Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 29 * Raufarböín KopasksA Bakkafjördur Htlavík Laxátvirkjun„20,5 MW Krafla, 30 MW jtogarfjiWur Bjarnarflag 40 MW Seýjisfjðrður ' Naskaup- pttóðvsríjðrSar Braiðdalsvik Ojúpivogur VATNAJÖKULL íuríiólsmýri 4 Grimso/ Brú, 375 MW Kárahnúkar, 500 MW Fljótsdalur, 210 MW mmmm: n»i kuU IS.115MW lyjarfoss. 210 MW atnsfell, 140 MW fe Virkjanir á íslandi og helstu virkjunarkostir kvörðun um í tveggja ára ingar milli Hitaveitunnar og Lands- virkjunar. Að mati Landsvirkjunai' og iðnaðarráðuneytisins má Hitaveitan ekki, samkvæmt orkulögum, hefja orkuframleiðslu fyrr en gefið hefur verið út virkjunarleyfi, en að sögn Júl- íusar hefur Hitaveita Suðurnesja efa- semdir um að slíkt bann við að setja virkjunina í gang standist samkeppn- islög og tilskipun Evrópusambandsins um raforkuviðskipti, sem væntanlega tekur gildi hér á næsta ári. Stjórn Hitaveitu Suðurnesja hefur uppi áform um frekari orkuvinnslu á Reykjanesi í grennd við saltverksmiðj- una. Málið er enn á frumstigi, en að sögn Júlíusar hefur fyrirtækið áhuga á að byggja þar virkjun sem yrði hluti af rannsókn á svæðinu. RARIK vill virkja í Villinganesi Rafmagnsveitur ríkisins hafa áhuga á að auka eigin orkuframleiðslu, en 85% af þeirri raforku sem RARIK sel- ur koma frá Landsvirkjun. RARIK hefur skoðað hugsanlega virkjun í Vill- inganesi í Skagafirði, sem yi-ði 30-40 MW að stærð. Einnig hefur RARIK skoðað jarðgufuvh’kjun í Grænsdal við Hveragerði, sem yrði 20-30 MW. Tveir vii’kjunarkostir á Austurlandi hafa einnig verið skoðaðh’, þ.e. Gils- vatnavirkjun og virkjun í Fjarðará. Villinganesvirkjun var hönnuð fyi’ir nærri tuttugu árum sem 30 MW virkj- un, en áform um að ráðast í hana voru lögð á hilluna þegar ákveðið var að virkja Blöndu. Kristján Jónsson raf- magnsveitustjóri sagði að ef leyfi fengist fyrir því að ráðast í Villinga- nesvirkjun yrði virkjunin endurhönnuð. Rannsóknum á jarðhitasvæðinu í Græns- dal væri lokið og sagði Kri- stján að hægt væri með til- tölulega stuttum fyrirvara að fara út í virkjun þar. Hann sagði að viðræður hefðu staðið við heimamenn á báðum þessum stöð- um auk þess sem rætt hefði verið við iðnaðarráðuneytið um virkjunarleyfi. Frekari raforkuvinnsla á Nesjavöllum skoðuð Reykjavíkurborg hefur einnig áhuga á að auka raforkuvinnslu á Nesjavöllum. Þar er nú verið að ljúka byggingu 60 MW jarðgufuvirkjunar, sem tekin verður í notkun í haust. Ný- lega samþykkti stjórn veitustofnana Reykjavíkur að setja á stofn nefnd sem á að kanna möguleika á frekari raforkuvinnslu á Nesjavöllum, en nýj- ar rannsóknir á jarðhitasvæðinu benda til að svæðið þoli meiri orkunýt- ingu. Nefndin á að skila áliti 15. sept- ember nk. Líklegast er að ef Nesja- vallavirkjun verður stækkuð verði stækkunin 30 MW. Bætt yrði við einni vél til viðbótar við þær tvær sem nú er verið að setja upp. Orkubú Vestfjarða ver fé til rannsókna Orkubú Vestfjarða hefur frá 1990 varið árlega 5-6 milljónum til rann- sókna á virkjun Glámahálendisins. Að sögn Kristjáns Haraldssonar orkubús- stjóra yrði virkjunin 75 MW og líklega staðsett í Hestfirði. Virkjunin byggist á þeirri hugmynd að leiða vötn á Glámahálendinu með jarðgöngum nið- ur í Hestfjörð. Ekki þyrfti því að byggja miðlunarlón, en hins vegar myndi rennsli í ám á svæðinu minnka um 50%. Kristján sagði að þær rannsóknir sem ætti eftir að gera tækju 3—4 ár og bygging virkjunarinnar tæki 4 ár. Ef virkjun Glámahálendisins verður að veruleika verður Orkubú Vestfjarða aflögufært um raforku og þarf því að finna markað fyrir orkuna sem Vest- fii’ðingar koma ekki til með að nota. Að lokum má nefna að á 50 ára af- mæli Andakílsárvirkjunar ákváðu eig- endur virkjunarinnar að láta gera út- tekt á hugsanlegri virkjun í Kljáfossi í Hvítá, sem yrði 10-11 MW. Áform um Kljáfossvirkjun voru lögð á hhluna fyrir tuttugu árum, en á sínum tíma komst málið á það stig að samþykkt voru sérstök heimildarlög um virkjun- ina. Tekið skal fram að það yfirlit sem hér er gefið um þá virkjunarkosti sem orkufyrirtækin hafa kannað er ekki tæmandi. Sú áhersla sem orkudreififyrirtækin hafa lagt á að kanna og rannsaka virkj- unarkosti sýnir að þau ætla að vera til- búin til að fara út í samkeppni við Landsvirkjun um orkuframleiðslu ef skipulagi orkumála verður breytt og komið verður á samkeppni í orkufram- leiðslu. Ljóst má vera að orkudreififyr- irtækin hafa varið tugum ef ekki hund- ruðum milljóna ki'óna til undh’búnings á byggingu nýrra virkjana. Umhverfis- mati á VatnS' fellsvirkjun er lokið Erfðarannsóknir á fslandi ekki nýjar af nálinni Tengsl geðklofa og listrænna hæfíleika Mikið hefur borið á umræðu um íslensk- ar erfðarannsóknir undanfarið. Það er hins vegar ekki á allra vitorði að fyrir 35 árum vann Jón Löve af kappi að erfðarannsóknum ------------7-------- hér á landi. I samtali við Rögnu Söru Jónsdóttur við Jón Löve kemur fram að þá höfðu menn þegar áttað sig á því hve ----7---------------- vel Island væri fallið til rannsókna af þessu tagi. JÓN Löve á heimili súiu í Napa, Kaliforníu, ásamt eiginkonu sinni, Lura Lee. ERFÐAFRÆÐINGURINN og læknirinn Jón Löve gerði rannsóknir á arf- gengi íslendinga fyrir 35 árum, enda taldi hann Island ein- staklega vel til þess fallið að stunda erfðafræðirannsóknir. Niðurstöður rannsókna Jóns vöktu mikla athygli viða um heim á sínum tíma en þær sýndu m.a. fram á að geðklofi væri arfgengur sjúkdómur, en þá hafði al- mennt verið talið að hann erfðist ekki. Jón komst einnig að því að alkó- hólismi erfðist með svipuðum hætti og geðklofi og að nærsýni og náms- hæfileikar fylgdust að í erfðum. Þótt langt sé um liðið og um langan veg að fara fylgist Jón vel með úr fjarska og líst vel á þann áhuga sem undan- farið hefur vaknað á erfðafræðirann- sóknum á Islandi. Jón var frumkvöðull í erfðarann- sóknum á Islandi og langt á undan sinni samtíð að sögn manna sem vel þekkja til. Hann hefur verið búsett- ur í Napa í Kaliforníu sl. 56 ár, að undanskildum þeim tíma sem hann var við rannsóknir hérlendis, vetur- inn 1963 til 1964, á styrk frá National Institute of Health. Að loknu stúdentsprófi hérlendis fór Jón utan til náms í erfðafræði og hefur lokið doktorsprófi í faginu, auk þess sem hann lauk prófi í læknis- fræði. Hann segir að læknisnafnbót- in hafi gert honum auðveldara um vik við rannsóknirnar. Hún hafi gef- ið honum færi á að nálgast upplýs- ingar sem hann hefði annars ekki haft aðgang að. En um erfðarann- sóknir á Islandi segir Jón: „ísland er sérstaklega vel fallið til þess að gera rannsóknir í erfðafræði af því að allar upplýsingar eru fyrir hendi, en sama er ekki að segja um önnur lönd. í Bandaríkjunum er til dæmis mjög erfitt að nálgast slíkar upplýsingar þar sem fólk flytur milli fylkja, hverfm- eða breytir nafni sínu.“ Geðklofi erfíst með listrænum hæfileikum Það sem vakti áhuga Jóns í upp- hafi var spurningin um það hvers vegna stökkbreytt gen, sem valda til dæmis geðklofa og alkóhólisma, gengu í erfðir. Hvers vegna dóu þau ekki út eins og þróunarkenning Dai*wins gerði ráð fyrir? „Stökkbreytt gen eru flest óvirk gen og eru yfirleitt mjög óalgeng því náttúruvalið sér um að þeim sé út- rýmt og þau geti ekki haldist í hárri tíðni. Þar sem þau haldast í arfgerð- inni hlýtur að vera eitthvað gagnlegt við þau. Eg sá að geðklofagenið var mjög algengt jafnvel þótt það ylli sjúkdómi. Það hlaut því að vera eitt- hvað gagnlegt í því og þess vegna héldist tíðni þess há. Það sem virðist vera gagnlegt í sambandi við genið, er að ættingjar þeirra sem greinast með geðklofa, og oft geð- sjúklingarnir sjálfir, hafa sérstaka hæfileika eða sköpunargáfu. Því er al- gengt að rithöfundar, skáld og listamenn með ríka sköpunargáfu, eða ættingjar þeirra, greinist með sjúk- dóminn. Það nýjasta sem ég hef fundið í sambandi við þetta er að það virðist líka vera að til þess að vera góðir stærðfræðingar verður fólk að hafa þetta gen,“ segir Jón. Hann kannaði alla sem útskrifuðust úr mennta- skóla og voru fæddir á tímabilinu 1911 til 1940. Hann valdi þá sex ein- staklinga sem fengu hæstu einkunn á skriflegu stúdentsprófi í stærð- fræði á hverju ári og bar saman lík- urnar á að þeir sjálfir sem og ætt- ingjar þeirra greindust með geð- klofa. I ljós kom að líkurnar voru þær sömu og líkurnar á að þeir sem væni gæddir sérstakri sköpunar- gáfu gi’eindust með geðklofa. Nærsýni og hæfileikar til að læra Þegar Jón sá hvað geðklofagenið var algengt, fór hann að velta því fyrir sér hvort önnur al- geng gen erfðust ekki á svipaðan hátt. Hann kannaði hvort alkóhólismi væri arfgengur og komst að því að erfðagangur hans væri svipaður og erfðagangur geðklofa. „Hérna er aft- ur komið stökkbreytt gen sem er mjög algengt, og þess vegna hlýtur það að vera að einhverju leyti gagn- legt,“ segir Jón. Alkóhólismi erfist ekki með sköp- unargáfu eða stærðfræðihæfileikum heldur kemur hann fram hjá þeim sem gæddir eru leiðtogahæfileikum. „Það er mjög algengt að sjá alkóhól- isma meðal ættingja íslenskra al- þingismanna og annarra leiðtoga, en alkóhólismi og leiðtogahæfileikar í erfast á sama geni,“ segir Jón. Enn eitt tilfellið sem Jón kannaði var nærsýni. Hann segir að 10% Is- lendinga séu nærsýnir en annars staðar í heiminum sé nærsýni mun algengari. Hæst sé hlutfallið til dæmis í Taívan, þar sem 90% íbú- anna séu nærsýnir, en í Japan er hlutfallið 50%. Jón komst að því að nærsýni stæði í sambandi við lær- dómshæfileika, og á það væri almennt fallist þar sem það hefði verið rann- sakað víðar. „Þess vegna eru til dæmis dúxar í menntaskólunum mjög oft nærsýnir og stærra hlut- fall Taívana en annars staðar á auð- velt með að læra.“ Kostur að geta rann- sakað heila þjóð Jón komst að því að erfðagangur geðklofagensins væri ríkjandi með ófullkominni sýnd, sem þýðir í raun og veru að þeir sem eru haldnir geð- klofa og sumir ættingjar þein-a bera hið stökkbreytta gen, en aðeins einn fjórði af þeim verður veikur. Niður- stöðum hans bar saman við niður- stöður þýskrar rannsóknar sem var gerð á svipuðum tíma. Rannsóknir Jóns höfðu þó ótví- ræða kosti fram yfir erlendar rann- sóknir. Þær byggðu nefnilega á öll- V um sem greinst höfðu með geðklofa hjá heilli þjóð, en Jón rannsakaði alla sem voru lagðir inn á Klepps- spítala auk þess sem hann hafði upp- lýsingar um ættingja þeirra. Hann segir að það hafi gert honum kleift að ákvarða hverjar líkurn- ar væru hjá einstakling- um að greinast með geð- klofa. Jón telur að erfiðara hefði verið að framkvæma rannsóknina í dag þar sem upplýsingar um þá sem grein- r ast með geðklofa væru ekki á einum stað, þ.e.a.s. allir væru ekki lagðir inn á sama spítalann eins og gert var þegar hann var við rannsóknir. Auk þessa væri nú hægt að halda sjúkdómnum niðri með lyfjum og sumir þyrftu því ekki að leggjast inn á spítala og væru því ekki skráðir ^ þar. *• Sýndu að geð- klofi var arf- gengur sjúk- dómur Taldi að alkó- hólismi erfðist eins og geðklofi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.