Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Morgunblaðið/J6n Svavarsson SVEINN Orri Bragason þvær sminkið af sér eftir sýninguna. Viðar Eggeilsson leikstjóri heilsar upp á hami og árnar honum heilla. Bróðir minn Ljónshjarta Skemmtileg frumraun MATTHÍASI Orra Sigurðarsyni, Ellý Guðjohnsen og Hafrúnu Elísu Sigurðar- dóttur fannst gaman á leikritinu og voru hvergi smeyk. ÆVINTÝRIÐ Bróðir minn Ljónshjarta var frumsýnt laugardag- inn var og var það fyrsta haustfrumsýn- ingin í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Viðar Eggertsson og taka margir leikarar þátt í sýningunni. Þeirra á meðal eru tveir ungh' drengh’, Grímm’ Helgi Grímsson og Sveinn Orri Bragason, sem skipta með sér hlut- verki Snúðs, yngri bróður Jónatans Ljónshjai’ta. Sveinn On-i Bragason segir að mikið hafi verið af fólki á annarri sýningu á sunnudag, sem var hans frumraun á sviðinu fyiir framan „alvöru" áhorfendur, en Grímui' Helgi fór með hlutverkið á fi’um- sýningardaginn. Sveinn Orri seg- ist ekkert hafa verið stressaður og segist ekki hafa fundið mikinn mun á lokaæfingunni og alvöni sýningunni. Stærsta hlutverkið jala er hann ennþá svolítið hug- laus, en svo þarf hann að sanna sig...“ segh’ Sveinn Oiri og vill greinilega ekki upplýsa hvað ger- ist í framhaldinu. - Hvernig ferðu að því að setja þig inn í hugarheim Snúðs? „Ég reyni að minnka mig sem mest og draga úr kraftinum. Ég hugsa ekkert endilega um ein- hvem sem ég þekki sem er lítill í sér, heldur reyni ég frekar að rifja upp hjá sjálfum mér einhverja tíma þegar ég var ekkert brattur." - Er hlutverk Snúðs stórt? „Já, þetta er nú eiginlega stærsta hlutverkið í sýningunni. Ja, eða eiginlega jafnstórt og hlut- verk Jónatans. Ég er á sviðinu alla sýninguna.“ -Þurftirðu þá ekki að læra mikinn texta? „Jú, en það var ekkert svo erfitt,“ segir Sveinn Orri og ber sig manna- lega. -Hvernig per- sóna er Snúður? „Hann er svolít- ið lítill í sér. Þegar hann var lifandi gat hann því mið- ur aldrei farið út og var alltaf bai’a heima og horfði út um gluggann. Hann hefur þess vegna aldrei reynt neitt. Þegar hann kemur til Nangi- Ætlar að verða leikari - Hvað gerðirðu eftir frumsýn- inguna? „Eftir mína frumsýningu á sunnudaginn fórum við á Hard Rock. Bara ég og fjölskyldan. En Grímur var á frumsýningunni á laugardaginn og hann fór í frum- sýningarkaffið með hinum leik- ui’unum, af því að það var aðal- frumsýningin.“ Sveinn Orri segir að það sé frábært að vinna í leikhúsi, en þetta er frumraun hans á sviði. „Ég er ákveðinn í því að verða leikari þeg- ar ég er orðinn fullorðinn," segir hann að lokum. ERLA Rut Magnúsdóttir aðstoðar Önnu Kristínu Arngrímsdóttur við að fara úr gervinu sínu. SIGURÐUR Þorkelsson, Sigríð- ur Ólafsdóttir og Jóhann Arnar Þorkelsson á sýningunni á sunnudag. Piltunum fannst leikritið spennandi en vildu samt ekki upplifa þessa tíma. DAVÍÐ Daníelsson og Jón Ey- þór Gottskálksson voru sam- mála um að hermaðurinn Cadet væri fyndinn með sína djúpu rödd. Þeim fannst leikritið bæði skemmtilegt og vel gert. MIÐVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998 4& Kvikmyndin Hestahvíslarinn er frumsýnd um þessar mundir en hún er byggð á samnefndri metsölubók Nicholas Evans. Robert Redford er leikstjóri myndarinnar og er jafnframt í aðalhlutverki. Hann er fyrir löngu heimsþekktur fyrir framlag sitt til kvikmynda. Myndin er dramatísk stórmynd sem gerist í samtímanum í stórbrotinni náttúrufegurð Montana-rílcis í Bandaríkjunum. Af tilefni frumsýningarinnar standa Morgunblaðið á Netinu og Sambíóin fyrir leik, þar sem þú getur unnið bíómiða á myndina, GSM-síma frá BT, vandaðan fatnað, penna, tösku og síðast en ekki síst bókina Hestahvíslarann frá Vöku-Helgafelli. Allar konur sem kaupa / GSM-síma í BT út september fá tvo miða á Hestahvíslarann. www-mb'-is VAKA-HELGAFELL 'Vj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.