Sigluvík SI-2 Sigluvíkin er gerð út frá Siglufirði og er á ísrækju. Vélarstærð 1250 Kw. Upplýsingar í síma 460 5500. Þormóður rammi — Sæberg hf. Kaffi Thomsen Starfsfólk óskast í allar stöður Umsóknareyðublöð liggja frammi á staðnum. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu 1000 fm skrifstofuhúsnæði, fallega inn- réttað á besta stað miðsvæðis í Reykjavík. Hent- ar vel t.d. tölvufyrirtæki, endurskoðendum. 180 fm iðnaðar/skrifstofuhúsnæði á jarð- hæð í Múlahverfi. Nýstandsett. Hægt að leigja í smærri einingum. Hentugt fyrir heilsölu eða léttan iðnað. 700 fm verslunar/iðnaðarhúsnæði á götu- hæð í Fenjahverfi. Sala kemurtil greina. 200 fm skrifstofuhúsnæði, lítið innréttað, stutt frá Hlemmi. Gæti hentað félagasamtök- um, endurskoðendum o.fl. Fatlaðraaðgengi. Lyfta. Góð aðkoma. Vantar 800-1200 fm húsnæði með lofthæð a.m.k. 3 m í Rvík eða Kópav. undir þrifalega framl. Uppl. veittar í s. 533 4141 og 898 6337. HÚSNÆDI ÓSKAST Rúmgott húsnæði Reyklaus fjölskylda með uppkomin börn óskar eftir rúmgóðu og vönduðu einbýli eða sérbýli til leigu á höfuðborgarsvæðinu. Öruggar greiðslur og reglusemi. Uppl. í síma 899 2947. TILBQO/UTBOÐ UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfrædings er óskað eftir tilboðum í smíði verkpalla fyrir Sjúkrahús Reykjavíkur, byggingu E. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: Fimmtudaginn 20. ágúst 1998 kl. 11.00 á sama stað. bgd 87/8 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR SMAAUGLYS1NGAR DULSPEKI HÚS ANDANNA, Barónsstíg 20. 300 gerðir af Tarot-, spá- og englaspilum. Úrval slökunar- diska, bóka, steina, ilmkerta, reykelsa o.fl. Mesta úrvalið — Lægsta verðið. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND ÍSŒNZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 5B. Almenn samkoma i Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.30. Sigur- steinn Hersveinsson talar. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 12. ágúst kl. 20.00 Kvöldganga í Ell- iðarárdal. Mæting við Ferðafé- lagshúsið í Mörkinni 6. Frítt. (Ferðin er i stað Viðeyjar) Ný helgarferð 14. —16. ágúst: Álftavatn — Öldufellsleið — Mýrdalur. Gist við Álftavatn og Reynisbrekku. Ökuferð með styttri og lengri gönguferðum. Pantið strax. Fullbókað í Skagfjörðsskála um helgina, en næg tjald- stæði í Þórsmörkinni. Kynnið ykkur sumarleyfis- ferðirnar, m.a. Mið-Austur- land og óbyggðir 15.-21. ágúst. Dagsferðir sunnudaginn 16. ágúst Frá BSI kl. 09.00 Hlöðufell. Ekið að Hlöðufelli og gengið á fjallið um lítið dalverpi. Fararstjóri verður Gunnar Hólm Hjálmars- son. Frá BSl kl. 09.00 Brúarárskörð. Gengið frá upptökum Brúarár og farið um Brúarárskörð. Svæði, sem býður upp á ótrúlega nátt- úrufegurð. Helgarferð um Fimmvörðuháls 15.-16. ágúst Fimmvörðuháls. Gengið frá Skógum í Fimm- vörðuskála. Á sunnudag er gengið í Bása. Hægt að dvelja áfram í Básum fyrir þá sem þess óska. Spennandi sumarleyfisferðir í ágúst 15.-19. ágúst Laugavegur — trússferð. Ekið í Landmanna- laugar. Gengið að Álftavatn í Emstrur, suður Almenninga í Pórsmörk. Farangur fluttur á milli gististaða. Fararstjóri Sylvía Kristjánsdóttir. 20. -23. ágúst Sveinstindur — Skælingar — Eldgjá, trúss- ferd. Spennandi ferð. Fararstjóri verður Hákon Gunnarsson. Gengið frá Sveinstindi við Langasjó í Skælinga. Gist í skála í Skælingum. Síðasta daginn er gengið í Hólaskjól. 21. -23. ágúst Fjallabaksleiðir, hjólreiðaferð. Hjóluð Kraka- tindleið í Hvanngil. Farið um Mælifellssand, eftir gömlum slóðum inn í Álftavatnskrók. Sið- asta daginn er farið i Eldgjá og ekið um Fjallabak heim. í-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.