Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
FRETTIR
MORGUNB LAÐIÐ
.Herjólfur hægir á vid kví Keikós
Hafnarstjóri f Vestmannaeyjum hefur beðið
skipstjóra Herjólfs að hægja á ferð skipsins j
þegar siglt er fram hjá Klettsvíldnni, þar sem
EYJAMENN verða nú að sitja og standa eins og Húsavíkurmóra þóknast . . .
Spóatífa
MorgunblaðiðAann Kolbeinsson
Hringmáfur
Litrik, orugg
og skemmtileg
Fást í leikfangaverslunum, bóka-
og ritfangaverslunum,
stórmörkuðum og
W 1 matvöruverslunum
"jF um allt land.
PE_ ---DREÍF1NGARA€UU~
EEEfflBMSHHEi
Sfmi: 533-1999, Fax: 533-1995
FtetverPrice
Flæking-
ar á ferð
ÞRÁTT fyrir norðlægar áttir á
tímabili fyrr í mánuðinum hafa
fundist tveir sjaldgæfir flæk-
ingsfuglar.
Hringmáfur á 2. vetri sást í
Húsdýragarðinum en talsvert
hefur borið á þessari máfateg-
und á þessu ári. Hringmáfar
verpa í Norður-Ameríku en
eru reglulegir að vetrarlagi í
Evrópu.
Þá sást spóatífa við Hafur-
bjarnastaði á Miðnesi. Þessi
vaðfugl verpir í Síberíu og
hefur viðkomu í Evrópu á leið
sinni til og frá Afríku. Þær
sjást reglulega hér á landi þó
mest á haustin. Ungfuglar eru
líkir lóuþrælum en eru stærri
með lengri gogg og öðruvísi
bringumynstur.
Aðferðir tii að meta ferskleika fisks
Þörf fyrir
ferskleikamæl-
ingar er brýn
Guðrún Ólafsdóttir
FAIR FLOW ráð-
stefna um aðferðir til
að meta ferskleika
fisks verður haldin hér á
landi á Hótel Loftleiðum
þriðjudaginn 29. septem-
ber næstkomandi. Guðrún
Ólafsdóttir verður með er-
indi á ráðstefnunni.
- Fyrir hvað stendur
FLAÍR FLOW?
„Það er átak sem Evr-
ópusambandið styrkir til
að koma á framfæri rann-
sóknum sem styrktar hafa
verið af Evrópusamband-
inu.
Þetta er fyrsta ráðstefnan
sem haldin er hér á landi
en alls verða þær fjórar á
næstu tveimur árum.
Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins er tengiliður
átaksins hér á landi og því er það
okkar hlutverk að koma á fram-
færi þessum verkefnum til iðnað-
arins.“
- Hvaða verkefni verða kynnt
á ráðstefnunni?
„Þetta eru tvö verkefni sem
verið er að kynna, annað er sam-
skiptaverkefni sem kallast Mat á
ferskleika fisks og þar er ég
verkefnisstjóri. Hitt verkefnið
kallast tölvuvætt skynmat í fisk-
vinnslu og þeir sem kynna það
eru Emilía Martinsdóttir hjá RF
og Ólafur Magnússon hjá Tækni-
vali.
Þá kynna tveir aðilar úr fisk-
iðnaði sem meta þörfina fyrir
gæðamælingar. Annar þeirra er
Andrew Pepper frá bresku mat-
vörukeðjunni Teseo og hinn er
Hjördís Sigurðardóttir, gæða-
stjóri Bakka á Bolungarvík.
- Hvert var markmiðið með
verkefninu?
„Verkefnið um mat á fersk-
leika fisks er samskiptaverkefni
og þátttakendur í því eru frá 14
löndum í Evrópu. Markmiðið var
að samræma og meta mismun-
andi aðferðir sem notaðar eru
við ferskleikamat á fiski. í verk-
efninu voru myndaðir vinnuhóp-
ar á mismunandi fagsviðum um
ferskleikamat fisks. Fjallað var
m.a. um örverufræði, breytingar
á fitu, próteinum og
niðurbrotsefnum sem
myndast við skemmd
á fiski. Einnig eðlis-
fræðilegar aðferðir og
skynmat.“
- Hverjar voru niðurstöðurn-
ar?
„Þær eru í aðalatriðum að nú
er komið mjög gott yfirlit yfir
rannsóknir á sviði ferskleika-
mælinga og gefið var út mjög ít-
arlegt ráðstefnurit í tengslum
við lokafund verkefnisins sem
haldinn var í Frakklandi í nóv-
ember á síðasta ári.
í verkefninu kom í ljós að mik-
ill áhugi er á að koma á sam-
ræmdri skynmatsaðferð í Evr-
ópu sem hægt er að nota yfir alla
keðjuna frá veiðum og til neyt-
enda. Sú fiskflokkun sem lýst er
í tilskipunum Evrópusambands-
ins fullnægir engan veginn þeim
kröfum sem gerðar eru í dag til
gæðamats á fiski.“
Guðrún segir að niðurstaðan
sé sú að sú aðferð sem mest er
notuð í iðnaði til að meta fersk-
leika er skynmat. Stefnt er að
því að samræma og bæta aðferð-
ir sem notaðar eru við skynmat
og mælt var með gæðastuðulsað-
ferð, svokallaðri QIM aðferð sem
kynnt verður á ráðstefnunni sem
► Guðrún Ólafsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1958. Hún lauk
BS-prófi í matvælafræði frá Há-
skóla íslands árið 1980 og MS-
prófi í matvælafræði frá háskól-
anuin i Wisconsin í Bandaríkjun-
um árið 1985.
Guðrún hefur starfað á Rann-
sóknastofnun fiskiðnaðarins frá
árinu 1988 og er verkefnisstjóri
í Evrópuverkefni um ferskleika-
mat á fiski. Hún hefur unnið að
fjölmörgum rannsóknarverkefn-
um á því sviði, m.a. þróað rafnef
sem hraðvirka aðferð til að
meta ferskleika fisks.
Eiginmaður Guðrúnar er
Magnús Sigurðsson efnaverk-
fræðingur og eiga þau þrjú
börn.
tölvuvætt skynmat í fiskvinnslu.
-Út á hvað gengur tölvuvætt
skynmat í fiskvinnslu?
„í gæðastuðulsaðferðinni eru
margir gæðaþættir metnir fyrir
hvert sýni, t.d. augu, tálkn og
roð. Hver gæðaþáttur fær ein-
kunn 0-3 eða 0-2 eftir vægi og
einkunnirnar eru síðan lagðar
saman og gefa gæðastuðul sem
fylgir beinni línu eftir geymslu-
tíma í ís. Aðferð þessi hefur ver-
ið kennd á skynmatsnámskeið-
um RF og hefur
reynst afar hentug við
kennslu og þjálfun
matsmanna.
Gallar við aðferðina
hafa verið taldir að
hún er seinleg og til að ráða bót
á því þyrfti að tölvuvæða aðferð-
ina annaðhvort með því að koma
henni á handtölvur eða tengja
við tölvukerfi í vinnslunni.
Tæknival er að vinna að þessari
tölvuvæðingu í samstarfi við RF,
Bakka á Bolungarvík og Fisk-
markað Suðurnesja ásamt
RIVO-DLO rannsóknastofnun-
inni í Hollandi og tveimur fisk-
mörkuðum þar í landi.“
-Hver er þörfín í fiskiðnaði
fyrir ferskleikamælingar?
„Það kom mjög sterkt fram á
ráðstefnunni í Frakklandi að
þörfin er mjög brýn og þetta
koma þau Andrew og Hjördís til
með að fjalla um á ráðstefnunni.
Sífellt eru gerðar auknar kröfur
um gæði og skrásetningu frá
kaupendum og það er þörf fyrir
hraðvirkar og viðurkenndar
mælingar."
Guðrún bendir á að nánari
upplýsingar fáist á heimasíðum
verkefnanna en þær eru:
http://www.rfisk.is/verkefni/l 139
og http://qimit.rfisk.is
Samræmd
skynmatsað-
ferð í Evrópu