Morgunblaðið - 23.09.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 33
KRISTÍN
MARKÚSDÓTTIR
+ Kristín Markús-
dóttir fæddist í
Vestmannaeyjum
26. janúar 1914.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 9.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Neskirkju 16. sept-
ember.
Komið er að kveðju-
stund. Stína frænka
okkar hefur yfirgefíð
þetta tilverustig. Stína
frænka var uppáhalds-
frænka allra í fjölskyldunni og er á
engan hallað þó sagt sé að hún hafi
verið best. Ef einhver manneskja á
skilið að það séu skrifuð um hana
eftirmæli þá er það Stína frænka.
Hún var ein af þessum fágætu eðal-
mennum sem ganga á meðal okkar
hér á jörðinni.
Stína giftist aldrei en bjó alla tíð
með Öldu systur sinni, Eggerti
manni hennar og Margréti dóttur
þeirra. Stína og Alda voru alltaf
nefndar í sömu andrá, og í hugum
okkar voru þær óaðskiljanlegar.
Stína frænka var einhver besta og
hjartahlýjasta manneskja sem við
höfum kynnst á ævinni, alltaf reiðu-
búin til að leysa hvers manns vanda
og binda um sárin hvort sem þau
voru af andlegum eða líkamlegum
toga. Stína frænka var líka alltaf í
góðu skapi, allavega alltaf þegar við
hittum hana. Við eigum mjög erfitt
með að sjá hana fyrir okkur í fýlu
eða vondu skapi, þó við gerum ráð
fyrir því að hún hafi eins og allir
aðrir átt sínar erfiðu stundir. Hún
var afar trúuð og trúrækin og starf-
aði í KFUK alla ævi. Þar sem ann-
arsstaðar átti hún stóran vinahóp,
því að Stína var þannig manneskja
að allir löðuðust að henni, ungir sem
aldnir.
Það voru þrettán Markúsdætur í
ættinni. Eldri Markúsdætumar
voru sex, þær Hermanía, Markús-
ína, Helga, Kristín, Gunnþórunn og
Aida. Allar stórbrotnir persónuleik-
ar, hver á sinn hátt. Nú lifa aðeins
þrjár þeirra, þær Helga, Gunnþór-
unn og Alda í hárri elli.
Yngri Markúsdæturnar em sjö,
þær Helga, Fjóla, Hulda, Svala,
Lilja, Árdís og Sædís sonardætur
Helgu. Við systurnar höfum alltaf
verið stoltar af því að vera spor-
göngumenn ömmusystra okkar,
enda em þeirra spor vandfyllt og
megum við hafa okkur allar við að
verða ekki eftirbátar þeirra á öllum
sviðum.
Ömmusystur okkar héldu alla tíð
góðu sambandi sín á
milli og kynntust því
fjölskyldur okkar vel.
Ömmusystram var
alltaf boðið til allra
merkisviðburða í fjöl-
skyldunum þannig að
barnabörnin og bama-
barnabörnin kynntust
þeim.
Að sjálfsögðu er
mikið um fjölskylduboð
hjá svo stórri fjöl-
skyldu og var Stína
frænka þar alltaf hrók-
ur alls fagnaðar. Hún
naut sérstakra vin-
sælda hjá yngra fólkinu, vegna þess
að hún gaf sér alltaf tíma til að fara
í leiki og gera eitthvað skemmtilegt
með okkur. Hún skildi það að börn
þurfa aðhlynningu og athygli. Stór
fjölskylduboð gátu oft reynt á þol-
rifin í ungdómnum, þar sem allir
vom í sparifötunum og máttu helst
ekki hreyfa sig. En þá kom Stína
frænka eins og frelsandi engill og
stakk uppá og stjómaði allskonar
skemmtilegum leikjum sem hægt
var að leika án þess að ata sig allan
út. Fyi'ir þetta verður Stínu frænku
aldrei nógsamlega þakkað og veit
ég að öll bamabömin í fjölskyldunni
taka undir það.
Stína frænka var oft í Vindáshlíð
og langar mig (Helgu) að minnast
þess þegar hún fór með mig og
Lindu frænku (barnabam Markús-
ínu) frá Ameríku í Vindáshlíð.
Þetta gerðist fyrir réttum fjörutíu
ámm. Eg var þá sjö ára og eigin-
lega of ung til að vera þar ein. En
Stína tók mig með, til að vera með
Lindu sem þá var níu ára. Hún var
í heimsókn á íslandi og talaði bara
ensku. En einhvernveginn tókst
okkur að gera okkur skiljanlegar
eins og börnum einum er lagið og
áttum við þar yndislegan tíma sem
við báðar munum á meðan við lif-
um. Við erum reyndar nýbúnar að
rifja hann upp, þegar Linda kom
hingað fyrir um tveimur árum.
Stína vakti yfir okkur og gaf okkur
þarna tækifæri til að kynnast og
upplifa nokkuð alveg sérstakt sem
við munum og geymum í hjarta
okkar eins og fjársjóð. En það var
einmitt fjársjóður hjartans sem
Stína átti í svo ríkum mæli og var
ósínk að gefa öðrum af.
Einnig verður að minnast ferða-
lagsins sem ömmusysturnar fóru í
með alla fjölskylduna á Snæfells-
nesið. Það em víst um þrjátíu og
fjögur ár síðan. Þá var farið í rútu
og vom allir með, sem vettlingi gátu
valdið. Það var tjaldað nálægt
Stykkishólmi svo að langamma Sig-
SVERRIR
EINARSSON
+ Sverrir Einarsson fæddist í
Reykjavík 22. september
1936. Hann Iést á heimili sínu,
Úthlíð 5 í Reykjavík, 16. sept-
ember síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Dómkirkjunni 22.
september.
Það em rétt rúm tvö ár síðan ég
og mín fjölskylda kynntumst Sverri
fyrst, ekki fóm þau kynni vel af stað.
Eg var sennilega eitthvað tortryggin
út í hann, treysti honum ekki nógu
vel fyrir mömmu minni, en móðir
mín og hann vom þá byrjuð að draga
sig saman. Ekki lét hann það neitt á
sig fá, hélt bara sínu striki og vann
mig á sitt band. Sverrir var öðlings-
maður, hann var góður við okkur öll.
Honum fannst gaman að koma til
okkar í heimsókn og fá okkur til sín.
Alltaf var öllu því fínasta tjaldað til,
silfrið alltaf nýpússað og sparistellið
notað, ekkert hálfkák þar á bæ.
Nokkmm sinnum fómm við upp í
sumarbústað til Sverris og mömmu.
Þar blómstraði Sverrir, hann var bú-
inn að græða þar upp stórt land-
svæði og hugsaði um það af stakri
nákvæmni. Eftir að hann veiktist
hvarflaði hugurinn mikið upp í sum-
arbústað og hann saknaði þess að
geta ekki unnið í garðinum sínum.
Stutt er síðan mamma mín og Sverr-
ir giftu sig, það var á laugardegi, sól-
in skein og ekki blakti hár á höfði.
Dagurinn var svo fallegur, þá trúði
ég því að kraftaverkin gætu gerst og
ég vonaði svo sannarlega að þau
gætu átt langt líf saman. Eitt af því
síðasta sem Sverrir sagði við mig
var einmitt á þessum degi. Hann
sagðist ætla að hugsa vel um
mömmu mína, en enginn veit sína
ævina fyrr en öll er. Að verða svona
heiftarlega veikur eins og Sverrir
og deyja eftir nokkurra mánaða
baráttu við sjúkdóm sem leggur
alltof margan manninn að velli er
erfitt en hann var alltaf æðrulaus.
Bjartsýnn var hann og til í að berj-
ast áfram þó að sennilega væri hann
farið að grana að stutt væri eftir.
Hann dó heima í ró og næði, sofnaði
bara og vaknaði ekki aftur. Ef ég
ætti einhvem óskadauðdaga þá vildi
ég hafa hann eins og Sverrir fékk,
sofna heima hjá mér í faðmi fjöl-
skyldunnar. Hvfl í friði.
Edda Arinbjarnar.
ríður gæti verið á hóteli yftr nóttina,
því að hún treysti sér ekki til að
sofa í tjaldi. Að sjálfsögðú var geng-
ið á Helgafell og vönduðu ungmenn-
in sig mikið að horfa ekki til baka og
ganga þegjandi upp fjallið til að
mega óska sér þegar upp væri kom-
ið. Þegar við komum niður þá var
spurt hvort við hefðum nú ekki ósk-
að okkur einhvers og jú, allir höfðu
borið fram einhverjar óskir, það er
að segja allir nema Stína. Hún sagð-
ist nú ekki hafa þurft neins við og
þess vegna hafði hún bara þakkað
fyrir allt það sem guð hefði gefið
henni. Svona var Stína. Svo um
kvöldið stjómaði hún leikjum og
söng fyrir ungdóminn eins og henni
einni var lagið.
Nú þegar Stína frænka er farin,
þá er stórt og vandfyllt skarð komið
í ömmusystrahópinn. Við Markús-
dætur yngri viljum þakka henni
samveruna og alla elskuna sem hún
sýndi okkur ávallt. Elsku Aida,
Magga, Guðbjörn og böm, ykkar
missir er mestur. Við biðjum algóð-
an guð að vera með ykkur og líkna
ykkur í sorginni.
Helga, Fjóla, Hulda, Svala, Lilja,
Árdís og Sædís Markúsdætur.
Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
(Sr. Friðrik Friðriksson.)
Þetta yndislega erindi úr sálmi
sr. Friðriks Friðrikssonar orðar svo
vel hinstu kveðju mína til Kristínar
Markúsdóttur. Að loknu sjúkdóms-
stríði er sigurinn unninn, fullnaðar-
sigur. Raunveralegur sigur dauð-
vona manneskju felst nefnilega ekki
í tímabundinni frestun andláts held-
ur í von eilífs lífs fyrir dauða og
upprisu frelsarans Jesú Krists.
I huganum er vissulega söknuður
en þó miklu fremur feginleiki yfir
því að stríðinu skuli lokið - og fyrst
og fremst þökk fyrir þá fullvissu að
Stína sé nú komin heim í dýrð Guðs,
endanlega laus úr viðjum sjúkdóma
og hrörnunar.
Sem unglingur kynntist ég Stínu.
I vitund minni og annarra vina Mar-
grétar, systurdóttur hennar, var
hún Stína frænka.
Hún var mikil KFUK-kona og
sköraleg í fasi, hvort sem var í
ræðustóli á Amtmannsstíg 2B, í
vinnuflokki í Vindáshlíð eða í sam-
ræðum heima í stofu. Hún hafði til-
einkað sér einkunnarorð sumar-
starfs KFUK í Vindáshlíð: Vertu
trú!
í minningunni ber Stína frænka
með sér reisn og myndugleik. Það
var sjálfsagt að virða hana, taka
mark á henni. Mér fannst hún bæði
ströng og hlý en umfram allt var
hún einlæg og sönn í trú sinni og
þjónustu í kristilegu starfi.
Að leiðarlokum vil ég þakka Stínu
fyrir allt gott í minn garð. Aðstand-
endum votta ég hluttekningu.
Mættum við öll vera trú allt til
dauða og öðlast kórónu lífsins.
Ólafur Jóhannsson.
Skilafrestur
minning-
argreina
EIGI minningargi'ein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á fóstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skilafrests.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir og amma,
RAGNHEIÐUR KRISTÍN TÓMASDÓTTIR,
lést á heimili sínu Breiðuvík 31, þriðjudaginn
15. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudag-
inn 25. september kl. 15.00.
Erling Þór Þorsteinsson,
Elísabet Erlingsdóttir, Jón Hafsteinn Ragnarsson,
Konný Sif Erlingsdóttir,
Hafsteinn Eyrar Jónsson,
Sigríður Kristín Christianssen.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN SÆVALDSSON,
Grænumýri 7,
Akureyri,
lést sunnudaginn 20. september.
Útförin auglýst síðar.
Björg Steindórsdóttir,
Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson,
Þóra Steinunn Gísladóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar,
GUÐFINNA GfSLADÓTTIR
frá Krossgerði,
Berufjarðarströnd,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn
21. september.
Valborg Eiríksdóttir,
Þóra Eiríksdóttir,
Elsa Eiríksdóttir.
+
Ástkær faðir okkar og fósturfaðir,
GUNNAR BJARNASON,
fyrrverandi hrossaræktarráðunautur og kenn-
ari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
15. september.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíla-
delfíu, Hátúni 2, föstudaginn 25. september
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Minningarsjóð íslenzka hestsins, sem skrifstofa
mannafélaga annast um (bankanúmer sjóðsins
Minningarsjóð Fíladelfíukirkjunnar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Gunnarsson,
Bjarni Gunnarsson,
Gunnar Ásgeir Gunnarsson,
Regína Sóiveig Gunnarsdóttir,
Margrét Haraldsdóttir.
Landssambands hesta-
er 311-13-725000) eða
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn
25. september kl. 15.00.
Ómar Ingólfsson, Elín Edda Benediktsdóttir,
Auður Ingólfsdóttir, Þórir Dan Jónsson,
Jóna Guðný Jónsdóttir, Heimir Hólmgeirsson,
Jón Guðni Ómarsson,
Dagný Fjóla Ómarsdóttir,
Ásdís Dan Þórisdóttir, Ben Frank Boyce,
Margrét Dan Þórisdóttir,
Ingólfur Dan Þórisson
og barnabarnabörn.