Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 39
FRÉTTIR
Sel kennt
um stirðar
sjóbirtings-
göngur
REYTINGSVEIÐI hefur verið á
sjóbirtingsslóðum í Skaftafells-
sýslum það sem af er. Veiði er
minni en menn höfðu vænst miðað
við að venju samkvæmt ætti kraft-
ur að vera mikill og góður í göng-
um um þessar mundir. Telja kunn-
ugir að selur kunni að valda og
tefja göngur með nærveru sinni í
ósum Kúðafljóts og Skaftár.
Hafsteinn Jóhannesson, sveitar-
stjóri á Vík, og sjóbirtings-
veiðimaður með meiru sagði í sam-
tali við Morgunblaðið fyrir
skömmu að mikið væri t.a.m. af sel
í Kúðafljóti.
15 pundari stærstur
I veiðibókina fyrir Hörgsá hefur
verið skráður 15 punda birtingur
og er það sá stærsti sem vitað er
um að hafí veiðst í skaftfellsku án-
um það sem af er vertíð. í Hörgsá
hafa einnig veiðst fyeir 11 punda
og tveir 10 punda. Á sunnudaginn
voru komnir um 50 birtingar í
veiðibókina, en um tugur þeirra
veiddist í apríl. Petta er ekki meira
en reytingsveiði og göngur hafa
litlar verið.
Nýjar tölur eru ekki haldbærai’
frá efri hluta Hörgsár, en þó vitað
að veiði hefur verið fremur lítil.
Menn hafa slitið upp einn og einn.
Um helgina voru komnir um 80
sjóbirtingar á land úr Geirlandsá
og bestu hollin voru að fá 11 og
upp í 18 fiska á fjórar stangir.
Stærsti fiskurinn var 11 punda.
Vatnamót Skaftái’, Geirlandsár,
Fossála og Hörgsár höfðu aðeins
TVEIR vænir sjóbirtingar úr Hörgsá, 4 og 5 punda,
ÁSTHILDUR Eiríksdóttir með
11 punda sjóbirting úr Geir-
landsá.
gefið milli 70 og 80 fiska og menn
sem voru þar í lok síðustu viku
fengu aðeins fimm þokkalega
fiska og eitthvað af smælki.
Stærsti birtingurinn af svæðinu
var 11 pund.
Um 50 fiskar höfðu og veiðst í
Fossálum og þar voru stærstu
fiskamir 11 og 9 pund.
Lítil sjóbirtingsveiði hefur ver-
ið í Eldvatni á Brunasandi, aðeins
sex höfðu veiðst í haustveiði um
helgina, en aftur á móti komu 40 í
vorveiðinni. 107 sjóbleikjur hafa
verið færðar til bókar í Eldvatni,
en mest var bleikjuveiðin seint í
júlí og snemma í ágúst. Að undan-
fómu hefur veiði verið lítil, helst
ki’opp úr bleikjugöngunum, en
hún tekur þó orðið fremur illa.
Glæðist í Tungufljóti
Þrátt fyrir einhvem selagang í
Kúðafljóti er sjóbirtingsveiðin í
Tungufljóti komin yfir 100 stykki,
nánar tiltekið 112 um helgina.
Menn sem vora í Fljótinu um
helgina fengu sjö birtinga og einn
13 punda lax. Nokki’ir laxar hafa
veiðst og milli 50 og 60 bleikjur.
Stærstu birtingarnir era 10-11
pund, en sjálfsagt eiga stærri
fiskai’ eftir að veiðast.
Ný stjórn Heimdallar
Leitar
stuðnings
við málstað
Austur-
Tímor
JUAN Federer, framkvæmda-
stjóri alþjóðastuðningssamtaka
Austur-Tímor, og hjálparstofnunar
við Austur-Tímorbúa (East Timor
International Support Center og
Timor Aid), en báðar stofnanirnar
eru í Ástralíu, verður staddur hér
á landi 28. og 29. september. Hann
kemur hingað til að kynna þróun
mála í Indónesíu og á Austur-
Tímor, jafnframt því að leita eftir
frekari stuðningi við baráttu Aust-
ur-Tímorbúa.
Juan Federer er Chilebúi, giftur
konu frá Austur-Tímor og hefur
verið búsettur í Ástralíu um árabil.
Hann er náinn samstarfsmaður
José Ramos Horta sem fékk frið-
arverðlaun Nobels árið 1996 fyrir
baráttu sína í þágu frelsis Austur-
Tímor. I fréttatilkynningu segir að
Juan Federer hafi fylgst grannt
með þróun mála í Indónesíu og
þeim viðræðum sem átt hafa sér
stað um framtíð Austur-Tímor,
jafnframt því að fylgjast með
þeirri miklu ólgu og efnahagssam-
drætti sem nú einkennir Austur-
Asíu.
Priðjudagskvöldið 29. sept. kl.
20.30 verður haldinn opinn spjall-
fundur á Litlu-Brekku við
Bankastræti.
Hvernig læra
dönsk börn
stafsetningu?
KRISTIAN Kjær, lektor í dönsku
við Kennaraskólann í Holbæk,
heldur málstofu á vegum
Rannsóknarstofnunar Kennara-
háskóla íslands í dag, miðvikudag
23. september, kl. 15.15. Efni mál-
stofunnar verður: Hvernig læra
dönsk börn stafsetningu?
Dönsk stafsetning er álitin erfið-
ari en stafsetning annarra
norrænna mála enda er munur
framburðar og stafsetningar mik-
ill. Stafsetningarkennsla í dönsk-
um skólum hefur verið viðfangs-
efni fræðimanna og kennara um
langt skeið, segir í fréttatilkynn-
ingu. Á málstofunni mun Kristian
Kjær fjalla um mun framburðar og
stafsetningar frá kennslufræðilegu
sjónarmiði.
Kristian Kjær lektor hefur
kennt dönsku bæði heima og er-
lendis. Hann hefur gefið út nokkr-
ar kennslubækur um danskar bók-
menntir og hin síðari ár hefur
hann einnig gert nokkrar
rannsóknir á stafsetningu ung-
linga.
Málstofan er öllum opin og verð-
ur haldin í stofu M-301 í Kennara-
háskóla íslands við Stakkahlíð.
Gönguferð
og sigling
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
stendur fyrir gönguferð og siglingu
í tilefni af sex ára afmæli hópsins í
kvöld, miðvikudagskvöld. Farið
verður frá Hafnarhúsinu að austan-
verðu kl. 20 í stutta gönguferð upp í
bæ og farnar tvær leiðir til baka, sú
yngi’i nokkurra tuga ára gömul.
Frá Hafnarhúsinu að vestan-
verðu verður svo gengið kl. 20.30
um borð í fræðslu- og skemmti-
ferðaskipið Ámes og siglt með
ströndinni og út að Sjöbauju. Þaðan
inn Engeyjarsund í höfn. Áætlað er
að ferðinni ljúki við Hafnarhúsið kl.
23.
Boðið verður upp á léttar veiting-
ar um borð í Árnesinu, HGH-tríóið
leikur, minnst verður árs hafsins og
ýmislegt verður sér til gamans gert.
Ailir eru velkomnir.
Á AÐALFUNDI Heimdallar, félags
ungi-a sjálfstæðismanna í Reykja-
vík, var kjörinn nýr formaður, Ingvi
Hrafn Óskarsson, laganemi. Fráfar-
andi formaður, Illugi Gunnarsson,
hagfræðingur, gaf ekki kost á sér til
endurkjörs. í stjórn Heimdallar
voru eftirtaldir kjörnir auk Ingva:
Björgvin Guðmundsson, hag-
fræðinemi, Viggó Örn Jónsson,
starfsmaður Islensku auglýsinga-
stofunnar, Ólöf Hrefna Kristjáns-
dóttir, stjórnmálafræðingur, Herj-
ólfur Guðbjartsson, framhaldsskóla-
nemi , Einar Hannesson, lög-
fræðingur, Arna Hauksdóttir, BA í
sálfræði, Gunnlaugur Jónson, verk-
fræðinemi, Árni Heiðar Karlsson,
píanóleikai’i, ívar Páll Jónsson, við-
skiptafræðinemi, Haukur Örn Birg-
isson, laganemi, og Sigurður Kjart-
an Hilmarsson, hagfræðinemi.
Á aðalfundinum var samþykkt
stjórnmálaályktun þar sem segir
m.a.: »Heimdallur fagnar þeim
árangi-i sem náðst hefur í efnahags-
málum í tíð rfldsstjórna Davíðs
Oddssonar. Eftir nokkurra ára sam-
dráttarskeið hefur hagvöxtur aukist
hér á landi og hagur almennings og
fyrirtækja batnað. Stöðugleiki í
efnahagsmálum hefur verið lykillinn
að þessum árangri ásamt ýmsum
skrefum í átt til aukins frjálsræðis.
Ábyrg forysta Sjálfstæðisflokksins í
landsmálum hefur þannig átt ríkan
þátt í jafnri og öruggri þróun í átt til
betri lífskjara. Heimdallur fagnar
því að ríkisstjórnin skuli nú á þessu
kjörtímabili hafa náð þeim mikils-
verða áfanga að lækka skatta á ein-
staklinga og atvinnulíf.
Heimdallur telur hins vegar að á
undanföraum árum hafi verið of
hægt farið í frjálsræðisátt á ýmsum
mikilvægum sviðum. Þannig hefur
ekki verið tekið á útgjöldum hins
opinbera með nægilega góðum
árangri heldur hefur bætt staða
ríkissjóðs einkum komið til vegna
aukinna skatttekna, sem stafa af
bættri afkomu heimilanna og at-
vinnulífsins. Skref í átt til minni
skattheimtu hafa verið of fá og
smá og ekki hefur verið farið út í
nauðsynlega uppstokkun á skatt-
kerfinu. Einkavæðing opinberra
fyrirtækja hefur gengið of hægt
fyrir sig þannig að ríkisumsvif í at-
vinnulífinu eru enn mun meiri en
eðlilegt getur talist.
Framundan eru því mörg mikil-
væg verkefni á sviði efnahags- og
ríkisfjármála. Þau helstu eru eftir-
farandi: Lækkun ríkisútgalda,
lækkun skatta og greiðsla á skuld-
um ríkissjóðs. Einkavæðing þeirra
fyrirtækja og stofnana ríkisins
sem fást við starfsemi sem einka-
aðilar eru betur fallnir til að sinna.
Af þessum sökum telur Heimdall-
ur afleitt að fresta enn sölu ríkis-
viðskiptabankanna og telur sér-
staklega brýnt að flýta henni.
Jafnræði á milli fyrirtækja verði
tryggt og áfram haldið á þeirri
braut að setja atvinnulífinu al-
mennar leikreglur. Einkum þarf
að leysa íslenskan landbúnað úr
þeim fjötrum sem ríkisvaldið hefur
bundið hann í. Heimdallur leggur
áherslu á að fyrirtækjum og at-
vinnugreinum sé ekki mismunað
með skattalegum aðgerðum og
hafnar því alfarið sérstökum
auðlindaskatti á sjávarútveg.
Koma þarf í veg fyrir að séreign-
arskipulaginu í íslenskum
sjávarútvegi verði kollvarpað með
afnámi kvótakei’fis.“
Afmælis-
þing Byggða-
safns Skag-
fírðinga
AFMÆLISÞING Byggðasafos
Skagfirðinga verður haldið í fyrir-
lestrasal Bóknámshúss Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra á Sauðár-
ki’óki hinn 26. september.
Ásdís Guðmundsdóttir, formaður
menningar-, íþrótta- og æskulýðs-
nefndar á Sauðárkróki, setur þing-
ið, en frummælendur verða Þór
Magnússon þjóðminjavörður,
Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri,
Hjörleifur Stefánsson minjastjóri,
Hjalti Pálsson skjalavörður,
Laurence Johnson, stjórnarformað-
ur New Iceland Heritage Museum í
Gimli, fyrrverandi formaður
Þjóðræknisfélags Islendinga í Vest-
urheimi, Tammy Axelsson, for-
stöðumaður The New Iceland
Heritage Museum, og Valgeir Þor-
valdsson ft-amkvæmdastjóri. Um
klukkan 14.30 slítur séra Gísli
Gunnarsson, forseti sveitarstjóm-
ar, afmælisþinginu.
Islands-
meistaramót
í Hornafjarð-
armanna
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í
Homafjarðarmanna fer fram í
Reykjavík sunnudaginn 18. október
nk. og hefst kl. 14 í Veislusalnum í
Akoges-húsinu, Sóltúni 3. Keppt er
um farandgrip og eignarverðlaun eft-
ir listakonuna Kristbjörgu Guð-
mundsdóttur. Ski’áning er hjá Jökla-
ferðum og þátttökugjald er 1.000 kr.
Þrjú „stórmót" verða haldin ár-
lega. Þegar hafa verið haldin tvö
„heimsmeistaramót“ og eitt „Homa-
fjarðarmeistaramót" með þátttöku
um 650 manns.
Nú er komið að íslandsmeistara-
móti í Reykjavík og verður keppninni
skipt. Áðalkeppnin verður 18.
október og úrslitaumferðin, milli
þriggja efstu manna, verður á Broad-
way fostudagskvöldið 23. október á
sérstöku Homafjarðarkvöldi.
■ FRAMKVÆDMASTJÓRN SUJ
hefur samþykkt ályktun þar sem
segir: „Um leið og Samband ungra
jafnaðarmanna lýsir yfii’ stuðningi
við Öiyrkjabandalag íslands í
réttlátri baráttu þess fyrir bættum
lífsskilyrðum, fordæmum við þá með-
ferð sem íslenskir örykjar þurfa að
þola.“ Síðar í ályktuninni segir: „Sú
staðreynd að tekjutrygging örykja
skerðist sem nemur þein-i upphæð
tekna maka sem fer umfram 40.000
kr. á mánuði, veldur því að öryrkjar
eigi þess vart kost að hefja sambúð,
nema þá að verða fjárhagslega háðir
maka. Þær aðstæður sem íslenskir
öryrkjar þurfa að búa við eru ekki
nokkrum manni bjóðandi og til þess
fallnar að hneppa þetta fólk í ánauð
fátæktar, auk þess sem þetta er ský-
laust brot á bæði landslögum og
mannréttindasáttmálum.“
■ ENDURVARPI dagskrár
Bloomberg-sjónvarpsstöðvarinnar
á Fjölvarpi Islenska útvarpsfélags-
ins hefur verið hætt. Vegna tak-
mörkunar á fjölda rása íslenska út-
varpsfélagsins á örbylgju hefur ver-
ið ákveðið að Bloomberg víki fyrir
dagskrá nýrrar Bíórásar sem fer í
loftið 25. september nk.
Áskrifendur Fjölvarpsins hafa
eftir sem áður aðgang að dagskrá
CNBC sem sinnfr fréttum úr við-
skipta- og fjármálaheiminum, segir
í fréttatilkynningu frá íslenska út-
varpsfélaginu.
LEIÐRÉTT
Guðni Stefán Pétursson
I frétt Morgunblaðsins í gær um að
Réttarholtsskóli hefði sigrað á
Norðurlandamóti grunnskólasveita í
skák var rangt farið með nafn eins í
sigurliðinu. Hann var sagður heita
Guðni Þór Stefánsson, en hann heitir
Guðni Stefán Pétursson. Beðist er
velvirðingar á þessum mistökum.
Rangt nafn í leiklistardómi
I leiklistardómi Dimmalimm í
blaðinu í gær var leikstjórinn
rangnefndur. Hann heitir Ásta
Amardóttir. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Rangt nafn í myndatexta
í frétt blaðsins um samning
Netverks við Telia-Mobitel í gær
var ranglega farið með nafn Ali
Mobli í myndatexta. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 7 » 18009238'/2 =
I.O.O.F. ' = 1792398’/! = 9.I.
□ GLITNIR 5998092319 I Fjhst.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðareríndisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
éSAMBAND ÍSLENZKRA
r kristniboðsfélaga
Háaleitisbraut 58
Samkoma í Kristniboðssalnum
í kvöld kl. 20.30.
Kjartan Jónsson segir erlendar
fréttir. Henning E. Magnússon
verður með hugleiðingu.
Allir hjartanlega velkomnir.