Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 41 _________* Dýraglens Ferdinand Smáfólk UE^MARCIE.HOW SOON BEFORE SCHOOL START5 A6AIN Hæ, Magga ... Hvað er langt þangað til skólinn byijar á ný? Ég gæti þurft að fá lánuð nokkur glósubókarblöð og svoleiðis ... Hvenær byrjar þá skólinn? Áttu dagatal? Hvað? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sfmi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Drattast hægfara liðleskjur? Frá Vilhjálmi Árnasyni: EÐA hvað skyldi DHL annars standa fyrir? Dagsbið hafirðu látið lokkast? Nógu lokkandi eru auglýs- ingar þeirra allavega. En sam- kvæmt minni reynslu standa þær sannarlega ekki undir gylliboðun- um. Reynslusaga 1 Fyrir fimm árum var ég í Þýzka- landi að ganga frá bók til prentunar. Bókin var brotin um á Islandi svo mikið var um alls kyns sendingar á milli landanna tveggja. Eins og gengur við vinnu af þessu tagi lent- um við í mikilli tímaþröng. Á miðvikudegi þurfti ég að senda heim prófórk sem brýnt var að væri kom- in til umbrotsmannsins fyrir helg- ina. Að fenginni reynslu af hinni venjulegu póstþjónustu, sem var prýðileg, vissi ég að hún myndi ekki duga í þetta sinn. Dettur mér þá ekki DHL í hug. Hringi í skrifstofu þeirra í Berlín og spyr þá hvort þeir geti komið sendingu til Reykjavíkur íyrir helgina. Þeir kváðu svo vera, ef pakkinn bærist til þeirra þennan sama dag, miðvikudag. Ég lagði undir mig langferð í lest til óhrjá- legra höfuðstöðva DHL í Berlín. Greiddi þar rúmlega 100 mörk fyrir pakkann, en það voru þá u.þ.b. 5.000 krónur. En tíminn var dýrmætur, svo þessi tilhögun átti að borga sig. Á fostudagskvöldið var hins vegar enginn pakki kominn í hendur viðtakanda á íslandi. Eftir nokkra eftirgrennslan, sem kostaði m.a. millilandasímtöl, komst ég að því að pakkinn væri kominn til íslands. Talsmaður DHL tjáði mér að hann væri í tolli og kosta myndi stórfé að leysa hann út um helgina. Fyrir ut- an það að furða sig á hraðpóstþjón- ustu sem væri harðlokuð um helgar, var nú lítið annað að gera en sætta sig við orðinn hlut og bíða mánu- dagsmorguns. Þá yrði pakkinn ef- laust borinn út í býti á eldingar- hraða DHL. En það reyndist fals- von. Pakkinn var kominn til viðtak- anda um hádegisbil á mánudeginum, líkast til á sama tíma og gamli sniglapósturinn hefði náð, og það fyrir 10% af þóknun DHL. Þegar ég síðar heimkominn bað DHL um endurgreiðslu var því hafnað þar eð móttökukvittuninni hafði ekki verið haldið til haga. Reynslusaga 2 Nú er ég staddur í Skotlandi og enn þarf ég að senda prófarkir á milli landa. Að sjálfsögðu nota ég ekki DHL. Mér liggur meira á en svo. En útgefandinn á íslandi hefur látið lokkast og sendir prófarkir hingað til mín í þeirri trú að það flýti svo mikið fyrir. Tvær sendingar hafa farið af stað frá íslandi. Sú fýrri skilaði sér vel, því svo heppi- lega vildi til að sonur minn var heima að morgni til og gat tekið við sendingunni. Sú síðari var greini- lega komin til Aberdeen í gær, en hún er ekki ennþá komin í mínar hendur. Klukkan hálftíu í gærmorg- un var hraðmiða frá DHL snarað inn um bréfalúguna heima hjá mér (hinn konunglegi sniglapóstur var að venju kominn fyrii- átta). Á mið- anum stóð hraðritað að reynt hefði verið að koma til mín pakka, en þar eð ég hefði ekki verið heima þyrfti ég að hafa samband sem allra fyrst við skrifstofu DHL og leiðbeina þeim um næstu skref. Til að tefja nú ekki fyrir hringdi ég umsvifalaust til þeirra og gaf þeim upp heimilisfang- ið á vinnustað mínum og kvaðst myndu verða þar til loka vinnudags- ins. Viðmælandi minn í símanum var ekkert tiltakanlega hraðmæltur, svo að ég held að ég hafi skilið hann rétt. Pakkanum yrði komið til mín , hið fyrsta á vinnustaðinn. Ég þorði ekki út úr húsi allan daginn ef svo illa myndi nú vilja til að hraðboðam- ir skytust við rétt á meðan. En gær- dagurinn leið án þess að bólaði á DHL-flauginni. Eftir vinnu hringdi ég á skrifstofu þeirra og spurði frétta. Þá var mér sagt að þetta ætti sér eðlilegar skýringar. Þegar senda þyrfti pakka á annað heimilisfang en hann væri stílaður á þýddi það dags- bið. Ég spurði hvort ekki mætti skjóta pakkanum heim til mín þá um kvöldið. Nei, það var engin leið. Hraðboðamir voru allir famir heim til sín, ugglaust úrvinda eftir allan þeyting dagsins. Pakkinn myndi borinn út - nei, það orðalag á ekki við um DHL - honum yrði hraðað til mín í fyrramálið. Nú er komið undir hádegi og ekkert bólar á pakkanum. Ég hef ekki hringt í þá ennþá. Þeir eru sjálfsagt á þönum. Aberdeen, 18. september 1998 PS: Pakkinn barst mér í hendur nákvæmlega sólarhring síðar, eftir ítrekaðar (kurteislegar) fyrirspumir til DHL. Þá hafði ég nánast verið gísl þessarar hraðþjónustu í tvo daga. Þeirra viðbrögð: „Sorry about that!“ VILHJALMUR ARNASON prófessor í heimspeki. ÖRYGGIS- HJÁLMAR ARVÍK ÁRKIÚLfl 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.