Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Upptökur
Tripp fjöl-
faldaðar?
________________ERLENT_______
Clinton þótti standa sig
betur en í sjónvarpsávarpi
ÞAÐ virðist nær samdóma álit fjöl-
miðla í Bandaríkjunum að mynd-
bandið af yfirheyrslu Kenneths St-
arrs, sérskipaðs saksóknara, yfir
Bill Clinton, forseta Bandaríkj-
anna, hafi ekki reynst forsetanum
jafn skaðlegt og búist hafði verið
við. Forsetinn hafi verið nokkuð
óstyrkur en staðið sig að öðru leyti
vel, haldið stillingu sinni og verið
„forsetalegur“ í framkomu. And-
stæðingar Clintons benda hins
vegar á að hártoganir Clintons um
hvað teljist kynlíf og hvað ekki séu
lítt aðdáunarverðar. Ólíklegt virð-
ist því að nokkur muni breyta af-
stöðu sinni til forsetans eftir að
hafa séð myndbandið umtalaða og
telja bandarískir fréttaskýrendur
að sýning þess hafi einungis styrkt
menn í þeirri afstöðu sem þeir þeg-
ar höfðu mótað sér.
Demókratar og repúblikanar eru
sammála um að ekkert nýtt hafi í
raun komið fram á myndbandinu
og því hafi alls ekki riðið yfir sá
,jarðskjálfti“ sem spáð hafði verið.
Sagði repúblikaninn Charles E.
Grassley frá Iowa, sem situr í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings, að
hann ætti ekki von á því að mynd-
bandið hefði áhrif á skoðanir al-
mennings. „Miðað við þær vænt-
ingar sem bæði fylgjendur og and-
stæðingar forsetans kyntu undir er
óhætt að segja að sýning mynd-
bandsins hafi ekki mælst á Rieht-
er-kvarðanum.“
Þingmenn flokkanna voru var-
kárir í yfirlýsingum og virtist sem
sumir þeirra vildu lítt tjá sig um
myndbandið fyrr en þeir vissu hver
viðbrögð umbjóðenda þeirra yrðu.
Þrátt fyrir það leyndi sér ekki að
demókratar glöddust ákaflega yfir
því að ekki var að finna neitt á
myndbandinu sem gerði stöðu for-
setans verri en hún þegar er og
telja þeir enda að mál forsetans
hafi þegar skaðað möguleika þeirra
í væntanlegum þingkosningum
nægilega mikið.
Repúblikanar voru klofnir í af-
stöðu sinni þótt enginn þeirra er
tjáðu sig héldi því fram að mynd-
bandið bætti nokkru við í málinu
gegn Clinton. Héldu sumir því
fram að myndbandið yrði enn eitt
málið er kæmi forsetanum illa en
aðrir gagnrýndu birtingu mynd-
bandsins og sögðu Clinton þar hafa
haft vinninginn. Kvaðst Tom
Korologos, sem m.a. vann fyrir
Richard Nixon meðan á Waterga-
te-hneykslinu stóð, telja mynd-
bandið „stórsigur" fyrir Clinton.
„Mér fannst hann standa sig frá-
bærlega vel.“
Besta vörn Clintons
hingað til?
Einn fréttaskýrenda The Was-
hington Post hélt því fram í gær að
hversu undarlega sem það nú
hljómaði þá hefði Clinton á mynd-
bandinu lagt á borð sína bestu og
áhrifamestu vöm fyrir hegðun
sinni í Lewinsky-málinu. Þetta
væri nokkuð kaldhæðnislegt þar
sem Clinton skaut sér lengi undan
því að bera vitni fyrir rannsóknar-
kviðdómnum og þegar dómsmála-
nefnd þingsins ákvað í síðustu viku
að birta myndbandið opinberlega
fordæmdi Hvíta húsið þá „ósann-
gjömu“ ákvörðun.
Fréttaskýrendur The New York
Times tóku í sama streng en rifj-
uðu í þessu samhengi upp sjón-
varpsávarp Clintons frá því 17.
ágúst þegar hann viðurkenndi fyrir
þjóð sinni að hann hefði átt í sam-
bandi við Monicu Lewinsky. I sjón-
varpsávarpi sínu hefði Clinton
vissulega viðurkennt „óviðeigandi
samband" en síðan eytt mestum
tíma sínum í árásir á Kenneth St-
arr og rannsókn hans sem kostað
hefði skattborgara milljónir doll-
ara.
I vitnisburði sínum fyrr um dag-
inn, sem nú hefur verið sýndur op-
inberlega, hefði Clinton hins vegar
virst fullur iðmnar, hann fór falleg-
um orðum um Lewinsky og réðst
lítt að Starr og rannsókn hans.
„Ósamræmið í ávarpi forsetans um
kvöldið og vitnisburðinum fyrr um
daginn er svo mikið að við hljótum
að spyrja: Hvers vegna valdi Clint-
on ekki að flytja sjónvarpsávarp
sem var meira í stíl við vitnisburð-
inn þar sem honum tókst mun bet-
ur upp?“
Segir The New York Times að
ekki hefði verið útilokað að Clinton
hefði tekist að binda enda á málið,
hefði hann flutt ávarp meira í lík-
ingu við vitnisburðinn, enda höfðu
jafnvel andstæðingar hans gefið í
skyn að svo gæti farið ef forsetinn
sýndi raunvemlega iðmn. I staðinn
hlaut Clinton hins vegar að launum
reiði jafnvel sinna helstu banda-
manna.
Er The Washington Post sam-
mála því að Clinton hefði betur
haldið sig við þennan tón þegar
hann flutti sjónvarpsávarp sitt 17.
ágúst. Virðist Clinton hafa gert
þau mistök að gera almenningi
upp þekkingu á framgangi mála
þá um daginn sem almenningur
einfaldlega hafði ekki og var því
ekki í aðstöðu til að geta skilið eða
samþykkt reiði hans í sjónvarps-
ávarpinu. Metur blaðið því hlutina
svo að birting myndbandsins hafi
nú loksins skýrt hugarástand for-
setans þá um kvöldið og þannig
sett ávarpið 17. ágúst í rétt sam-
hengi.
Fáir vilja hins vegar spá um
hvaða áhrif birting myndbandsins
eigi í raun eftir að hafa. Segir The
Washington Post að kannski eigi
viðbrögð almennings eftir að velta
á því hvaða útgáfu þeir sáu af
myndbandinu, ekki sé nefnilega
nóg að sjá hápunkta vitnisburðar-
ins til að fá heildstæða mynd af
fundi Clintons og Starrs. Bæði hafi
skap Clintons verið af ýmsum toga,
í takti við spurningar Starrs og að-
stoðarmanna hans, og svo hafi það
mikil áhrif að áhorfendur sáu
aldrei þá sem spurðu Clinton
spjömnum úr, raddir þeirra vom
andlitslausar og hljómuðu oft eins
og drynjandi barnaskólakennarar
sem væm ósáttir við hegðun nem-
anda síns.
„Bandarískur almenningur hef-
ur þegar mótað sér skoðun. Nú vill
hann það eitt að þessu máli ljúki,“
segir einn viðmælenda The Was-
hington Post. Bætir fréttaskýrandi
blaðsins því við að birting mynd-
bandsins sé því miður einn naglinn
í kistu þess trúnaðartrausts sem
eitt sinn ríkti milli almennings og
stjómvalda.
Washington. Reuters.
KENNETH Starr, sérskipaður
saksóknari, rannsakar nú hvort
átt hafí verið við upptökur sem
Linda Tripp, samstarfskona Mon-
icu Lewinsky, gerði af samtölum
þeirra þar sem sú síðarnefnda
lýsti sambandi sínu við Bill Clint-
on Bandarílgaforseta. Tripp af-
henti Starr upptökumar í tengsl-
um við rannsókn Starrs á sam-
bandi forsetans við Lewinsky en
í skjölum um rannsóknina sem
gerð vom opinber á mánudag,
kemur fram að upptökurnar hafi
að öllum likindum verið fjölfald-
aðar.
í skjölum Starr kemur fram að
Tripp, sem var eitt af mikilvæg-
ustu vitnunum í rannsókn hans á
forsetanum, er nú sjálf undir
smásjánni. „Ef ungfrú Tripp fjöl-
faldaði einverjar snældur sjálf
eða vissi að þær hefðu verið fjöl-
faldaðar, laug hún eiðsvarin fyrir
rannsóknarrétti og í yfirlýsingu
fyrir rétti," segir talsmaður St-
arrs.
Tripp afhenti Starr 20 klukku-
stunda upptökur í janúar sl.
Bandaríska alríkislögreglan skoð-
aði snældurnar og komst að þeirri
niðurstöðu að hluti þeirra kæmi
ekki heim og saman við tækið
sem Tripp kveðst hafa notað.
Þá á Tripp yfir höfði sér mál-
sókn þar sem hún hafi brotið lög
Maryland-ríkis er hún tók upp
samtölin við Lewinsky. Tripp seg-
ist ekki hafa brotið af sér og full-
yrðir að Lewinsky hafi haft ein-
hveija vitneskju um upptökumar
og það að hún punktaði niður hjá
sér ýmislegt það sem Lewinsky
sagði. Því neitar Lewinsky.
Leiðarahöfundar dagblaðanna fjalla um áhrif birtingar yfírheyrslunnar yfír Clinton
Myndbandið ræð-
ur ekki úrslitum
Reuters
PALESTÍNUARABI les dagblað, sem fjallar um sýningu myndbandsins
með framburði Clintons, í borginni Hebron á Vesturbakkanum í gær.
LEIÐARAR helstu dagblaða
Bandaríkjanna voru í gær tileinkað-
ir myndbandinu með vitnisburði
Clintons.
Gengur The Wall Street Journal
áberandi lengst stórblaðanna í and-
stöðu sinni við Clinton og segist al-
gerlega ósammála þeim sem telja
sýningu myndbandsins sigur fyrir
forsetann. Verjendur Clintons vilji
reyna að telja Bandaríkjamönnum
trú um að Kenneth Starr hafi ein-
faldlega vaknað einn daginn „og
ákveðið að það gæti verið gaman að
eltast við Bill Clinton". Segir blaðið
hins vegar að hártoganir Clintons
við yfirheyrsluna séu engu lagi líkar
og vert sé að muna að forseti
Bandaríkjanna hafi engan rétt,
frekar en aðrir dauðlegir menn, til
að brjóta lögin. Segir blaðið það
skoðun sína að það veki nú „við-
bjóð“ meirihluta dómkerfisins
bandaríska, hvar í flokki sem menn
standa, hvemig Hvíta húsið svívirði
lög landsins. „Með birtingu mynd-
bandsins í gær [fyrradag] tókst Bill
Clinton ef til vill að láta svo líta út
sem sannleikurinn skipti engu máli.
Þjóðin hefur ekki enn kynnst fylli-
lega afleiðingum þessa afreks for-
setans."
Blaðið The Washington Post seg-
ir í leiðara sínum að myndbandið
hafi tekið af öll tvímæli um það að
CÍinton laug fyrir rétti, jafnvel þótt
forsetinn sjálfur telji svo ekki vera,
um samband sitt við Monicu Lewin-
sky. Þetta sé sú vandasama staða
sem menn standi frammi fyrir, bæði
almenningur og þingmenn. Telur
blaðið að ekki sé hægt að líta fram-
hjá ósannindum forsetans því með
því séu menn að gefa frá sér réttinn
til að kvarta hástöfum næst þegar
maður í opinberri stöðu fremur
meinsæri. Segir blaðið því afstöðu
sína áfram vera þá að þingið hefji
umræður um málshöfðun til emb-
ættismissis og taki síðan að vel
ígrunduðu máli afstöðu til þess
hvort um slíka málshöfðun verður
að ræða.
The New York Times gengur
ekki jafnlangt í leiðara sínum og
segir óvíst hvort bandarísku þjóð-
inni og stjórnkerfi hennar sé nokk-
ur greiði gerður með því að höfða
mál á hendur Clinton. Hitt sé alveg
ljóst að ekki megi fórna lögum og
rétti, þótt menn vilji gjarnan fyrir-
gefa forseta sínum, og hann geti
ekki lengur farið fram á það við
þjóð sína að hún umberi lygar hans,
Clinton verði að gangast við lyginni
sem hann hafði í frammi um sam-
bandið við Lewinsky.
Segir blaðið myndbandið hafa
sálfræðilega séð verið „hörku-
spennandi" enda mátti þar líta öll
hin mörgu andlit Clintons. Hann
beitti gamansemi og einnig per-
sónutöfrum þeim sem fleytt hefðu
honum svo langt. En ekki síður
hefði mátt greina reiði forsetans
undir niðri yfir „þeim illu öflum
sem nú sæktu svo hart að honum
án þess að hann hefði nokkuð til
þess unnið“. Forsetinn hefði hins
vegar ekki misst stjórn á skapi
sínu, eins og menn héldu, og það
væri sennilega skýringin á þeirri
reiði sem Clinton sýndi í sjónvarps-
ávarpi sínu um kvöldið. Segir blað-
ið að þegar öllu sé á botninn hvolft
hljóti menn að hafa meiri áhuga á
vandamálum þjóðarbúsins en per-
sónulegri stöðu Clintons. Lærdóm-
urinn sem draga mætti af birtingu
myndbandsins væri sá að kjósend-
um væri best þjónað þegar öllum
upplýsingum er komið á framfæri
án tafar.
„Við erum öll Bill Clinton"
Evrópskir fjölmiðlar höfðu marg-
ir uppi getgátur um að andstæðing-
ar forsetans væru að gera valda-
stofnunum Bandaríkjanna enn
meiri grikk en Clinton sjálfum per-
sónulega. Pólska dagblaðið Rze-
czpospolita sagði hins vegar að
sennilega væri veröldinni mestur
greiði gerður ef Clinton segði af sér
og í sama streng tók austurríska
dagblaðið Der Standard.
Breska blaðið The Times sagði
Bandaríkjaforseta hafa þurft að
þola niðurlægingu sem enginn for-
vera hans hefði einu sinni getað lát-
ið sér koma til hugar. Samt sem áð-
ur hefði Clinton haft stjórn á sér og
telur The Times að hártoganir hans
hefðu ekki verið „hneykslanlegar
miðað við allar aðstæður". Forset-
inn hefði að vísu örugglega ekki
unnið sér stað.í hjarta Bandaríkja-
manna með vafasamri túlkun sinni á
því hvað orð eins og „aleinn“ merkti
en ekki heldur hefði myndbandið
verið sú sprengja sem margir áttu
von á. Spáði blaðið því hins vegar að
lokum að enn ætti þetta mál eftir að
einoka forsíður heimsblaðanna.
The Independent taldi hins vegar
mikilvægt að þessum „fjöl-
miðlasirkus" lyki. Gerði blaðið að
umtalsefni þá staðreynd að á meðan
veröldin horfði fram á erfið efna-
hagsvandamál hefði síðasta stór-
veldið ákveðið að eyða tíma sínum í
að „pynta“ leiðtoga sinn opinber-
lega. Bandaríkjamönnum færi betur
að muna að Bandaríkin voru byggð
á lögum og rétti einstaklingins.
Auðvitað væri forsetinn ekki yfir
lögin hafinn en ekki heldur ætti
hann að njóta minni réttinda en aðr-
ir. Sagði leiðarahöfundur í fram-
haldinu að augljóst væri að sóknin á
hendur Clinton byggðist ekld á rétt-
lætinu heldur flokkspólitík. The
Independent kvaðst að lokum telja
að Clinton ætti, ef það væri ekki
þegar um seinan, að viðurkenna að
hann laug fyrir rétti og gangast
þannig undir refsingu þingsins því
jafnvel þótt brottrekstur hans úr
embætti yrði niðurstaðan þá væri í
það minnsta yfir því meiri sómi en
með því að halda því til streitu að
hann hefði ekki logið.
Mörg dagblaðanna í Evrópu
sögðu Bandaríkin gera sig að at-
hlægi í augum alheims með málinu
öllu saman og Le Soir í Belgíu lýsti
yfir samúð sinni með Clinton. „For-
seti Bandaríkjanna á sama rétt á
einkalífi og við hin. Hans réttur er
okkar réttur. f þessu máli erum við
öll í stöðu Bills Clintons.“
Frumlegast í umfjöllun sinni var
þó líklega þýska blaðið Hamburger
Morgenpost sem ákvað, eftir að les-
endur þess höfðu ítrekað kvartað
yfir umfjöllun blaðsins, að birta
tvær auðar síður í blaðinu en þó
með fyrirsögninni „klámfengnar yf-
irheyrslur yfir Clinton: við erum
búin að fá nóg“.