Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 15
VIÐSKIPTI
Forsvarsmenn Íslandssíma um væntanlegar nýjungar á símamarkaði hérlendis
Greindarnet beinir hring-
ingu úr einni símstöð í aðra
1. Hús með venjulega símatenginu
LANDSSÍMI ÍSLANDSSÍMI
EBfflffl
fflfflffl
fflfflffl
fflfflffl
m n
1 t Grunnnetið i ■—»
viðskipti við aðra en Landssíma,
þá berast hljóðbylgjurnar áfram.
2. Frá símanum berast
hljóðbylgjur á ákveðinni
rás eftir grunnnetinu yfir í
Landssímann sem tekur á
móti þessum bylgjum og
sendir þær áfram.
4. Hjá Íslandssíma er hljóðbylgjum breitt yfir í
upplýsingabita og þeir sendir áfram yfir á intemetið.
Með þessu móti er hægt að koma mörgum talbitum
fyrir á einni rás (breiðbandi).
HIÐ nýstofnaða fyi'irtæki íslands-
sími hf., sem undirbýr nú komu
sína á íslenskan fjarskiptamarkað
og hefur í hyggju að prófa ýmsar
nýjungar í síma- og fjarskipta-
tækni hér á landi, sér fyrir sér
ýmsar breytingar á símaþjónustu
hérlendis.
Það er skoðun Islandssíma-
manna að símanúmer eigi að fylgja
eiganda sínum eins lengi og hann
kýs, þess vegna ævilangt, þrátt
fýrir að hann hætti viðskiptum við
eitt fyrirtæki og fari til annars.
Tæknin til að flytja númer er þeg-
ar til hjá Landssímanum, að þeirra
sögn, svokallað greindamet. Þegar
er boðið upp á slíka þjónustu í
Finnlandi, Bandaríkjunum og
Bretlandi, að sögn Islandssíma-
manna.
En hvemig verður eitt símtal
framkvæmt með þeim aðferðum
sem Íslandssími sér fyrir sér í
þjónustu sinni?
Neytandi hringir úr síma sínum
og hljóðbylgjur berast út úr húsi
og inn í símstöð Landssímans. Þar
tekur greindametið við símtalinu
og greinir að númerið sé ekki leng-
ur í viðskiptum við Landssímann,
og fer út úr Landssímanum og inn í
stjórnstöð Íslandssíma. Þaðan fer
svo símtalið sína leið til móttakand-
ans.
Ef hins vegar sami notandi ætlar
sér að hringja til útlanda fer sím-
talið sömu leið í upphafí. Breyting-
in verður síðan hjá Íslandssíma
þegar símtalið breytist í gagna-
pakka sem fer út á netið og í því
landi sem viðtakandinn er staðsett-
ur breytist pakkinn aftur í venju-
legt símtal sem fer inn í línukerfí
þess lands og til móttakandans.
Íslandssími hefur í hyggju að
nota sér það línukerfi sem Lands-
síminn á og rekur til þessarar
þjónustu og leigja það gegn gjaldi
eins og lög kveða á um.
Fyrirtækið ætlar sér að bjóða
lægri gjöld og segir að það sé
mögulegt með því að hafa símstöð-
ina mjög sjálfvirka og með því að
lágmarka tilkostnað.
Ókeypis í framtíðinni?
Arnar Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri sölusviðs Islands-
síma, segir að í framtíðinni verði
nánast jafnódýrt að hringja til út-
landa og innanlands og hugsanlega
verði símtölin ókeypis þegar aug-
lýsingar og virðisaukandi þjónusta
verður farin að standa undir
rekstrinum. Breytingar eru örar á
þessu sviði í heiminum í dag og
hann segir að viðskiptavinir Is-
landssíma muni verða varir við nýj-
ungar vegna þeiiTar stefnu fyrir-
tækisins að nota Islandsmarkað
sem tilraunamarkað fyrir nýjungar
í símaþjónustu.
Arnar segir Islendinga nota far-
síma, kreditkort, einkatölvur,
intemet og stafræn símkerfí meira
en flestar þjóðir. Framundan er
samrunaferh þessara þátta og mun
starfsemi Islandssíma markast af
því.
Meðal þess sem Islendingar
gætu fengið að prófa væri frekari
þróun farsíma, annarra en GSM-
síma, svokallaðra Breiðbands eða
WCDMA-síma. í þeim mun t.d.
verða hægt, að sögn talsmanna fyr-
irtækisins, að horfa á viðmæland-
ann á skjá símans, senda myndrit
og horfa á sjónvarpið svo eitthvað
sé nefnt, allt með hjálp netsins.
Frjáls fjöl-
miðlun sem-
ur um fjöl-
bankalán
GENGIÐ hefur verið frá 500
milljóna króna fjölbankaláni
Búnaðarbanka Islands hf.,
Landsbanka íslands hf., og ís-
landsbanka hf. til Frjálsrar
fjölmiðlunar hf. Lánið er loka-
stig í fjárhagslegri endurskipu-
lagningu félagsins í kjölfar
kaupa Sveins R. Eyjólfssonar
og Eyjólfs Sveinssonar á 35%
hlut Islenska Útvarpsfélagsins
í Frjálsri fjölmiðlun í febrúar
sl.
Með samningnum lækkar
fjármagnskostnaður félagsins
verulega þar sem um er að
ræða endurfjármögnun á öllum
skuldum félagsins og verða
óhagstæð eldri lán og ýmsar
skammtímaskuldir greiddar
upp. Auk þess skapast svigrúm
til að takast á við ný verkefni í
samræmi við markmið félags-
ins og stefnumótun, að því er
fram kemur í frétt frá Frjálsri
fjölmiðlun.
Samanlögð velta á liðnu ári
2 milljarðar
A undanförnum árum hefur
Frjáls fjölmiðlun breyst úr út-
gáfufélagi dagblaðs í sam-
steypu fyrirtækja á fjölmiðla-
og upplýsingamarkaði. A liðnu
ári var samanlögð velta
Frjálsrar fjölmiðlunar, dóttur-
og hlutdeildarfélaga rúmir 2
milljarðar króna. I dag starfa
um 350 starfsmenn hjá fyrir-
tækinu.
Forstjóri Landssímans um afnot af
grunnneti Landssímans hf.
Rúm túlkun á
fjarskiptalögum
GUÐMUNDUR Bjömsson for-
stjóri Landssímans segir að Is-
landssíma standi til boða afnot af
línukerfí Landssímans, svokölluðu
grunnneti, þ.e. öllum flutningsleið-
um sem Landssíminn ræður yfir.
Hann segir að það sem Islands-
sími hefur gefíð í skyn, að þeir þurfí
ekki að byggja eigið línukerfi,
grunnnet, sé rúm túlkun á lögum
um fjarskipti en segir að þeir geti
fengið aðgang fyrir alla þá umferð
um helstu flutningsleiðir sem þeir
vilja, um línukerfí Landssímans.
Aðspurður segir hann að það taki
ekki langan tíma í undirbúningi að
hleypa öðrum aðila inn á línukerfið,
segir það hægt með tiltölulega litl-
um fyrirvara. „Islandssími þarf
hinsvegar að eiga eitthvað kei'fi til
að taka á móti sínum viðskiptavin-
um og einnig þurfa þeir að hafa yfir
einhverju línukerfí að ráða sjálfir,
annaðhvort þráðlausu eða með
þræði.“
En af orðum Islandssímamanna
að ráða þá ætla þeir ekki að byggja
sitt eigið línukerfi?
„Mér fínnst það vera rúm túlkun
á þeim lögum sem gilda um fjar-
skipti. Það liggur ekkert ljóst fyrir
ennþá með línulagninu þeirra og ég
get ekki svarað því frekar á þessari
stundu. Það er venja að þeir aðilar
sem bjóða fjarskiptaþjónustu eigi
sitt eigið notendakerfi en síðan
getur Landssíminn leigt þeim afnot
af helstu flutningsleiðum. Annars
hafa engar viðræður farið fram um
útfærslu á þessum tengingum. Við
svöruðum einungis erindi þeirra
um afnot af grunnlínukerfínu. Því
var svarað og við eigum von á að
heyra meira frá þeim,“ sagði Guð-
mundur.
Hann segir að gott sé að útskýra
málið útfrá Tali hf. en þeir eigi sitt
eigið radíókerfi. „Þeir eiga sitt kerfí
en fá leigða línu hjá okkur til að
tengja á milli stöðva. Þeir hafa því
sjálfir sambandið við sína viðskipta-
vini.“
Að sögn Guðmundar er Lands-
símanum skylt, samkvæmt 12. grein
fjarskiptalaga, að leigja samkeppn-
isaðila línur í grunnkerfinu.
Sambærilegt leigugjald og
Landssíminn borgar
Guðmundur segir að Landssím-
inn sé fyrirtæki sem líti á sjálft sig
sem fyrirtæki sem tekur upp nýj-
ungar og nýja tækni í sína þjónustu
og þannig hafi íyrirtækið sent út
fréttatilkynningu í ágúst um að þeir
muni bjóða upp á símtöl í gegnum
Netið.
Um leigugjald fyrir línukerfi
Landssímans segir hann að keppi-
nautar muni leigja aðgang á sam-
bærilegum kjörum og fyrirtækið
reikni sér sjálft. Fyrirtækið sé í
lokafrágangi á því að aðskilja bók-
hald grunnkerfisins og annarra
þátta í starfsemi þess.
Aðspurður um hvort líta megi á
línukerfið sem sameiginlega eign
þjóðarinnar segir hann að sam-
keppnisaðilar eignist ekki sjálfkrafa
hlut í því. „Málið er að grunnnetið
er kostað af viðskipavinum Lands-
símans og okkur ber að gæta hags-
muna fyrirtækisins. Það er ekki svo
að fjarskiptafyrirtæki sem hefja
samkeppni eignist sjálfkrafa hlut í
gi-unnnetinu við það eitt að hefja
starfsemi, ekkert frekar en að er-
lend fyrirtæki sem hingað kæmu
eignuðust sjálfkrafa hlut í grunn-
kerfínu."