Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tal hefur kært Landssímann GSM- og önn- ur þjónusta verði alveg aðskildar SÍMAFYRIRTÆKIÐ Tal hf. af- henti í gær Samkeppnisstofnun er- indi vegna meintra samkeppnis- hamlandi aðgerða Landssíma Is- lands. í erindinu er krafízt algers aðskilnaðar GSM-þjónustu Lands- símans frá annarri starfsemi fyrir- tækisins, þannig að sett verði á fót sérstök rekstrareining ellegar sjálf- stætt fyrirtæki. í erindinu er þess jafnframt kraf- izt að GSM-einingin sé metin á markaðsvirði, þar sem ekki séu að- eins metnar eignir og búnaður við yfírtöku heldur einnig samningar, aðstaða, viðskiptavild og aðrir þeir þættir, sem komi við sögu við verð- lagningu fyrirtækja. Þá krefst Tal þess að GSM-eining Landssímans beri eðlilega markaðsvexti af skuld sinni við Landssímarun og greiði fyrir þátttöku í yfirstjórn fyrirtæk- isins, stoðdeildum, dreifíkerfi, fast- eignum og tölvuvinnslu. Tal krefst þess jafnframt að þeir starfsmenn GSM-þjónustunnar, sem fara með daglega stjóm, skuli ekki jafnframt gegna starfi hjá öðrum rekstrar- sviðum. Verðlækkun gangi til baka Morgunblaðið/Kristinn ÚTLENDIR verkamenn í appelsínugpilum göllum og íslenskir í bláum hjálpast að við að reisa eitt mastranna í Búrfellslínu 3A. „Ykkur finnst við örugglega líta út eins og villimenn,“ sagði rússneskur verkamaður í samtali við Morgunblaðið, „en við erum ekki svo slæmir." í erindinu fer Ragnar Aðalsteins- son, lögmaðm’ Tals, fram á að öll viðskipti milli GSM-þjónustunnar og Landssímans skuli verðlögð á markaðsverði frá 1. janúar 1997 og reikningsskil gerð opinber og að- gengileg frá sama tíma að telja. Tal heldur því fram að Landssími Islands beini samkeppnishamlandi markaðsaðgerðum gegn Tali og fer fram á að Landssíminn verði af þeim sökum látinn greiða sekt sam- kvæmt samkeppnislögum. Þá fer lögmaður Tals fram á að Landssím- anum verði gert að taka til baka ný- lega lækkun á verði GSM-þjónust- unnar. ------«-♦-+---- Grunaðir um að hafa ráðist á pítsusendil LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gær tvo menn sem grunaðir eru um að hafa ráðist á sendil frá Dom- inos Pizzum aðfaranótt sunnudags. Þeir voru báðir úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær- kvöldi. Lögreglan kannar nú einnig hvort mennirnir tveir, sem fæddir eru 1978 og 1979, gætu einnig tengst annarri íyrirsát sendils frá sama fyrirtæki snemma í síðustu viku. Taska sendilsins og greiðslu- kortanótur fundust í fórum mann- anna og yfirheyrði lögreglan þá í gær auk þess sem hún vann að frek- ari rannsókn málsins. Þá handtók lögreglan í gær mann eftir húsleit hjá honum en þar fundust ýmsir hlutir úr inn- brotum síðustu daga. Hann var úr- skurðaður í 10 daga gæsluvarðhald í gærkvöldi. --------------- Eldur í blaðagámi SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út vegna elds í blaðagámi í Unufelli í Breiðholti í gær. Eldur var ekki mikill í gámnum og ekki var talin hætta á ferðum. Slökkvistarf tók skamma stund, en fyrirhöfnin er mikil fyrir slökkvi- liðið þar sem vanalega er um íkveikju og prakkaraskap að ræða. Rússneskur starfsmaður Technopromexport við lagningu Búrfellslínu Verkamönnum hótað með heimsendingu og ofbeldi RÚSSNESKUR verkamaður fyr- irtækisins Technopromexport, sem er verktaki Landsvirkjunar við lagningu Búrfellslínu, segir að starfsmönnum þess hafi verið hót- að heimsendingu og jafnvel ofbeldi heima í Rússlandi geri þeir ekki eins og þeim er sagt og meðal ann- ars hafi þeim verið bannað að ræða við fjölmiðla. Að sögn hans var sumum þein-a uppálagt að skrifa uppá sýndarsamninga um að þeir fengju greidda 4.000 dollara, þó að raunveruleg laun ættu að vera þús- und dollarar. Aleksejevitsj Rúdomjetkin, næstráðandi Technopromexport á Islandi, hafnar ásöloinunum með öllu, og segist ekki skilja á hverju þær séu byggðar. „Eg hef ekkert heyrt um ógnanir í garð starfs- manna. Þeir mega tala við hvern sem þeir kjósa,“ segir hann. Tekið skal fram að enginn yfir- manna Technopromexport var nærstaddur þegar rætt var við verkamennina. Rúdomjetkin segir að það eigi eftir að reikna út launakostnað, en að því loknu verði launin greidd út, eins og samist hafi um við íslensku verkalýðsfélögin. Ofangi-eindur heimildamaður úr hópi verkamannanna segir að flest- ir þeirra séu hræddir, aðeins fáein- ir þori að láta í sér heyra. Hann gefur þó skýrt til kynna að forráða- menn Technopromexport eigi ekki von á góðu, reyni þeir að ógna sér. Óvissa um launagreiðslur „Ég efast um að ég fái nokkum pening,“ segir hann, „og þó ég fengi þá myndu þeir hvort eð er týnast í rússneska bankakerfinu við yfirfærsluna. Það sem ég er með í vasanum, það á ég.“ Hann segir að eina leiðin til þess að tryggja að útlendu verkamennimir fái greitt sé að íslenskir verkalýðs- foringjar horfi á meðan peningam- ir séu afhentir. Mikil óvissa um greiðslu launanna kem- ur einnig fram í sam- tölum við aðra verka- menn. Þeir segjast flestir hafa fengið munnleg loforð um 1.000 dollara mánaðar- laun, eða um 70 þúsund krónur, áður en þeir fóra til Islands, en eng- ir skriflegir samningar hafi verið gerðir. Til- boðið hljóðaðí upp á margföld laun flestra þeirra heima fyrir en fram að þessu hafa þeir ekki fengið greiddar nema um 20 þúsund ís- lenskar krónur hver. Fram kemur einnig að þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir háu verðlagi hér á landi. Einn Rússanna sem rætt var við sagði að- spurður að fæði og hús- næði væri dregið af launum þeirra. Nokkram mínútum síð- ar kom hann aftur og sagðist vilja leiðrétta sig, fyrirtækið greiddi þann kostnað. Fram kom þó í samtölum við aðra að svo væri ekki. Islenskur starfsmaður sagði að rússneska fyr- irtækið hefði sagt starfsmönnum sínum að þeir væra með sömu laun og Islendingar, en að frádregnum fæðis- og húsnæðiskostnaði væra aðeins eftir 70 þúsund krón- ur. „Það er verið að plata karla- greyin," sagði annar Islendingur. Vilja ekki fara heim til Rússlands Þrátt fyrir óvissuna vildi enginn útlendu verkamannanna sem rætt MASTUR Búrfellslínu klifið. var við fara heim því þar bíður þeiraa jafnvel enn verra ástand, laun hafa oft ekki verið greidd mánuðum saman og óljóst er hvort vinnu er yfirleitt að hafa. Allir verkámenn sem rætt var við voru fjölskyldumenn og sumir lýstu áhyggjum vegna þess að þeim hefði ekki tekist að senda laun heim. „Verkfærin og tæknin er um 20- 30 áram á eftir því sem tíðkast hjá okkur, en kunnáttan og vinnu- brögðin era góð,“ segir einn Is- lendinganna sem starfar fyrir J.A. verktaká, undirvertaka Technopromexport. Það kemur enda fram af frásögn útlendinganna sjálfra að þeir hafa verið sérvaldir og fengnir að láni úr fyrirtækjum sem starfa í ýms- um hlutum nokkurra lýðvelda Sov- étríkjanna fyrrverandi. Margir þéirra era frá iðnaðarborginni Krasnodars í Stavropol-héraði í Suður-Rússlandi, nokkrir frá Úkraínu, Síberíu og Georgíu. Sam- tals era þeir 56. Algeng laun verkamannanna í heimalöndum þeirra eru um 7-14 þúsund krónur. Erfitt er þó fyrir þá að meta upphæðimar, því á meðan á dvöl þein’a hefur staðið hefur rúblan fallið gífurlega. Samskipti á blöndu tungumála og með fingramáli Samskipti útlendinganna og Is- lendinganna fara fram á tungu- málablöndu og fingi-amáli. Hinir síðarnefndu segja þó að ótrúlega vel gangi að gera sig skiljanlegan. í upphafi hafi útlendingarnir verið tortryggnir þegar íslensku verka- lýðsfélögin byrjuðu að mótmæla starfsháttum Technopromexport, en eftir að þeir fengu upplýsingar á rússnesku frá félögunum hafi við- horf þeirra breyst og samskipti þeirra við íslensku starfsfélagana orðið betri. Það kemur þó fram að útlend- ingarnir hafa ekki nema takmark- aða hugmynd um deilumar sem staðið hafa að undanförnu. „Það era miklar hetjur í íslensku verka- lýðsfélögunum,11 segir þó einn þeirra. „Því miður höfum við ekki svona félög heima, þau voru þó einu sinni til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.