Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugleiðir kanna markaði í Rússlandi og öðrum ríkjum Austur-Evrópu Markaðssljóri Heklu hf. Yilja helst Sankti Pétursborg en Rússar bjóða Moskvu ÁHUGI Flugleiða á hugsanlegu flugi milli Islands og Rússlands beinist helst að Sankti Pétursborg sem áfangastað en fulltrúar Rússa í viðræðum um væntanlegan loft- ferðasamning landanna hafa ekki viljað ljá máls á öðrum áfangastað en Moskvu, að því er Pétur J. Ei- ríksson, framkvæmdastjóri við- skiptaþróunarsviðs Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Pétur segir talsverðan tíma munu líða þar til Flugleiðir hefji hugsanlega flug milli landanna, jafnvel þótt loftferðasamningur komist á. Efnahags- og stjómmála- ástand í Rússlandi sé með þeim hætti um þessar mundir að óvissa ríki um uppbyggingu viðskipta. Telur hann allt eins víst að tvö til þrjú ár geti liðið þar til nýr áfanga- staður í Rússlandi bætist í net Flugleiða. Með flugi milli Helsinki og Is- lands hafa opnast möguleikar á frekara flugi til austurs og segir Pétur ýmsar markaðsrannsóknir hafa farið fram í þeim efnum. Varðandi flug til Moskvu segir hann það erfiðleikum bundið vegna tenginga í Keflavík. Vél sem færi frá íslandi að morgni yrði ekki komin til baka nægilega snemma til að farþegar gætu haldið áfram til Bandaríkjanna síðdegis sama dag þar sem flugtíminn væri það langur. Af þeim sökum hefði fyrirtækið fremur augastað á Sankti Péturs- borg en Rússar hefðu ekki viljað fallast á það í bili, horfðu fyrst og fremst á Moskvu en segðu að Sankti Pétursborg geti komið til greina síðar. Pétur sagði ekld hafa verið ræddar neinar hugmyndir um samstarf við önnur flugfélög í þessum efnum. Sölustarf styrkt í Eystra- saltslöndum Pétur segir Flugleiðir vera að styrkja mjög sölustarf sitt í Finn- landi og Eystrasaltslöndunum en hægt er að tengja flug frá þeim við flug Flugleiða til dæmis fl'á Helsinki eða Stokkhólmi. Hann segir hugmyndina að fljúga til Helsinki að minnsta kosti fram eft- ir næsta vetri og síðan áfram næsta sumar og telur að það taki kringum þrjú ár að byggja upp nýjan áfangastað. Ætlunin sé að byggja upp samband við austur- hluta Evrópu gegnum Helsinki. Að öðru leyti sagði Pétur að ákveðið hefði verið að staldra við í uppbyggingu nýrra áfangastaða í bili, félagið hefði vaxið hratt síðustu misserin og nú væri aðalatriðið að gera betur á núverandi áfangastöð- um. Borgarráð leyfír gerð mislægra gatnamóta Miklubrautar og Skeiðarvogs Fyrsti áfang- inn boðinn út BORGARRÁÐ hefur staðfest framkvæmdaleyfí fyrir mislæg gatnamót við Miklubraut og Skeiðarvog en skipulagsstjóri rík- isins hefur úrskurðað vegna mats á umhverfisáhrifum og heimilað framkvæmdina. Áætlaður heildar- kostnaður er um 500 milljónir króna. Að sögn Ólafs Bjarnasonar, að- stoðarborgarverkfræðings, hefur fyrsti áfangi verksins verið boðinn út og er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í október nk. en steftit er að verklokum næsta haust. í fyrsta áfanga verða gerð ný gatnamót til bráðabirgða og verða þau austan við núverandi gatna- mót Miklubrautar og Skeiðarvogs en gert er ráð fyrir að loka Skeið- arvogi í núverandi mynd eftir ára- mót og verður sá hluti lokaður á meðan á framkvæmdum stendur. Jafnframt verða í fyrsta áfanga gerð undirgöng fyrir gangandi vegfarendur undir væntanlega vegslaufu og gróf fylling lögð und- ir vegslaufu í norð-vestur horni gatnamótanna. Áætlaður kostnað- ur við áfangann er um 50 milljónir króna. Seinni áfanginn verður boðinn út í desember en það er aðalhluti verksins, sjálf brúargerðin, aðal- fyllingar og vegslaufur. -Reiknað er með að vinna við þann áfanga geti hafíst upp úr næstu áramót- um og að vegtengingum verði lok- ið 1. september á næsta ári en eft- ir það tekur við frágangsvinna. mm Breytingaskeiðið tlOf 1108 VGl getun veriö besta tímabíl ævinnar Hjúkrunarfræöingur kynnir öflugu Menopace vítamín og steinefnablönduna ætluö konum um og eftir fertugt / . .. 14-18 Menopace Hentugur valkostur fyrir konur um og eftir breytingaraldur. Auðvelt - aSeins 1 hylki á dag með máltíð. O VITABIOTICS flpótek Norðurbæjar Miðvangi 41, S. 555 3966 Andlát EIRÍKUR BJÖRNSSON LÁTINN er Eiríkur Bjömsson, bóndi og rafvirki í Svínadal í Skaftártungu, Vestur- Skaftafellssýslu. Eirík- ur var fæddur 5. des- ember árið 1900, sonur hjónanna Vigdísar Sæ- mundsdóttur og Björns Eiríkssonar í Svínadal. Eftirlifandi kona_ Eiríks heitir Ágústa Ágústs- dóttir og dvelur hún á hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Böm þeirra eru Sigur- dís Erla Eiríksdóttir, Björn Eiríksson rafvirki og Ágúst H.S. Eiríksson rafvélavirki. Eiríkur var um órabil einn af frumkvöðlum við rafvæðingu lands- ins. Hann smíðaði túrbínur og setti upp rafstöðvar við sveita- bæi víða um land. Ei- ríkur nam sín fræði að mestu af Bjarna Run- ólfssyni í Hólmi og var kominn á þrítugsaldur þegar hann hóf afskipti sín af rafmagninu. Efth' nokkurra ára samstarf við Bjarna í Hólmi hóf Eiríkur að setja upp vatnsaflsstöðvar fyrir bændur, sem óskuðu þess og munu þær hafa orðið um 50 talsins sem hann setti upp á áratuga löngum starfsferli sínum. Eiríkur var sæmd- ur Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1986. Birting auglýsing- arinnar mistök GÍSLI Vagn Jónsson, markaðsstjóri Heklu hf., segir að um mistök hafi verið að ræða þegar auglýsing frá fyrirtækinu með bami ofan á þvotta- vél birtist í tímaritum eftir að Sam- keppnisstofnun hafði beint þeim til- mælum til Heklu hf. að hætta birt- ingu auglýsingarinnar. Samkeppnis- ráð hefur nú bannað fyrirtækinu birtingu auglýsingarinnar, eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Gísli segir ástæðu þess að auglýs- ingin birtist vera mannleg mistök vegna sumarleyfa. Röng filma hafi birst. Sú rétta, sem hafi átt að birt- ast, hafi sýnt barnið fyrir framan þvottavélina. Gísli sagði aðspurður að aldrei hafi annað staðið til en fara að tilmælum Samkeppnisstofnunar í þessum efn- um. Hekla hafi komið athugasemdum á framfæri við Samkeppnisstofnun þegar málið hafi komið upp fyrst, en Samkeppnisstofnun ekki tekið sjón- armið fyrirtækisins til ^greina og við því sé ekkert að segja. I kjölfarið hafi síðan auglýsingin birst vegna mistaka sem rekja megi til sumarleyfa og þess einnig að vinnsluferill þeirra tímarita sem hér um ræðir sé talsvert langur. ------------------ Menntamálaráðherr- ar íslands og Færeyja Yfírlýsing' um samstarf SIGNAR á Brúnni, menntamálaráð- herra Færeyja, og Bjöm Bjarnason menntamálai-áðherra rituðu undir samstarfsyfirlýsingu um mennta-, vísinda- og menningarmál Færeyja og íslands á fundi í Þórshöfn, höfuð- borg Færeyja, á sunnudag. í fi’éttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu segir að markmið yfirlýsingarinnar sé að menntamála- ráðuneytin og þeir skólar og stofnan- ir aðrar, sem undir þau heyra, veiti gagnkvæmt liðsinni í starfi á sviði menntunar, vísindarannsókna og menningar. Fjórþætt samstarf í samstarfsyfirlýsingunni kveður meðal annars á um að embættis- menn beggja ráðuneyta hafi með sér samráð og skiptist á upplýsingum og reynslu, samstarf verði á öllum skólastigum, þjóðirnar veiti hvor annarri ráð og leiðbeiningar eftir föngum við vísindarannsóknir og efnt verði til samstarfs þar sem kost- ur er, auk þess sem samskipti þeirra verði efld á menningarsviði eftir megni. Björn og kona hans, Rut Ingólfs- dóttir, voru gestir Signars á Brúnni og Gunnvarar á Brúnni, konu hans. Þau heimsóttu menningarstofnanir og skóla í Færeyjum. Einnig flutti menntamálaráðherra erindi í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn og ræddi um sjálfstæðisbaráttu íslendinga. ------------------ Sendibíll í Yíðidalsá LÍTILL sendibíll fór út af þjóðveg- inum við brúna yfir Víðidalsá, skammt norðan Víðigerðis í Húna- þingi laust fyrir hádegi í gær. Lenti bíllinn í ánni og ökumaður slasaðist nokkuð. Var hann fluttur á spítala í Reykjavík. Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var veður þokkalegt og aðstæður góðar. Lá ekki ljóst fyrir í gær hvað fór úrskeiðis hjá ökumanni sendibíls- ins sem var einn á ferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.