Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 1998 21 BÆKUR Saga EROTIC ICELAND Eftir Gudrun M. H. Kloes. Ormstunga. 1998 - 141 bls. ÍSLENSKUR ástarunaður er í sviðsljósinu í nýrri bók eftir Gudr- un M.H. Kloes. Bókin er nýkomin út á þýsku og ensku og nefnist. Erotisches Island eða Erotic Iceland. Hér er enska þýðingin til umfjöllunar. Það er engan veginn einfalt verk að skilgreina þetta verk. Það er að forminu til einhvers konar vegaást- arsaga þar sem við ferðumst með sögumanni um^ borg og nokkra fagi-a staði á Islandi. En sagan sækir einnig form sitt að nokkru til eddukvæða því að sögukona fær sér sjálfan Loka Laufeyjarson sem fylgdarsvein og viðfang ástleitinna hugrenninga. I samtölum þeirra erum við upplýst um kynhegðun landsmanna. Loki er heppilegur fórunautur því að hann getur brugðið sér í allra kvikinda líki og birtist okkur því í ýmsum gervum og kynhlutverkum. Raunar lætur höfundur sér ekki nægja Loka sem viðmælanda sögukonu heldur á „Bláa kirkjan - sumartónleikar“ Þorsteinn Gauti leik- ur á píanó NÆSTI flytjandi í tónleika- röðinni „Bláu kirkjunni“ er Þorsteinn Gauti Sigurðsson sem leikur á píanó tónlist eftir Chopin, Gershwin, Debussy og Rachmaninoff í kirkjunni á Seyðisfirði í kvöld 12. ágúst kl. 20.30. Þorsteinn Gauti lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Framhaldsnám stundaði hann við Juillard School of Music í New York og í Róm á Italíu. Þorsteinn Gauti hefur komið fram á tónleikum víða erlendis, einnig sem ein- leikari með hljómsveitum á Norðurlöndum og oft með Sin- fóníuhljómsveit Islands. Aðgangseyiir er 500 kr. Okeypis fyrir 6 ára og yngri. „Augun mín og augun þín“ NÆSTU tónleikar í sumartón- leikaröð Kaffileikhússins eru fimmtudaginn 13. ágúst en þá flytja Margrét Pálmadóttir og Vox Femine dagskrána „Aug- un mín og augun þín“. Dagski-áin er upphaflega sett saman í tengslum við myndlistarsýningu í kjallara Norræna hússins en þar eru til sýnis verk eftir tólf íslenskar listakonur sem eru brautryðj- endur myndlistar á Islandi, fæddar um og eftir aldamót. Dagskráin í Kaffíleikhúsinu er tvíþætt, fyrri hluti hennar nefnist „Völuskrín" en hann er íslensk dagskrá innblásin af myndlistarsýningu kvennanna í Norræna húsinu. Seinni hluti dagskrárinnar er „Ferða- sveifla" en í honum er farið vítt og breitt á vængjum söngsins, með gospel og djassívafi, með aðstoð píanóleikarans Agnars Más Magnússonar. Tónleikamir hefjast kl. 21 en húsið verður opnað kl. 20. hún einnig orðastað við Gunnar á Hlíðar- enda. Á vissan hátt minnir fonnið því einnig á form grískra heimspekirita á borð við Samdrykkju Platons þótt ekki sé efnið að öllu leyti heimspekilegt. Þar að auki eru í bókinni þýðingar á nokkrum ástarsenum úr íslenskum skáldsög- um og ástarljóðum. Höfundur leitar sér einnig fanga í íslend- ingasögur og endur- segir sögubrot og velt- ir fyrir sér gjörðum persóna sagn- anna. Efni bókarinnar er í samræmi við þessa lýsingu. Unaðsheimur ís- lensks ástarlífs er meginviðfangs- efnið og fátt eitt látið ókannað, hvort sem um er að ræða ástar- funinn í landslaginu eða kynfræði tungu- málsins og sú siðfræði sem tengst hefur sam- skiptum kynjanna í gegnum aldirnar og er þar fátt látið óhreyft. Þó sakna ég svohtið umfjöllunar um það rit sem Islendingum er efst í huga þegar slík mál ber á góma, Bósa sögu og Herrauðs. Fá rit eru erótískari ef ég man rétt. Sannast sagna gengur þessi ólíkindalega samsetn- ing ótrúlega vel upp. Höfundur hefur búið á íslandi frá því 1982 og hefur því í senn á okkur sitt gests auga og innsýn heimamannsins. Gudrum M.H. Kloes er þess utan lipur penni og með tómnigáfu í all- góðu lagi. Texta hennar hef ég að vísu aðeins lesið í ágætri, enskri þýðingu Julians Thorsteinsson en hann kemur mér fyrir sjónir sem útleitinn og myndríkur. Hann er á sinn hátt jafnmunaðarfullur og efn- ið sem fjallað er um, ísmeygilegur og tvíræður. Dálítið ólíkur eddun- um fomu, ekki síst þegar kemur að landslagslýsingum sem eru dálítið upphafnar og rómantískar í mið- evrópskum anda enda er bókin vafalaust fremur ætluð þýsku- og enskumælandi lesendum en ís- lendingum. Hún er jafnvel hugsuð að nokkru sem landkynning. Slíka landkynningu ber að þakka. Erotic Iceland er á sinn hátt djörf og aðlaðandi tilraun tO að miðla íslenskum ástarunaði eins og hann birtist hjá landi, lýð, tungu, siðum, bókmenntum og atferli landans. Hún er jafnframt athygl- isvert bókmenntaverk þar sem bryddað er upp á nýstárlegum leið- um í formsköpun. Fagrar teikning- ar í ofurlítið rómantískum anda eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur skreyta bókina og fallega ljósmynd á bókarkápu tók Páll Stefánsson. Skafti Þ. Halldórsson Islenskur ástarbruni Gudrun M.H. Kloes KVIKMYM)IR Sambíóin „LETHAL WEAPON 4“ ★ ★ 'k Leikstjóri: Richard Donner. Aðalhlut- verk: Mel Gibson, Danny Glover, Rene Russo, Joe Pesci, Chris Rock, Jet Li. Warner Bros. 1998. FJÓRÐA „Lethal Weapon“- myndin með þeim Mel Gibson og Danny Glover í hinum gamalkunnu hlutverkum löggufélaganna í Los Angeles á að keyra á stanslausu fjöri og skemmtilegheitum frá byrjun til enda og tekst það nokkum veginn. Aðeins einstaka sinnum er hægt lítillega á frásagn- arhraðanum og bröndurunum til þess að koma að hinni ódrepandi ást á milli Gibsons og ástkonu hans, sem Rene Russo leikur (þau eiga von á barni, altso í myndinni), til þess að koma fjölskylduleyndar- máli á heimili Glovers á hreint og til þess að sýna hvað tvíeykið Gib- son og Glover er fyndið og skemmtilegt og hefur ofsalega gaman af myndinni. Þeir eru ýmist flissandi, skælbrosandi eða reka upp svoleiðis hláturrokurnar að það er eins og þeir gangi fyrir hlát- urgasi, sem þeir reyndar gera í einni af fyndnari senum myndar- innar. Það skemmta sér allir svo Gibson, Glover og hlátur- gasið vel á tjaldinu og andrúmsloftið er svo óþvingað og það er svo gaman að maður fær á tilfínninguna að myndin hafi fyrst og fremst verið gerð til þess að skemmta þátttak- endunum. En svo gerist það í bestu atrið- unum að öll kátínan á tjaldinu smitar út frá sér og maður fer að hlæja sjálfur að allri vitleysunni og jafnvel kaldhæðnustu og svartsýn- ustu áhorfendur, sem ekki ætluðu að láta gabba sig í fjórða skiptið, geta vart annað en brosað með og tekið þátt í leiknum. Ef frá er talið einstaklega væmið uppgjör Gib- sonlöggunnar við fortíð sína í lokin, þar sem mótormunnurinn Joe Pesci leikur öllum að óvörum stóra rullu, er Lethal Weapon 4 hin prýðilegasta afþreying. Áhorfand- inn veit að hverju hann gengur og hann er ekki svitónn um það. Myndirnar eru allar byggðar upp á mjög svipaðan máta. Einkalíf lögganna blandast mjög inn í elt- ingaleik þeirra við óþokkana, sem í þetta sinn eru kínverskir og fá það sannarlega óþvegið; Jet Li er sá eini í allri myndinni sem er alltaf grafalvai-legur í framan. Fjórða myndin býður upp á þessa venju- legu ofsabílaeltingaleiki, einnig elt- ingaleiki á hlaupum, eltingaleiki á bátum, slagsmál uppi á húsþökum og slagsmál neðansjávar og slags- mál á götum úti. Hasarinn er auð- vitað nógu mikill en spennan sem fylgh- honum er nánast engin; við höfum séð þetta allt áður. Það sem höfundarnir gera í til- raun til þess að sprauta endurnýj- uðu lífi í seríuna er að dæla brönd- urum í handritið. Chris Rock er skemmtileg viðbót sem væntanleg- ur tengdasonur Glovers og Joe Pesci endurtekur leikinn sem hálf- gert viðrini í leit að viðurkenningu. Russo sparar ekki karatespörkin þótt hún sé kasólétt og þeir Gibson og Glover gera það sem þeir gera alltaf; hlæja hvor upp í annan. Það má reikna með að nú sé komið að sögulokum. En þó er aldrei að vita. Þeir sem sjá þessa mynd munu eflaust líka vilja fara á mynd númer fimm. Arnaldur Indriðason BÆKUR Ljóð SKUGGALJÓÐ eftir Kristian Guttesen, Wales 1998. Eignútgáfa. Bókin fæst hjá Máli og menningu og kostar 1.140 kr. ÞAÐ skín ekki mikil birta inn í ljóðheim Kristians Guttesen í nýrri ljóðabók sem hann nefnir Skugga- ljóð. Ljóð hans eru myrk í tvennum skilningi. Þau fjalla um sorg, sút og myrkur hugans og svo eru þau ekki mjög aðgengilegur skáldskap- ur. Myrkrið leynir sér ekki í titlum eins og Skipbrot, Eilífa nóttin, La- ment og Skuggaljóð og ljóðmynd- irnar undirstrika það: „skugginn sem af mér stafar / er eins og morgunskíma / í þessu angandi myrkri." Höfundurinn gengur jafn- vel svo langt að varða ljóðin galdrastöfum og stó-á heiti þeirra með rúnum. Tengsl galdra, rúna og ljóða eru vitaskuld ævaforn og ljóst er að edduhefðin foma lifir góðu lífi í kvæðum Kristians. Þar má finna kenningar eins og „dimmglóð farinna daga“ og „íslendi hugans“ og myndríkar orðsmíðar eins og sjóndrá, blásorg, árför og dauðtóna ljóð. Angandi myrkur Yrkisefni Kristians eru fyrst og fremst huglæg og í vissum skilningi á forsendum sjálfsverunnar eins og sést á þessari ágætu mynd: „ég get látið stjömumar skína / með einni hugsun / á dimmbreiðu hafsins sem / umlykur himin- röndina." Myndræn viðfangs- efni skáldsins sækja afl sitt til harðrar ís- lenskrar náttúra. Þau era í senn almenn og kosmísk þótt þau teng- ist einnig persónu- legra myrkri. Tíminn og verðandin era því mjög hugleikin. Sterk og endurtekin er myndin af jökli tím- ans sem tengist íslendi hugans og landslagi þess liðna. frá jökli timans og landslagi þess liðna svo veröld þessi megi fínna sinn grafstað hafa teikn mín og hugskot lýst hvem morgun það illa afl sem í skýjunum býr er hulið þokan sem ríkir beisk á nátt- úrunnar hlíð þar sem aldrei finnst h'f mun ég sofa og heimsins minni fyrnast yfir með sólu sjá, ég er postuli á leið um ókunnar slóðir að eilífðarstíg um musteri þess myrka og þursar mér vísa til vega Óljóst þykir mér heldur hvaða boðskap sá postuli flytur. Víst er að það er varla boðun ljóssins. Öllu fremur einhver endalok. Mér þykir skáldið færast mikið í Kristian Guttesen Englarnir eða við? KVIKiYlYMHB S a m b f 6 i n ANGEL CITY ★ ★ Leikstjóri: Brad Silberling. Handrits- höfundur: Dana Stevens. Aðalhlut- verk: Meg Ryan, Nicolas Cage og Dennis Franz. Warner Bros. 1998. SETH er engill. Maggie er kona. Starf engilsins er að veita fólki í nauðum huggun og að leiða þá sem hafa lotóð jarðvist sinni á betri stað. Maggie er skurðlæknir sem vill bjarga mannslífum, stundum tekst það og stundum ekki. Seth verður ástfanginn af þessari góðu konu og þarf að fóma ýmsu til að öðlast hana. Maðurinn hefur lengi trúað á til- vist verndarengla ýmissa. Það var hins vegar þýski leikstjórinn Wim Wenders sem skapaði á sjónrænan hátt í mynd sinni „Der Himmel uber Berlin" þennan fallega heim englanna sem vaka yfir okkur, og er kvikmyndaleg útfærsla hans á því snilldarleg. Hér hefur þessi heimur verið fenginn að láni í am- eríska kvikmynd sem grannhug- mynd, og inn í þennan heim er troðið mjög dæmigerðri ástarsögu, sem reynt er að gera framlega með frekar tilgangslausum endi. Hér er verið að reyna að blanda saman snilld eins manns og meðal- mennsku annars og það blandast ekki betur saman en vatn og olía. Ástarsagan virkar ektó heldur vel, því einhvem veginn skynjar maður ekki þá ást er Seth og Maggie bera hvort til annars, og er sagan öll hin daufasta. Aum pér- sónusköpun þeirra bætir gráu ofan á svart. Maggie er sæt en á að vera töff af því að hún hlustar á Jimi Hendrix. Meg Ryan er bara ekki töff þótt hún sé fín á sinn hátt. Nicolas Cage er einn af mínum uppáhaldsleikuram, en mér finnst hann ekki skemmtilegur í hlutverki sínu hér. Dennis Franz er hins vegar fínn sem útlifaður engill. Englaheimurinn býður upp á marga myndræna möguleika og þeir era nýttir hér ágætlega. Tón- listin er líka mjög góð og saman gerir það að verkum að sum atriðin eru sérlega glæsileg. Velt er upp ýmsum tilvistarlegum spumingum sem hefði mátt gera meira úr í sög- unni því hún er lapþunn. Hildur Loftsdóttir fang í kvæðum sínum og yrkja af töluverðum metnaði. Því er þó ekki að leyna að mér finnst að um margt megi betur vanda skáld- skapinn og ekki síst málfarið. Yfir- lestur hefði mátt vera markvissari. Meinlegt er þannig að sjá vindinn „sefjaðan“ í stað þess að sefa hann, rætt er um „vetursins kul“ í stað þess að segja vetrarins kul og ein braglínan hljómar svo: „áður en nótt vígur dag“. Öll eru dæmi þessi i sama ljóðinu. Skuggaljóð era metnaðafull til- raun sem er allrar athygli verð en ljóst er að skáldið hefur ekki það vald yfir málinu sem samræmist metnaðinum. Skafti Þ. Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.