Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Miklar hækkanir á verði á
heilfrystum físki frá Rússlandi
Hækkandi verð
afurða bætir
upp hærra
hráefnisverð
VERÐ á heilfrystum þorski frá
Rússum hefur hækkað mjög mikið
eða nálægt 70.000 krónum tonnið
síðan á sama tíma í fyrra og er nú
um það bil 170.000 krónur. Verð á
afurðum úr þessum físki hefur
einnig hækkað verulega eða í
svipuðu hlutfalli og því er afkoma
við vinnsluna svipuð og áður. Þess
má geta að verð á fiskinum frá
Rússum er svipað og þorskurinn
væri keyptur til vinnslu á innlend-
um mörkuðum, en afurðaverð úr
rússafískinum er eitthvað lægra.
Ketill Helgason, framkvæmda-
stjóri Rauðsíðu, sem rekur bolfisk-
vinnslu í Bolungarvík, á Bíldudal og
Þingeyri, segir í samtali við Morg-
unblaðið að vissulega hafi verð á
rússafiskinum hækkað, en afurða-
verð fari langt með að vega það upp.
Hjá fyrirtækinu vinna alls um 230
manns og hefur það tryggt sér
hráefni til vinnslu til áramóta. Ketill
segir að ekki hafi fallið úr dagur í
vinnslunni þetta ár og svo ætti ekki
heldur að vera það sem eftir er árs-
ins. Alls er gert ráð fyrir að vinna
Réttað í
Afangagili á
morgun
SMÖLUN á Landmannaafrétti
stendur yfir þessa dagana, en réttað
verður hjá Land- og Holtamönnum
í Áfangagili á morgun, fimmtudag-
inn 24. september. Smalamenn fóru
á afrétt síðastliðinn föstudag og
hafa haft bækistöðvar í Land-
mannalaugum og Landmannahelli.
Fjallkóngur Land- og Holtamanna
er Kristinn Guðnason í Skarði.
úr um 9.000 tonnum á þessu ári og
eru um 80% þorskur frá Rússum,
en þegar hefur verið unnið úr um
5.500 tonnum. Þess má geta að á
síðasta ári fóru alls um 52.000 tonn
af þorski af íslandsmiðum í fryst-
ingu í landi.
Ketill segir að fyrirtækið sé með
eigið sölukerfi fyrir afurðir sínar í
Bandaríkjunum og gangi vel að
selja þær þrátt fyrir miklar
verðhækkanir. „Verð á nánast öllu
hráefni hefur hækkað verulega og
markaðsverð afurða hefur fylgt þar
á eftir og er líklega í mörgum tilfell-
um í sögulegu hámarki nú. Fram-
boð á fiskafurðum er mun minna en
eftirspumin og því hækkar verðið.
Við það detta einhverjir kaupendur
út en aðrir halda velli, enda er það
allt í lagi, þegar hvort eð er er ekki
til nóg handa öllum. Það er ekkert
vandamál heldur að fá fisk frá
Rússum, sé „rétt“ verð greitt, en við
kaupum fiskinn bæði af innlendum
og erlendum fisksölum," segir Ket-
ill.
Vinnsla á Rússafíski
gengur vel
Friðrik Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Tanga hf. á
Vopnafirði, tekur í svipaðan streng
og Ketill. Hann segir að þar sé hald-
ið áfram að vinna Rússafisk og
gangi það vel. Verðið sé reyndar
hátt, en afkoman ekkert verri en
hún hafi verið, enda hafi afurðaverð
hækkað verulega. „Þessi vinnsla
kemur vel út hjá okkur. Við erum
ekki að vinna fisk úr eigin kvóta og
getum því ráðstafað honum með
hagkvæmari hætti. Við höfum verið
í rússafiski meira og minna frá ár-
inu 1992 og það hefur gengið vel.
Við erum einfaldlega að gera það,
sem við teljum hagstæðast hverju
sinni,“ segir Friðrik.
Morgunblaðið/Kristján Zophaníasson
MILLI13 og 15 þúsund fíár voru í Þverárrétt.
Fé smalað í Þverárrétt eftir gott sumar
Féð heldur vænna en í meðalári
FÉÐ kom sæmilega vænt af íjalli og heldur yfir meðallagi.
SAFN milli 13 og 15 þúsund fjár
var rekið í Þverárrétt að þessu
sinni. Kristján Axelsson fjall-
kóngur sagði féð þokkalega vænt
og sagði eftir fyrstu daga slátr-
unar að allt benti til að það væri
yfir meðallagi í ár enda sumarið
gott.
Hátt í sextíu manns smala á af-
réttum hluta Norðurárdals, Staf-
holtstungna, Þverárhlíðar og
Hvítársíðu og taka göngur frá
einum upp í fjóra daga eftir því
hvaða svæði þarf að leita. Um síð-
ustu helgi var enn leitað og um
næstu helgi verða siðustu leitir.
Krisf ján Axelsson sagði tals-
vert af fólki einnig hafa verið í
réttunum en bæði fólki og fénaði
hefði fækkað undanfarin ár. Dilk-
ar Þverárréttar geta tekið kring-
um 23 þúsund fjár en fénaði hef-
ur fækkað um kringum 10
þúsund á síðustu tíu til fímmtán
árum. Hann sagði gangnamenn
hafa fengið afleitt veður, rok og
byl, og hefði ekki verið hægt að
leita á einstaka svæði. Þá fót-
brotnaði hestur og var ekki um
annað að gera en aflífa hann.
Kristján sagði gott tíðarfar
skýringuna á vænu fé í ár, sagði
útlitið reyndar ekki hafa verið
gott í vor þar sem menn hefðu
ekki átt gott fóður eftir erfítt
sumar í fyrra. Staðan væri hins
vegar betri eftir sumarið sem nú
er að líða.
Margvíslegar rannsóknir kynntar á Íslensk-amerískum vísindadögum í næstu viku
Áhugi á samstarfi við
íslenska vísindamenn
JOHN Burris, vísindamaður við
Rannsóknarstofnunina í sjávarlíf-
fræði í Massachussettá í Bandaríkj-
unum, sem flytur íyrirlestur á Is-
lensk-amerískum vísindadögum í
næstu viku, telur að ávinningur sé
að auknu samstarfi landanna á sviði
vísinda. Hann segir að á sinni stofn-
un séu stundaðar rannsóknir á sviði
erfðafræði og sameindalíffræði
sjávardýra og snerti m.a. þau svið
sem íslenskir vísindamenn hjá Is-
lenskri erfðagreiningu stunda.
Vilhjálmur Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs Is-
lands, sagði að á þessum vísinda-
dögum, sem standa 28. og 29. sept-
ember, yrði i fyrsta skipti komið á
formlegu vísindasamstarfi milli ís-
lands og Bandaríkjanna. Slíkt sam-
starf hefði verið milli einstaklinga
lengi, en það hefði ekki verið hlúð
sérstaklega að því, hvorki af hálfu
íslenskra né bandarískra stjóm-
valda. Á vísindadeginum munu
National Science Foundation og
National Institute of Helth kynna
starfsemi sína, en þetta eru áhrifa-
miklar stofnanir og veita mikla
fjármuni til rannsókna í Bandaríkj-
unum.
Á vísindadeginum verður bæði
fjallað um raunvísindi og félags- og
hugvísindi. Fulltrúi frá rannsóknar-
bókasöfnum í Bandaríkjunum kynn-
ir starfsemi þeirra, en Vilhjálmur
sagði að þessi rannsóknarbókasöfn,
sem eru með miðlægan gagna-
grunn, væru einkar áhugaverð fyrir
vísindamenn í hug- og félagsvísind-
um.
Virt stofnun
Rannsóknarstofnunin í sjávarlíf-
fræði er 100 ára gömul stofnun sem
hefur stundað grunnrannsóknir í líf-
fræði og hefur sérhæft sig í
rannsóknum á lífríki sjávar, ekki
síst á grunnsævi og í fjörum. Við
stofnunina starfa um 200 vísinda-
menn.
Stofnunin er mjög hátt skrifuð í
hinu alþjóðlega vísindasamfélagi,
sem sést best á því að stofnunin hef-
ur bein tengsl við ellefu nóbelsverð-
launahafa. Hjá stofnuninni hafa
stundað nám 35 nóbelsverðlauna-
hafar.
Rannsóknir stofnunarinnar hafa
haft mjög víðtækt gildi fyrir skiln-
ing á lífverum og þess vegna hefur
sú þekking sem vísindamenn henn-
ar hafa aflað komið að notum í
læknisfræði, lyfjafræði og víðar.
Islendingar hafa ekki haft mikil
samskipti við þessa stofnun fram að
þessu. Fulltrúar Rannsóknarráðs
Islands heimsóttu hana í fyrrahaust
og sagði Vilhjálmur að mönnum
hefði strax orðið ljós þýðing þess að
koma á tengslum milli stofnunar-
innar og vísindamanna á Islandi.
Þarna væru unnar rannsóknir sem
snertu ýmislegt af þvi sem íslenskir
vísindamenn hefðu unnið að. Enn-
fremur skipti máli varðandi þau
verkefni sem íslenskir vísindamenn
taka sér fyrir hendur, að þekkja
hvaða rannsóknir væri búið að
vinna við stofnunina. Sameindalíf-
fræðin og erfðatæknin opnaði alveg
nýja möguleika í því sambandi.
John Burris sagði að í fyrri fýrir-
lestri sínum á vísindadögunum
ætlaði hann að fjalla almennt um
Rannsóknarstofnunina í sjávarlíf-
fræði og þá möguleika sem væru á
samstarfi milli hennar og íslenskra
vísindamanna.
„Hjá Rannsóknarstofnuninni í
sjávarlíffræði er á hverju sumri
boðið upp á um 20 námskeið í líf-
fræði og lyfjafræði fyrir vísinda-
menn með meistaraprófs- eða dokt-
orsgráðu. Eg er viss um að mörg
þessara námskeiða kunna að vekja
áhuga íslenskra vísindamanna, ekki
síst þau sem fjalla um erfðafræði og
sameindalíffræði. Ég veit að það er
mikið að gerast á því sviði á Islandi
núna með tilkomu íslenskrar erfð-
argreiningar og frumkvæðis Kára
Stefánssonar. Erfðarannsóknir á
bakteríum byggjast á sömu grund-
vallaratriðjim og erfðarannsóknir á
mönnum," sagði Burris.
Burris sagði að ennfremur væra
námskeið í lífeðlisfræði, fósturfræði
og taugalíffræði sem gætu vakið
áhuga Islendinga. Hann sagði að
um 30% af nemendum stofnunar-
innar kæmu frá löndum utan Band-
aríkjanna. Á síðasta ári hefðu nem-
endur frá 87 löndum stundað þar
nám. Stofnunin hefði alla tíð verið
eins konar miðstöð rannsókna og
kennslu á þessu sviði þar sem vís-
indamenn víða úr heiminum bæru
saman þekkingu sína.
Burris sagði að við Rannsóknar-
stofnunina í sjávarlíffræði væru
stundaðar rannsóknir allt frá sam-
eindalíffræði til rannsókna á vist-
kerfinu. Stærsti einstaki rannsókn-
arhópurinn ynni að rannsóknum á
vistkerfinu. Sá hópur hefði gert
miklar rannsóknir á norðlægum
slóðum. í tvö ár hefði rannsóknar-
hópur verið í Alaska við rannsóknir
sem tengjast breytingum á hitastigi
jarðar. Rannsóknir á norður- og
suðurskauti væru afar mikilvægar
fyrir þekkingu okkar varðandi
breytingar á hitastigi jarðar vegna
þess að afleiðingar þess myndu
fyrst koma fram þar.
Burris mun einnig halda annan
fyrirlestur síðari daginn þar sem
hann fjallar nánar um einstakar
rannsóknir’ sem stundaðar eru á
Rannsóknarstofnuninni í sjávarlíf-
fræði.