Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ráðstefna um tóbaksvarnir á Egilsstöðum LANDIÐ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Líf og land í Landsbankanum DAGANA 21. og 22. ágúst næst- komandi verður haldin á Egilsstöð- um ráðstefna sem ber yfirskriftina „Hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvömum“. Hún er haldin á vegum Heilbrigðisstofnunarinnar á Egilsstöðum og Krabbameinsfélags Héraðssvæðis. Markhópar ráðstefnunnar eru læknar, hjúkrunarfræðingar, ljós- mæður, tannlæknar og aðrir heil- brigðisstarfsmenn og allir þeir aðrir sem áhuga hafa á tóbaksvörnum. Tilefnið er einkum sú staðreynd að um árabil hefur ekki tekist að draga úr reykingum hér á landi og raunar eru þær vaxandi meðal barna og ungmenna, einkum stúlkna. Markmiðið með ráðstefn- unni er að reyna að auka áhuga og efla tóbaksvamastarf heilbrigðis- stétta, segir í fréttatilkynningu. Fyrirlesarar era bæði íslenskir og erlendir, heilbrigðisstarfsmenn, þingmenn, kennarar og fleiri. Meðal þeirra má nefna Guðrúnu Kristjáns- dóttur dósent, Jóhann Ágúst Sig- urðsson prófessor og Sigurjón Arn- laugsson lektor, öll við Háskóla ís- lands, og Sigríði Síu Jónsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri. Þau munu kynna hvað og hvernig verðandi heilbrigðisstarfsmönnum er kennt í tóbaksfræðum. I löndum bæði austan hafs og vestan hafa skipulögð samtök heilbrigðisstarfs- fólks gegn tóbaki verið áberandi í tóbaksvömum á síðustu áram. Full- trúar frá slíkum félögum lækna, hjúkranarfræðinga, Ijósmæðra og tannheilbrigðisstarfsfólks í Svíþjóð kynna samtök sín og vinnuaðferðir þeirra. Nafnarnir Steingrímur J. Sigfús- son þingmaður og Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, skiptast á skoðunum um það hvort ÁTVR skuli áfram hafa einka- leyfi til innflutnings og dreifingar á tóbaki. Forseti íslands, Olafur Ragnar Grímsson, ávarpar ráðstefn- una og við setningu ráðstefnunnar flytur Bengt Wramner, sem starfar hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- inni, WHO, fyrirlestur sem hann nefnir „Tóbaksfarsóttin í alþjóðlegu samhengi". Ráðstefnustjóri verður Guðjón Magnússon, rektor Nor- ræna heilsuverndarháskólans í Gautaborg. Ráðstefnan endar að kvöldi laugardagsins með kvöldverði þar sem veislustjóri verður Hákon Aðalsteinsson. Þátttökugjald er kr. 10.800 og í því er auk faglega hlut- ans innifalin m.a. skógarganga og hátíðarkvöldverður. Enn er hægt að láta skrá sig á ráðstefhuna. Upplýsingar veitii' Auður Ingólfsdóttir á ráðstefnudeild Ferðaskrifstofu íslands. EKKI er það amalegt útsýnið sem Svanhvít M. Sveinsdóttir hefur í vinnu sinni f Landsbankanum f Vík í Mýrdal. Þungamiðjan í olíu- málverki Benedikts Gunnarsson- ar, stílfærðri táknmynd sem vísar til hátækni í verkmennt og vís- indum, er maðurinn með slípi- rokkinn og er listamaðurinn þar væntanlega með í huga skaft- fellsku túrbínusnillingana. Mynd- fræðilegt mótvægi hans er vís- indamaðurinn í hægri hluta verksins ásamt fjarstýrðu orku- veri sem hefur hina heimsfrægu Víkurdranga, Reynisfjall og kríuna góðu sem baksvið. „Neistaflug slípirokksins varp- ar birtu um rými verkstæðisins, vélbúnað og stýritæki. Meðan drunur raftækisins bergmála í stáli og steini rennur Víkuráin hljóðlát milli grænna bakka. Gullleitarmenn hafa slegið upp sóllýstum fjöldum á ströndinni. Melgrasið bylgjast í brosi dags- ins. I steypiflugi skimar kría eftir æti í heitum sandinum. Utan myndsviðs ganga þorpsbúar hægt eftir breiðum götum og spegla himinljómann í augum sínum,“ segir Benedikt í skjali sem fylgir verkinu. Þar kemur einnig fram að hann hugsar mál- verkið sem óð til lífs og lands, draum um fagurt mannlíf og frið á jörð, enda nefnir hann það Líf og land. Björn H. Siguijónsson, útibús- sfjóri Samvinnubankans, fékk Benedikt til að mála verkið árið 1985, eftir að útibúið var flutt í nýtt húsnæði í Vík. Eins og starfsfólkið fylgdi það útibúinu þegar það breyttist í Lands- bankaútibú vorið 1991. Svanhvít og Björn segja að verkið veki töluverða athygli, enda blasir það við viðskiptavinum og gest- um og ekki kvartar Svanhvít undan útsýninu. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Göngubrú yfir Hrafnkelu Vaðbrekku, Jökuldal - Göngubrýr eru ekki ýkja al- geng mannvirki. Óli Svanur Gestsson úr Bolungar- vík rakst á þessa sem er yfir Hrafnkelu í Hrafnkels- dal. Sumir láta sér nægja að horfa á þetta mann- virki, ganga í mesta lagi nokkra metra útá hana en snúa síðan til sama lands. Óli Svanur fékk sér þó gönguferð alla leið yfir ána á brúnni ásamt heima- sætum úr Hrafnkelsdalnum. Morgunblaðið/Aldls Hafsteinsdóttir HÖNNUN sumarbústaðar Sunniðnar tryggir öllum aðgang að bústaðnum. Verðlaun veitt fyrir gott aðgengi fyrir fatlaða Hveragerði - A aðalfundi Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra í Amessýslu, sem haldinn var nýverið var veitt viðurkenning fyrir einstaklega gott aðgengi fyrir fatlaða. Það var Sunn- iðn, Sunnlenska iðnfélagið, sem hlaut viðurkenninguna en félagið hefur byggt veglegan sumarbústað fyrir félagsmenn sína að Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi. Við byggingu og hönnun bústaðar- ins var tekið fullt tillit til þarfa fatl- aðra og hreyfihömluðum þannig gert kleift að dvelja þar. Það var Armann Ægir Magnússon, formaður Sunn- iðnar, sem tók á móti viðurkenning- unni. Félagið Sjálfsbjörg í Árnessýslu verður 40 ára í haust en það er eitt af elstu Sjálfsbjargarfélögum landsins. Markmið félagsins er að styðja við bakið á hreyfihömluðu fólki bæði í leik og starfi. Ein aðalfjáröfiun fé- lagsins er sala minningarkorta en þau fást í verslunum á starfssvæði félagsins. Morgunblaðið/Ingimundur Köttur í klípu Borgarnesi - Fyrir skömmu var fréttaritari á ferð í Hnífsdal og varð vitni að miklum bardaga á milli hunds og kattar. Eftir mikil átök flúði kötturinn upp í staur en hundur- inn haltraði sína leið. En hremm- ingum kattarins var ekki lokið. Hvernig átti hann að komast niður á jafnsléttu aftur? Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Fyrsti kvennareið- túr Ljúfs Ilveragerði - 40 konur á öllum aldri tóku þátt í fyrsta kvennareiðtúr Hestamannafélagsins Ljúfs nú ný- verið. Konurnar hittust á Gljúfurár- holti í Ölfusi þar sem þær þáðu veit- ingar og síðan var riðið sem leið lá að Kröggólfsstöðum þar sem við tók grillveisla með öllu tilheyrandi. Þegar fréttaritara bar að garði var létt yfir hópnum og voru skipu- leggjendur yfir sig ánægðir með þátttökuna og stemmninguna. Það má búast við því að konurnar í Ljúfi láti þetta verða að árvissum atburði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.