Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 17 Rannsókn sprengjutilræðanna í Austur-Afríku Tveir ákærðir í Tanzaníu Morð í Tirana AHMET Krasniqi, einn af leið- togum sjálfskipaðrar ríkis- stjórnar Kosovo-Albana í Kosovo-héraði í Júgóslavíu, var í gær skotinn til bana í Tirana, höfuðborg Albaníu. Ekki er vitað hver stóð að morðinu en það kemur í kjölfar annars pólitísks morðs, á albanska stjómarandstæðingnum Azem Hajdari, sem olli átökum í síð- ustu viku. Afsögn ekki á dagskrá DAVID Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna og forsætisráðherra á N-írlandi, sagðist í gær alls ekki hafa í huga að segja af sér embætti af- vopnist írski lýðveldisherinn (IRA) bráðlega, en orðrómur hafði verið á kreiki um þetta um helgina. Stjórnar- myndun í Kambódíu? LEIÐTOGAR stjórnmálaflokk- anna í Kambódíu hittust í fyrsta sinn i gær síð- an kosið var í landinu í júlí og áttu viðræð- ur um myndun ríkisstjómar. Stjórnarand- staðan, undir forystu Rana- riddhs prins, hafði fyrr í sumar hafnað niðurstöðum kosninganna og sagt að þær hefðu ekki verið framkvæmdar með heiðarlegum hætti. Fundurinn í gær fór hins vegar vel fram, að sögn viðstaddra, og komust þeir að samkomulagi um að þing kæmi saman á morgun í fyrsta sinn. Suharto í vígahug RÁÐHERRA í indónesísku ríkisstjórninni hafði í gær eftir Suharto, fyrrverandi forseta landsins, að hann væri reiðu- búinn að skila fjármunum geymdum erlendis tækist mönn- um að sanna að um slíka fjármuni væri að ræða. Að sama skapi væri Suharto staðráðinn í að ákæra hvem þann fyrir meiðyrði sem ekki tækist að sanna ásakanir sínar. Engin spilling í Danmörku AFAR lítil spilling erí Dan- mörku ef marka má nýja rannsókn sem Transparency International bh-ti í gær. Stofn- unin gefur hverju landi einkunn í samræmi við dóma almennings og fulltrúa í viðskiptalífi þar í landi um almenna spillingu í samfélaginu. Fékk Danmörk hæstu einkunn, eða 10, og er Is- land í fimmta sæti með 9,3 á eft- ir Finnlandi, Svíþjóð og Nýja Sjálandi. Kamerún rekur lestina með einungis 1,4 í einkunn. Rússar fá hjálp BILL Richardson, orkumál- aráðherra Bandaríkjanna, til- kynnti í gær að Bandaríkin hygðust veita Rússum aðstoð við að breyta tíu kjarnorkustöðvum, sem áður vom notaðar til vopna- framleiðslu, í iðnaðarfyrirtæki. RANNSÓKNARDÓMARI í Tansaníu lagði á mánudag fram ákæru á hendur tveimur mönnum fyrir aðild að sprengjutilræðinu við sendiráð Bandaríkjanna í höfuð- borginni Dar es Salaam 7. ágúst síðastliðinn. Þrír menn vom látnir lausir í gær eftir yfirheyrslu í tengslum við tilræðið, og að sögn lögreglu veittu þeir mikilvægar upplýsingar. Rashid Saleh Hemed frá Tansaníu og Mustafa Mahmoud Said Ahmed frá Egyptaland em ákærðir fyrir að bera ábyrgð á dauða ellefu manna, sem fórast í sprengingunni, og eiga yfir höfði sér dauðadóm, verði þeir fundnir sekir. Þeir munu koma fyrir rétt í Tansaníu í október. Dómarinn lét ekki frekari upp- lýsingar í té, en dagblöð í Dar es Salaam skýrðu frá því í gær að lögregla hefði fundið leifar af sprengiefni á heimili og í bifreið Salehs. Ekki er ljóst hvers vegna gmnur féll á Ahmed, en hann neit- ar sakargiftum og segist ekki hafa verið í borginni er sprengingin átti sér stað. Yfirvöld í Kenýa hafa staðfest að tala látinna eftir sprenginguna við bandaríska sendiráðið í Naíróbí sé komin upp í 248, en eitt fórnar- lambanna lést á sjúkrahúsi á mánudag. Tveir menn hafa verið ákærðir í New York fyrir aðild að sprengingunni í Naíróbí, sem átti sér stað samtímis tilræðinu í Dar es Salaam. Ákvörðun um flugskeytaárás byggð á ágiskunum? í Washington ber nú á vaxandi gagnrýni á gagnárás Bandaríkj- anna á A1 Shifa-efnaverksmiðjuna í Khartoum, höfuðborg Súdans, 20. ágúst síðastliðinn. Verksmiðjan var sögð framleiða efnavopn og tengj- ast hryðjuverkamanninum Osama bin Laden, sem bandaríska leyn- iþjónustan segir hafa staðið að baki sprengingunum í Kenýa og Tansaníu. Nokkmm dögum eftir flug- skeytaárásina kom upp orðrómur um að sökum óáreiðanlegra njósnaupplýsinga hefði röng bygg- ing verið lögð í rúst, og embættis- menn hafa nú gefið í skyn að ákvörðun um árásina hafi að miklu leyti verið byggð á getgátum. The New York Times hefur eftir háttsettum manni innan band- arísku leyniþjónustunnar að bin Laden hafi átt í viðræðum við stjómvöld í Súdan um að þar væm gerðar tilraunir með efnavopn, sem hann hugðist nota gegn bandarísk- um hermönnum í heimalandi sínu, Saudí-Arabíu. Hann segir að band- arískir embættismenn hafi þó ekki vitað með vissu hvort þessi áform hafi í raun verið komin í fram- kvæmd, eða hvort A1 Shifa verk- smiðjan hefði tengst þeim. Ófullnægjandi upplýsingar frá Súdan Fullyrðingar um að upplýsingar um verksmiðjuna hafi verið ófullnægjandi þykja trúverðugar í ljósi þess að erfitt hefur reynst fyr- ir bandarísku leyniþjónustuna að afla áreiðanlegra heimilda frá Súd- an. Bandaríska sendiráðið í Khartoum hefur verið lokað í rúm- lega tvö ár, og starfsemi CLA þar hafa því verið settar skorður. Einnig hefur verið bent á að árið 1995 hafi komið í ljós að upplýsing- ar, sem CIA þáði frá erlendum njó- snara um að hætta steðjaði að bandarískum borgumm í Kharto- um, vom ekkert annað en upp- spuni. Einn viðmælenda The New York Times kemst svo að orði að árásin á A1 Shifa sé aðeins „enn eitt dæmið um að gripið sé til aðgerða á grundvelli ófullnægjandi upplýs- inga frá Súdan“. Canon l 90 Tölvutengjanlegt laseriax og prentari Sendingarhraði: 6 sek. miðað við A4 blað (14.400 bps). Prenthraði: 6 blöð á mínútu. Prentupplausn: 600 dpi. Pappirsmeðferð: Prentar á venjulegan A4 papptr, pappírsbakki með 250 blöðum, 30 blaða frumritamatari. Vinnsluminni: 138 A4 blaðsíður í sendingu og móttöku. „Dual Access" Tekur á móti í minni ef papplr klárast. NÝHERJI Skaftahlíð 24 - 105 Reykjavík Sími: 569 7700 - Fax: 569 7799 www.nyherji.is a Breiovarpinu Á Breiðvarpinu em fjórar stöðvar fyrir þá Evrópu- sinnuðu, tvær þýskar, ein ítölsk og ein frönsk. Það er óneitanlega stór kostur að geta fylgst með sjónvarpsefni á öðrum tungumálum en íslensku og ensku og fá breiðari yfirsýn yfir það sem er að gerast í heiminum. Pko Sieben - Þýsk stöð með menningar-, skemmti- og íþróttaefni. ARD - Þýska ríkissjónvarpið. RAIUNO - ítalska ríkissjónvarpið. TV5 - Vinsæl og fersk frönsk stöð með fréttir og skemmtiefni. Á næstunni munu bætast við stöðvar á fleiri tungumálum. Hvers vegna að tengjast breiðbandinu | • FJARSKIPTANET MEÐ FRAMTIÐARMOGULEIKA Með því að tengjast breiðbandinu tryggirðu aðgang þinn að nýjum fjarskipta- og margmiðlrmarmöguleikum á hverjum tíma. Þú nærð um 20 sjónvarpsrásum og 20 útvarpsrásum og mun framboð þeirra aukast á næstunni og nýjungar bætast við. | • SKÝRARI MYND OG HRADARIINTERNETTENGING | Myndgæði á útsendu efni eru skýrari en nokkru sinni fyrr. Flutningshraði Intemetsins verður einnig mun meiri með tengingu við breiðbandið, en það verður kynnt á næstu vikum. > EKKERT TAPAST VIÐ TENGINGU Með tengingu breiðbandsins verður loftnet óþarft en fyrir þá sem vilja einnig ná Stöð 2, Sýn eða Fjölvarpinu er mælt með að fagmenn sjái um að tengja saman breiðbandið og loftnet. > FRÍTT VIÐ TENGINGU Þegar þú tengist breiðbandinu fylgja frítt með tíu sérhæfðar útvarpsrásir sem senda út tónlist allan sólarhringinn, án auglýsinga og kynninga. Á Music Choice getur hver og einn vahð sína tegund tónlistar. FRITT KOSTNAÐARMAT Innan þriggja daga frá því að þú biður um það, færðu frítt kostnaðarmat á lokafrágang breiðbandsins. Hafðu samband í gjaldfrjálst þjónustunúmer, 800 7474^ 20.000 HEIMILI EIGA ÞESS NÚ KOST AÐ TENGJAST BREIÐBANDINU OG MUNU ÞÚSUNDIR HEIMILA BÆTAST VIÐ Á NÆSTU MÁNUÐUM. Hringdu strax OG KYNNTU S>ÉR WIÁLIÐ! F:M*l7474 1 ( J j y f V ’ J y J J L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.