Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BRIDS Umsjón Arnór 6. Ragnarsson Norðurlandsmót í sveitakeppni Norðurlandamót í sveitakeppni 1998 verður haldið á Akureyri 14.-15. nóvember. Spilað verður í Hamri við Skarðshlíð og hefst spilamennska kl. 10 á laugardags- morgun og lýkur í síðasta lagi kl. 20. Aftur verður sest við kl. 10 á sunnudag og áætluð móts- lok eru um kl. 17.30. Undanfarin ár hefur Norðurlandsmót hafíst kl. 17 á fóstudegi, en nú er ráðgert að breyta því í tveggja daga mót.. Gert er ráð fyrir að allir spili við alla forgefin spil með Butler-útreikningi milli para. Spilafjöldi ræðst af fjölda sveita. Hægt verður að fá súpu og brauð á vægu verði í hádeginu á keppnisstað og þar er einnig veitingasala (gos, samlokur o.fl.). Keppnisgjald er 10.000 kr á sveit, molakaffi innifalið. Skráning í keppnina þarf að berast eigi síðar en miðvikudaginn 11. nóv. til Stefáns Vilhjálmssonar, hs. 462 2468. Langur laugardagur Tilboð Verð ™ r 3 QQR m 1 V y L Litur: Svartir m/grænu Stærðir: 41-46 Tegund: 3107 Loðfóðraðir gönguskór m/Skandia Tex, verð áður kr. 5.995. STEINAR WMGE SKÓVERSLUN D0MUS MEDICA við Snorrobrout • Reykjavík Sími 551 8519 SAMDÆGURS ■BHHHHHH Bikarkeppni Bridssambands Norðurlands eystra Skráning er hafin í bikarkeppni Norð- urlands eystra hjá Stefáni Vilhjálms- syni, hs.462 2468 og Sveini Aðalgeirs- syni, hs. 464 2026. og stendur fram á laugardag 14. nóv. en dregið verður þá um kvöldið. Fyrh-komulag verður eins og undanfarin tvö ár, þátttökugjald er 2000 kr. á umferð. Spilaðar verða tvær umferðir fyrir jól, en trúlegt er að margar sveitir sitji yfir í þeirri fyrri. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið 3 kvölda hraðsveita- keppni, 15 sveitir tóku jiátt með 1645 stig, spilarar María Asmundsdóttir, Steindór Ingimundarson, Halldór Por- valdsson og Arnar Þorsteinsson. Sveit Stefaníu Sigurbjömsdóttur 1605 Sveit Birau Stefánsdóttur 1584 Sveit Gróu Guánadóttur 1578 Mánudaginn 9. nóv. nk. verður spilaður 1. kvölds tvímenningm- mitchell. Rauðvin í verðlaun fyrir bestu skor, bæði í N/S og A/V. Skrán- ing á spilastað í Þönglabakka 1. ef mætt er stundvíslega fyrir kl. 19.30. www.mira.is PABBI/MAMMA allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALINA Pósthússtræti 13, sími 551 2136. Heildsölubirgðir EINCO EHF. Skúlagötu 26. sími 893 1335 Innilegar þakkirfœri ég öllum þeim, sem glöddu mig með nœrveru sinni og sendu mér kveðjur og gjafir á 80 ára afmœli mínu. Guð veri með ykkur öllum. Þórhallur Halldórsson, Espigerði 4, Reykjavík. Pantið jólafötin á alla fjölskylduna úr stærsta vörulista Evrópu Allar stærðir Opið á iaugardögum til jóla Ármúla 17A - Sími 588 1980 - Fax 588 1985 Opið 11-17 mán.-fös. og 10-15 laugardaga. ottolisti@heimsnet.is I DAG VELMKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Orð Drottins er áreiðanlegt VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: Er það satt, að Guð hafi sagt, (1. Mósebók 3,1), svo mælti höggormurinn (þ.e. Satan) við konuna (Evu) í aldingarðinum Eden forð- um daga. Enn spyrja margir: Er Biblían orð Guðs? Er hún áreiðanleg? Ég svara hiklaust játandi, fyrst og fremst vegna þess sem Jesús Kristur, sonm- Guðs, heftr sagt, hann sem er sannleikurinn (Jóh. 14, 6). í fyrra Pétursbréfi 2,22 er skrifað um Drottin Jesúm: „Hann drýgði ekki synd og svik voru ekki fúndin í munni hans.“ Jesús sagði í guðspjalli Jóhannesar 17,17: „Þitt orð er sannleikur," þ.e. allt Gamla testamentið, Nýja testamentið var ekki til þá. Við getum verið fullviss um að Nýja testamentið er líka sannleikur vegna þess sem Jesús sagði í guð- spjalli Jóhannesar 14,24-26: „Sá sem elskar mig ekki, varðveitir ekki mín orð. Orðið sem þér heyrið er ekki mitt, heldur föðurins, sem sendi mig. Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður. En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yð- ur allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður.“ Lesa má einnig í 2. bréfi Tímóteusar 3,16: „Sérhver ritning er innblásin af Guði.“ Neðanmáls stendur að líka megi þýða þennan texta þannig: „Sérhver ritning innblásin af Guði er...“ Mér hefur verið sagt af þeim sem þekkir frummálið að rétt þýðing sé: . „Sérhver ritning er innblásin af Guði.“ Hafa ber það líka í huga, að hægt er að finna hinn upprunalega texta með því að beita talnagildi. Bókstafir í hebresku og grísku hafa talnagildi. Þetta talnapróf hefir verið notað til að komast að raun um hver sé upprunatext- inn. Þetta getur verið nauðsynlegt, þar sem mis- munandi leshættir rekast á í handritum Biblíunnar. Kemur þá í ljós á hverjum stað, að einungis einn les- háttur stenst þetta próf. Þannig má komast að með vissu, hvað Guð lét skrá. „Ákvæði Drottins eru sannleikur, eru öll réttlát. Þau eru dýrmætari heldur en gull, já gnóttir af skíru gulli og sætari en hunang, já hunangseimur." Sálmui' 19,10-11. „Vitið það umfram allt, að enginn þýðh' neinn spádóm ritningarinnar af sjálfum sér því að aldrei var nokkur spádómur bor- inn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.“ 2. Pétursbréf 1,20-21. I guðspjalli Jóhannesar 7,16-17 v. stendur: „Jesús svaraði þeim: „Kenning mín er ekki mín, heldur hans, er sendi mig. Sá sem vill gjöra vilja hans, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér.“„ Eflaust væri hægt að benda á marga fleiri texta í orði Guðs, Biblíunni, sem sanna áreiðanleika þess, en ég ætla að láta þetta nægja. Ekki má heldur gleyma vitnisburði allra þeirra þúsunda og aftur þúsunda manna, sem hafa fengið að reyna í lífi sínu og dauða að orð Guðs er sannleikur, lifandi og máttugt orð sem engan svíkur, sem þorir að treysta því. Lofaður sé Drottinn fyrir það. „Því að orð Drottins er áreiðanlegt og öll verk hans eru í trú- festi gjörð.“ Sálmur 33,4. Allai' Biblíutilvitnanir eru úr þýðingunni 1981. Guð blessi ykkur öll sem þetta lesið. Sóley Jónsdóttir, Akureyri. Tapað/fundið Heyrnartæki týndist UM miðjan september týndist lítið heyrnartæki í hlust. Tækið var í lítilli svartri buddu en gæti al- veg eins hafa dottið úr henni. Gæti hafa týnst við Dómkirkjuna eða Oddfell- ow. Þeir sem hafa orðið tækisins varir hafi sam- band í síma 551 8643. Lesgleraugu týndust LESGLERAUGU í bláu hulstri, utan á hulstrinu er penni, týndust sl. miðviku- dag. Skilvís fmnandi hafi samband í síma 568 8500 eða 553 2273. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Neistaniun, styrktarfélagi hjart- veikra barna. Söfnuðu þær kr. 2.200. Þær heita Sólveig Björk Ásmundardóttir, Hildur Eva Ásmundardóttir og Elín Rut Elíasdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um aftnæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kos.tnað- arlausu. Tilkynningar þui'fa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og sfmanúmer. Fólk getur hi-ingt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Ámað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Víkverji skrifar... NIÐURSTÖÐUR bandarísku þingkosninganna fyrr í vikunni voru skýr vísbending um að band- arískum almenningi hefur fyrir löngu ofboðið sú gífurlega umræða um samband Clintons Bandaríkja- forseta við Monicu Lewinsky sem tröllriðið hefur bandarískri þjóðmálaumræðu frá því í byrjun árs. Þetta ætti engum að koma á óvart sem fylgst hefur með band- arískum fjölmiðlum og þá ekki síst sjónvarpi í lengri eða skemmri tíma á þessu ári. í raun má segja að fátt annað hafi komist að í um- fjöllun margra sjónvarpsstöðva og þá ekki síst þeirra er sérhæfa sig í fréttum og spjallþáttum. Kvöld eft- ir kvöld hefur sama leiksýningin farið í gang þar sem rætt er fram og til baka um ótrúlegustu smáat- riði, aukaatriði og einstaka sinnum aðalatriði málsins. Ráðist er á for- setann og menn koma honum til varnar. Að mörgu leyti hefur þetta minnt á hringekju því að þeir sem voru t.d. gestir í spjallþætti Larrys Kings á CNN eitt kvöldið birtust gjarnan á skjánum í „Hardball", spjallþætti Chris Matthews á stöðinni CNBC kvöldið eftir og öfugt. Og svona hélt þetta áfram. Kvöld eftir kvöld, viku eftir viku. Víkverji gerði heiðarlega tilraun til að fylgjast með umræðunni er hann var um nokkurra vikna skeið í Bandaríkjunum fyrr á árinu en gafst upp eftir nokkra daga. xxx HVAÐ er eiginlega að gerast í ostainnflutningsmálum? Vík- verji fagnaði því líkt og margir aðrii' íslendingar þegar innflutningur á erlendum ostum hófst fyrir nokkru og kaupir reglulega franska osta þrátt fyrir óþarflega hátt verð. Framboð hefur hins vegar verið stopult og ekki hægt að treysta á að tilteknar tegundir séu ávallt til, sem eflaust ræðst af hinu undarlega kvótakerfi ostainnflutnings, sem Víkverji hefur ekki enn botnað til fulls í. Sjaldan virðist ástandið hins veg- ar hafa verið jafnslæmt og síðustu vikur. I ostaborðinu í Nýkaup í Kringlunni, þar sem yfirleytt er ágætt úrval osta, hefur nú smur- brauð rutt ostunum til hliðar og skýringin sem Víkverji fékk var sú að frönsku ostamir væm hreinlega ekki til og engin leið að segja til um hvenær þær kæmu að nýju. Er ekki orðið tímabært að leysa neytendur undan oki skammtakerfis og hafta á þessu sviði sem öðru? xxx KUNNINGI Víkverja, sem er áhugamaður um léttvín, benti honum nýlega á kostulegan bækling frá íyrirtæki er sérhæfir sig í því að selja selja búnað og efni til „vín- gerðar". Stór hluti þjóðarinnar virðist reglulega stunda „víngerð" á heimilum sínum og kaupir til þess sérstakt þrúguþykkni. I bæklingn- um var staðhæft að eftir geymslu í einungis eina viku væri „varla hægt að kaupa betri vín“ en þau sem fengjust úr þykkninu. Kunningja Víkverja, sem þekkir ágætlega til þessara mála, rak hins vegar í rogastans er hann las lýsingar á þeim þrúgum sem í boði eru. Meðal annars var hægt að kaupa þykkni úr þrúgunni Sauvignon Blanc, sem er ein þekktasta hvítvínsþrúga Frakklands. Voru vín úr þessari þrúgu sögð einkennast af „gras- og gæsakeim". Vín úr Sauvignon Blanc þykja vissulega minna á keim garðaberja (á ensku ,,gooseberries“). Minna hefur hins vegar farið fyrir gæsunum til þessa, að minnsta kosti í hefðbundnum vínfræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.