Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eg er svo glöð Mótettukór Hallgrímskirkju fór í tón- leikaferð um Skandinavíu og Eistland. Guðmundur Hallgrímsson slóst í för með kórnum, sem hélt sex tónleika; á fímm stöðum á Norðurlöndum og endaði í Tallinn í Eistlandi. FYRSTI viðkomustaður- inn var Björgvin í Noregi þar sem sungið skyldi á „víðfrægri" listahátíð, en eins og flestum er kunnugt vildi íslenskur framkvæmdastjóri há- tíðarinnar ekki láta syngja hefð- bundið Björgvinjarlag við setn- ingu hátíðarinnar. Borgin tók á móti kómum í blíðskaparveðri og kom mörgum okkar á óvart fyrir fegurð og skemmtilega stemmningu í bæj- arlífinu, sem einkenndist af ýms- um uppákomum vegna listahátíð- arinnar. Það ríkti ætíð mikil eftir- vænting í kómum eftir að kynn- ast nýjum kirkjum sem sungið skyldi í, hvemig hljómburðurinn væri o.s.frv. Dómkirkjan í Björg- vin er að hluta til afar fom bygg- ing en með síðari tíma viðbygg- ingu. Hljómburður var góður og kórinn fljótur að aðlagast kirkj- unni. Hörður Áskelsson kantor og kona hans, Inga Rós Ingólfsdótt- ir, sellóleikari og undirleikari, vom komin á undan kómum til Björgvinjar því Hörður hélt þar orgeltónleika, sem hlutu verð- skuldað lof gagnrýnenda. Fyrstu tónleikar kórsins í ferð- inni voru framundan og talsverð spenna ríkti hjá öllum aðstand- endum. Þarna kom kórinn í fyrsta sinn fram í nýjum kórbún- ingi, konumar í ljósleitum síðum kjólum og karlarnir í nútímaleg- um dökkum jakkafötum. Á göng- unni til kirkjunnar vöktu konurn- ar athygli þar sem þær svifu um göturnar eins og englar væra á ferð. Ljóst var að í Björgvin var kór- inn að keppa um athygli áheyr- enda við hina frægu Consertge- bouw-sinfóníuhljómsveit og heimsfrægan víóluleikara. Miðað við fréttir af frekar dræmri að- sókn að tónleikum þessara aðila mátti kórinn vel við una. Á þess- um fyrstu tónleikum í ferðinni var m.a. flutt verk Jóns Nordal „Óttu- söngvar á vori“, en í því verki kemur fyrir Sólhjartarljóð eftir Matthías Johannessen skáld ásamt klassískum textum úr lat- neskri messu. Tónskáldið Jón Nordal og kona hans Sólveig Jónsdóttir vora viðstödd flutning- inn og setti sú nærvera greinilega svip á flutninginn. Verkið og annar flutningur kórsins fengu mjög lofsamlega dóma í Bergens Tidende og var greinilegt, að kórinn hafði komið á óvart með frábæram söng og sérstöku en kröfuhörðu verkefna- vali. Gagnrýnendur sögðu m.a. um Óttusöngva á vori að verkið væri í senn fagurt og „sitrene“ og mikið lof var borið á einsöng þeirra Þóra Einarsdóttur og Da- vids Clegg. En homsteinninn í öllum flutningnum væri óumdeil- anlega stjórnandinn, Hörður Áskelsson, sem gerði allan flutn- inginn hrífandi og upphafinn svo unun var á að hlýða. Eftir tónleikana gekk kórinn út úr kirkjunni syngjandi „Hver á sér fegra fóðurland" en óneitan- lega var Björgvin í veðurblíðunni komin í nokkuð harða samkeppni við okkar ástkæra og fagra land. Þama fyrir utan kirkjuna var það sem kórinn söng hið þekkta Björgvinjarlag og vakti söngurinn m.a. athygli gulu pressunnar, sem birti frásögn af atburðinum undir hálfsíðumynd af hluta kórsins. Ósló Næsti viðkomustaður var Ósló. Vegna einkaleyfis listahátíðarinn- ar í Björgvin gat kórinn ekki flutt Óttusöngva á vori, en söng þess í stað mótettu eftir J.S. Bach „Singet den Herrn ein neues Lied“. Tónleikamir tókust vel og hinir mörgu landar sem sóttu þá vora greinilega snortnir. Eftir tónleikana ræddi ég stuttlega við einn keppanda úr liði Noregs í Kontrapunkti og lýsti hann hrifn- ingu sinni yfir söng kórsins. Eftir stuttan stans í Ósló var stefnan sett á Stokkhólm og Uppsali. Stokkhólmur í Stokkhólmi var sungið í afar fallegri krosskirkju, Engel- brechts-kirkju. Úrhellisrigning og rok var um daginn, en hvort sem mt * ,í Morgunblaðið/Guðmundur Hallgrímsson MÓTETTUKÓRINN syngur á syllum fyrir utan Musteriskirkjuna í Helsinki. það var veðrinu að kenna eða ein- hverju öðru þá var aðsóknin að tónleikunum afar dræm og fannst mér það hafa áhrif bæði á stjóm- anda og kór. Boð sendiherrahjón- anna í Stokkhólmi létti mönnum skapið og kórfélagar sýndu þar á sér óvæntar hliðar, þegar söng- hópar tóku sig út úr og sungu öllu veraldlegri lög en kórinn er van- ur. Vakti þetta hrifningu við- staddra. Uppsalir Þegar til Uppsala kom hafði stytt upp og sólin skein og yljaðí landanum eftir hrollinn í Stokk- hólmi. í Uppsölum þurfti kórinn að keppa við mikla útihátíð sem fram fór rétt við kirkjuna þannig að á tónleikunum mátti greina óminn frá hátöluram úti fyrir. Þrátt fyrir þetta komu hátt í tvö hundrað gestir og öfugt við Stokkhólm mættu þó nokkrir landar. Sungið var í hinni stóra og fögra dómkirkju Uppsala, þeirri stærstu á Norðurlöndum. Þarna kom sér vel hve Hörður og kórinn hafa náð miklu valdi á að fást við langan eftirhljóm svo að hann styðji við orðin en ekki öfugt. Jafnvel mótetta Bachs kom vel út í kirkjunni. Eftir tónleikana ræddi ég við nokkra tónleikagesti, sem líktu kórnum m.a.við það besta í sænskri kórahefð og er þá ekki til lítils jafnað þar sem nafn Erics Ericsons kórstjómanda er víð- frægt og eins konar „kórskóli" á heimsvísu. Helsinki í Helsinki skyldi sungið í kirkj- unni á Musteristorginu en hún er höggvin inn í klöpp í miðju íbúða- hverfi. Þessi kirkja er áreiðanlega þekktasta kirkja og bygging Finna nú á dögum og dæmi um einstakan og frumlegan arki- tektúr þessarar þjóðar. Undirbúningur heimamanna fyrir tónleikana var sá besti sem við kynntumst í þessari ferð. Tón- leikamir vora vel sóttir og mót- tökur afar góðar. Hörður saknaði eftirhljóms í kirkjunni og reyndi ýmsar uppstillingar á kómum sem vöktu athygli og náði kórinn með því enn betur til áheyrenda. I dómum um kórinn sem birt- ust í Huvudstadsbladet undraðist gagnrýnandinn að til væri svo frá- bær áhugamannakór á Islandi. Hann vildi helst hafa fengið ennþá kröfuharðari verk en flutt vora, ef til vill hefur hann viljað fullvissa sig um að kómum væri ekkert ómögulegt. Fyrir tónleikana kom til min stór og rauðbirkinn ungur Finni og bað mig á íslensku um að- göngumiða. Ég spurði hann hvemig hann hefði lært íslensku og sagðist hann vera að læra fom- íslensku við háskólann. Hann hef- ur hins vegar aldrei komið til Is- lands en dreymir um að koma í heimsókn. Eftir tónleikana gaf hann mér póstkort af kirkjunni og á bakhlið þess var m.a. skrifað „Ég er svo glöð“, - Finnar eiga víst erfitt með að læra kyngrein- ingu orða á öðram tungumálum. Ég fann að hann var djúpt snort- inn af söng kórsins og innilega glaður. í lok tónleikanna gengu kórfé- lagar syngjandi út úr kirkjunni og röðuðu sér upp á klettasyllur við anddyri hennar. Minntu þeir mig á stóra bjargfugla þarna á syllun- um þar sem þeir sungu íslensk ættjarðarlög við fógnuð og aðdá- un tónleikagesta. Tallinn Síðasti áfangastaður kórsins var Tallinn, höfuðborg Eistlands. Siglt var þangað með ferju frá Helsinki og var létt yfir kórfélög- um og mikið sungið. Um borð vora einnig Svíar, Finnar, Lappar og Eistlendingar og var þá rifjuð upp sagan af Karlakór Reykjavík- ur þegar hann söng með Löppun- um og Eistunum! Að skoða Tallinn, það er að segja gamla bæjarhlutann, er hreint ógleymanleg lífsreynsla. Ef íbúar borgarinnar halda rétt á spöðunum mun Tallinn að mínu mati verða ein mesta perla Norð- ursins. Tónleikai’ kórsins vora í tengslum við opinbera heimsókn forseta Islands, herra Olafs Ragn- ars Grímssonar, og frú Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Miklar öryggisráðstafanir vora við kirkj- una og öryggisverðir lýstu m.a. með vasaljósum undir kirkju- bekki. Tónleikamir einkenndust mjög af tignum gestum er þá sóttu, m.a. komu forsetar íslands og Eist- lands ásamt fjölmennu fylgdai'liði. Eftir tónleikana buðu forsetahjón- in kórnum til veislu í nágrenni kirkjunnar og skemmtu menn sér vel við söng og ræðuhöld og það leyndi sér ekki að komið var að kveðjustund eftir einstaklega vel- heppnaða söngför. I ferðinni lék Douglas A. Brotchie á orgel með kómum og einnig lék hann einleik á einum tónleikunum. í þessu boði var skálað sérstak- lega fyrir Kristjáni Jóhannssyni, en hann gaf kómum tónleika í Hallgrímskirkju um síðustu jól. Þeir tónleikar lögðu fjárhagslegan grann að þessari söngför kórsins. Ferð sem þessi er stórvirki en hún gekk upp í alla staði. Ég efast um að nokkurt íslenskt landslið hafi skorað fleiri stig á erlendri grand en Mótettukór Hallgi-íms- kirkju gerði undir stjómi Harðar Áskelssonar í þessari ferð. ítalskir barokkmeistarar TÓJVLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR Verk eftir A. Scarlatti, Albinoni, Vivaldi og Locatelli. Bachsveitin í Skálholti (Jaap Schröder, Rut Ingólfsdóttir, Lilja Hjaltaddttir, Svava Bernharðsdóttir, fiðlur; Sarah Buckley, víóla; Sigurður Halldórsson, selló; Gunnlaugur Stefánsson, bassi; Guðrún Óskars- dóttir, semball) undir forystu Jaaps Schröders. Skálholtskirkju, laugardaginn 8. ágúst kl. 17. SEINNI tónleikar laugardags- ins s.l. í Skálholti hófust kl. 17. Hin formfagra og heilsteypta litla Sin- fonia Olimpia Allessandros Scarlattis var undirrituðum, og ef- laust flestum öðram hlustendum, nýmæli, þótt liðnar séu kringum þrjár aldir frá tilurð, og Concerto a cinque Op. 9 nr. 7 eftir Tommaso Albinoni sömuleiðis, þótt ekki væri að sjá annað af tónleikaskrá en að hér færu alkunnir húsgangar eftir umfjöllunarleysi hennar að dæma. Þrátt íyrir fáeina rytmíska smá- hnökra í Scarlatti var leikur Bachsveitarinnar eftirminnilegur, sérstaklega í hinum fagra Andante miðþætti Albinonis með gangandi pizzicato bassa í svífandi þrískipt- um takti. í Sellókonsert Antonios Vivaldis blöstu við stílræn einkenni höfund- ar, rytmískur þróttur, dálæti á sekvenzum og þrautreyndur rit- háttur kunnáttumanns um strok- færaleik með miklu víravirki í ein- leikspartinum, sem lá óvenjuhátt í hraða lokaþættinum, enda knéfiðl- an þar stundum í sárara lagi, þó að flest væri snöfurlega leikið af Sig- urði Halldórssyni og vel mótað. Annars var sá þáttur m.a. skemmtilegur fyrir 1V4 takts lotu- skiptingu sem minnti á hvað hryn- ræn íjölbreytni Vivaldis virðist oft geta vegið upp stundum óhóflega sekvenzubeitingu hans. Italski fiðlusnillingurinn Pietro Locatelli (1695-1764) settist snemma að í Amsterdam (þar sem og vora prentuð mörg verk Vivald- is), og kann það að skýra tilvist Sinfóníu Funebre á dagskránni, hafi hinn hollenzki leiðari Bachsveitarinnar annars ráðið ein- hverju um verkefnavalið. Trega- fullar endurreisnarlegar súspen- sjón-keðjur við punkteraða hrynj- andi upphafsþáttar í fjórskiptum takti sem minnt gat á hljómsveit- arsatzinn í „Surely He hath borne our griefs“ kórnum í Messíasi, ásamt titilnafngiftinni og þáttar- heitum eins og Lamento, Grave og La Consolazione bentu til sorglegs tilefnis þessa sjaldheyrða verks, sem fróðlegt hefði verið að fá eitt- hvað að vita um. Stíllinn gat minnt örlítið á Vivaldi að frádregnum framleika, þó að La Consolatione kæmi afar fallega út í „subito pi- ano“-hendingamótun Schröders, sem var eins og sniðin fyrir heyrð Skálholtskirkju. Á debethlið mætti setja svolítið grófan kontrabassa í fúgeraða Alla breve ma moderato- þættinum og smávegis óhreinindi í fiðlum í Non Presto. Jaap Schröder og Rut Ingólfs- dóttir vora í einleikshlutverki í síð- asta atriðinu, tvöfalda fiðlu- konserti Vivaldis í D-dúr, fjörugu og rytmískt liðugu verki, og tókst sá samleikur með ágætum, þrátt fyrir nokkurn óróa í hæga mið- þættinum. Fínalinn var hins vegar leikinn með sópandi glæsibrag og öllum þeim hrynræna gusti sem rauði Feneyjaklerkurinn gat boðið upp á. Segja má að með þessum tónleikum hafi hátíðarsumarið í Skálholti endað á fullum dampi með forvitnilegum viðfangsefnum fluttum af þeirri alúð og snerpu sem stofnunin er löngu landskunn fyrir. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.