Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 37^- + Kristín Sæunn Guðbrandsdótt- ir var fædd í Reykjavík hinn 19. maí 1953. Hún lést á Landspítalanum 2. ágúst síðastliðiun. Foreldrar hennar eru Guðbrandur Sæmundsson, f. 13. nóvember 1921 í Veiðileysu í Árnes- hreppi í Stranda- sýslu, og Kristín María Hartmanns- dóttir, f. 3. desem- ber 1929 í Ólafs- firði. Systur Kristínar eru; 1) María, f. 19. mars 1951. Hennar maður er Sveinbjörn Dýr- mundsson og eiga þau þrjár dætur: Guðrúnu, Svövu Krist- í fáum orðum viljum við minnast elskulegrar systur okkar sem látin er um aldur fram. Kristín var ákaf- lega létt í lund og alltaf var stutt í góðlátlega glettni. Hún hafði mjög sterka réttlætiskennd og mátti ekkert aumt sjá, var listræn í sér og ágætlega hagmælt, en sumar vísurnar hennar bera þess merki að lífið var ekki alltaf dans á rósum, eins og lesa má í þessu síðasta er- indi úr ljóði eftir hana. Þeir sögðu að það þýddi ekki að bíða. Að bíða eftir kalli til að hlýða. Pað er satt og loksins ég sá að kallið kom einmitt þá, þegar sólin hvarf bak við fjallið fékk ég síðasta kallið. Kristín var ákaflega snyrtileg og bar heimili þeirra mæðgna vott um mikla smekkvísi. Hún bar hag dætra sinna mjög fyrir brjósti, þær voru henni allt. Þungbærast var henni að yfirgefa þær, en vissan um að eldri dætumar hugsuðu vel um þá yngstu veitti henni hugarró. Kristín greindist með illvígan sjúk- dóm fyrir tæpu ári og gekkst undir mjög erfiða sjúkdómsmeðferð. Hún sýndi alveg einstakt æðmleysi og kvartaði aldrei í veikindum sínum. Foreldrar okkar vom ávallt til staðar þegar á þurfti að halda og henni mikill styrkur. Sú hjálp er hjúkmnar- og starfsfólk á krabba- meinsdeild Landspítalans veitti var ómetanleg og kunnum við þeim innilegar þakkir fyrir. Við kveðjum nú góða systur og vin með sárum söknuði, en hún lifir áfram í hugum okkar. Elsku Tinna, Freyja, Sæ- unn, mamma og pabbi, Guð styrki ykkur á sorgarstundu. Megi minn- ingin um ástríka móður og dóttur verða ljós á vegi ykkar. Eitt bros getur dimmu í dagsps breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben.) María og Berglind. Erfitt er að lýsa því með orðum hve heitt við munum sakna þín, elsku mamma. Mikið skarð hefur myndast í lífi okkar en við reynum að fylla upp í það með góðum minn- ingum um þig og hlutina sem við gerðum saman. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur í gegnum súrt og sætt og elskaðir okkur svo mikið. Þú varst svo dugleg í veikindunum og barðist svo hetjulega. Sama hvað á gekk, aldrei misstfr þú þróttinn heldur brostir við lífinu. Þó óvinur- inn hafi sigrað á endanum er gott að vita af því að nú geturðu hvílt þig og við vitum að þér líður vel. Nú sefurðu, móðir, sefur vært; nú sækir þig einginn kvíði. Og þjer var nú bóhð þetta kært og þægastur svefninn blíði, með hjartað af mörgum sorgum sært, en sigm' úr laungu stríði. ínu og Sonju Lind. 2) Berglind, f. 31. janúar 1958. Henn- ar maður er Sig- mundur Dýrfjörð og eiga þau tvær dætur: Kristínu Maríu og Sunnu Rós. Kristín giftist Kjartani Þórðarsyni árið 1975 og eiga þau þijár dætur, Tinnu, f. 4. nóvem- ber 1975, Freyju, f. 22. mars 1977, og Sæunni, f. 4. febrú- ar 1990. Kristín og Kjartan slitu samvistum. Útför Kristúiar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. En styrkurinn var þín ljetta lund, þau )jós, sem í rökkrum skína. Nú þökkum við hverri hlýrri mund, sem hjer kom með fróun sína, og þeim, sem þjer gáfu gleðistund og geisla’ yfir hvflu þína. (Þorsteinn E.) Megi Guð varðveita þig og geyma, elsku mamma. Þínar dætur, Tinna, Freyja og Sæunn. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Elsku frænka. Með söknuði í hjarta kveðjum við þig. Á svona stundu verður maður orðvana. Þú varst svo sterk, gast hlegið og grín- ast eins og þú gerðir svo oft, þrátt fyrir veikindin. Síðast þegar þú komst í heimsókn varstu að tala um dætur þínar, þú varst svo stolt af þeim. Nú þurfa þær svo ungar að takast á við mikla sorg og söknuð. Það er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna við fráfall þitt. Minningin þín mun fylgja okkur alla tíð. Veit henni, Drottinn, þína eilífu hvíld og lát þitt eilífa ljós lýsa henni. Hvíli hún í friði þínum. Tinnu, Freyju og Sæunni, Stínu og Guðbrandi, Maríu og Berglindi og þeirra fjölskyldum og ömmu Maríu sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær ogfaðmijörðinaalla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar taia, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn bhtt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson). Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Gunnhildur, Bryndís og Harpa María. Nú ertu farin, elsku frænka mín, og þín er sárt saknað. Þú sem varst svo falleg, góð og skemmtileg. Við höfum svo oft sprellað og hlegið saman eins og þessari ætt er lagið. Þú varst alltaf svo hress þó að ýmis- legt gengi á, alltaf svo dugleg og sterk við oft erfiðar aðstæður. Eins og maður segir: Þú brostir í gegn- um tárin. En ég trúi því að þú sért á góðum stað og þér líði vel. Barátta þín var hetjuleg, elsku Rristín mín. Ég man hvað þú hlakkaðir til að koma í brúðkaupið okkar Arnars í ágúst í fyrra, en þá var veikindabar- átta þín hafin og þú gast ekki kom- ið. En við fórum bara á spítalann til þín í staðinn með kökur og fínerí. Þú varst svo hissa og glöð þegar við komum þér svona á óvart, það er mér minnisstæðast þennan dag. Elsku besta frænka mín, ég get ekki lýst því hvað það er skrýtið að þú skulir ekki vera hjá okkur leng- ur. Þú varst ekki bara frænka mín, heldur góð vinkona og ég gat alltaf talað við þig um allt mögulegt. Bæði samúð og sorg felst í þessum minningarorðum mínum, og bið ég góðan Guð að styrkja Tinnu, Freyju, Sæunni litlu, ömmu, afa, langömmu Maríu, Berglindi, mömmu og fjölskyldur þeirra. Hvíl þú í friði, elsku frænka. Svava Kristín Sveinbjömsdóttir og Amar Logi Ásbjörnsson. Það er svo ótal margt sem fer í gegnum huga minn á þessari stundu, enda á ég svo margar ynd- islegar minningar um þig, alveg frá þvi að ég var lítil. Það er sárt að hugsa til þess að þú skulir vera far- in og erfitt að ímynda sér framtíð- ina án þín, enda varstu ekki bara frænka mín, heldur ein af mínum bestu vinkonum, góð, skilningsrík og alltaf tilbúin til þess að hlusta, jafnvel þó þú ættir erfitt sjálf. Mér leiddist aldrei nálægt þér, við gát- um skemmt okkur vel saman hvort sem við vorum í vinnunni, fjöl- skylduboði, gönguferð um Víði- staðatún, Dublinarferð eða bara heima. Á erfiðum stundum fann ég alltaf til með þér, en þú bjóst yfir ótrúlega miklum styrk og gast séð spaguilega hlið á flestum hlutum. Ég man í fyrrasumar þegar við sát- um með kakóbollana okkar og spjölluðum saman, þú horfðir svo björtum augum til framtíðar ykkar mæðgnanna. Þá kom í ljós að þú varst með krabbamein og hlutirnir breyttust. Síðustu sólarhringarnir á spítalanum voru þér erfiðir, en jafnvel þá gastu séð broslegu hlið- amar á mannlífinu og gert að gamni þínu. Þú varst alltaf svo þakklát og talaðir oft um það hversu heppnar þið mæðgumar væruð að eiga góða fjölskyldu sem stóð með ykkur og studdi öllum stundum og ég heyrði þig, mömmu og Berglindi oft tala um að þið ætt- uð bestu foreldra í heimi. Elsku Tinna, Freyja, Sæunn, amma, afi, langamma, mamma, Berglind og aðrir ástvinir, Guð styrki ykkur á sorgarstundu. Elsku Kristín, Eitt hýrlegt bros, eitt hlýlegt orð frá þér er hundrað sinnum betra og meira virði, en þó að allir aðrir gæfu mér öll hin dýrstu heimsins faguryrði. (Sigursteinn Magnússon). Guðrún Sveinbjömsdóttir. Elsku frænka. Nú ertu farin frá okkur, það er allt of sorglegt að hugsa um það. Vegna þess að þá getur maður ekki annað en grátið. En svo minnist ég glaðværðar þinn- ar og hlátursins sem smitaði alla hvar sem þú fórst. Þú sást alltaf spaugilegu hliðina á öllu, sama hvað það var. Ef ég minntist á þig við vinkonur mínar, sögðu þær: „Já, frænka þín sem hlær alltaf að öllu.“ Það var svo sárt þegar þú greindist með krabbamein en ég huggaði mig við að hægt væri að lækna það. Svo reyndist ekki vera. Ég var síðust í fjölskyldunni sem frétti af fráfalli þínu. Pabbi var að sækja mig og vinkonu mína af úti- hátíð á Umferðamiðstöðina. Við hlógum mikið á leiðinni heim til hennar. Þegar hún var farin út úr bílnum breyttist gleðin fljótt í sorg. Fyrir mér var þessi tími í bflnum eins og draumur sem ég man síðan ekkert eftir. Elsku frænka, eins og ég hef kallað þig síðan ég var lítil, þú ert dáin og ég verð að sætta mig við það. Sögurnar þínar, heimatilbúnu lögin, ljóðin og brandararnir þínir gleðja og gleymast aldrei. Ég hugga mig við það að frænku líður miklu betur núna. En ég mun alltaf sakna hennar og minnast hennar sem glaðlegustu og fyndn- ustu frænku í heimi. Elsku Tinna, Freyja, Sæunn, amma, afi, mamma, Maja og lang- amma, minningarnar eru perlurnar okkar. Kristín María Dýrfjörð. KRISTÍN SÆUNN GUÐBRANDSDÓTTIR Leiðir okkar Kristínar lágu sam- an þegar stokkað var upp í bama- skólabekkjunum í Hlíðaskóla, og raðað eftir einkunnum á fullnaðar- prófi. Þá settust börnin sem voru rétt innréttuð miðað við námsskrána saman í úrvalsbekk gagnfræðadeild- ar Hlíðaskóla, sem breyttist þá í mai-gra munni í Hlíðaklaustur. Við ýmist nutum eða kvöldumst undir handleiðslu kennara svo sem Frið- riks Zófussonar, Ottars Proppé, Eddu Snorradóttur, Guðmundar Óla Ólafssonar og fleiri. Kristín var með svo háa einkunn á fullnaðaiprófi að hún lenti fjarri flestum fyrrverandi bekkjarfélögum sínum og vinkonum, og ég missti Dóru Bergmann, bestu vinkonu mína, yfir í Hagaskóla. Við tvær, ég og Kristín, vorum því báðar hálf- vængstífðar, litum hvor á aðra, leist vel á, og stigum saman þann hlægi- lega fugladans sem það er að vera unglingur á frumgelgjuárunum. Ég hafði varla þekkt Kristínu neitt áður, því órafjarlægð var á milli húsanna okkar, hættuleg gata og hringtorg. Ég bjó í Hamrahlíð 1 og hún í blokkinni efst í Eskihlíð. Þetta reyndust bara nokkur skref eftir að maður hafði komist yfir þá ósýnilegu hindrun vanans að leika sér bara við krakka í Hamrahlíð og efri Blönduhlíð. Af nógu var að taka, öll hús gubbandi full af krökkum. En í gaggó stækkaði heimurinn, ný sambönd mynduðust og það varð strax kært með okkur Kristínu. Hún var ekki bara bráðsnjöll á bók, hún hafði mikla kímnigáfu og allt hennar fólk, og svo söng hún eins og engill, ekki bara í kórnum með björtustu og fínustu röddinni, heldur var hún líka djassari. Við tókum dýrlegar syrpur saman og upplifðum einstakt blómaskeið vin- áttunnar, þrettán ára og kolbilaðar. Það var ekki verra að Rristín átti yndislega góða heimavinnandi mömmu sem vakti okkur blíðlega með tilbúinn morgunmat þegar ég gisti hjá henni, sem var oft. Heima hafði ég vanist því að hafa vekjara- klukku og tína sjálf oní mig eitthvað að éta eða sleppa því. Heimili Krist- ínar var í samanburði við heimili mitt eins og lúxus hótel með afbagðs þjónustu, og þjónustan, móðir Krist- ínar, var þar að auki áður en maður vissi búin að breytast í skemmti- kraft, sagði brandara, söng og hló og stríddi. Þetta voru yndisleg ár! Sumarið eftir 1. bekk í gaggó sá ég í Tímanum að auglýst var eftir stúlku í sveit. Ég hringdi galvösk og ófeimin og fékk góðar viðtökur, dóttir Magnúsar bónda á Hellum í Landsveit, fín frú í Reykjavík, var sú sem svaraði. Ég spurði hvort vinkona mín gæti hugsanlega kom- ið með. Það átti að athuga málið. Þarna lenti ég milli tveggja nagla, því ég var bara ráðin ein og Kristín vildi endilega komast með. Kristín gat verið fylgin sér, og hún sótti fast ef hana langaði eitthvað. Ég fór austur, hálfgerð loforð ef til vill í athugun geta verið andstyggileg. En þegar ég var komin austur var Magnús bóndi slíkur höfðingi og öðlingsmaður að hann samþykkti að hin vitlausa þrettán ára stelpan fengi líka að koma. Og rann þá upp eitt dýrlegt sum- ar. Við vorum duglegar, því þetta var stórt heimili og gamla frúin hún Villa hjartveik og mátti ekki vinna þau verk sem reyndu á líkamann. Við Kristín skúruðum því og þvoð- um þvott og fórum yfir með bónvél^ og elduðum og vöskuðum upp og bökuðum, meira að segja brauð, kleinur og flatkökur. Við, algerir ræflar, aumingjar og letingjar úr Hlíðunum í Reykjavík, áttum nefni- lega þegar á reyndi til dálítinn skammt af sómahvöt og metnaði, svo við umbreyttumst úr ónytjung- um í held ég bara ágætar vinnukon- ur, miðað við aldur að minnsta kosti. Við lærðum að vinna. Þegar gaggóárin tvö fyrstu voru liðin fór viss ómeðvituð samfélags- leg skilvinda í gang. Kristín var mun greindari en ég, eftir því sem*^ ég kann að mæla slíka hluti, en hún ætlaði þó í þriðja bekk á meðan ég vissi djúpt inni að ég ætti að fara í landspróf. Mamma mín og eldri systkini voru stúdentar svo þetta var fyrir mér hin eðlilega leið. I ná- lægustu fjölskyldu Kristínar þótti gott að verða gagnfræðingur eða fara í húsmæðraskóla. Þetta varð til þess að við Kristín lentum hvor á sinni leið, með nýjum félögum, og smám saman, eftir því sem tíminn leið, fundum við að við höfðum þró- ast í ólíkar áttir, þótt við gætum enn hlegið og fyndum fyrir þeim rjúkandi kærleik sem alltaf er til staðar ef fólk hefur einu sinni nácL því að vera náið. Sambandið rofnaði því alveg, svo ég sá ekki eldri dæturnar hennar tvær nema kornungar. Ég frétti svo af þessum hryllilega sjúkdómi, brjóstakrabbameini, fyrir síðustu jól og mannaði mig upp að hringja til Kristínar. Við töluðum nokkrum sinnum í síma eftir það, áttum löng símtöl, en bílleysi mitt og almennur aumingjaskapur gerði það að verk- um að við hittumst ekld. Við ætluð- um að hittast núna í sumar þegar hinni erfiðu krabbameinsmeðferð*^ væri lokið. Ég hringdi til að hanka hana á því loforði seint í júní, vildi fá hana með mér út í Viðey. Þá fékk ég þær ægilegu fréttir að meðferðinni hefði ekki fyrr verið lokið en í ljós hefði komið að krabbinn hefði sáð sér og meinvörp væru til staðar, sem neyddu hana í áframhaldandi miskunnarlausa meðferð. Ég fór til Kristínar á spítalann, og upplifði það, ekki í fyrsta sinn, að sjá dauð- ann taka sínu hæga bítandi taki ungan líkama sem mér þykir vænt um. Það eru grimmileg endalok móður tveggja rúmlega tvítugra kvenna og átta ára stúlku að vit<^_ að hún er að deyja. Þetta var hetjuleg barátta og dauði. Megi Guð gefa sem flestum þann kraft sem Kristín sýndi í baráttunni og leggja vesalingunum, sem sakna hennar svo sárt og misstu svo mik- ið, þá líkn sem felst í lífinu sjálfu, þrátt fyrir allt. Þórunn Valdimarsdóttir. Sérfræðingar blómaskreytinfíum við óll tækifæri I -nblómaverkstæði IÖINNA SkólavörOustíg 12. á hurni Bergstafíastrælis. sími 551 9090 - 3ic>ma(?ú3in öa^ðsKom v/ FossvogsUii‘Ujuga)*ð Stmi. 554 0500 írjiírjííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR ICCLANOAin MOTCLt Glæsileg KAFFIHLAÐBORÐ FALLEGIR SALIR /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.