Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Búist til geimferðar RÚSSNESKA geimskutlan Sojus var færð úr flugskýli á skotpall í Baikonur í Kasakstan í gær. Þrír geimfarar verða í áhöfn skutl- unnar, sem skotið verður á loft á morgun, en ferðinni er heitið að rússnesku geimstöðinni Mír sem þarfnast viðhalds. Olíurisarnir British Petroleum og Amoco sameinast Einn stærsti samruni iðnfyrir- tækja er um getur BP—AMOCO samruninn British Petroleum og bandaríski olíurisinn Amoco Corporation tilkynntu á þriðjudag samrunaáætlun sem mun mynda þriðja stærsta olíuhring heims miðað við markaðsvirði og tekjur. m 4,6 milljaröar $ 1H | Rekstrartekjur 27 mílljarðar $ 71 milljarður $ Velta 36 milljarðar $ 56.450 ífill Fjöldi starfsmanna 43.000 r® 1909 Starfandi frá 1889 375,000 + ! Hluthafar 340,000 + J§ v! London. Reuters. TILKYNNT var óvænt um sam- runa breska fyrirtækisins British Petroleum og bandaríska olíurisans Amoco í gær en talið er að hér sé um einn stærsta samruna tveggja iðnaðarfyrirtækja í sögunni að ræða. Nýja fyrirtækið, BP Amoco, er tæplega átta þúsund milljarða ísl. kr. virði. Fréttaskýrendur seja að BP verði ráðandi afl í nýja fyrirtækinu. Sex af átta framkvæmdastjórum koma frá BP og verður Sir John Browne, forstjóri BP, jafnframt for- stjóri nýja fyrirtækisins. BP Amoco hyggst gera atlögu að risunum Shell og Exxon á olíu og gasmark- aðnum. Sérfræðingar fögnuðu flestir tíð- indum af samrunanum í gær og sögðu hann skynsamlegan í ljósi þess að olíumarkaður hefur verið í talsverðum kröggum að undan- fömu. Hefur heimsmarkaðsverð á olíu ekki verið lægra í áratug, en Amoco tilkynnti í síðasta mánuði að hagnaður fyrirtækisins hefði á öðr- um fjórðungi ársins verið meira en 50% lægri en á sama tíma í fyrra. Gengi hlutabréfa í BP hækkaði um 15% íyrst eftir að tilkynnt var um samrunann og hækkaði þannig um stundarsakir FTSE-vísitöluna bresku sem í gær féll gífurlega. Gengi hlutabréfanna jafnaðist síðan út en við lokun í gær var það samt sem áður 8% hærra en í upphafi dags. Miðlunarhlutverk Evrópuráðsins í Tsjetsjníu, Kosovo og Albaníu ERNST Miihlemann lýsir sjálfum sér sem „fyrrverandi kaldastríðs- hauk“. Hann var um tuttugu ára skeið herdeildarforingi í svissneska hernum, en hefur fengizt við margt annað um ævina. Nú eyðir hann mestum tíma sínum í að ferðast í umboði Evrópuráðsins til landa og svæða Austur-Evrópu, þar sem erf- iðast hefur reynzt að koma á stöðug- leika, friði, lýðræði og mannréttind- um - en megintilgangur ráðsins er að standa vörð um þessi gildi. Stærsta pólitíska sigurinn á póli- tískum ferli sínum - hann hefur átt sæti á svissneska þinginu í 16 ár og í Evrópuráðsþinginu frá því 1992 - segir hann vera að hafa komið Rúss- landi inn í Evrópuráðið. Þessu til útskýringar segn- hann að í október 1983 hafi hann orðið fyr- ir lykilreynslu á stjórnmálaferli sín- um. Þá var hann viðstaddur er Mik- haíl Gorbatsjov, sem þá var þriðji ritari sovézka kommúnistaflokksins, lýsti því fyrir erlendum gestum frá Vesturlöndum í Kreml að Sovétríkin væru að niðurlotum komin. Áætlana- búskapurinn væri kominn í blind- götu og ekki gengi annað en að byrja að leggja áherzlu á framleiðslu brauðs en ekki tortímingarvopna. Á kaf í umskiptin „Upp frá þessu hef ég farið á hverju ári til Rússlands. Eg steypti mér á kaf í umskiptin í kommúnista- ríkjunum fyrrverandi í Austur-Evr- ópu. Ég sannfærðist um að [á al- þjóðavettvangi] vinnst árangur með samstarfi, ekki óbilgirni," sagði Muhlemann í samtali við Morgun- blaðið, en hann dvaldi hér á landi í vikunni í erindagjörðum í tengslum við störf sín fyrir Evrópuráðið. Þar á meðal er hið vandasama hlutverk að hafa yfirumsjón með eftirliti ráðsins með ástandi og þróun mannréttinda- mála í Rússlandi. Enn vandasamara er þó það hlutverk sem hann leikur með því að ferðast á vegum Evrópu- ráðsins til svæða eins og Kosovo og Tsjetsjníu, í því skyni að reyna að stuðla að sáttum og friði þar sem ófriðlegt er. Að kenna ófriðarseggjum að fínna friðsamlegar lausnir „í næstu viku fer ég til Norður-Al- baníu, til þess að fást við flótta- Samstarf í stað óbilgirni Ernst Muhlemann, formaður utanríkismálanefndar svissneska þingsins og varaforseti Evrópuráðsþingsins með meiru, flytur boðskap Evrópuráðsins um að fínna beri lausnir á hverjum vanda með friðsamlegum hætti til mestu ófriðarsvæða álfunnar. Auðunn Arnórsson fékk hann til að lýsa þessu starfí sínu. mannavandann frá Kosovo,“ segir Muhlem- ann, og bætti við að í þarnæstu viku yrði hann í Tsjetsjníu, sem ekki væri hættulaust, þar sem vestrænir gest- ir þar lentu oft í því að vera teknir í gíslingu. í samræmi við þann lærdóm sem Muhlem- ann segist hafa dregið af fundinum í Moskvu 1983, að ekkert sé mikil- vægara en samstarf í stað þess að beita hörðu, segist hann ráð- leggja Maskhadov, leið- toga Tjsetsjena, að hætta að ögra Rússum; lieillavænlegra sé að leita samstarfs. Það þýði ekki að hann gefi eigin hagsmuni eftir. Það þýði einfaldlega að finna lausnir án vopna. „Þetta gildir einnig fyrir Kosovo,“ segir hann. Evrópuráðið hafi ekki yf- ir neinum herdeildum að ráða, eða fjárstyrk svissnesku bankanna. „Evrópuráðið hefur aðeins andlegum boðskap fram að tefla. Það sem við færum á rústasvæði kommúnismans sem lykilboðskap er frelsi. Persónu- legt frelsi, sem þýðir mannréttindi, og pólitískt frelsi, sem þýðir lýð- ræði.“ Það breytir því hins vegar ekki, að ef þessi boðskapur kemst ekki nógu vel til skila, verð- ur úr skelfileg óreiða, eins og gerzt hefur í Jú- góslavíu fyrrverandi. „Það verður að vera fyrir hendi ákveðin blanda af diplómatísk- um samningum og markvissri, takmark- aðri hernaðaríhlutun." Vandi Holbrookes í Kosovo Að stuðla að árangri friðsamlegra lausna er æðsta takmark þess starfs sem Miihlemann vinnur í umboði Evr- ópuráðsins. Þannig eigi hann samleið með mönnum eins og Richard Hol- brooke, sem í umboði Bandaríkja- stjórnar og Oryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu fékk stríðandi að- ila í Bosníu til að friðmælast. Hol- brooke hafi tekizt að „temja“ Milos- evic í Bosníu. En ekki í Kosovo. „í Kosovo-deilunni hefur Hol- brooke ekki tekizt þetta því að hann verður að eiga við stjórnmálaleið- toga til að ná árangri. Hann á auð- velt með að starfa með mönnum eins og Izetbegovic, Tudjman og Milos- evic,“ segir Múhlemann. „En í Kosovo finnst enginn sem getur samið fyrir hönd íbúanna. [Ibrahim] Rugova er valdalaus, eða áhrifalaus eins og er vegna þess að meirihluti Kosovo-Albana trúir því að lausn ná- ist aðeins fram með vopnavaldi; þeir hafi of lengi sýnt biðlund og trúa ekki lengur á friðsamlega lausn. Og skæruliðasveitirnar lúta engri stjórn, sem heitið getur. Enginn ber ábyrgð. Sumir herstjóra skærulið- anna voru þjónar í Zúrich, svo dæmi sé nefnt. Þetta gerir sáttasemjara- hlutverk Holbrookes gífurlega erfitt; hann finnur engan viðsemj- anda.“ Þannig er ástandið í Kosovo mjög erfitt við að eiga, segir Múhlemann. „Sem svissneskur stjórnmálamaður hef ég ekki sízt áhuga á mannúðar- aðstoð. Ég er mikill fylgismaður þess að sem mest sé gert til að hjálpa á vettvangi,“ segir hann. Áhrif Berishas í N-Albaníu vandamál í Kosovo, þar sem meirihluti íbú- anna er af albönsku þjóðerni, verður áfram stundaður skæruhernaður, að dómi Muhlemanns. „Skæruliðar Kosovo-albanskra aðskilnaðarsinna njóta í þeim hemaði dyggs stuðnings Norður-Albaníu, þar sem Berisha, fyirverandi forseti Albaníu, ræður ríkjum. Tirana-stjórnin, sem [hinn fyrrverandi kommúnisti] Fatos Na- ERNST Miihlemann berst fyrir umbótum í Austur-Evrópu. no fer fyrir, vogar sér ekki að senda lögreglu inn á yfirráðasvæði Beris- has í [hinum fjöllótta] norðurhluta landsins.“ Bezta lausnin hefði verið að auka herstyrk NATO-friðargæzlusveit- anna í landamærahéruðum Albaníu, rétt eins og gert var í Makedóníu. Þá hefði allt haldizt í fóstum skorðum í Norður-Albaníu og verið hægt að hindra það uppreisnarástand sem þar ríkir núna. „Innanríkisráðherrann sagði mér í síðustu heimsókn minni,“ segir Múhlemann: „Jeppum hjálpar- starfsmanna er sífellt stolið. En ég get ekkert gert, það þýðir ekki að senda lögregluna þangað upp eftir - svæðið er á vaidi óaldarflokks Ber- ishas." Höfuðstöðvar uppreisnar- manna í Albaníu eru á yfirráða- svæði Berishas. Hann nýtir sér ástandið til að geta sagt: „Sjáið til - þegar ég var við völd var friður og landið sameinað, núverandi stjórn er ekki fær um að leysa vandamál- in.“ Veturheld híbýli fyrir flótta- menn lykilatriði „En ástæðan fyrir því að ég fer núna til Albaníu er að ég þekki þá báða, Berisha og Fatos Nano. Við verðum að telja þá báða á að styðja áætlun okkar um að koma upp vet- urheldum híbýlum fyrir flótta- mennina. Ekki uppi í fjöllunum, þar eru aðstæður of erfiðar. Niðri á lág- lendinu, nær Tirana, nær hafinu, ætlum við Svisslendingar að byggja húsnæði fyrir 15.000 flóttamenn og með því koma í veg fyrir að þeir drukkni eins og hundar við flóttatil- raunir yfir Adríahafið til Ítalíu eða villast og týnast. Þetta er markmið ferðarinnar.“ Aðspurður hvort von sé til að takast muni að ná tökum á flótta- mannavandanum frá Kosovo segit' Múhlemann: „Aðeins ef við stöndum okkur bet- ur í að veita aðstoð. Það sem ræður úrslitum er hvort tekst að bæta efna- hagsástandið. Fólkið vill að vísu frelsi. En það vill líka hafa í sig og á. Frjálst er það. En það sér í sjón- varpinu það dásemdarlíf sem lifað er í Vestur-Evrópu, og lái það því hvei' sém vill að það freistist til að reyna að nálgast þetta líf sem fjölmiðlarnir miðla til þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.