Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 2% pttírgMjiMnMífo STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BREYTT HLUTVERK ÞYRLUSVEITAR ÞYRLUBJÖRGUNARSVEIT varnarliðsins á Kefla- víkurflugvelli hefur í áranna rás sinnt ómetanlegri öryggisþjónustu fyrir Islendinga og sjófarendur og ,er þó að tryggja öryggi bandarískra flugmanna í flugsveit- um varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Þyrlubjörgunarsveitin kom til landsins árið 1971 og frá þeim tíma hefur hún bjargað um 300 manns úr bráðum lífsháska, jafnt á sjó og landi. Auk þess hefur sveitin sinnt leit og ýmsum öðrum verkefnum. Það má með sanni segja, að starf þyrlubjörgunarsveitarinnar á Keflavíkur- flugvelli hefur iðulega skilið á milli lífs og dauða. íslend- ingar standa því í þakkarskuld við björgunarsveitina og starfsmenn hennar. Þáttaskil urðu í björgunarmálum, þegar Dauphin- björgunarþyrla Landhelgisgæzlunnar, TF-SIF, kom til landsins árið 1985, en þá var farið að hafa þyrluáhöfn á vakt allan sólarhringinn. Síðar bættust læknar í hópinn frá slysadeild Borgarspítalans. Stór áfangi varð svo við komu Puma-þyrlunnar, TF-LÍF, árið 1995. Er nú svo komið, að Landhelgisgæzlan getur sinnt langflestum björgunarverkefnum, sem varnarliðið sinnti áður. Enda hefur þróunin verið sú, að varnarliðsþyrlurnar veita að- stoð sína fyrst og fremst, þegar þær íslenzku eru bilaðar eða í skoðun, þegar tvær þyrlur þarf í verkefni eða þegar flug er lengra en 300 mflur, enda geta þær tekið elds- neyti á lofti. Um miðjan síðasta áratug voru varnarliðsþyrlurnar kallaðar út milli 30 og 40 sinnum á ári, en í fyrra voru þær aðeins kallaðar út tvisvar sinnum og þrisvar sinnum það sem af er þessu ári. Frá 1995 hefur Landhelgisgæzl- an sinnt nánast öllu björgunar- og sjúkraflugi með þyrl- um, alls 70-100 sinnum á ári. Þörfin fyrir björgunarþyrl- ur er því enn mikil og vaxandi. Þessi þróun í flugbjörgunarmálum sýnir, að Islending- ar hafa fulla burði til að annast þessa öryggisþjónustu sjálfir og þ.m.t. að einhverju leyti fyrir varnarliðið sjálft. Vafalaust eru ýmsir fleiri þættir í starfsemi varnarliðs- ins, sem íslendingar geta annast og yfirtekið smátt og smátt með samkomulagi við Bandaríkin og Atlantshafs- bandalagið. Sjálfsagt er, að Islendingar taki eins mikinn þátt í vörnum landsins og kostur er, enda verði í engu vikið frá meginsjónarmiðinu um öryggi lands og þjóðar en í því felst að sjálfsögðu að við tökum á okkur þann kostnað, sem því fylgir. FRALEIT GAGNRÝNI NÝR SAMKEPPNISAÐILI, Íslandssími hf„ er að hasla sér völl á sviði síma- og fjarskiptaþjónustu. Aukin samkeppni og ný tækniþróun á þessum vettvangi, sem er í gerjun, hafa vakið vonir fólks um ódýrari símtöl í næstu framtíð. Stofnendur fyrirtækisins staðhæfa og að með starfsemi þess og samstarfi við erlenda aðila skapist grundvöllur til að nýta Island sem tilraunasvæði fyrir nýja tækni í þessari þjónustu. Smár en þróaður markað- ur okkar skapi ákjósanlegan grundvöll í þeim efnum. Það hefur á hinn bóginn verið gagnrýnt, m.a. af for- ráðamönnum Landssímans, að tveir af stofnendum ís- landssíma hf., tengdir hugbúnaðarfyrirtækinu OZ, hafi setið í starfshópi um framtíðarskipan í fjarskiptamálum, skipuðum af samgönguráðherra. Sú gagnrýni fær ekki staðizt. Það yrði erfitt um vik fyrir stjórnvöld að fá hæf- asta fagfólk úr atvinnulífinu, sérhæft fólk á hinum ýmsu sviðum flókins nútíma samfélags, til setu í ráðgefandi hópum eða nefndum á vegum opinberra aðila, ef slík seta skerti frelsi viðkomandi og möguleika til að þróa fyrir- tæki sín og byggja þau upp. Þessi gagnrýni er því ger- samlega út í hött. Morgunblaðið/RAX HORFT yfir 5. áfanga Kvíslaveitu, sem tekin var í gagnið árið 1997, og inn að Hofsjökli. í fjarska til hægri má sjá kvíslarnar sem veitt yrði í Kvíslavatn ef 6. áfangi kæmi til framkvæmda. Viðbótaráfangi við Kvíslaveitu skoðaður LANDSVIRKJUN hefur tekið til skoðunar 6. áfanga Kvíslaveitu, en 5. áfangi hefur löngum verið áætl- aður síðasti áfangi veitunnar. Með 6. áfanga yrði tveimur upptaka- kvíslum Þjórsár veitt í Kvíslavatn og myndi vatnsrennsli Þjórsár skerðast um 8-10 m3 á sekúndu við framkvæmdirnar. Helgi Bjarnason, deildarstjóri umhverfisdeildar Landsvirkjunar, segir að hugmyndir að 6. áfanga Kvíslaveitu hafi legið fyrir lengi, áætlun um áfangann hafi komið fyrst fram í skýrslu um 5. áfanga Kvíslaveitu árið 1984, en síðan hafi hugmyndunum ekki verið sinnt fyrr en nú. Hann segir at- hugunina vera lið í þeirri viðleitni Landsvirkjunar að leita leiða að hagkvæmri tilhögun virkjunar- mannvirkja sem valdi sem minnstri röskun á umhverfinu. Gæti lækkað vatnsyfírborð í Norðlingaöldulóni Áætlanir um 6. áfanga Kvísla- veitu tengjast áætlunum um vatns- borðshæð í Norðlingaöldumiðlun, sem fyrirhuguð er í neðanverðum Þjórsárverum. 6. áfangi Kvísla- veitu gæti komið að hluta til í stað Norðlingaöldumiðlunar. Helgi seg- ir að miðað við að yfirborð Norð- lingaöldumiðlunar verði 581 m y.s., eins og nú er fyrirhugað, væri óvíst hvort 6. áfanginn væri hag- kvæmur. Nú væri í athugun hag- kvæmni þess að veita umræddum kvíslum yfir til Kvíslavatns en að Iækka yfirborðshæð í Norðlinga- öhlulóni í staðinn. „Það er hugsanlega hægt að gera þetta með tiltölulega litlum tilkostnaði og í stað þess að kvísl- arnar renni áfram niður í Norð- lingaöldulón þá færu þær um Kvíslavatn og niður í Þórisvatns- miðlun og því yrði hugsanlega hægt að minnka Norðlingaöldulón sem því nemur. Við vitum ekki ennþá hve mikið væri hægt að minnka Norðlingaöldulón en verið er að reikna það út um þessar mundir. Við hófum að skoða þess- ar áætlanir í vor, eftir að umræð- an um Norðlingaöldulón kom upp. Við höfum skoðað þessa hugmynd í sumar og einmitt nú eru mæl- ingamenn að skoða svæðið. Hug- myndir þessar eru samt sem áður ekki komnar á það stig að við sé- um farin að teikna mannvirkin endanlega," segir Helgi. Skerðir rennsli Þjórsár í farvegi sínum Helgi segir að framkvæmdirnar við 6. áfanga muni ekki koma til með að hafa'áhrif á friðlandið Þjórsárver. Kvíslarnar, sem veitt yrði í Kvíslavatn renni ekki um Þjórsárver heldur norðar. Hins vegar muni rennsli Þjórsár þar sem hún rennur um Þjórsárver, líklega skerðast um 8-10 m3/sek. Helgi segir að hugsanlega verði gert mat á umhverfisáhrifum 6. áfangans um leið og matið á Norð- lingaöldulóni fari fram. Hugmynd- irnar hafa að sögn Helga ekki ver- ið kynntar formlega fyrir Náttúru- vernd ríkisins eða öðrum hags- munaaðilum, en það hvort hér sé um raunhæfan möguleika að ræða kemur í ljós á næstu vikum. Kvíslaveita, 1.-5. áfangi, var reist á árunum 1981 til 1997 og var gerð hennar upphaflega hluti samkomulags sem gert var um friðun Þjórsárvera milli Lands- virkjunar og Náttúruverndarráðs árið 1981. Náttúruverndarráð samþykkti að leggjast ekki gegn framkvæmd Kvíslaveitu og miðl- unar við Eyjabakka, gegn því að Þjórsárver yrðu gerð að friðlandi. Kvíslaveita byggist á því að aust- urkvíslum Þjórsár er veitt um Kvíslavatn og þaðan í Þórisvatns- miðlun. Skerðing á vatnsrennsli Efri-Þjórsár vegna 1.-5. áfanga Kvíslaveitna hefur numið um 29%. Meðalrennsli í Þjórsá við Sultar- tanga á árunum 1950-1988 var um 138 nrVsek en er nú um 98 m3/sek, eftir að lokið var við fímmta áfanga Kvíslaveitu. Með Kvísla- veitu varð Kvíslavatn til en það er nú um 26 km2 að stærð. Kvísla- veita og Þórisvatnsmiðlun þjóna öllum virkjunum á Þjórsár- Tungnaár svæðinu. Ekki liggur HORFT inn að Hofsjökli, skammt vestan við 5. áfanga Kvíslaveitu. 6. fyrir hve mikil orkuaukning yrði í áfanginn kæmi til með að veita kvíslunum sem sjást í fjarska í Kvíslavatn raforkukerfinu ef af 6. áfanga og þaðan í Þórisvatnsmiðlun. Kvíslaveitu yrði. II Fjallar um geðheilbrigðismál frá sjónarhóli fyrrverandi sjúklings Yirðing’in er grundvallaratriði ÞAÐ sem gerir Joel C. Slack óvenjulegan og eftirsóttan fyrirlesara er að hann fjall- ar um geðheilbrigðismál frá sjónarhóli sínum sem fyrrver- andi geðklofasjúklingur en hann var fyrsti fyrrverandi sjúklingurinn sem var skipaður í stjómunarstöðu inn- an geðheilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum. Joel er menntaður í hagfræði og viðskiptasálfræði. 18 ára veiktist hann af geðklofa og dvaldist á geð- sjúkrahúsum í tvö og hálft ár en komst til fullrar heilsu eftir þriggja og hálfs árs endurhæfingu, lauk námi og hóf störf í geðheilbrigðis- þjónustu Alabama-íylkis þar sem hann er skipaður til æðstu fram- kvæmdastjórnarstarfa af ríkisstjór- anum í Alabama. Tvö ólík sjónarhorn „Þegar ég komst í þessa stöðu varð mér ljóst að ég hafði þessi tvö ólíku sjónarhorn á geðheil- brigðisþjónustuna, sjón- arhorn sjúklingsins og framkvæmdastjórans. Þegar ég fór að hugsa málin út frá þessu komst ég að þeirri nið- urstöðu að ekkert skipti jafnmiklu máli i geðheil- brigðisþjónustu og virð- ingin sem fólki er sýnd. Án hennar er öllu teflt í tvísýnu. Jafnvel þótt lyf komi að gagni þá næst ekki bati ef sjúklingi finnst hann útskúfaður og annars flokks. Eg ákvað þess vegna að fara að þjálfa fólk í því hvernig það ætti að sýna notendum geðheilbrigð- isþjónustu meiri virð- ingu. Núna þurfa allir sem koma til starfa við geðheilbrigðismál í Ala- bama að sækja mitt námskeið," seg- ir hann. Hvaða boðskap var Joel að flytja starfsfólki íslenska geðheilbrigðis- kerfisins? „Ég vil færa athygli fólks í geð- heilbrigðisþjónustu aftur að þessum gi-undvallaratriðum sem ég tel best skilgreind með hugtakinu virðingu. Ég held að það sé mjög auðvelt fyr- ir geðheilbrigðisstarfsfólk að flækj- ast um of í kenningum, meðferðar- líkönum og ýmiskonar læknisfræði- legum þáttum, sem skipta vissulega máli. Én stundum verður þetta til þess að draga athygli fólk frá grundvallaratriðum þess að annast um aðra. Það grundvallaratriði tel ég að sé virðing. Ég tel að í geðheilbrigð- iskerfinu sé pening- um og góðri viðleitni teflt í tvísýnu ef það er komið fram af virðingarleysi eða tillitsleysi við fólkið sem leitar eftir þjónustunni.“ Sýna virðingu Á námskeiðinu sínu talar Joel um hvað það felur í sér að sýna sjúk- lingum virðingu. I hinni hagnýtu skilgreiningu hans á orðinu respect eða virðing segir hann að í því að sýna sjúklingi virðingu felist að starfsmaður sé móttækilegur (responsive), hvetj- andi (encouraging), næmur (sensiti- ve), glöggur (perceptive), greiðvik- inn (expediting), umhyggjusamur (caring) og tillitssamur (thoughtful) gagnvart sjúklingi. Varðandi þörfina á hvatningu segir hann t.d. að þegar fólk er bjargarlaust vegna veikinda þurfi Joel C. Slack, forstjóri geðheilbrigðismála í Alabama-fylki í Banda- ríkjunum, var gestur Geðhjálpar í Reykjavík fyrir nokkru. Meðan á dvöl hans stóð hélt hann hér námskeið fyrir starfsfólk í geðheilbrigð- isþjónustu; námskeið sem 40 þúsund manns víða um heim hafa setið. Pétur Gunnarsson ræddi við hann. Joel C. Slack Morgunblaðið/Kristinn um að umhverfið er ekki mjög græðandi; starfsfólkið verður svo upptekið af verkefnum sínum að það týnir niður næminu fyiir sjúkhngn- um. Til dæmis er fólk stundum vak- ið á morgnana þannig að starfsfólk bankar fast á herbergisdyrnar og' kallar að það sé tími til að vakna og svo framvegis. Það veit ekki að það er í raun að brjóta niður traust við sjúklinginn með því að vekja hann á svo ónærgætinn hátt. Það er að rjúfa heilunarferilinn. Þegar málið er skoðað kemur í ljós að ástæða þess að það kemur svona fram er sú að það er svo upptekið af því að ljúka verkefni sínu, því að vekja alla sjúklingana. Það fórnar næminu og tillitsseminni til þess að Ijúka við verkefnið. Það er einblínt á verkefn- ið en ekki þarfir manneskjunnar sem í hlut á og fyrir vikið er henni sýnd vanvirða." Auk þess að halda námskeiðið sitt segir Joel að annað markmið hans í Islands- heimsókninni sé að tala fyrir því að notendum þjónustunnar verði gefið tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum um mótun hennar og að þeir fái að leggja mat sitt á þjón- ustuna. „Þetta felur ekki í sér að notendur þjónust- unnar og fjölskyldui4i þein-a, fólkið sem er mest háð geðheilbrigðis- þjónustunni, hafi öll svörin á reiðum hönd- um. En þau hefur starfsfólkið ekki heldur. Þegar allir koma hins vegar að málinu í sam- vinnu er hægt að hanna kerfi sem er næmara fyrir þörfum viðskipta- vinanna.“ Notendur eiga að taka þátt í ákvörðunum það hvatningu hvern dag og það þurfi að vera í umhverfi sem er næmt fyrir því hvað þarf til þess að bati geti orðið. Það næmi birtist ekki bara í samskiptum við starfs- fólkið heldur öllu skipulagi. „Markmiðið með mínu námskeiði er, að þegar fólk fer frá mér þá leiði það hugann að sjálfu sér og hvernig það sjálft standist kröfur um virð- ingu og næmi fyrir ástandi og þörf- um annarra. Ég bið fólk um að líta í eigin barm og skoða sig sjálft." „Þótt ég leggi áherslu á að það eru margh’ mjög góðir starfsmenn, sem sýna fyllstu virðingu, þá er starfsfólk geðheilbrigðisþjónustunn- ar fólk, sem hefur lært læknisfræði, hjúkrunarfræði eða -------- aðrar sérgreinar, án þess að hafa kannski þurft að læra grund- vallaratriði mannlegra samskipta. Jafnvel þótt menn beri einhverja lærdóms- gráðu þýðir það ekki að þeir komi fram af virðingu við annað fólk. Það er hæfni sem þarf að læra. Ég tel að þeir sem eru best fallnir til þess að kenna þá hæfni séu notendur heil- brigðisþjónustunnar," segir Joel, sem í máli sínu talar jafnan um not- endur þjónustunnar fremur en sjúk- linga. Verkefninu gefinn forgangur umfram fólkið Hann segir að algengt sé að starfsfólk villist á því að gefa verk- efninu, sem það vinnur að hverju sinni, svo mikinn forgang að það gleymi því að taka tillit til fólksins sem í hlut á. „Á spítaladeild gerist það stund- Notendur komi að niðurskurði Sjúklingar þurfa daglega hvatningu Joel segir að það tíðkist ekki lengur þegar verið er að skera niðui^_ fjárveitingar að embættismenn og sérfræðingar setjist niður og ákveði að skera niður þennan eða hinn lið þjónustunnar án þess að ráðfæra sig við fólkið sem er háð þjónustunni. „Nýjasta stefnan er að spyrja not- endurna hvort það eigi að skera nið- ur þetta eða hitt. Það að gera það ekki felur í sér vanvirðu við sjúk- linga.“ Joel kom hingað til lands frá Sví- þjóð þar sem hann hefur undanfarið ár starfað við háskólasjúkrahúsið í Malmö. Hann segir að meðan á dvöl hans þar stóð hafi verið gerð sú ------------- breyting á fram- kvæmdastjórn sjúkrahússins »&• hana skipa nú 8 fyrr- verandi notendur þjónustunnar og að- standendur þeirra ásamt 8 geðlækn- um. Áður fyrr voru geðlæknarnir einir við stjórnvölinn. Joel segist líka vilja byggja geð- heilbrigðiskerfi þannig upp að gert sé ráð fyrir því að starfsfólk fái þjálfun frá fyrrverandi sjúklingum. „Ég tel að allt meðferðarumhverfi ætti að vera þannig að sjúklingarnir séu látnir snúa aftur til þess að ræða við starfsfólk um það hvaO* hefði mátt gera betur. Ég trúi því að menn beri meiri virðingu fyrir sjúk- lingum og líti fremur á þá sem við- skiptavini ef þeim gefst kostur á að leggja mat á þjónustuna," segir Joel C. Slack, sem nú er á íyrirlestraferð á vegum bandarískra stjórnvalda og fór héðan til fyrirlestra- og nány skeiðahalds í Kiev í Úkraínu. U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.