Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Ekkert ástarbragð af örbylgjuelduðum mat Morgunblaðið/Kristinn DROFN með örbylgjupottinn í höndunum. Pottinn má bæði nota eins og hann snýr á myndinni og þannig að hvíta lokið verður að botni. FJÖLSKYLDA nokkur keypti sér örbylgjuofn að vandlega athuguðu máli. Hún átti von á að eldamennska á heimilinu yrði öll miklu auðveldari og fljótlegi'i með tilkomu ofnsins en ekki leið á löngu þar til hann var ekki til annars notaður en að poppa poppmaís og hita vatn í te. Þessi saga er ekkert einsdæmi. Dröfn Farestveit hjá verslun Einars Farestveit segist þvert á móti verða vör við þann misskilning að við það eitt að eignast ný heimilistæki á borð við örbylgjuofn og gashellur verði maður meistarakokkur. Svo einfalt er málið auðvitað ekki en „þú getur notað örbylgjuofn eins og eldavél," segir hún við blaðamann, sem ekki kann á ofninn sinn. „Það þarf aðeins að breyta um stíl og tækni. Ég segi stundum við fólk: „Spurðu sjálfan þig, þarf ég að nota hita? Ef svarið er já, getur þú yfir- leitt notað örbylgjuofninn." Það er þó ekki hægt að nota hann t.d. til að steikja kleinur eða annað í fljótandi feiti. Umfram allt þarf maður að hafa viljann til að nota ofninn,“ segir hún og bendir á að fólk ætti í raun að venja sig á að hugsa sig um og spyrja áður en hafist er handa við eldamennskuna hvort hægt sé að matreiða í ofninum. Ekkert ástarbragð Örbylgjuofn er mjög frábrugðinn venjulegri eldavél. Örbylgjugjafi ofnsins myndar örbylgjur sem lenda á matnum og hita hann upp án þess að vatn þurfi til eins og þegar matur er eldaður á eldavél. Sameindirnar í matnum komast á hreyfingu við það að örbylgjurnar skella á honum, þær fara að núast hver við aðra og mat- urinn fer að hitna. Þess vegna, segir Dröfn, haldast næringarefnin mun betur í matnum og maturinn missir síður náttúrulegt bragð sitt en þeg- ar hann er eldaður á hefðbundinn hátt. Það þýðir einnig að maður get- ur dregið úr kryddi og salti. „Maður getur nánast eldað matinn í sjálfum sér. Af hverju skyldi maður t.d. sjóða fisk í vatni þegar maður getur soðið hann í eigin vökva?“ spyr Dröfn. Dröfn segir að sömu lögmál gildi um matreiðslu í örbylgjuofni og á eldavél. Ef maður lækkar hita á eldavél þá gerir maður það líka þeg- ar maturinn er matreiddur með ör- bylgjum. Þetta á t.d. við þegar hrís- gi-jónagi-autur er matreiddur. Fyrst eru hrísgrjónin sett í örbylgjupott- inn með ofurlitlu vatni og vatnið hit- að við fullan styrk þar til það fer að sjóða. Þá er styrkurinn lækkaður, u.þ.b. um helming, og grauturinn látinn malla þar til grjónin eru soð- in. Þetta segir Dröfn að sé bæði auð- velt og þægilegt og að engin hætta sé á að grauturinn brenni við og fái í sig ástarbragð. Og svo lesendur séu ekki skildir eftir í lausu lofti fylgja hér nánari leiðbeiningar: Hrærið í grjónunum u.þ.b. þrisvar á meðan á suðunni stendur og bætið mjólkinni út í í 3-4 skömmtum. Það tekur ekki styttri tíma að elda hrísgrjónagraut í örbylgjuofni en á eldavélarhellu en það er óneitanlega kostur að maður þarf ekki að standa yfir honum á meðan hann sýður. Þá væru Bandaríkjamenn flestir undir grænni torfu Margir standa í þeirri trú að mat- ur sem eldaður er í örbylgjuofni sé ekki eins hollur og matur sem mat- reiddur er á hefðbundinn hátt. Dröfn hefur ekki mikla trú á að það sé rétt og bendir á að ef svo væri væru Bandaríkjamenn líklegast flestir komnir undir græna torfu. „Þeir hafa notað örbylgjuofna í marga áratugi. Það eru u.þ.b. 15 ár síðan farið var að selja örbylgjuofna á Islandi og þá höfðu Bandaríkja- menn notað þá í 30 ár eða lengur.“ Sjálf notar Dröfn örbylgjuofn mikið og hún veit af fólki sem ein- göngu eldar með örbylgjum. Full- orðinn maður sem kom til hennar á námskeið þar sem hún kenndi fólki að nota ofnana var meira að segja búinn að finna aðferð til að sjóða eggin sín í ofninum. Það gerði hann með því að vefja álpappír utan um eggin og setja þau síðan ofan í skál með vatni í. Örbylgjur komast ekki í gegnum málma en þær hita upp vatnið og álpappírinn leiðir hitann til eggjanna. Ajmar maður, segir Dröfn, að hefði bókstaflega horft á rafmagnsreikninginn sinn lækka eftir að hann fór að taka örbylgju- ofninn fram yfir eldavélina. - En má setja öll áhöld og ílát sem komast þar íýrir inn í ofninn og er alveg sama hvernig þau eru á litinn? „Það er mjög auðvelt að ganga úr skugga um hvaða ílát má nota í ör- bylgjuofn. Maður setur vatn í ílátið, setur það inn í ofninn og stillir á eina mínútu á fullum styrk. Ef ílátið verður heitt er það merki um að það innihaldi blý. Þá má ekki nota það því blýið gengur í samband við mat- inn,“ svarar Dröfn. Ekki má heldur nota ílát með silfur- eða gullskreyt- ingum því þá er hætta á að ofninn eyðileggist. Þá skal og hafa í huga að örbylgjurnar verða alltaf að hafa eitthvað til að hita upp og þess vegna má ekki setja hann í gang ef hann er tómur. Gott ráð við þessu er að hafa vatn í glasi í ofninum þegar hann er ekki í notkun. Aldrei að borða matinn beint úr ofninum Dröfn segir að áður fyrr hafi ílát sérstaklega ætluð fyrir örbylgjuofna verið til í miklu úrvali en nú séu aðr- ir tímar. „Þá voru t.d. til sérstök ílát til að poppa í. Slíkt ílát sérðu ekki lengur - nema þá kannski heima hjá mér,“ segir hún kímin. Þægilegast, segir Dröfn, að sé að elda matinn í því íláti sem á að bera hann fram í. Eldfast gler henti vel í örbylgjuofna og það geri flest plastílát einnig. Þó eru sérstakir pottar fáanlegir og eru þeir t.d. hentugir ef elda á grauta, súpur og pottrétti í ofninum. Auk þess er hægt að fá sérstakan disk sem hitnar vel en á honum má bæði steikja egg og hita bökur þannig að botn þeirra verður stökkur. Dröfn segir að með því að nota ör- bylgjuofn sé oftast hægt að spara sér töluverðan tíma. Enginn tími fer í að hita ofninn upp og bökunartím- inn sjálfur er innan við stundarfjórð- ungur. „En kökumar líta öðru vísi út en ef þær em bakaðar í bökun- arofni því sykurinn brúnast ekki í örbylgjuofninum," segir hún. Þá segir hún það óneitanlega kost, sér- staklega fyrir aldraða, að ofninn slekkur alltaf á sér sjálfur. Hann er því ömggari en eldavél, ekki síst ef menn eiga vanda til að gleyma sér. Þegar matur er eldaður eða hitað- ur upp í örbylgjuofni er mikilvægt að fólk muni að eldunin heldur áfram í svolitla stund eftir að ofninn hefur slökkt á sér. „Þess vegna má aldrei borða matinn beint úr ofnin- um,“ segir Dröfn og bætir við: „Oft segir fólk að matur úr örbylgjuofni sé svo þurr. Ef svo er hefur fólk gleymt að gera ráð fyrir biðtíman- um. Sameindirnar hætta ekki að rekast hver á aðra um leið og ofninn slekkur á sér. Best er að slökkva á ofninum skömmu áður en maturinn er tilbúinn. Þá verður engin hætta á að hann verði þurr.“ Einnig má koma í veg fyrir að matur þorni með því að setja létt lok eða eldhúspapp- ír ofan á matarílátin eða matinn. Nokkrar þumal- fingursreglur -En hvernig veit maður hvað maturinn á að vera lengi í ofninum? Dröfn segir að það fari eftir styrkleika ofnsins. Upplýsingar um þetta er að finna í notendaleiðbein- ingum sem fylgja ofnunum og best er að kynna sér þær til hlítar. Þó eru nokkrar þumalfingursreglur sem gott er að styðjast við. Fiskur og grænmeti er t.d. eldað á fullum styrk. Nýtt grænmeti er haft í örlitlu vatni en vatnið er aftur á móti óþarft ef verið er að hita fros- ið grænmeti. Kjöt er yfirleitt eldað á hægum hita þannig að styrkurinn er lækkaður. Flesk er steikt á fullum styrk. Þá er það sett í ílát og papp- írsþurrka sett yfir til að koma í veg fyrir að fitan úr fleskinu ýrist út um allan ofn. Setja má 3-4 lög af fleski í ofninn í einu og þá er eldhúspappír hafður á milli laga. Ef maturmn er misþykkur, svo sem fiskflök, eða mismunandi grannt er inn að beini er þunnu/grunnu hlutunum raðað innst á diskinn en þykku hlutunum komið fyrir úti við brúnirnar. Best er að vefja álpappír utan um þynnstu hlutana og fjarlægja hann þegar u.þ.b. helmingur er eftir af matreiðslutímanum. Orbylgjuofninn kemur svo að góðum notum þegar smjörið er hart og ekki er hægt að smyrja því á brauðið, þegar ísinn er of harður til að hægt sé að skafa hann og þegar bræða þarf súkkulaði eða smjörlíki í baksturinn. Þá er styrkur ör- bylgnanna hafður aðeins lægri en sá styrkur sem notaður er til að þýða frosinn mat. Kökur og kleinur er auðvelt að hita í ofninum og þá á lágum styrk - ella verða þær seig- ar. Það sama á við um brauð. Ef sultukrukkan er næstum tóm má skella henni í smá stund inn í ofn- inn. Þá rennur sultan niður á botn. Síðan má hæglega búa til lauk- smjör út á fiskinn í ofninum. Fyrst er laukurinn mýktur í ofurlitla stund og síðan er smjörinu bætt út á. Ef ætlunin er að setja sveppi í súpu, sósu eða pottrétt getur verið gott að sjóða þá í smjöri í ofurlitla stund í ofninum. Ef ætlunin er að hita upp mat með sósu er gott að láta sósuna hylja matinn. Kemur hún þá í veg fyrir að maturinn þorni. Ef grill er innbyggt í ofninn er hægt að brúna ost og gratín en vert er að minna á að grillin eru aldrei eins kröftug og grill í bökun- arofni. Og svo kemur rúsínan í pylsuend- anum: „Einu sinni keypti ég Ca- membert-ost fyrir veislu sem ég ætlaði að hafa um kvöldið. Kjarninn í ostinum var of harður svo ég setti hann í ofninn og skaut nokkram geislum á hann. Þannig gat ég flýtt fyrir því að hann þroskaðist,“ segir Dröfn. Örbylgjuofninn er sem sé til ým- issa hluta nytsamlegur og margt fleira hægt að bralla í honum að en poppa og hita tevatnið. Spurt og svarað um neytendamál E-vítamín gegn krabbameini Morgunblaðið/Einar Falur E-VITAMIN er m.a. að finna í brauði tír grófu korni. Rúmt um súkkulaðikex NEYTANDI sneri sér til Neyt- endasíðunnar með, að því er hann sagði, enn eitt dæmið um hvernig reynt væri að plata neytendur með umbúðum. Hann hafði keypt sér myndar- legan súkkulaðikexpakka og brugðið í brún við að sjá hversu rúmt var um kexkökumar í pakk- anum. A myndinni sést innihaldið svo að hver getur dæmt fyrir sig. Hins vegar ber að taka fram að á pakkningunum er skýrt tekið fram að aðeins eigi að vera sjö kökur í pakkanum eins og raun bar vitni. E-VÍTAMÍN hefur verið mjög í sviðsljósinu á undanföranum áram en sönnur á tilvist þess vora fyrst færðar árið 1922 af vísindamönnum við Berkley-háskólann í Bandaríkj- unum. Vítamínið hefur mikið verið rannsakað síðan og vitneskjan um eiginleika þess eykst sífellt. Skv. rannsóknum sem gerðar hafa verið á E-vítamíni era líkur þeirra sem era vel birgir af vítamíninu á að fá hjartaáfall marktækt minni en þeirra sem hafa lítið af E-vítamíni í líkama sínum. Einnig hefur komið í ljós að háir skammtar af E-vítamíni gætu jafnvel orðið til þess að seinka þróun Alzheimer-sjúkdómsins að einhverju marki. Þá hefur komið á daginn að E-vítamín gæti minnkað líkur á myndun krabbameins í blöðrahálskirtli sem og minnkað lík- ur á að krabbameinið verði þeim sem fá það að aldurtila. Verndar blöðruhálskirt ilinn Rannsóknin, sem leiddi áhrif vítamínsins á blöðruhálskirtils- krabbamein í ljós, var framkvæmd í Finnlandi og var sagt frá henni í tímaritinu Journal of the National Cancer Institute fyrr á árinu. Rúm- lega 30 þúsund finnskir reykinga- menn tóku þátt í henni og var þeim skipt í fjóra hópa. Fengu hóparnir mismunandi stóra skammta af E- vítamíni; sá fyrsti fékk 50 mg af því, sá næsti fékk jafnmikið auk 20 mg af beta-karoteni, þriðji hópurinn fékk einungis beta-karoten og sá fjórði hvorugt. Skammturinn af E- vítamíninu er fimmfaldur ráðlagður dagskammtur fyrir karla yfir 14 ára aldri. Fimm til átta árum eftir að rann- sóknin hófst vora þeir sem fengu E-vítamínið tæplega þriðjungi síð- ur líklegir til að fá blöðru- hálskrabbamein en þeir sem ekki fengu vítamínið og líkurnar á að þeir sem fengu E-vítamín dæju úr krabbameininu voru 41% lægri. Þeir sem fengu beta-karotenið voru ofurlítið líklegri til að fá krabba- meinið en þeir sem tóku E-vítamín- ið inn en munurinn var ekki mark- tækur. E-vítamín tilheyrir hópi efna sem kallaður hefur verið andoxunarefni eða sindurvari. Þau hafa þá eigin- leika að geta fangað eða hrifsað til sín frjálsa radikala, efni sem mynd- ast í líkamanum við oxun, en þeir era taldir geta skemmt erðfaefni frumn- anna. Stórir skammtar auka líkur á blæðingum E-vítamín er fituleysanlegt. Það myndast í ýmsum plöntum og þess vegna er mikið af því í jurtaolíum á borð við kornolíu, sojaolíu og sólblómaolíu, þar sem það verkar sem þráavarnarefni. I líkamanum verndar það fituefni gegn oxun og þá aðallega fjölómettaðar fitusýrur í frumuhimnum líkamans og blóðfitu. Fullvaxta einstaklingar sem vilja taka E-vítamín í fimmföldum ráð- lögðum dagskömmtum, samanber rannsóknina hér að ofan, verða að taka það í töfluformi þar sem þeir yrðu að innbyrða töluvert magn af fæðunni til að ná svo stóram skammti. I fréttabréfi læknadeildar Harvard-háskóla er ráðlagt að taka ekki meira en 400 alþjóðlegar ein- ingar af E-vítamíni án þess að hafa samráð um það við lækni. Háir skammtar auka líkur á innvortis blæðingum og þeir sem taka blóð- þynningarlyf ættu að fara varlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.