Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 13
FRÉTTIR
Ráðstefnunni „Vímuvarnir á villigötum?“ á vegum Fræðslumiðstöðvar í fflmivörnum lauk í gær
Samvinna allra hópa
samfélagsins lykilatriði
Morgunblaðið/Þorkell
BANDARÍSKU forvarnasérfræðingarnir Tom Griffin og Gail G.
Milgram voru meðal fyrirlesara á ráðstefnu Fræðslumiðstöðvar í
fíknivörnum.
UNDIR yfirskriftinni „Vímuvarnii' á
villigötum?" var haldin ráðstefna á
vegum Fræðslumiðstöðvar í fíkni-
vörnum á fimmtudag og föstudag,
með þátttöku fulltrúa hinna ýmsu
aðila sem koma að foivörnum gegn
áfengis- og fíkniefnaneyzlu á Islandi.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni
voru Gail G. Milgram og Tom
Griffin, sem eru bandariskir sér-
fræðingar í foi'varnastarfí.
Fyrirlestrar Milgrams og Griffins
fjölluðu meðal annars um alþjóðleg-
ar rannsóknir á áfengis- og fíkni-
efnaneyzlu unglinga og markmiða-
setningu forvarnastarfs.
„Við byrjuðum á því að gefa yfirlit
yfír einkenni áfengis- og fíkniefna-
misnotkunar í þjóðfélögum heimsins
og hvernig sú neyzla lýsir sér hjá
unglingum í þessum þjóðfélögum,“
sagði Milgram í samtali við Morgun-
blaðið. Hún segir svipað hátta til í
flestum löndum að því leyti, að böm
kynnast áfengi fyrst heima hjá sér,
þar sem það er notað þegar á að
halda upp á eitthvað, „en síðan byrj-
ar unglingm'inn að nota áfengi í fé-
lagi við jafnaldra sína, og hvar neyzl-
an fer fram, tegund vímuefnisins,
magnið sem neytt er og svo fram-
vegis ræðst af jafnaldrahópnum,“
segir Milgram.
„Síðan erum við líka að tala um
hinar ýmsu leiðir til forvarna, sem
byggja á þeim aðstæðum sem Gail er
búin að lýsa,“ segir Tom Griffin.
„Hvaða leiðir eru vænlegastar til ár-
angurs í hverju þjóðfélagi fyrir sig?
Hvaða leiðir eru líklegastar til að
draga úr áfengisneyzlu unglinga eða
til að halda neyzlunni á því stigi að
hún fari ekki úr böndunum?" spyr
hann. En innlegg þeirra Milgrams á
ráðstefnunni hér fólst ekki sízt í því
að hjálpa þátttakendum hennar til að
gera sér betur grein fyrir markmið-
um forvarnastarfs á Islandi.
„Hver eru þau vandamál sem mest
aðkallandi þykir að taka á og hvaða
leiðir eru líklegastar tU að hjálpa til
við að ná þessum tilteknu markmið-
um,“ segir Griffin.
íslenzk forvarnastefna
lofar góðu
Aðspurð hvort þau sæju eitthvað
sérstakt við ástandið í þessum mál-
um á Islandi sagði Milgram strax að
samsetning þátttakendahópsins í
ráðstefnunni segði töluvert um það.
„Hér voru fulltrúar frá lögreglunni,
félagsmálayfirvöldum, meðferðar-
stofnunum, skólakerfinu, íþróttafé-
lögum og fleiri, í stuttu máli allir þeir
aðilar sem við höfum ástæðu til að
binda vonir við að séu færir um að
vinna saman sem eitt samfélag að
lausn vandans. Við vitum að einhliða
aðgerðir eins hóps þjóðfélagsins
duga skammt, það er samtakamáttur
alls samfélagsins sem líklegastur er
til að skila árangri,“ sagði Milgram.
En samtakamátturinn er ekki nóg.
„Það þarf stefnumörkun, áætlanir og
leiðir til að meta það sem gert er,“
sagði Milgram að lokum.
BALHNO
ÐALENO]
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyrl: BSA hf„ Laufásqótu 9, slmi 462 63 00. Egilsstaðir:
Bfla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, slmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 5$5 15 50. Isafjörður Bílagarður ehf„ Grænagarði, slmi 456 30 95.
Keflavfk: BG bllakringlan, Gröfinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00, Hvammstanga: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 4S12617.
■k o:.+
JklSi
SWIFT BALENO WAGON R+ JIMNY VITARA GRAND VTTARA
TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX5d 1.020.000 KR. TEGUND: VERÐ: l,3GL3d 1.140.000 KR. 1,3GL 4d 1.265.000 KR. 1,6GLX 4d 1.340.000 KR. 1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR. 1.6GLXWAGON 1.445.000 KR. WAGON 4x4 1.595.000 KR. TEGUND: GL GL4x4 VERÐ: 1.079.000 KR. 1.259.000 KR. TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.379.000 KR. Sj álfskiptur 1.499.000 KR. TEGUND: JLXSE 3d JLX SE 5d DIESEL 5d VERÐ: 1.580.000 KR. 1.830.000 KR. 2.180.000 KR. TEGUND: GR, VITARA 2,0 L GR.V1TARA2,5 LV6 VERÐ: 2.179.000 KR. 2.589.000 KR.
Komdu
og sestu inn!
Sjáðu rýmið og alúðina
við smáatriði.
Skoðaðu verð o.
gerðu samanburð.
fuuö
FRAMElfll
2 &Æ
$ SUZUKI
—*§«•------
ALLIR SUZUKI BÍLAR ERll MEÐ:
• aflstýri • 2 loftpúðar •
• aflmiklar vélar • samlæsingar
• rafmagn i rúðum og speglum
• styrtarbitaí hurðum •
• samlitaða stuðara •
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Heimasíða: www.suzukibilar.is