Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skiptastjóri þrotabús Þorðar Þórðarsonar
stefnir syni og eiginkonu Þórðar
Greiði þrotabúinu
169 milljónir króna
Tankar Olís
fluttir úr
Laugarnesi
ÞESSA dagana er verið að flytja
tanka OIís í Laugarnesi yfir í
Örfirisey og er þegar búið að
flytja einn en annar liggur við
bauju við nesið og bíður þess að
annar stærri tankur verði settur
niður í eynni. Að sögn Friðriks
Kárasonar, starfsmanns Olís, er
tankurinn sem beðið var eftir og
fluttur var síðdegis í gær, næst-
stærsti olíutankur landsins og
rúmar hann 9,2 milljónir lítra,
sem samkvæmt grófum útreikn-
ingum eru álíka margir lítrar og
ölneysla landsinanna á árinu.
------------
Utanríkis-
ráðherra
úrskurðar
í kærumáli
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra hefur úrskurðað sig vanhæf-
an til að fjalla um kæru Ingu Jónu
Þórðardóttur, borgarfulltrúa í
Reykjavík, vegna setu varamanns
R-listans í borgarstjóm. Páll er sem
kunnugt er kvæntur Sigrúnu Magn-
úsdóttur borgarfulltrúa.
Á ríkisstjómarfundi í gær var
ákveðið að Halldór Ásgrímsson ut-
anríkisráðherra myndi úrskurða í
málinu.
SKIPTASTJÓRI þrotabús Þórðar
Þórðarsonar hefur fyrir hönd
þrotabúsins stefnt Þórði Þ. Þórðar-
syni stjómarformanni fyrir hönd
Bifreiðastöðvar ÞÞÞ ehf. og krafíst
þess að rift verði með dómi ráðstöf-
un eigna sem gerð var með kaup-
samningi feðganna og nafnanna frá
3. mars 1995 og að stefndi verði
dæmdur til að greiða þrotabúinu
rúmlega 113 milljónir króna.
Þá hefur skiptastjóri fyrir hönd
þrotabúsins stefnt eiginkonu Þórð-
ar Þórðarsonar eldri, og krafist
þess að rift verði með dómi gjafa-
gemingi Þórðar Þórðarsonar og
eiginkonunnar þar sem hún fékk
að gjöf helming einkafyrirtækis
Þórðar, Bifreiðastöð ÞÞÞ, og að
henni verði gert að greiða þrotabú-
inu rúmar 56 milljónir króna. Mál-
in verða þingfest í Héraðsdómi
Vesturlands hinn 20. október nk.
Bú Þórðar Þórðarsonar var með
úrskurði Héraðsdóms Vesturlands
tekið til gjaldþrotaskipta hinn 18.
desember 1997 og var Sveinn
Andri Sveinsson hdl. skipaður
skiptastjóri þann sama dag. Rann-
sókn Skattrannsóknarstjóra ríkis-
ins á bókhaldi Bifreiðastöðvar
Umsamið verð
aðeins 60%
af raunvirði
ÞÞÞ, sem var í eigu Þórðar Þórð-
arsonar, hófst hins vegar í nóvem-
ber 1994 og lauk með skýrslu emb-
ættisins hinn 2. mars 1995, þar sem
kom m.a. fram að velta Bifreiða-
stöðvarinnar hafði verið vantalin
um 150 miUjónir króna frá 1989-
1994. Hinn 3. mars 1995 seldi Þórð-
ur Þórðarson á hinn bóginn eignir
þær sem tilheyrt höfðu einkafyrir-
tæki hans til Bifreiðastöðvar ÞÞÞ
ehf., sem hafði verið stofnað tveim-
ur árum áður.
Eignir ekki seldar
á raunvirði
í stefnunni á hendur Þórði Þ.
Þórðarsyni fyrir hönd Bifreiða-
stöðvar ÞÞÞ segir m.a. að fyrir-
svarsmönnum stefnda hefði mátt
vera fullkunnugt um hvert horfði
með skattrannsókn Þórðar Þórðar-
sonar þegar fyrrgreindur kaup-
samningur frá 3. mars 1995 hefði
verið gerður og að Þórður yrði
ógjaldfær í kjölfar endurálagning-
ar skatta. í stefnunni segir einnig
að fyrirsvarsmenn stefnda hefðu
enn frekar mátt gera sér grein fyr-
ir að kaupsamningurinn leiddi til
þess með ótilhlýðilegum hætti að
eignir Þórðar yrðu ekki til reiðu til
fullnustu kröfuhöfum, þar sem
gjaldþrot hans væri yfirvofandi og
óumflýjanlegt í kjölfar samnings-
ins. Þá segir m.a. að það verð sem
samið hafi verið um í kaupsamn-
ingnum fyrir eignir ÞÞÞ hafi ekki
verið nema tæplega 60% af raun-
virði og ennfremur að ekkert hafi
verið greitt fyrir viðskiptavild fyr-
irtækisins.
í stefnunni á hendur eiginkonu
Þórðar Þórðarsonar segir hins
vegar að riftunarkrafa stefnda
byggist á þeim forsendum að
stefnda hafi, þegar umrædd gjöf
hafi verið innt af hendi, mátt gera
sér grein fyrir, hvert horfði með
skattrannsókn eiginmanns hennar,
Þórðar Þórðarsonar. Ekki liggur
fyrir nein tímasetning hvenær
stefnda eignaðist helminginn í fyr-
irtækinu, en fyrsta tímamarkið er
3. mars 1995.
Sýknudómur f héraði
Skuldbind-
ing sögð
ósanngjörn
HÉRAÐSDÓMUR Reykja-
víkur hefur sýknað mæðgur í
Reykjavík af kröfu um að þær
verði dæmdar til að efna
ábyrgðarskuldbindingu sam-
kvæmt húsaleigusamningi þar
sem þær tókust á hendur
ábyrgð á skuldbindingum
leigutakans.
Meðalárstekjur móðurinnar
námu 1 milljón króna en með-
altekjur dótturinnar 956 þús-
und krónum. Þær undirrituðu
í desember 1995 ábyrgðaryfir-
lýsingu við 10 ára óuppsegjan-
legan leigusamning, sem faðir
annarrar en fyrrverandi eigin-
maður hinnar gerði um leigu á
verslunarhúsnæði í borginni.
Mánaðarleigan var 129 þús-
und krónur vísitölutryggð og
tóku mæðgurnar á sig sjálf-
skuldarábyrgð samkvæmt
samningnum.
Þær riftu síðan ábyrgðaryf-
irlýsingunni í apríl 1997 en
þeirri riftun mótmælti
leigusalinn. Hann stefndi þeim
síðan til greiðslu á um 800 þús-
und króna vangoldinni leigu.
I niðurstöðum Eggerts
Óskarssonar héraðsdómara
kemur fram að ekki liggi fyrir
að leigusalinn hafi neytt réttar
síns samkvæmt ákvæðum
leigusamningsins um að segja
samningnum upp vegna van-
skila leigutakans og ekki liggi
fyrir að hann hafi gert mæðg-
unum viðvart um vanskilin.
Ekki í samræmi við
íjárhagslega getu
„Samkvæmt framlögðum
skattfi-amtölum stefndu og
skýrslum þeirra fyrir dómi og
atvikum máls að öðru leyti
þykir ljóst að ábyrgðarskuld-
binding sú sem þær tókust á
hendur samkvæmt greindum
húsaleigusamningi var í engu
samræmi við fjárhagslega
getu þeirra," segir í dóminum.
Enn fremur segir að þegar
litið sé til þeirra úrræða sem
leigusalanum vora tiltæk sam-
kvæmt samningnum, þ.e. að
segja honum upp vegna van-
skila, sé þess ekki að vænta að
mæðgurnar hafi getað gert
sér grein fyrir því að skuld-
binding þeirra, til styrktar
rekstri mannsins, gæti orðið
eins víðtæk og kröfur séu
gerðar um á hendur þeim.
„Verður að telja að forsend-
ur skuldbindingar stefndu,
tengsl þeirra við leigutaka,
fjárhagsstaða þeirra við samn-
ingsgerð og önnur atvik geri
það að verkum að ábyrgðar-
skuldbinding þeirra teljist
vera ósanngjörn í skilningi 36.
gr. laga nr. 7/1936 um samn-
ingsgerð, umboð og ógilda lög-
gerninga, sbr. lög nr.
11/1986,“ segir í dóminum.
Sérblöð í dag
www.mbl.is
MEÐ
blaðinu í
dag fylgir
fjögurra
síðna
auglýs-
ingablað
frá
Hjarta-
vernd.
m>
jssaa.
nAMfHMAN ^
8SÉUR
► VERIÐ fjallar meðal annars í dag um erfið-
leika á mörkuðum fyrir saitaða og frysta
sfld, mikla aukningu á færslu varanlegra afla-
heimilda, góðar sfldveiðar og markaðsmál af
ýmsu tagi.