Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ♦ Skuldir heimilanna jukust um 43 milljarða undanfarið ár SKULDIR heimilanna við opinber- ar lánastofnanir, lífeyrissjóði, tryggingarfélög og bankakerfi námu 407 milljörðum króna um mitt þetta ár og höfðu aukist um 43 milljarða króna frá sama tíma í fyrra eða um 11,8%. Þetta er tals- vert meiri aukning skulda heimil- anna en árið á undan, því skuldir heimilanna jukust um 28 milljarða króna frá júlíbyrjun 1996 til júníloka í fyrra, sem jafngildir 8,3% aukningu. Þessi skuldaaukning heimilanna kemur til viðbótar mikilli hækkun ráðstöfunartekna á síðustu misser- um. Már Guðmundsson, aðalhag- fræðingur Seðlabanka Islands, seg- ir að þetta sýni að heimilin séu að endurmeta varanlegar tekjur sínar til hækkunar í kjölfar þess að raun- kaupmáttur hafi aukist verulega vegna kjarasamninga, minni verðbólgu, skattalækkana og fleira. Fólk virðist reikna með að þessi hækkun sé að verulegu leyti varan- leg og hærra tekjustig geri það að verkum að heimilin skuldsetji sig meira en áður. Spurningin sé hins vegar sú hvort heimilin taki nægi- lega mikið tillit til þess að auðvitað séu alltaf vissar líkur á að einhvern tíma geti komið til samdráttar. Viðskiptahallinn fer vaxandi Már sagði aðspurður að mikil aukning eftirspurnar hér á landi, sem drifin sé áfram af þessari miklu kaupmáttaraukningu og sem meðal annars endurspeglist í þess- ari skuldaaukningu heimilanna, sé mjög líklega umfram það sem efna- hagslífið þoli til lengdar, enda fari viðskiptahallinn vaxandi. „Þó svo verðbólgan sé mjög lág nú, þá er auðvitað sú hætta fyrir hendi, ef innlend eftirspurn vex of hratt og viðskiptahalli verður of mikill, að það geti á einhverju stigi haft áhrif á gengið og þá vex verðbólgan eitthvað aftur. Við er- um að sjá merkin um þetta í þess- um viðskiptahalla og það er auðvitað nokkurt áhyggjuefni," sagði Már. Hann rifjaði upp að Seðlabank- inn hefði bent á þessi ofþenslu- merki fyrr í sumar, sérstaklega við- skiptahallann og sagt að í ljósi þess að verðbólgan væri lág og peninga- stefnan þegar mjög aðhaldssöm, þyrfti helst að bregðast við þessum merkjum með auknu aðhaldi í ríkis- fjármálum, annaðhvort með því að hækka skatta eða skera niður út- gjöld. „Það er ekkert fram komið í sumar sem breytir þessari mynd í meginatriðum sem við drógum upp í upphafi sumars, nema bara að verðbólgan hefur verið minni og viðskiptahallinn líklega þó nokkuð meiri,“ sagði Már. Hann sagði aðspurður að erfitt væri að tala um það að skuldsetn- ing heimilanna væri komin á ein- hver hættumörk að meðaltali. Það yrði að metast í hverju tilviki íýrir sig í samhengi við tekjur og greiðslubyi’ði. Almennt sýndi þessi þróun að tekjuaukningin síðustu misseri hefði orðið til þess að fólk treysti sér til að auka skuldir sínar enn frekar og miðaði við hærri tekj- ur í því sambandi. Þá væri einnig rétt að benda á að lánstími hefði al- mennt lengst og vextir lækkað. Spurningin væri hins vegar sú hvað gerðist ef nýtt samdráttartímabil hæfist og það væri óvarlegt að gera ráð fyrii’ öðru en að til slíks kæmi einhvern tíma. Starfshópur fjallar um Miramax RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gærmorgun tillögu um að skipað- ur yrði starfshópur fjögun’a ráðuneyta til að fjalla um áhuga kvikmyndaversins Miramax/- Dimension á að vinna kvikmyndir á Islandi. Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði í gær fram minnisblað þar sem hann gerði að tillögu sinni að hópurinn yrði skipaður. Viðskiptaráðuneyti hefði forræði fyi-ir hópnum, sem yrði skipaður fulltrúum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, mennta- málaráðuneytis, fjármálaráðu- neytis og umhverfisráðuneytis. Forsaga þessa máls er sú að í ágústlok kom hingað Cary Granat, forstjóri Dimension Films hjá Miramax, til að kanna hugsanlega tökustaði á Islandi fyrir gerð nýrrar Highlander kvikmyndar með Sean Connery í aðalhlutverki. Miramax er í eigu Disney-samsteypunnar. Margir framhaldsskólanemendur með farsíma Notkun bönnuð í einstaka skóla SETJA hefur þurft reglur um farsímanotkun framhaldsskóla- nema í framhaldsskólum og er hún bönnuð í einstaka skólum en í öðrum er látið nægja að kenn- arar ræði við nemendur verði vart við hringingar í kennslu- stundum. Notkunin virðist mjög misjöfn eftir skólum. I einum skóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, er notkun GSM-síma útilokuð vegna þykkrar stál- klæðningar á útveggjum skól- ans. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, segir þá skýru reglu hafa verið setta á vorönn síðasta vetrar að banna alla notkun farsíma innan veggja skólans og að það hafi verið að gefnu tilefni. „Það bar nokkuð á að símar væru að hringja í tímum og augljóst er að slíkt gengur ekki,“ sagði Sölvi í samtali við Morgunblaðið. „Það eru ótrúlega margir nemendur með farsíma og notk- unin hefur stórlega aukist í haust. Farsímar eru nýjasti þátt- urinn í neyslu unglinga, rétt eins og að reka bfl eða eitthvað annað.“ Sölvi segist verða var við notkun farsíma utan við glugga skólans og segir jafn- framt að dregið hafi stórlega úr notkun símasjálfsala sem eru í skólanum. Skólameistarinn segir hafa gengið vel að halda þessa reglu enda séu unglingar upp til hópa hlýðnir og ágætisfólk. I Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ er þetta ekki vandamál, að sögn Gísla Ragnarssonar aðstoð- arskólameistara. „Við erum svo heppin að það er ekki hægt að tala í farsíma í skólanum. Hann er allur klæddur þykkri stál- klæðningu og það fara engar bylgjur gegnum veggina,“ segir Gísli en lætur þess getið að væri ekki þessi sjálfvirka hindrun fyr- ir hendi, sem menn vissu ekki um fyrirfram, væri notkun slíkra sima bönnuð. „Margir nemendur eru með síma og þeir verða bara að fara út fyrir og hringja." —I— i !. .... ,i ■' "■ \ \ MARGIR nemendur framhaldsskóla nota farsíma dags daglega en all- ir skólar banna slíka notkun í kennslustundum, Myndin er sviðsett. Morgunblaðið/Ásdís BANNAÐ hefur verið að nota farsíma í Fjöl- brautaskólanum í Ármúla. Farsímanotkun orðin fáránleg Ragnheiður Torfadóttir, rektor Mennta- skólans í Reykja- vík, segir notkun farsíma ekki bannaða í skól- anum, að ekki hefði reynst nauðsynlegt að grípa til slíkra ráðstafana. „Ef farsími fer að hringja í skóla- stofu eru kenn- ararnir ekkert blíðir og þessi farsímanotkun er auðvitað fáránleg," segir rektor, „fólk getur vart gengið örfá skref án þess að láta hann trufla sig á öll- um tímum.“ Hún sagðist vita að nemendur ættu farsíma og gætu þeir sem best talað í hann utan dyra en einnig væru síma- sjálfsalar í skólanum. Farsímanotkun nemenda hef- ur ekki verið vandamál f Versl- unarskóla íslands, að sögn Þor- varðar Elíassonar skólameistara. „Það er meinalaust af hálfu skólayfirvalda að nemendur tali í farsíma í skólanum en það er eins og með alla aðra truflun í tímum að hringi farsími eru nemendur beðnir að slökkva.“ Þorvarður sagði menn ekki hafa þurft að skipta sér af farsíma- notkun nemenda, þeir ættu margir síma og einnig væru sjálfsalar í skólanum. Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, segir farsímanotkun ekkert vandamál í skólanum og að þar á bæ hafi menn komist hjá því að setja nokkrar reglur aðrar en að á þeim sé slökkt í kennslustund- um. I þau fáu skipti sem notkun- ar hafi orðið vart í tímum hafi kennarar orðið sammála um að líða slíkt ekki. I Menntaskólanum á Akureyri hefur farsímanotkun nemenda ekki truflað skólastarf og ekki hefur þurft að setja reglur. Jón Már Héðinsson aðstoðarskóla- meistari segir nemendur sýna þá kurteisi að nota ekki slíka síma eða láta hringja í sig í tímum. „Við höfum því ekki þurft að setja reglur hvað sem síðar verð- ur - ef verðið heldur sífellt áfram að lækka." GPS-eigendur geta lent í vanda í ágúst næsta ár HINN 22. ágúst 1999 munu margir eigendur GPS-staðsetningartækja standa frammi fyrir svipuðu vandamáli og því sem sækir á tölvu- eigendur við upphaf ársins 2000. Að sögn Guðjóns Scheving, verk- fræðings hjá Siglingastofnun, er í öll- um GPS-tækjum teljari sem telur vikumar frá því að GPS-kerfið var fyrst tekið í gagnið 5. janúar 1980. Frá þeim tíma hefur vikutalan hækkað um 1 í hverri viku og er þessi vikutala hluti þeirra skilaboða sem GPS-tæki taka við frá gervihnatta- sendingum. Hámarkstalan sem þessir teljarar geta hins vegar tekið við er talan 1.024 og því mun það gerast við lok 1.023. viku frá upphafi GPS-sendinga að teljarinn mun sýna töluna 0 og byrjar aftur að telja upp í 1.024. Þetta gerist í fyrsta skipti 22. ágúst 1999. GPS-staðsetningartæki eru um borð í flestum eða öllum íslenskum skipum. Auk þess nota björgunar- sveith’, jeppaeigendur og útivi- starfólk tækin til staðsetningar. Guðjón segir að það verði misjafnt eftir tegundum tækja hvernig vand- ræðin vegna 22. ágúst 1999 muni birtast. Sum tæki, einkum þau elstu, geti hætt að starfa. Önnur verði óstarfhæf í skamma stund en muni síðan telja aftur með dagsetningunni 6. janúar 1980 en réttri staðsetningu. Enn önnur muni hlaða inn nýjar alm- anaksupplýsingar og starfa síðan á réttan hátt. Hann ráðleggur öllum eigendum GPS-tækja að hafa samband við framleiðendur tækja sinna og leita upplýsinga um hvaða áhrif 22. ágúst 1999 muni hafa á búnaðinn. Almenn- ar upplýsingar um málið er m.a. að finna á heimasíðu bandarísku strand- gæslunnar, http:www.uscg.mil. Meðal þeirra aðila sem nota mikið GPS-tæki eru björgunarsveitir Landsbjargar. Kristján Birgisson, hjá Landsbjörgu, sagði að þar vissu menn af þessu vandamáli og þeir kynntu það á þeim námskeiðum sem Landsbjörg stendur fyrir. Lands- björg sem slík á, að sögn Kristjáns, engin GPS-tæki heldur eru þau í eigu einstakra björgunarsveita. Minnsta atvinnu- leysi síðan 1991 ATVINNULEYSI í ágúst sl. var 2,2% á landinu öllu og hefur atvinnu- leysi í þessum mánuði ekki verið lægi’a síðan í ágúst 1991. Vinnumála- stofnun spáir því að atvinnuleysi minnki enn í september og verði á bilinu 1,8-2,1%. Um 71% þeirra sem eru atvinnulausir búa á höfuðborgar- svæðinu. Atvinnuleysisdagar í ágúst sl. jafn- gilda því að 3.099 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Mun fleiri karlar en konur eru án vinnu eða 2.101 kona og 998 karlar. Undanfarin 10 ár hefur atvinnuleysi minnkað um 1,7% að meðaltali frá júlí til ágúst, en núna fækkar atvinnulausum milli mánaða um 13,8%. Margar konur í hlutastörfum Atvinnuleysi minnkaði í öllum landshlutum í ágúst. Mest minnkaði atvinnuleysi hlutfallslega á Norður- landi vestra og Vesturlandi, en at- vinnulausum fækkaði hins vegar mest á höfuðborgarsvæðinu. At- vinnuleysi er hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu, en minnst á Vestfjörðum. Hlutfallslegt atvinnuleysi ■ ágústmánuði 1 1989-1998 4,3 4% - 2,2 14 gj 1,1 1990 1992 1994 1996 1998 Af þeim 3.687 sem voru skráðir at- vinnulausir síðasta dag ágústmánað- ar voru 637 í hlutastörfum. 564 konur voru í hlutastörfum en jafnframt á atvinnuleysisskrá, en 73 karlar voru í sömu stöðu. I lok ágústmánaðar voru u.þ.b. 330 störf laus hjá vinnumiðlunum lands- ins og er þetta talsvert meira fram- boð á lausum störfum en var í lok júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.