Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 31 Björgunarskip - mikil- vægir hlekkir í björgun- arkeðju landsmanna BJORGUNARSKIP Slysavarnafélags ís- lands eru orðin átta talsins, staðsett við sjávarsíðuna þar sem þeirra er mest þörf. Sjóbjörgunarsveitir fé- lagsins eru að meðaltali kallaðar út sex sinnum á viku til björgunar eða aðstoðar. Slysavamafé- lagið leitar nú eftir stuðningi landsmanna við kostnaðarsaman rekstur þessara ómet- anlegu björgunartækja. Um þessar mundir leitar Slysavarnafélag Islands til landsmanna með ósk um stuðning við uppbygg- ingu og rekstur björgunarskipa fé- lagsins sem staðsett eru í öllum landshlutum. Bón okkar er sú að þeir sem bera þetta mál fyrir brjósti leggi fram t.a.m. 300-600 krónur mánaðarlega og hjálpi okk- ur þannig að sinna skyldu okkar við leit og björgun. Safnast þegar sam- an kemur. Eitt af helgustu markmiðum Slysavarnafélagsins, allt frá stofnun þess árið 1928, hefur verið að eiga og reka björgunarskip í öllum landshlutum vegna öryggis báta á grunnslóð. í áranna rás hefur ötul- lega verið barist fyrir þessari hug- sjón og félagið hefur átt og verið að- ili að smíði fáeinna björgunarskipa. Hins vegar er það fyrst nú, á 70 ára afmæli félagsins, sem hugsjónin um björgunarskip í alla landshluta er að verða að veruleika. Á síðustu árum hefur Slysavarna- félagið notið mikillar góðvildar syst- urfélaga sinna í nágrannalöndunum og fengið keypt af þeim notuð björgunarskip fyrir lágt verð. Það fyrsta kom árið 1989, frá Konung- lega breska sjóbjörgunarfélaginu, og er það staðsett í Reykjavík. Árið 1993 kom skip frá Þýskalandi og var því valinn staður í Sandgerði. Tilkoma þessara tveggja skipa glæddi mjög vonir manna innan Slysavarnafélagsins um að þessi gamli draumur gæti ræst. Stjórnendur félagsins ákváðu því að leggjast þétt á árar og koma málinu í höfn. Á árinu 1996 gerði Slysa- varnafélagið samning við Hollenska sjóbjörg- unarfélagið um kaup á þremur skipum. Það fyrsta kom í lok ársins 1996 og fór til Nes- kaupstaðar. Haustið 1997 kom það næsta og er staðsett á Rifi á Snæfellsnesi. Hið þriðja kom svo til landsins vorið 1998 og var því valinn staður austur á Rauf- arhöfn. Þá keypti félagið tvö björg- unarskip frá Þýska sjóbjörgunarfé- Björgunarskip Slysa- — varnafélags Islands eru átta talsins. Esther Guðmundsdóttir hvet- ur landsmenn til al- menns fjárhagslegs stuðnings við uppbygg- ingu og rekstur björg- unarskipanna. laginu sem komu vorið 1997 og eru þau staðsett á ísafírði og Siglufirði. Staðsetning allra þessara skipa var ákveðin með tilliti til þess hvar sjósókn báta er mest og hörðust. Skipin eru reiðubúin í útköll allan sólarhringinn alla daga ársins. Auk þess að stuðla að stórauknu öryggi sæfarenda tryggja svo fullkomin björgunarskip mun betur líf og limi sjóbjörgunarsveitarmanna félagsins við áhætttusöm störf í áhöfnum skipanna. Þrátt fyrir að Slysavai-nafélagið hafi keypt þessi skip á vægu verði hafa þær breytingar sem gera hefur þurft á þeim, til að uppfylla kröfur um búnað þeirra, kostað félagið mikið fé. Þá hefur verið bætt við búnaði í skipin til að gera þau að enn betri björgunartækjum. Áhafn- ir hafa verið þjálfaðar sérstaklega, sem er bæði tímafrekt og dýrt, og svona mætti lengi telja. Björgunarskipin eru afar mikil- vægir hlekkir í björgunarkeðju okk- ar landsmanna, sem sést vel á því að á síðustu fimm árum hafa sjó- björgunarsveitir félagsins verðið kallaðar út að meðaltali sex sinnum í viku. Hver björgunaðaðgerð sem Slysavarnafélagið stendur straum af er mjög kostnaðarsöm. Vegna þess góðvilja sem almenn- ingur og fyrirtæki hafa ávallt sýnt Slysavarnafélaginu og starfsemi þess hefur félagið ætíð getað reitt sig á frjáls fjárframlög þegar brýna nauðsyn hefur borið til. Slysavarna- félagið leitar því nú til almennings í einlægri von um stuðning við rekst- ur björgunarskipa í öllum lands- hlutum. Á þann hátt geta lands- menn tryggt þennan rekstur til frambúðar, gert sjálfboðaliðum fé- lagsins mögulegt að vera ávallt í viðbragðsstöðu til hjálpar þeim sem kunna að lenda í háska. Höfundur er framkvæmdastjóri Slysavarnafélags fslands. Esther Guðmundsdóttir Fj ölskyldustundin okkar - Sameining og samheldni SAMEINING og samheldni var ein af yf- irskriftum fjölskyldu- dagsins í Grafarvogi 12. sept. sl. sem fór fram með miklum ágætum. Meginástæða þess að dagurinn varð svo góð- ur var sú að það náðist sameining og samheldni milli íbúa um að gera þetta að góðum degi. Allir þeir sem lögðu fram vinnu gerðu það með jákvæðni og bros á vör. Þeir sem komu og nutu dagskrárinnar mættu glaðir í bragði og fóru sælir heim. Að standa saman í leik og starfi skipth' máli hvenær sem er. Við er- um ósköp lítil ein og sér en með stuðningi annarra vöxum við og Ég mæli með, segir Guðrún Snorradóttir, að fjölskyldur taki frá ákveðinn tíma í hverri viku þar sem þær geri eitthvað sameiginlega. döfnum. Með því að styðja aðra styrkjum við ekki aðeins þá heldur líka okkur sjálf. Sameining og samheldni á ekki bara við í samfélaginu sem heild heldur líka í öllum smærri hópum og ekki síst innan hverrar fjöl- skyldu. Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. í þjóðfélagi eins og við lifum þar sem fólk vinnur mikið og er lítið heima hjá sér þarf að skipuleggja tímann vel. Margar fjölskyldur og hjón rækta sambönd sín með því að taka frá reglulega sameiginlega stund. Eg mæli með að' það verði almennara að fjölskyldur taki frá ákveðinn tíma í hverri viku þar sem þær geri eitthvað sameiginlega. Þar sem þessi tími er frátekinn fyrir fjöl- skylduna og allt annað látið víkja. Þar sem hver fjölskyldumeðlimur getur treyst á að þennan tíma eigi fjöl- skyldan saman, ekki bara þannig að allir séu heima á sama tíma heldur séu virkh- í þessu „sameiginlega“. Á þessum stundum væri hægt að spjalla saman, spila, horfa á mynd- band, fara í sund, gönguferð eða hvað sem er og fjölskyldumeðlimir gætu skipst á að velja viðfangsefni. Þetta gæti verið kvöldstund eða hluti úr helgi en aðalatriðið væri „fjölskyldustundin okkar“. Njótum þess að standa saman og styrkjum okkur sjálf með því að styðja við hvert annað. Höfundur er námsráðgjafí, Hamra- skóla. Vantar þig einhvern að tala við? Við erum til staðar! VINALÍNAN vinur í raun Guðrún Snorradóttir Upplýsingar um næringarinnihald: NSÖS. Áfe***»,Mi* Build-Up fyrir alia Góö aðferð til þess að auka neyslu vítamína og steinefna þegar þú þarft á aukakrafti að halda. Hentar börnum (eldri en 3ja ára) sem eldra fólki og öllum þar á milli. I Build-Up á meðgöngu og með barn á brjósti Tryggir að nægilegt magn næringarefna sé til staðar á þessum mikilvæga tíma Build-Up eftir veikindi Sér til þess að þú færð öll réttu næringarefnin til þess að ná skjótum bata Build-Up - fljótlegur drykkur Eitt bréf út í kalda eða heita mjólk eða ávaxtasafa gefur þér fljótlegan og bragðgóðan drykk stútfullan af næringarefnum í 38 gr. bréfi blöndu&u 1 284 ml. af mjólk % af RDS j Orka kj 1395 kcal 330 Prótín 9 18,0 Kolvetni 9 37,1 þar af sykur 9 36,5 Fita 9 12,4 þar af mettuö 9 7,5 Trefjar 9 0,6 Natríum 9 0,4 Kalíum mg 810 Vftamín A-vítamín 99 300,0 38% B1-vítamín mg 0,6 43% B2-vítamín mg 1,0 63% B6-vítamín mg 0,9 45% B12-vítamin 99 1,7 170% C-vítamín mg 23,0 38% D-vítamín 99 1,8 36% E-vítamín mg 3,3 33% Bíótín mg 0,06 40% Fólín 99 84,0 42% Níasín mg 6,2 34% Pantótenat mg 3,0 50% Steinefni Kalk mg 607,0 76% Joö H9 94,0 63% Járn mg 5,5 39% Magnesíum mg 132,0 44% Fosfór mg 534,0 67% Zink mg 6,3 44% Dæmi urn hvaö vítamín og steinefni gera fyrir þig A-vítamín N;-.uBBynltat til vevter og vf&hetðs vefja, v)5ti&ldur rnýkt og tieilbrígðf hbrunds. Ver fitlmhiið i munní, nefí, hélsi og lungum. Eykur víBném g&ar. sýfc'mjjum og bselfr sjónine. Hjálper viB myr.clun bBine, B2-vítamín (filr.BIlavír.) HJálpér vlB eB nyía orkur.a I f®6u, hjálpar vlB myndun mótefne oa rf-.uBra blúBkorr.8, NeuBsynlegt tll eB viBheids horur.dí, r.&glum, héri &g csóBri sjór,. Niacin (tiiaBir.-vilamir. B3) Bfstir blBBréelne og Irskkar koU.-'.UOI i bl65i. ViBheldur tetfgekerfir.u, líekksr háan bfóBþrýsilng, hjfelpar viB rr.&ltír.gu og stuBlar ef, HeflbrigBf húíigr. Zink fifjf.í; rmkitvmgt fy/ir óriffcwiskerft?., Ilýlir fyrír f.f, sár p_tO) ©g *.-r mlkifvfjfjit íyrír '.iöSUiJlHkf, blíf?,<;im,. Vi&héidur fclkfititi!; i-.frirtí-gt itkemem, ú k k u I a 6 í jarBaberja v a n í i I u b t a jj ö I » u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.