Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ 46 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 HcimsM'fla: ;i 11 a u (ivm ih c tl ia. i >/i n tí v u ii>"yy III auping Heimeier Ofnhitastillar • Fínstilling „með einu handtaki" • Auðvelt að yíirfara stillingu • Lykill útilokar misnotkun • Minnstu rennslis&ávik • Hagkvæm rennslistakmörkun • Þýsk gæða vara Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11,Kópavogi Sími 564 1088. fax 564 1089 Fæst í byggingavöruuerslunum um land allt. Kynning á FÓLK í FRÉTTUM AXEL Sölvason var mættur á „Hard Tail-Hallanum1 Harley Davidson 95 ára ►HALDIÐ var upp á 95 ára af- mæli Harley Davidson um helg- ina og var ekið á þessum banda- rísku biffákum í fylkingu frá Guilsporti til Hafnarfjarðar þar sem eigendur þeirra fengu sér kaffí á Fjörukránni. Síðan var ek- ið til baka niður Laugaveginn og endað á Ingólfstorgi. „Það er voðalega gaman þegar svona mörg eðalhjól koma sam- an,“ segir Axel Sölvason sem tók þátt í ferðinni. „Harley Davidson hefur einstaka sál. Það skilur enginn nema sá sem hefur átt svona hjól. Þau skera sig úr. Þorrinn er fullorðinn en Harley Davidson verður aldrei of gamall." Finnur mótorinn alveg í gegn Axel hefúr átt mótorhjól síðan hann var 16 ára og það eru 16 ár síðan hann eignaðist Harley Davidson. „Eg á tvö með sonum mín- um, Sölva sem er flugstjóri í Taívan og Bergi sem er flugstjóri hjá íslandsflugi. Við förum saman á þessu þegar vel viðrar." Algjörar sleggjur Hvað er það sem heillar? „Þetta eru hjól sem hafa sérstaka eiginleika. Þau eru ekki hrað- skreið og það er voðalega skemmtilegt að keyra þau á skap- legum hraða. Við fórum hæst upp í 80 til 90 kílómetra hraða. Þau eru geysilega aflmikil og hljóðið er alveg einstakt. Þar af leiðandi er tilfinningin að keyra þau svo- lítið sérstök. Maður fínnur mótor- inn alveg í gegn. Þetta eru al- gjörar sleggjur." Ekki byijendahjól Og Axel heldur áfram: „Það sem er sérstakt er að stimpil- stangirnar koma báðar inn á einn og sama ásinn í sveifarásn- um. Það gerir að verkum að mótorinn verður að vera sér- stakur og svo er rúmtakið í hon- um mikið, um 1.300 kúbik. Hjólin eru níðþung og liggja fyrir vikið afar skemmtilega á vegi því þau eru stöðug.“ Aðspurður segist Axel vera 67 ára og að hjólin hafí ekkert með aldur að gera. „Þetta er hins vegar ekki byrjendahjól," segir hann. „Menn verða aðeins að átta sig á því hvað það er að keyra svona. Eg á ör- ugglega eftir að keyra á því Iengi, eins lengi og ég mögulega get. Það er raun- ar mjög algengt erlendis að klúbbar með fullorðnu fólki komi saman og ferðist á svona hjólum." ARI Garðarsson og Steinar Erlendsson kneyf- uðu kaffið úr glasi að sið mótorhjólajaxla. G I V E N C H Y haust- og vetrarlitunum 1998-1999 íd^g miðvikudag kl. 14-18 Diljá Tegeder snyrtifræðingur, kynnir og leiðbeinir Kaupauki 20% afsláttur eða spennandi kaupauki Laugavegs Apötek sími 552 4047 SIEMENS - þér og þínum til hagsbóta! Siemens kæliskápur Sambyggðir kæli- ks 28V03 og frystiskápar J 7JUjl Þeir gerast ekkíbetri! I Sambyggðirkæli- og frystiskápar fra Siemens á Búhnykksverði' u' Smekklegur kæliskápur með mjúklínuútliti. 194 I kælir, 54 I frystir. H x b x d = 155 x 55 x 60 sm. Sambyggður kæli- og frystiskápur. 228 I kælir, 103 I frystir. H x b x d = 186 x 60 x 60 sm. Sambyggður kæli- og frystiskápur. 193 I kælir, 103 I frystir. H x b x d = 171 x 60 x 60 sm. Sambyggður kæli- og frystiskápur. 193 I kælir, 63 I frystir. Hxbxd = 151 x60x60 sm. Berið saman verð, gæði og þjónustu! UMBODSMENN Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs. Borgames: Glrtnir. SnasfeHsbasr Blómsturvellir. Grundarfjöröur: Guðni Hallgrfmsson. Stykkishólmur: Skipavík. Búöardalur: Ásubúð. ísafjörður: Póllinn. Hvammstangi: Skjanni. Sauðárkrókur: Rafsjá. Siglufjörður: Torgiö. Akureyri: Ljósgjafinn. Húsavfk: Öryggi. Vopnafjöröur: Rafmagnsv. Árna M. Neskaupstaður: Rafalda. Reyðarfjöröur: Rafvólaverkst. Árna E. Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson. Breiðdalsvik: Stefón N. Stefánsson. Höfn í Hornafirðl: Króm og hvltt. Vík í Mýrdal: Klakkur. Vestmannaeyjar: Tróverk. Hvolsvöllur: Rafmagnsverkst. KR. Hella: Gilsá. Selfoss: Árvirkinn. Grindavfk: Rafborg. Garður: Raftækjav. Sig Ingvarss. Keflavfk: Ljósboginn. Hafnarfjöröur: Rafbúö Skúla, Álfask. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is MYNDBÖNP Flugtryllir Lokaaðflugið (Final Descent)____ Spennnmj'nd ★★ Framleiðendur: Michael O. Gallant. Leikstjóri: Mike Robe. Handritshöf- undar: Roger Young. Kvikmynda- taka: Alan Caso. Tónlist: David Ben- oit. Aðalhlutverk: Robert Urich, Ann- ette O’Toole, John De Lancie, Jim Byrnes, Ken Pogue, Kevin McNulty. 87 mín. Bandaríkin. Skffan 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. FLUGVÉLIN Gallant 270, sem er glæný og nánast algjörlega tölvu- stýrð, er á leiðinn til Dallas, um borð er samansafn far- þega, sem við er- um vön úr dæmi- gerðum flugslysa- myndum, óMsk kona, hljómsveit, skuggalegur við- skiptamaður o.s.frv. Flugstjóri vélarinnar er Glen „Lucky“ Singer (Robert Urich) og honum til aðstoðar er kærasta hans Connie Phipps (Ann- ette O’Toole). Stuttu eftir flugtak lendir vélin í árekstri við litla rellu sem veldur því að það eina sem vélin getur gert er að hækka flugið. Þetta er afskaplega dæmigerð flug- slysamynd, sem er hvorki betri né verri en aðrar myndir í þessum geira. Það merkilegasta við hana er að sjón- varpsstöðin CBS tók hana af áður auglýstri dagskrá eftir að Swiss Air flugslysið átti sér stað. Leikaramir standa sig prýðilega og aðdáendur „Star Trek: Next Generation" þátt- anna ættu að gleðjast yiír því að sjá John De Lancie, sem leikur Q, í að- eins öðruvísi hlutverki en hann er vanur að leika. Ottó Geir Borg Körfu- boltarakki Troðslu-Snati (Air Bud)______________ Fjölskylduniynd ★i4 Framleiðendur: Robert Vince og Willi- am Vince. Leikstjóri: Charles Martin Smith. Handritshöfundar: Paul Tama- sy og Aaron Mendelsohn. Kvikmynda- taka: Mike Southon. Tónlist: Harry Gregson-Williams. Aðalhlutverk: Michael Jeter, Kevin Zegers, Wendy Makkena, Eric Christmas, Bill Cobb. 98 mfn. Bandaríkin. Stjöriiubíd 1998. Myndin er öllum leyfð. SAGAN fjallai- um vináttu ungs drengs, Josh, sem nýlega hefur misst fóður sinn og hundsins Buddy, sem er fyrrverandi hjálp- arsveinn illgjarns trúðs. Josh er ný- flúttur í smábæ nokkurn með móð- ur sinni og yngri systur og á erfitt með að falla inn í bæjarhfið og eign- ast vini í skólanum. En vinátta hans og Buddy hjálpar honum yfir erfiðasta hjallann og ekki sakar að Buddy er al- gjör snillingur í körfu. Væmin, tilgerðarleg, ofureinföld, fáránleg, ófyndin eru alit orð sem má nota yfír þessa leiðinlegu bamamynd sem reynir að tæla áhorfendur til sín með því að blanda sætu dýri (hundjn- um) og vinsælli íþrótt (körfubolta) saman. Leikstjóri þessarar myndai- er Charles Martin Smith og mun hans ekki verða minnst íýrir þessa mynd, en Smith er betur þekktur sem leikari í myndum eins og .American Graffiti“ (þar sem hann lék gleraugnagláminn) og „Untouchables“ (þar sem hann lék litla bókhaldarann með gleraugun). Troðslu-Snati er einungis fyrii' bömin og aðeins þau sem elska körfu meira en allt annað í heiminum. Ottó Geir Borg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.