Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sýning á verkum íslenskra málara opnuð í Englakastalnum í Róm ÓLAFUR Ragnar, Oscar Luigi Scalfaro, Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristján Davíðsson skoða verk Gunnlaugs Scheving, Bátur á heimieið. ÓLAFUR Ragnar og Guðrún Tinna skoða 2.500 ára gamla styttu af úlfynjunni, tákni Rómaborgar. Islensk nútímalist sýnd í fornum kastala Opinberri heimsókn forseta íslands lauk formlega í gær eftir að opnuð hafði verið sýning á verkum fjögurra íslenskra málara í Englakastalanum í Róm. Guðmundur Sv. Hermannsson og Emilía Björnsdóttir voru við opnun sýningarinnar. OSCAR Luigi Scalfaro, forseti ítal- íu, átti frumkvæði að íslensku sýn- ingunni, en hann hreifst mjög af ís- lenskri myndlist þegar hann kom í opinbera heimsókn til íslands í júní í fyrra. Sýningin var skipulögð af Listasafni Islands í samvinnu við Museo Nazionale di Castel Sa- int’Angelo í Róm en íslensk fyrir- tæki og stofnanir kostuðu sýning- una. Valin voru 13 stór verk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, Gunn- laug Scheving, Kristján Davíðson og Helga Þorgils Friðjónsson og ber sýningin yfirskriftina La Meta- fora della Natura eða Myndlíking náttúrunnar. Englakastalinn í Róm, Castel Sant’Angelo, er mikiifengleg bygg- ing sem á sér nærri 2.000 ára sögu. Bygging hans hófst árið 123 eftir Krist og var upphaflega grafhýsi Hadríans keisara og ættmenna hans. Grafhýsinu var breytt í virkis- borg á 3. öld og sagan segir að á tímum drepsóttarinnar árið 590 hafí Mikjáll erkiengill birst á turni kast- alans. Af þeim atburði dregur kastalinn nafn sitt. Um tíma var kastalinn aðsetur páfa og var ís- lensku myndunum valinn staður í bókasafni Páls páfa III, sem er skreytt með freskumálverkum frá 16. öld. Virðingarvottur „Að hýsa sýninguna í þessari sögufrægu byggingu, sem er tákn um forna sögu Rómar, Ítalíu og Evrópu, er meiri heiður en við höf- um getað átt von á. Þess vegna lít- um við á staðinn þar sem sýningin er sem virðingarvott í garð íslenskr- ar menningar. Og þeir sem skoða málverkin eftir þessa fjóra málara í fornum sölunum munu sjá hvernig litir hinnar fomu Rómaborgar fara vel við liti íslands nútímans,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson þegar hann opnaði sýninguna í gær ásamt Scalfaro. Hann sagði að ef Scalfaro léti af embætti forseta Ítalíu yrði það íslendingum heiður ef hann gerðist menningarsendiherra ís- lands í Róm. Scalfaro sagði að hann hefði hrif- ist af að sjá málverkin aftur. Þau sýndu margræða ásjónu Islands: hraun, kletta, eyðimerkur og græn tún, og hin einstæða litadýrð sem Morgunblaðið/Emilía ÓLAFUR Ragnar afhenti Scalfaro íslenskan saltfisk, sem Sighvatur Bjarnason, sljórnarformaður SÍF, og Sigurður Sigfússon, sölusijóri SIF á Italíu, færðu honum. Með þeim á myndinni eru Marianna Scalfaro og Guðrún Tinna Ólafsdóttir. þar væri að fínna kæmi sérstaklega vel fram í verkunum. Kristján Davíðsson og Helgi Þorgils Friðjónsson voru viðstaddir opnunina. I samtali við Morgun- biaðið minntust þeir báðir á hið sér- stæða umhverfí sem málverkin eru sýnd í. „Þótt ekki séu margar myndir hér þá er umhverfíð svo óvenjulegt, ekki sist fyrir íslenska myndlist. Ég sé myndirnar, hverja fyrir sig, á annan hátt en ég hef gert áður, og er varla búinn að átta mig á því til fulls enn hvemig þær eru í afstöðu við málaðan múr og hreint grjót og skemmda steina, sem sjást alls staðar hér,“ sagði Kristján. Helgi sagði að umhverfið, með freskunum í loftinu, gerði þessa sýningu allt öðruvísi en aðrar sem hann hefði tekið þátt í. Ólafur Ragnar sagðist í opnunar- athöfninni einnig vilja halda loforð sitt, sem hann gaf í kvöldverðarboði Scalfaros á fimmtudag, og færa honum íslenskan saltfísk að gjöf. Forustumenn SÍF eru staddir á Italíu í tengslum við heimsókn for- setans og afhentu Scalfaro saltfisk- flök. Að því búnu kvöddust forset- arnir og Scalfaro þakkaði Ólafí heimsóknina og þakkaði Guðrúnu Tinnu, dóttur hans, sérstaklega og sagði hana hafa staðið með aðdáun- arverðum hætti við hlið fóður síns í heimsókninni. Blómsveigur að minnismerki Gærdagurinn var annasamur hjá forseta íslands og fylgdarliði í Róm. Fyrst á dagskrá var fundur með Nicolu Mancino, forseta ítölsku öld- ungadeildarinnar, í Palazzo Gi- ustiniani og að honum loknum lagði Ólafur Ragnar blómsveig á grafhýsi óþekkta hermannsins en það er á svonefndu altari föðurlandsins á risastóru minnismerki um Victor Emmanuel II sem reist var á Capitoline-hæð í byrjun þessarar aldar. Um var að ræða mjög formlega athöfn þar sem hermenn úr öllum deildum ítalska hersins stóðu heið- ursvörð framan við minnismerkið og á tröppum sem liggja upp að því. Lúðrasveit lék þjóðsöngva íslands og Italíu og hershöfðingi fylgdi Ólafi Ragnari og íslensku sendi- nefndinni upp tröppumar að graf- hýsinu. Næst var haldið í ráðhús Róma- borgar þar sem Francesco Rutelli borgarstjóri tók á móti forseta ís- lands. Eftir stuttan fund þeirra stóð til að skoða Forum Romanum en hætt var við það vegna þess að í gærmorgun rigndi í borginni. Þess í stað skoðaði forsetinn og fylgdar- lið hans torgið utan við ráðhúsið, sem Michelangelo hannaði á miðri 16. öld, og Capitolino-safnið, sem er elsta minjasafn heims. Þar er að fínna stærsta safn af höggmyndum sem varðveist hafa frá tímum Rómaveldis og einnig er þar etrúsk bronsstytta af úlfynjunni, tákni Rómaborgar, frá 5. öld fyrir Ki'ist. Tvíburunum Rómúlusi og Remusi, sem eru að sjúga úlfynjuna, var raunar bætt við á 15. öld. Myndin hefur verið í viðgerð undanfarið ár í safninu en íslensku sendinefnd- inni var sýnd styttan á verkstæð- inu. Um hádegi var haldið til Villa Madama, aðseturs Massimos D’Alemos, forsætisráðherra ítala. Þar átti Ólafur Ragnar viðræður við ítalska forsætisráðherrann, sem tók við embætti fyrir nokkrum vikum, og snæddur var hádegisverður. Leigubílaverkfall veldur vandræðum Nokkur fjöldi íslendinga er á Italíu þessa stundina í tengslum við heimsókn Ólafs Ragnars. Það hefur sett talsvert strik í reikninginn hjá þeim sem ekki hafa afnot af opin- berum ökutækjum, að leigubílstjór- ar í Róm hafa verið í verkfalli und- anfama tvo daga, og gönguferðir margra því orðið talsvert fleiri og lengri en áformað var. Islenska sendinefndin heldur í dag til Napólí og þá heimsækir Ólafur Ragnar einnig fiskmarkað í smábænum Afragola nálægt Napólí, þar sem íslenskur saltfiskur er seldur. Stækkun NATO eitt af umræðu- efnum Olafs Ragnars og D’Alemas MASSIMO D’Alemaj forsætis- ráðherra Ítalíu, og Olafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lands, áttu fund í Róm í gær og þar kom fram að ítölsk stjórn- völd hafa fullan skilning á þeirri skoðun íslenskra stjórn- valda að Eystrasaltslöndin eigi að fá aðild að Atlantshafs- bandalaginu þegar bandalagið verður stækkað frekar. D’AIema og Ólafur Ragnar ræddu sameiginlega við ís- lenska blaðamenn eftir fund þeirra. Þar sagði D’AIemo að þeir Ólafur Ragnar hefðu talað um samvinnu landanna í tengsl- um við frekari stækkun NATO til að tryggja öryggi í álfunni til frambúðar. ítalir teldu nú- verandi stækkun, þar sem Pól- land, Ungverjaland og Tékk- land fá aðild, aðeins vera fyrsta skrefíð í þessari þróun og þess vegna skildu þeir áherslu Is- lendinga á aðild Eystrsaltsland- anna að bandalaginu í slíku ferli. Ólafur Ragnar sagði á eftir að hann hefði ekki heyrt slíka afstöðu fyrr hjá ráðamanni í jafn öflugu Suður-Evrópuríki og Italía er. Nokkuð hefði skort á skilning ýmissa ríkja í suður- hluta álfunnar á því að Eystra- saltslöndin ættu slíkan rétt í ljósi þess að þau voru áður inn- an Sovétríkjanna. _ D’Alemo sagði einnig að þeir Ólafur Ragnar hefðu rætt um væntanlegt forsæti íslands í Evrópuráðinu á næsta ári og sagði hann að Italir fögnuðu því, í ljósi þess hve mikilvægt væri að tryggja í sessi lýðræði og mannréttindi. Þá hefðu þeir rætt um nauðsyn þess að styrkja enn frekar tengsl íslands og Ítalíu á sviðum efnahagsmála, viðskipta og menningar. „Við teljum að heimsókn íslenska f orsetans hingað sé mikilvægt skref í þá átt,“ sagði D’Alemo. Ólafur Ragnar bætti við að þeir D’AIema væru báðir upp- aldir í litlum fískiþorpum og þeir hefðu á fundi sínum rætt Morgunblaðið/Emilía ÓLAFUR Ragnar Grimsson og Massimo D’Alima á fundi sínum í gær. um þá sameiginlegu reynslu. einnig rætt um nýja ríkisstjórn Hann sagði að þeir hefðu Ítalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.