Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 1
214. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vinsældir Clintons
hafa ekki minnkað
Washington. Reuters.
SKOÐANAKANNANIR, sem voru gerðar eftir að bandarískar sjón-
varpsstöðvar sýndu yfirheyrslu Kenneths Starrs saksóknara yfir Bill
Clinton Bandaríkjaforseta vegna sambands hans við Monicu Lewinsky,
benda til þess að sjónvarpsútsendingarnar hafi ekki skaðað forsetann eins
mikið og andstæðingar hans höfðu spáð.
Aralvatn
horfið ár-
ið 2015?
Tashkent. Reuters.
ARALVATN í Mið-Asíu gæti
horfið fyrir árið 2015 og orðið
að nokkrum stöðuvötnum, að
sögn embættismanna í Ús-
bekistan á alþjóðlegri ráð-
stefnu um umhverfismál í gær.
Úsbeskur sérfræðingur í
umhverfismálum, Ozod Muk-
hamedzhanov, sagði að þetta
gæti orðið til þess að íbúar
landbúnaðarhéraða við Ai-al-
vatn gætu ekki séð sér far-
borða og flosnuðu upp. Hann
varaði við því að a.m.k. 10
milljónir manna kynnu að flýja
af svæðinu snemma á næstu
öld. Aralvatn var áður fjórða
stærsta stöðuvatn heims en tók
að minnka á sjöunda áratugn-
um þegar leiðtogar Sovétríkj-
anna ákváðu að auka bómullar-
framleiðsluna með því að veita
vatni úr fljótunum Syr-Darja
og Amúdarja, sem falla í Aral-
vatn.
í Gallup-könnun, sem gerð var fyrir
CNN og USA Today, sögðust 66% að-
spurðra vera ánægð með frammistöðu
Clintons í forsetaembættinu, sex pró-
sentustigum fleiri en í sams konar
könnun frá því á sunnudag, daginn áð-
ur en myndbandsbandsupptökur af
yfirheyrslunni vora sýndar í sjón-
varpi. Viku áður vora 64% aðspurðra
ánægð með frammistöðu forsetans.
Um 66% aðspurðra voru andvíg
því að þingið höfðaði mál á hendur
Clinton til embættismissis en 39%
töldu að forsetinn ætti að segja af
sér. USA Today sagði að 81% að-
spurðra teldi vist eða líklegt að
Clinton hefði borið ljúgvitni um sam-
band sitt við Lewinsky.
Könnun, sem gerð var fyrir NBC,
bendii' til þess að 28% Bandaríkja-
manna telji að forsetinn hafi sagt
sannleikann um samband sitt við
Lewinsky en 57% töldu ekki að hann
ætti að segja af sér.
í könnun ABC sögðust 70% að-
spurðra telja að rétt hefði verið af
Clinton að neita að ræða kynferðis-
legt samband sitt við Lewinsky í
smáatriðum. 59% töldu að rangt
hefði verið af Starr að spyrja forset-
ann nærgöngulla spurninga um kyn-
lífsathafnir þeirra.
Ef marka má könnun ABC eru
60% Bandaríkjamanna ánægð með
frammistöðu Clintons í embætti, eða
álíka margir og í síðustu könnun.
Þessar niðurstöður eru aðstoðar-
mönnum Clintons til mikils léttis og
þeir reyndu í gær að leiða málið til
lykta með viðræðum við þingmenn.
Heimildarmaður í Hvíta húsinu sagði
hugsanlegt að forsetinn myndi vitna
undir eiði á þinginu eða fallast á ein-
hvers konar refsingu, svo sem vitur
eða sekt, en þó ekki embættismissi.
Bob Dole, keppinautur Clintons í
síðustu forsetakosningum, sagði að
Clinton væri að leita leiða til að
greiða sem fyrst úr vandræðum sín-
um vegna Lewinsky-málsins. Hann
kvaðst þó efins um að forsetinn gæti
komið í veg fyi'ir að þingið íhugaði
málshöfðun á hendur honum til emb-
ættismissis.
Starr gagnrýndur
Mike McCurry, talsmaðm' Clint-
ons, gagnrýndi Starr í gær fyrir að
sleppa yfirlýsingum frá Lewinsky,
sem voru forsetanum í hag, í 445
síðna skýrslu sem hann afhenti þing-
inu. Lewinsky hefði lýst því yfir að
enginn hefði beðið hana um að bera
Ijúgvitni eða lofað henni starfi fyrh'
að þegja um sambandið við Clinton.
McCurry sagði þetta „skammariegt
ranglæti gagnvart forsetanum“ og
lögfræðingar forsetans myndu
kvarta yfii' þessu í bréfi til dóms-
málanefndar fulltrúadeildarinnar.
Hann bætti við að niðurstöður skoð-
anakannananna kæmu ekki á óvart
þar sem Bandaríkjamenn gerðu sér
grein fyrir því hversu „svívirðilega
ósanngjörn" skýrsla Starrs væri.
■ Clinton þótti standa/20
Einbeitir sér
að starfinu
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
ræddi við Keizo Obuchi, forsæt-
isráðherra Japans, í New York
í gær um tilraunir stjórnarinn-
ar í Japan til að rétta efnahag
landsins við. Clinton sagði á
stuttum blaðamannafundi með
Obuchi að hann fylgdist ekki
grannt með nýjustu fréttum
fjölmiðla af Lewinsky-málinu
og einbeitti sér þess í stað að
störfum sínum í þágu banda-
rísku þjóðarinnar.
Ráðgert var að Clinton ræddi
einnig við Nelson Mandela, for-
seta Suður-Afríku, sem lýsti yf-
ir stuðningi við Clinton í veislu í
sendiráði Suður-Afríku í New
York fyrir fund þeirra. „Ég
styð hann lieilshugar," sagði
Mandela og bætti við að enginn
forseti í Bandaríkjunum hefði
sýnt blökkumönnum í Banda-
ríkjunum og Afríku jafnmikinn
samhug og Clinton.
Reuters
Máíi
Rushdies
„lokið“
Sameinuðu þjóðunum. Reuters.
MOHAMMAD Khatami, for-
seti írans, sagði í gær að líta
bæri svo á að máli rithöfundar-
ins Salmans Rushdies væri „al-
gjörlega lokið“ en viðbrögð
stjómvalda í Bandaríkjunum
og Bretlandi við ummælunum
voru varfærnisleg.
Khatami lét þessi orð falla við
vestræna blaðamenn í höfuð-
stöðvum Sameinuðu þjóðanna í
New York. Þrátt fyrir sáttatón í
ummælum forsetans létu
breskir og bandarískir embætt-
ismenn í ljós efasemdir um að
írönsk stjórnvöld væra tilbúin
að aflétta dauðadómnum yfir
Rushdie sem Ruhollah
Khomeini erkiklerkur kvað upp
vegna bókarinnar „Söngvai'
Satans“.
Bíllaus
dagur
í mið-
borginni
UMFERÐ einkabíla var bönnuð í
hluta miðborgar Parísar og 34
annarra franskra borga í einn
dag í gær til að draga úr mengun
og hvetja Frakka til að ganga,
hjóla eða nota almenningsfarar-
tæki. Umferðin í París minnkaði
um 15%, að sögn lögreglunnar,
þótt bannið hefði aðeins náð til
60 km af 1.600 km gatnakerfí
borgarinnar.
Franska stjórnin vonast til
þess að þetta sé upphafíð að ár-
legum „bfllausum degi“ í mið-
borgum franskra borga og að
önnur lönd Evrópusambandsins
fari að dæmi Frakka. Umhverfls-
verndarsinnar fögnuðu þessari
tilraun en yfirvöld í nokkrum
frönskum borgum lýstu henni
sem „gagnslausri og dýrri
brellu“. Borgir eins og Nantes,
Tours og Strassborg tóku þátt í
tilrauninni en nokkrar stórborgir
eins og Lille og Lyon höfnuðu
henni.
í tilefni bflabannsins gafst
Parísarbúum kostur á að leigja
reiðhjól við ráðhús borgarinnar.
Reuters
SPD í vörn vegna sparnaðartillögu
Jost Stollmann
veldur uppnámi
Bonn. Reuters.
ÞÝSKI Jafnaðarmannaflokkur-
inn, SPD, heldur forskoti sínu á
kristilega demókrata, CDU, flokk
Helmuts Kohls kanslara, ef
marka má nýjustu skoðanakann-
anir. Jafnaðarmenn þurftu þó að
leggjast í vörn í gær vegna harðra
viðbragða verkalýðshreyfingar-
innar við ummælum talsmanns
þeirra í fjármálum þess efnis að
minnka þyrfti útgjöld ríkisins til
velferðarmála.
Skoðanakönnun Allensbach-
stofnunarinnar bendir til þess að
fylgi jafnaðarmanna sé nú 41% en
kristilegra demókrata 36%. Ef
marka má könnun Forsa er mun-
urinn þó minni því þar fá kristilegir
demókratar 38% og jafnaðarmenn
41%. Gangi þetta eftir í kosningun-
um á sunnudag geta jafnaðarmenn
myndað samsteypustjóm með
græningjum og bundið enda á 16
ára valdatíma Kohls.
Aður höfðu verið birtar þrjár
kannanir sem bentu til þess að
munurinn væri aðeins tvö pró-
sentustig. Forskot jafnaðarmanna
var 12 prósentustig í mars þegar
Gerhard Schröder var tilnefndur
kanslaraefni þeirra.
Verkalýðsforystan æf
Kosningavél jafnaðarmanna
hikstaði í gær þegar Jost Stollmann,
fjármálaráðherra í skuggaráðuneyti
þeima, lýsti því yfir að minnka þyrfti
útgjöld ríkisins til velferðarmála.
Hann lét svo um mælt að kostnaður
ríkisins af velferðarkerfinu væri
orðinn svo hár að það væri orðið að
„prísund fyrir venjulega launþega".
Hann lagði einnig til að stokkað yrði
upp í lífeyriskerfinu.
Ummæli Stollmanns ollu uppnámi
innan verkalýðshreyfingarinnai',
sem hefur varið milljónum marka í
herferð til stuðnings stefnu jafnað-
armanna í atvinnu- og félagsmálum.
Ursula Engelen-Kefer, varafor-
maður Sambands þýskra verka-
lýðsfélaga, DGB, sagði að ekki
kæmi til greina að minnka útgjöld-
in til velferðarmála. Hún viður-
kenndi þó að koma þyrfti á umbót-
um á velferðarkerfinu. „En ekki
þannig að það verði eyðilagt,"
bætti hún við.