Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Málmgarður, nýr samstarfsvettvangur
aðila í léttmálmsvinnslu
Mikil sóknar-
færi til staðar
Milliuppgjör Þorbjarnar hf. í Grindavík
111 milljóna
króna hagnaður
MIKIL sóknarfæri eru talin vera
fyrir hendi við úrvinnslu léttmálma
hér á landi og allar aðstæður til
framleiðslu hér hagstæðar. Þetta er
mat nefndar á vegum iðnaðarráð-
herra sem fjallað hefur um úr-
vinnslu léttmálma á Islandi til sköp-
unar verðmæta og atvinnu.
Niðurstöður nefndarinnar voru
kynntar aðilum sem vinna að fram-
leiðslu og þekkingarmiðlun á sviði
léttmálma auk annarra þeirra sem
láta sig málefnið varða á stofn-
fundi Málmgarðs í gær. Málm-
garður er samráðs- og samstarfs-
vettvangur þeirra sem vinna með
léttmálma, hvort heldur sem er til
þekkingaruppbyggingar og
kennslu eða til framleiðslu afurða
úr léttmálmum.
Málmar framtíðarinnar
Markmið félagsins er að stuðla að
samræmdu starfí í'yrirtækja og op-
inbeiTa aðila til sameiginlegrar
uppbyggingar á sviði léttmálma
HLUTAFJÁRÚTBOÐI Lands-
banka íslands hf. er að ljúka. Frest-
ur til að skila inn áskriftar- og til-
boðsblöðum rennur út klukkan 16.
Reiknað er með að upplýsingar um
það hver eftirspurnin hefur orðið
liggi fyrir síðdegis á morgun.
I hlutafjárútboðinu voru boðin út
hlutabréf að nafnvirði 1.000 milljón-
ir kr. Þar af eru seld hlutabréf með
áskriftarfyrirkomulagi til almenn-
ings að nafnvirði 625 milljónir kr.,
325 milljónir til starfsmanna við
lægra gengi og 50 milljónir sam-
kvæmt tilboðsfyrirkomulagi.
I almennu áskriftinni er hverjum
einstakling eða lögaðila heimilt að
www.mbl.is
sem leiði þannig til aukins virðis-
auka fyrir iðnaðinn og þjóðarbúið í
heild. Stefnt er að því að tengja
saman á einum stað þróun hug-
mynda, reynslu, menntun, fram-
leiðslu, sölu og annað það sem lýtur
að uppbyggingu atvinnugreinarinn-
ar.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
hen-a kynnti niðurstöðurnar á
stofnfundinum en í áliti nefndarinn-
ar kpm m.a. eftirfarandi fram;
,Ái, magnesíum og blöndur úr
hvoru tveggja era málmar framtíð-
arinnar. Orka og hátækniþekking
er allt að helmingur af andvirði létt-
málmanna og allar aðstæður til að
framleiða þá með hagkvæmum
hætti eru fyrir hendi á Islandi þrátt
fyrir að gerðar séu ýtrustu kröfur í
umhverfismálum. Ef magnesíum-
verksmiðja rís hér á landi til viðbót-
ar við þá stóriðju sem fyrir er verð-
ur til verðmæt hátækniþekking sem
getur lagt grunn að arðbærri úr-
vinnslu og frekari þróun.“
skrá sig fyrir hlutabréfum að nafn-
virði allt að einni milljón kr. á geng-
inu 1,9. Ef umframeftirspurn verð-
ur skerðist hámarksfjárhæð sem
hverjum áskrifanda er heimilt að
kaupa fyrir.
Gengur vel
Landsbankinn hefur ekki treyst
sér til að gefa upplýsingar um það
hvernig útboðið gengur vegna
krafna frá Verðbréfaþingi íslands.
Fyrr í vikunni bárust þó fréttir um
að salan gengi vel og útlit væri fyrir
einhverja umframeftirspum og því
kæmi til skerðingar á þeim há-
marksfjárhæðum sem hverjum og
einum kaupanda stendur til boða að
kaupa. Málið verður gert upp að út-
boðinu loknu og er búist við að nið-
urstaða liggi fyrir síðdegis á morg-
un, fimmtudag. Eftir það verður
áski'ifendum sendur gíróseðill fyrir
greiðslu hlutabréfanna og er síðasti
greiðsludagur 14. október.
SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKIÐ
Þorbjörn hf. skilaði 111 m.ki-.
hagnaði fyi-stu 6 mánuði ársins
1998 en það eru 7,8% af tekjum,
sem voru 1.421 milljón króna.
Hagnaður af reglulegri starfsemi
varð 93 m.ki'. á sama tíma. Hagn-
aður fyrir afskriftir og íjái-muna-
gjöld var 235 milljónir króna eða
16,5% af tekjum. Veltufé frá
rekstri var 164 m.kr. eða 11,5% af
tekjum. Veltufjárhlutfall er 1,19 og
eiginfjárhlutfall er 27,6% og hefur
hækkað um 32,7% frá síðasta árs-
uppgjöri. Nettóskuldir hafa lækkað
um 55 milljónir króna þrátt fyrir að
bæst hafí við þrír vertíðarbátar
með 1.580 þorskígildistonna kvóta.
Þetta er í fyrsta sinn sem rekstur-
inn er gerður upp eftir 6 mánuði.
Hingað til hafa árshlutauppgjör
miðast við 8 mánuði og því eru ekki
til sambærilegar tölur fyrir fyrri
ár.
Þorbjörn hf. hefur gengið í gegn-
um miklar breytingar á liðnu ári.
Bakki hf. í Bolungarvík sameinaðist
Þorbimi hf. í fyrra og frá áramótum
hafa útgerðir þriggja báta samein-
ast fyrirtækinu, en það em Hælsvík
ehf., sem gerði út vertíðarbátinn
Hafloerg GK 377, Sæunnur ehf.,
sem gerði út vertíðarbátinn Skúm
KE 122, og Markhóll ehf., sem
gerði út Andey BA 125. Með þess-
um bátum bættust við veiðiheimild-
ir sem svara til 1.580
þorskígildistonna. Hinn 1. apríl
hætti fyrirtækið starfrækslu rækju-
verksmiðju í Hnífsdal og sameinaði
þar með alla rækjuvinnslu fyrirtæk:
isins á einum stað í Bolungarvík. í
lok api-fl seldi félagið rækjufrysti-
togarann Hrafnseyri IS 10 og
keypti línubátinn Guðrúnu Hlín BA
sem tekið hefm- upp nafn forvera
síns. Þá var vertíðarbátnum Skúm
lagt í lok vertíðar og er til sölu.
Hagræðingin að skila sér
í frétt frá félaginu segir að
frystitogarar fyrirtækisins hafi
skilað góðum hagnaði á tímabilinu
og rekstur saltfiskverkunar og
bátanna sem henni tengdust hafí
gengið bærilega. Hins vegar hafi
talsvert tap orðið á landfrystingu
og útgerð á rækju en rekstur
rækjuverksmiðjunnar hafi verið í
járnum.
Hlutafjárútboði
lýkur í dag
Einkaviðtöl við Söndru Baird
viðskiptafulltrúa í Lundúnum
Fulltrúi viðskiptaþjónustu utauríkisráðimeytisins, Sandra Baird,
sem starfar í sendiráði íslands í Lundúnum, verður með viðtalstíma á
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25,
fimmtudaginn 24. september frá kl. 13-16.
Sandra mun sinna fyrirspumum fyrirtækja og einstaklinga vegna
viðskipta í umdæmislöndum sendiráðsins í Lundúnum, sem em auk
Bretlands: Irland, Holland, Grikkland og Indland.
Þeir sem vilja nýta sér liðsinni viðskiptafulltrúans eru vinsamlega
beðnir að bóka viðtalstíma á skrifstofu VUR í síma 560 9930 í dag.
Vinsamlega athugið aðfjöldi er takmarkaður.
ÞORBJÖRM Úr rekstrar- og efnahasg 1. jan. - 30. júní 19! Hl sreikr 38 F lingi Allt árið
1.1-30.6
Rekstrarreikningur 1998 1997
Rekstrartekjur Milljónir króna 1.421,6 2.013,3
Rekstrarqjöld 1.186,4 1.846,7
Hagnaður tyrir afskriftir 235,2 166,6
Afskriftir 167,1 222,7
Fjármaqnstekjur (gjöld) 25,9 -147,1
Hagnaður (tap) a< reglulegri starfsemi 94,0 -203,2
Söluhagnaður og aðrar tekjur 17,2 274,2
Hagnaöur tímabilsins 111,2 71.1
Efnahagsreikningur Breyt.
I Eianir: \ Veitufjármunir Milljónir króna 739,9 616,7 20% ■
Fastafjármunir 3.382,6 3.066,8 10%
Eignir samtals 4.122,5 3.683,6 12%
Skammtímaskuldir 623,6 601,2 4%
Langtímaskuldir 2.359,4 2.315,3 2%
Eigið fé 1.139,6 767,1 4%
Skuldir og eigið fé samtals 4.122,5 3.683,6 12%
Kennitölur Breyt.
Eiginfjárhlutfail 27,6% 20,8% 33%
Veltufjárhlutfall 1,19 1,02 17%
Veltufé frá rekstri (millj. kr.) 164,2 40,4
Eiríkur Tómasson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir nið-
urstöðu milliuppgjörsins betri en
gert var ráð fyrir sem skýrist af
því að sölumál hafa gengið vel auk
þess sem hagræðingaraðgerðir
hafa skilað sér fyrr en menn þorðu
að vona. Hann segist reikna með
að hagræðingin skili sér enn betur
á síðari hluta ársins en engu að síð-
ur er gert ráð fyrir lakari afkomu á
seinni hlutanum, eins og venja er í
greininni, að sögn Eiríks.
Fyrirhugað er að sækja um
skráningu hlutabréfa fyrirtækisins
á Verðbréfaþing Islands nú í haust.
Varnarliðið semur
um skipaflutninga
FLUTNINGADEILD bandaríska
hersins hefur tekið tilboði
Transatlantic Lines - Iceland ehf.
í Garðabæ og bandaríska fyrirtæk-
isins Transatlantic Lines LLC. í
Connecticut í flutninga íyrir varn-
arliðið á Keflavíkurflugvelli. Sam-
kvæmt þeim milliríkjasamningi
sem gerður var milli íslands og
Bandaríkjanna árið 1986 mun ís-
lenska félagið annast 65% flutn-
inganna en bandaríska félagið sem
átti lægsta tilboðið af erlendu aðil-
unum fær 35% flutninganna í sinn
hlut.
Félögin hófu bæði starfsemi á
þessu ári. Eigandi þeirra er Guð-
mundur Kjærnested en hann vildi
lítið tjá sig um samninginn eða
starfsemi félagsins almennt að
öðru leyti en því að tvö leiguskip
kæmu til með að sinna umræddu
verkefni fyrir vamarliðið.
Undanfarin ár hefur Eimskip
lengst af séð um 65% flutninganna
en bandaríska félagið Van
Ommeren 35%.
Að sögn Þórðar Sverrissonar,
framkvæmdastjóra flutningasviðs
Eimskips, hafa flutningar fyrir
varnarliðið dregist mikið saman á
undanförnum árum: „Tekjur okk-
ar af þessari starfsemi sl. tvö ár
nema um 130 m.kr. á ári sem er
óviðunandi þegar tekið er tillit til
þess að þjónustan tekur ekki ein-
göngu til skipaflutninga heldur
einnig landflutninga sem fela í sér
umtalsverðan kostnað fyrir félag-
ið.“
Financial Times
í morgunvélarnar
FARÞEGAR með morgunflugi
Flugleiða til Evrópu munu frá og
með deginum í dag geta lesið
tölublað dagsins af breska við-
skiptablaðinu Financial Times.
Blaðið kemur til landsins með
fraktflugi frá Köln og verður
þegar tiltækt til lestrar í setu-
stofu fyrir farþega Saga Class
klukkan hálf sjö á hverjum
morgni og nokkru síðar í öllum
morgunvélum Flugleiða.
Flugleiðh- hafa ávallt lagt mikið
upp úr því að gefa farþegum kost
á að lesa ný íslensk og erlend dag-
blöð, segir í frétt fí'á Flugleiðum.
Daglegt fraktflug frá Köln gerir
það að verkum að nú er unnt að
flytja viðskiptablaðið breska ilm-
andi af prentsvertu til Keflavíkur.