Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 58

Morgunblaðið - 15.10.1998, Side 58
58 FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borgarskjalasafn Reykjavíkur Leitað eftir stfla- og minningarbókum nemenda í Reykjavík Morgunblaðið/Golli HALDIÐ var upp á 100 ára afmæli Miðbæjarskóla 10. október sl. með pomp og prakt. Hluti af afmælishá- tíðinni var sýning á skjölum sem tengjast sögu skólans á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur. I frétt frá Borgarskjalasafni segir að við undirbúning sýningarinnar hafí komið í ljós að ótrúlega mikið var til af skjölum á safninu frá skólan- um. Aftur á móti sé nánast ekkert tii af skjölum frá nemendum skól- ans. Sama sé að segja um aðra skóla á Reykjavíkursvæðinu, það vanti skjöl frá nemendum skól- anna. „Borgarskjalasafn fer þess á leit við borgarbúa bæði unga sem aldna að þeir dusti rykið af gömlu minn- ingunum frá skólaárunum og athugi hvort þær eigi ekki erindi á skjala- safn,“ segir í fréttatilkynningu. „Borgarskjalasafnið hefur áhuga 4 og telur nauðsynlegt að varðveita sýnishom af þessum dýrmætu minningum um vinnu nemenda í skólum t.d.: Skólablöðum, minning- arbókum stílabókum, vinnubókum, skriftarbókum og fleiru sem frá nemendum kemur. Einnig viljum við minna á að á Borgarskjalasafninu er tekið á móti skjölum einstaklinga svo sem eins og bréfum, dagbókum, ljósmyndum, póstkortum, heillaóskakortum, heimilisbókhaldi og hverju einu sem varpað getur Ijósi á líf fólks í borg- inni. Þá geymum við einnig gamlar tónleikaskrár, veggspjöld, aðgöngu- miða, bæklinga, jólakort o.s.frv. Þá tökum við einnig við skjölum félaga og samtaka í Reykjavík og má þar nefna fundargerðarbækur, félagatöl, sjóðsbækur, bókhalds- gögn, bréfasöfn, ljósmyndir og bæklingar. Starfsmenn Borgarskjalasafns Reykjavíkur veita allar frekari upp- lýsingar um varðveislu og móttöku einkaskjala.“ Glerlista- / verk í Ar- bæjarkirkju VEGNA tæknilegra mistaka við vinnslu blaðsins í gær er mynd af nýju glerlistaverki í Árbæjar- kirkju birt á ný en á myndinni eru einnig Rúrí, höfundur lista- verksins, Mannfreð Vilhjálmsson, arkitekt kirkjunnar, Jóhann Björnsson formaður sóknar- nefndar og sr. Guðmundur Þor- steinsson sóknarprestur. GOETHE-Zentrum Reykjavík, Lindargötu 46, verður opnað föstu- daginn 16. október 1998. Hollvinafélag þýska menningar- setursins stendur að stofnun og rekstri Goethe-Zentrum og hefur gert samstarfssamning við Goethe- stofnun í Munchen um áframhald- andi stuðning við þýska menning- arstarfsemi á Islandi. Forseti Goethe-stofnunar, pró- fessor Hilmar Hoffmann, kemur til Islands til þess að undirrita samn- inginn og vera viðstaddur opnun Félags- stofnun stúd- enta býður í afmæli FÉLAGSSTOFNUN stúdenta er þrítug á ái'inu. í tilefni af því býður hún stúdentum við Háskólann á fímm kvölda skemmtidagskrá í októ- ber og nóvember. Fyrstu fjögur kvöldin verða á Sól- oni Islandusi og hefst dagskráin fimmtudaginn 15. október með MegaSukk-tónleikum Megasar og Súkkat. Bítlarnir verða með spila- spuna 22. október og hópur rithöf- unda sem gefa út bækur fyrir jólin les upp 29. október. Síðasta kvöldið á Sóloni, fímmtudagskvöldið 5. nóvem- ber, verður Leikhússport, en þar koma fram leikarar og spinna með aðstoð áhorfenda. Dagskráin hefst kl. 21 öll kvöldin. Lokaatburður tengdur afmæli FS verður dansleikur á Broadway fóstu- daginn 13. nóvember með Páli Ósk- ari og Casino. Aðgangur er ókeypis öll kvöldin og stúdentar boðnir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Þingmaður opnar vefsíðu ÁRNI Ranar Árason, lþigsmður, h- fur onað heiasíðu á Venum. Á heima- síðu þingmannsins má kynnast manninum, stjórnmálaferli hans, skoðunum og viðhorfum til ýmissa mála. Þá er þar að fínna greinar hans sem birst hafa í blöðum. Tenginar eru frá heimasíðu hans í gagnabanka Alþingis sem sýnir þingmál og ræður þingmannsins svo og á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. Öðrum tenglum kann að verða bætt Goethe-Zentrum. Menntamálaráð- herra, Björn Bjamason, verður viðstaddur opnunina og flytur stutt ávarp. Goethe-Zentrum í Reykjavík hýsir þýska bókasafnið, þar munu liggja frammi dagblöð og tímarit og aðgangur er að þýskum sjón- varpsstöðvum um gervihnött. Á döfinni eru ýmsir menningarvið- brn-ðir og heimsóknir þýskra lista- manna, segir í fréttatilkynningu. I tilefni af opnun Goethe-Zentr- um býður Hollvinafélag Þýska við síðar og öðru efni frá þingmann- inum, segir í fréttatilkynningu. Slóð heimasíðunnai- er: http://www.Althingi.is/~ara Hönnunarfor- sendur fyrir fráveitur MÁLSTOFA í umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor Háskóla Islands verður haldin fimmtudaginn 15. október. Jónas Elíasson prófessor segir frá rannsóknum Vatnastofu Verkfræðistofnunar HÍ. Nefnir hann erindi sitt: Hönnunarforsendur fyrir fráveitur - öruggum megin við hvað? Fyrirlesturinn fer fram í stofu 157 í húsi verkfræði- og raunvísinda- deilda við Hjarðarhaga. Hefst mál- stofan kl. 16:15 og stendur í um IV2 tíma. Við lok erindisins verða um- ræður og fyrirspurnir. Vefsíða til minningar um Guðrúnu Katrínu VEGNA fráfalls forsetafrúarinnar, Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur, hefur Hringiðan ehf. í samvinnu við Sigrúnu Björk Ólafsdóttur vefhönn- uð, sett upp heimasíðu þar sem landsmönnum gefst kostur á að minnast hennar og að senda fjöl- skyldu hennar samúðarkveðjur. Listinn mun verða landsmönnum opinn þar til útfor Guðrúnar hefur farið fram og mun hann þá verða af- hentur fulltrúa forseta. Slóðin á minningarvef Guðrúnar er http://www.vortex.is/GudrunKatr- in menningarsetursins - Goethe- Zentrum Reykjavík til Brecht-dag- skrár í Norræna húsinu klukkan 20:30 að kvöldi föstudagsins 16. október. Þar mun Musica Letra sem skipuð er þremur þýskum tón- listarmönnum flytja Brecht-ljóð undir yfirskriftinni „Vom armen B.B.“ við tónlist eftir Weill, Eisler o.fl. Brecht-dagskráin er öllum opin meðan húsrúm leyfir og er aðgang- ur ókeypis. Goethe-Zentrum Reykjavík opnað I blaðaukanum verður komið víða við og heimilinu gerð góð skil á líflegan og skemmtilegan hátt. Farið verður m.a. í heimsókn til ungs fólks sem er nýbúið að gera upp íbúð og sýndar myndir fyrir og eftir breytingar. Einnig verður rætt við arkitekt um tískuna í húsbúnaði, litavali og innréttingum. • Eldhús * Lýsing og Ijós • Hirslur • Gólfefni • Húsgögn ♦Tískan á heimilinu • Litir og litaval og annar húsbúnaður •Viðtöl o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 19. október. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild auglýsinga í síma 569 I 139. AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 • Bréfasími: 569 1110 • Netfang;.augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.