Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 38
^58 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN ÞÓR JÓHANNSSON + Jóhann Þór Jó- hannsson fædd- ist á Selfossi 15. nóv- ember 1982. Hann lést af slysfórum 3. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jóhann Þor- valdsson, fæddur í Reykjavík 23. júlí 1953, búsettur á Sel- fossi og Hulda Snorradóttir, fædd á Selfossi 31. október 1959. Sambýliskona föður hans er Dag- björt K. Ágústsdótt- ir, fædd í Reykjavík 10. febrúar 1954. Sambýlismaður móður hans er Jóhann Finnsson, fæddur í Reykjavík 13. júlí 1944. Bræður Jó- hanns Þórs eru Snorri Þór Jóhanns- son, f. 8. febrúar 1977, unnusta hans er Helga Bettý Jóns- dóttir, f. 31. október 1982; Þorsteinn Jó- hannsson, f. 21. aprfl 1988 og Ágúst Jó- hannsson, f. 8. mars 1995. Utför Jóhanns Þórs fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þá kemur hann með sól og yl í sál, hann sér og skynjar ykkar trega mál, og biður ljúft, ó, berið ykkur vel, því blessun okkar skín á bak við hel. (S.S.) Síminn hringir og spurt er eftir Jóa bróður og í símanum er prest- urinn okkar, Þórir Jökull. Hann þurfti ekkert að segja mér. Eg spurði hvort það væri í .iambandi við Jóa Þór og hvort 'nann væri dáinn. Því stuttu áður hafði ég heyrt í fréttum að mjög al- varlegt slys hefði orðið í Landsveit. Eg vissi að Jói Þór hafði farið í Galtalæk. Það er eins og þessi helgi ársins geti aldrei skilað öllum heilum heim og mikið hefur verið tekið af ungu fólki úr þessu litla samfélagi okkar hér á Selfossi í umferðarslysum, nánast á hverju ári. Snorri Þór, eldri bróðir Jóa Þórs, beið heima eftir honum þenn- an eftirmiðdag, en með árunum urðu þeir alltaf meiri og meiri fé- lagar þótt fímm ár væru á milli þeirra. Snorri minn, þú hefur misst mikið og ekki er söknuður hinna bræðranna, þeirra Ágústs og Þor- steins, minni. Jóa Þór hitti ég rétt áður en hann fór í sína síðustu útilegu og hann sagðist vera að fara í Galta- læk með litlu krökkunum, en þegar unglingar eru komnir á þennan aldur liggur þeim svo á að verða fullorðnir. Þeir eru að bíða eftir því að fá leyfi til æfingaaksturs, svo er það bílprófíð og þegar þeir eru orðnir tvítugir eru þeir ekki lengur «2*0 bíða eftir því að mega gera það sem aldurinn skiptir máli til. Það er svo margs að minnast þó svo að árin hafi orðið allt of fá og maður Húsgögn, Ijós og gjafavörur < 93 rð > '3 Munið brúðargjafalistann MÖRKINNI 3 SÍMI 588 0640 • FAX 588 0641 spyr af hverju svona ungur dreng- ur er hrifinn burt frá foreldrum, bræðrum og öllum vinum og ætt- ingjum. Jói Þór var oft hér heima hjá okkur og fór með okkur í margar útilegur og margar veiðiferðh- með Ara og Steina, stundum voru þeir keyrðir á veiðistað og sóttir seint að kvöldi þá orðnir kaldir og blaut- ir en ánægðir með aflann. Okkar á milli kölluðum við Jóa Þór alltaf Jóa „litla“ og pabba hans Jóa „stóra“ þó svo að stærðarmun- urinn væri ekki mikill. Söknuður okkar allra er mikill, þó sérstaklega foreldra og bræðra. Megi björt minning um elskulegan frænda verða okkur huggun á sorgarstundu. Margrét Þorvaldsdóttir. Hve oft er fljótt að syrta hér í heimi, frá hjarta voru sviftir dauðinn þeim, er unnum heitast alls er áttum hér, ó, hve sárt að horfa á eftir þér. S.S. Þegar fréttir af slysum berast, hugsar maður ósjálfrátt, þetta er vonandi enginn sem ég þekki. Þeg- ar svo annað kemur í ljós, er eins og maður lamist. Þegar ég kom heim morguninn 4. ágúst var mér sögð þessi hræðilega frétt að þú værir dáinn og gat ég á engan hátt trúað því og brotnaði alveg sarnan. Ég er svo þakklát fyrii’ að hafa hitt þig áður en þessi atburður gerðist, þar sem ég hef verið í Bandaríkjunum í eitt ár. Minning- amar um þig eru svo margar að það verður ekld hægt að telja þær upp hér, en ég mun geyma þær í huga mér um ókomin ár og þær munu ylja mér og hugga á sorgarstundu. Mínar innlegustu samúðarkveðj- ur til Jóa, Dagbjartar, Huldu, Oskars, Snorra Þórs, Helgu Bettýjar, Þorsteins, Ágústs, Lóu ömmu og Rósu ömmu og annarra aðstandenda. Elsku frændi, hvíl í friði. Þín frænka, Ósk. Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur. Og ég, þó látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) freemwis Nýr og glæsilegur haust- og vetrarlisti Fæst í öllum helstu bókaverslunum Sími 565 3900 —------ Fax 565 2015 Elsku frændi, Ertu nú farinn ertu nú farinn frá mér hvar ertu núna, hvert liggur þín leið. Nú spyr ég sjálfan mig oft að því hvert liggur þín leið og nú minnist ég þess hvað við vorum vanir að gera margt saman, t.d. þegar við ætluðum að reyna að klífa Ingólfs- fjaU og þú á inniskónum einum. Éða þegar við fórum í útilegu með foreldrum okkar í Galtalæk og þegar ég brenndi mig á luktinni og þú dast í lækinn og hvað okkur þótti gaman þegar brennan byrjaði og hvað flugeldasýningin var flott. Síðan líður tíminn og við fórum að fara saman í veiðiferðir, t.d. þegar ég, þú og Steini frændi þinn fórum og tjölduðum niðri við Hraunsá og veiddum þar allan dag- inn. Mig minnir að þið Steini hafið þá veitt sjö fiska saman og ég bara einn og þegar þú vaktir okkur um nóttina til þess að við allir gætum farið út að laga tjaldið sem var að fjúka ofan af okkur. Oft vorum við svo heima hjá þér í tölvunni eða að horfa á spólur. Einu sinni fórum við til Siglufjarð- ar og vorum alla helgina að safna flöskum og komum heim forríkir. Ég gæti haldið áfram endalaust að rifja upp minningar um þig, en nú er komið að leiðarlokum og minn- ingarnar geymi ég hjá mér. Ég sakna þín svo mikið og ég gleymi þér aldrei. Ollum vinum þínum, bræðrum og foreldrum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Þinn vinur og frændi, Ari Sveinsson. Elsku Jóhann Þór okkar er far- inn frá okkur. Maður trúir því ekki ennþá að svona frábær og góður strákur sé tekinn frá okkur svo snöggt. Og við viljum skrifa um hann nokkur orð eins og við mun- um eftir honum. Um verslunarmannahelgina fór- um við allir vinirnir saman í Galta- læk að skemmta okkur en helgin endaði með harmleik. Jó gerði allt fyrir vini sína og skilur hann eftir stórt tóm í hjörtum okkar allra. Jói var mjög félagslyndur og vina- margur og maður gat alltaf treyst á hann ef maður þurfti á honum að halda. Jói var alltaf miðpunktur í samræðum og hann var með mjög góðan húmor. Alltaf var mikið um að vera, líf og fjör þegar Jói var ná- lægt. Maður pælir oft í því af hverju lífið sé svona ósanngjamt að taka svona ungan strák frá okk- ur sem átti allt lífið framundan en ef það er einhver ástæða þá er hún sú að það hefur þurft einhvem góð- an strák til að vinna eitthvert góð- verk því að ef einhver var góður þá varst það þú, Jói. Elsku Jói okkar, við viljum þakka þér fyrir allar góðu stund- imar sem við áttum saman í lífinu. Jói, við elskum þig og munum aldrei gleyma þér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Hulda, Jóhann, Oskar, Snorri, Helga Bettý, Þorsteinn, Ágúst og aðrir ættingjar, við vilj- um votta ykkur okkar dýpstu sam- úð. Megi guð vaka yfir ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Ástar og saknaðar kveðja. Sigurður, Marý, Víðir, Haukur, Anna María, Marel, Soffía, Hannes, Erna, Steinunn, Hartman, Haraldur, Árni, Hug- rún, Alex, Bjarney, Katrín, Þór- anna, Ólafur, Geirmundur, Óli Þór, Ari, Sveinbjörn og Daníel. KRISTÍN MARGRÉT ÁSMUNDSDÓTTIR + Kristín Margrét Ásmundsdóttir fæddist á Seyðisfirði 24. ágúst 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju 18. júlí. Með fáum orðum langar mig að rita nokkur kveðjuorð til minningar um Kristínu Ásmundsdóttur. Þar sem ég var erlendis er útför henn- ar var gerð gat ég ekki fylgt henni síðasta spölinn. Kristín var móðir míns góða æskuvinar Helga Magnússonar trésmíðameistara. I æsku minni og alla tíð síðan, á unglings- og full- orðinsárum, var ég tíður og oft daglegur gestur á heimili þeirra hjóna, Kristínar og Magnúsar Magnússonar frá Vesturhúsum. Við Helgi vorum stallbræður og sátum saman alla okkar skólatíð frá sex ára aldrfyog þar til lauk gagnfræðaskóla. Á sumrin vorum við saman í fiskvinnu og fengum þá einnig oft að fara með föður hans, Erlendi í Olafshúsum og fleirum, til lundaveiða í Álsey. Á síðari árum, eftir eldgosið, er Kristín bjó orðið ein í íbúð, komum við Anika aldrei svo til Eyja, að við værum ekki boðin til hennar í veg- legt kaffiboð og góðgerðir. Alltaf sama hógværðin og myndarskap- urinn. Kristín auðsýndi mér og öll- um hlýju hinnar fáguðu konu sem hún var alla tíð. Ég mun sakna hennar næst er ég kem til Vest- mannaeyja. Kristín var fædd og uppalin á Seyðisfirði, dóttir hjónanna Emmu Pétursdóttur og Ásmundar Sveinssonar, sem var þar þekktur sjómaður og formaður. Á æsku- og uppvaxtarárum hennar gegndi Seyðisfjörður forystuhlutverki hér á landi. Um bæinn fóru vindar er- lendra menningaráhrifa, einkum þó frá frændum okkar austan um haf, Norðmönnum; við útlönd og hafnir hér innanlands voru tíðar og reglubundnar samgöngur við Seyðisfjörð. Tæplega tveim árum áður en Kristín fæddist kom sæsíminn á land í Seyðisfirði í ágúst árið 1906 og Island komst í beint samband við umheiminn. Mikill menningar- bragur var á öllu og fréttablöðum þar í bæ stýrðu þekkt þjóðskáld eins og nafnarnir Þorsteinn Gísla- son og Þorsteinn Erlingsson. Kristín Ásmundsdóttir bar alla tíð með sér þessa fágun, sérstaka kurteisi og tillitssemi, sem hún hafði alist upp við á Seyðisfirði. Fjörðurinn hennar fagri, þar sem lognið og sumarkyiTðin verður meiri en víðast hvar annars staðar hér á landi, blundaði í huga hennar öll þau ár sem hún var búsett í Vestmannaeyjum. Heimili Kristin- ar og Magnúsar Magnússonar tré- smíðameistara var snyrtilegt svo að af bar og þar var hennar heim- ur og kastali. Ég minnist fyrst heimilis þeirra, þegar þau bjuggu í lítilli íbúð að Heiði, sem nú er horf- ið, en síðar að Ásavegi 25, glæsi- legu íbúðarhúsi sem Magnús byggði rétt vestan við Vesturhús, ættaróðal sitt, þar sem foreldrar hans, Magnús Guðmundsson for- maður og bóndi, Þórarinssonar bjó ásamt með konu sinni Jórunni Hannesdóttur lóðs frá Miðhúsum. Vesturhúsajörðin varð strax í bú- skapartíð Guðmundar Þórarinssonar ein best setna jörðin í Vest- mannaeyjum, en sonur hans, Magnús eldri, í röð fremstu sjósóknara í Vestmannaeyjum, fyrst á áraskipatíman- um sem formaður á áraskipinu Ingólfi og þá frumkvöðull með línuveiðar í Vest- mannaeyjum vorið 1897; síðar formaður með mótorbátinn Hansinu VE 200, sem hann átti ásamt fleirum. Hann var góður lundaveiðimaður, bindindis- og félagsxnálamaður, einn af stofn- endum Isfélags Vestmannaeyja 1901 og átti sæti í fyrstu bæjar- stjórn Vestmannaeyja árið 1919. Rúmlega tvítug kom Kristín Ás- mundsdóttir inn á þetta heimili, þar sem voru mikil umsvif, jafnt á vetri sem sumri, og Jómnn á Vest- urhúsum eins og hún var alltaf kölluð, stjórnaði af alkunnum dugnaði og myndugleika, meðan Magnús bóndi hennar var við sjó- róðra eða veiðar í útey. Heyannir, reytsla og frágangur á fugli sem barst jörðinni af Dalfjalli og úr Áls- ey og fleiri leigumálum Vestur- húsajarðarinnar, þurrkun saltfisks á stakkstæðum austur á Urðum sem þá var, voru störf, sem hvíldu á herðum húsmóðurinnar, vinnu- stúlkna og unglinga sem voru heima við yfir sumarið. Kristín skipaði strax rúm sitt á þessu heimili útvegsbóndans með dugn- aði, myndarskap og prýði. Hún var alla tíð falleg og nett kona. Þau felldu hugi saman, Kiistín og Magnús yngri, þá nýútlærður smiður, og voru gefin saman í hjónaband hinn 1. nóvember 1930. I Vestmannaeyjum bjuggu þau síð- an í ástríku hjónabandi þar til Magnús andaðist hinn 26. maí 1978, nema hluta úr gosárinu 1973 er þau eins og allir urðu að yfirgefa Eyjarnar um tíma. Magnús Magn- ússon var mikill dugnaðar- og heið- ursmaður og í hópi þeirra sem gerðu æsku okkar ljúfa og eftir- minnilega í faðmi úteyjanna. Eftir lát Magnúsar bjó Kristín ein í íbúð í fjölbýlishúsinu að Hásteinsvegi 64. Þar var sama snyrtimennskan á öHu. Málverk af Álsey, þar sem Magnús hafði verið við veiðar og eggjatekju frá æskudögum, skipaði heiðurspláss í stofunni. Kristín og Magnús eignuðust fjögur börn. Eftirlifandi eru Helgi, kvæntur Unni Tómasdóttur kenn- ara, og Petra, gift Þorkeli Þorkels- syni verkstjóra, látin eru Emma sem dó kornabarn og Ása sem gift var Guðmundi Loftssyni bifvéla- virkja. Afkomendahópurinn er orðinn stór, allt mikið myndarfólk. Ég og fjölskylda mín sendum bömum Kristínar, tengdabörnum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Margs er að minnast. Öldruð kona sem hafði lifað kyrrlátu og farsælu lífi, þar sem fjölskylda og vinir voru í fyrirrúmi, hefur kvatt í sátt við bæði Guð og menn. Kristín Ásmundsdóttir skil- ur eftir góðar minningar, sem ég er þakklátur fyrir, enn hefur verið höggvið í gamla vinahópinn í Eyj- um. Þar þynnist nú fylkingin, sem átti svo mikinn þátt í indælum minningum æsku- og unglingsára. Blessuð sé minning Kristínar Ásmundsdóttur. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.