Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forystumenn stjórnmálaflokkanna Samkomulag um breytta kjör- dæmaskipan FORYSTUMENN stjórnmálaflokk- anna hafa ákveðið að standa sameig- inlega að þeim breytingum á kjör- dæmaskipan sem kjördæmanefnd hefur lagt til að gerðar verði frá upphaflegri tillögu nefndarinnar, ásamt öðrum breytingum á tilhögun þingkosninga er af henni leiða og gerð er grein fyrir í skýrslu nefnd- arinnar. Samkvæmt því tilheyrir Norðurlandskjördæmi vestra óskipt Norðvesturkjördæmi ásamt Vestur- landi og Vestfjörðum, að undan- skildum Siglufirði sem fylgir Norð- austurkjördæmi, og A-Skaftafells- sýsla flyst úr Suðurkjördæmi í Norðausturkjördæmi. Drög að frumvarpi fonnanna stjórnmálaflokkanna um breytingar á kjördæmaskipan og kosningatil- högun er nú til umfjöllunar hjá þing- flokkunum, en að sögn Friðriks Sophussonar, formanns kjördæma- nefndar, vonast hann til að hægt verði að mæla fyrir frumvarpinu í þessum mánuði. „Pað afgreiðist ekkert á yfirstand- andi þingi annað en stjómarskrár- breyting, en kosningalagafrumvarpið sem fylgir sem fylgiskjal er undir- liggjandi samningur þeirra sem standa að þessu. Það þarf að afgreiða stjómarskrárbreytinguna fyrii' kosn- ingar og endurtaka síðan með frum- varpsflutningi eftir kosningar. Þá fyrst er hægt að fara að breyta kosn- ingalögunum," sagði Friðrik. I greinargerð með frumvarpsdrög- unum kemur fram að með breyting- artillögu kjördæmanefndar verði dregið meira úr mesta misvægi at- kvæða milli kjördæma en aðaltiUaga nefndarinnar gerði ráð fyiir, auk þess sem núverandi kjördæmum verði ekki skipt upp nema í tveimur tilvik- um, þ.e. á Reykjanesi og í Reykjavík. Tillaga að nýrri skipan kjördæma Kjördæma- mörk sem Norðves (Vesturtand. ... Norðurland vestrá'gn Reykjavík-V Reykjavík-A Suðvestur- kjördæmi (Reykjanes án Suðumesja) Kjördæmi Kjósendur Þingsæti (kjördæma- og jöfnunarsæti) Kjósendur aö baki hvers þingmanns Norðvesturkjördæmi 21.502 9+1 2.150 Norðausturkjördæmi 28.754 9+1 2.875 Suðurkjördæmi 25007 9+1 2.501 Suðvesturkjördæmi 40.312 9+2 3.665 Reykjavík vestur 39.517 9+2 3.592 Reykjavík austur 39.516 9+2 3.592 Landið allt 194.608 54+9 3.089 Óráðið er í fjórtán stöð- ur heilsugæslulækna ALLS er óráðið í 13,7 stöður heilsugæslulækna í öllum kjör- dæmum landsins nema í Reykja- vík, en læknar eru væntanlegir í a.m.k. þrjú af þessum stöðugildum á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttorms- sonar, þingmanns í þingflokki óháðra. I svarinu segir að líklega séu margar ástæður fyrir því að erfiðlega gangi að manna lækna- stöður utan Reykjavíkur. Ein ástæðan gæti þó verið mikil vakta- byrði og einangrun. „Unglæknar kynnast störfum utan sjúkrahúsa mjög takmarkað, öll vinnuskylda á kandídatsárum er innan sjúkra- húsa. Vinna í dreifbýli verður því framandi og á vissan hátt ógn- andi,“ segir ennfremur. Þá kemur fram að mikil sam- keppni hafi verið um unga lækna undanfarin ár, bæði innan lands og utan. „Stóru sjúkrahúsin á ís- landi þurfa sífellt á stórum hópi ungra lækna að halda og keppa m.a. við heilsugæslustöðvar um takmarkaðan mannafla.“ Auk þess segir að vaxandi læknaskortur sé annars staðar á Norðurlöndunum og að markvisst hafi verið reynt að bjóða læknum þar góð kjör, einkum í Noregi. „A tveimur árum hefur íslenskum læknum til dæmis fjölgað úr 60 í 98 þar í landi. Hins vegar hafa nýlegar kjarabætur til heilsugæslulækna eftir úrskurð kjaranefndar jafnað stöðu þeirra á íslandi gagnvart grannlöndun- um.“ Læknar kynnist heilsugæslu í námi og starfsþjálfun í svarinu eru taldar upp þær stöður heilsugæslulækna sem enn er óráðið í. Kemur þar fram að á Vesturlandi er óráðið í tvær stöður í Ólafsvík og eina stöðu í Stykkis- hólmi. A Vestfjörðum er óráðið í eina stöðu á Patreksfirði, en hún er nú mönnuð af læknanemum og á Norðurlandi vestra er óráðið í eina stöðu á Siglufirði. A Norðurlandi eystra er óráðið í eina stöðu á Rauf- arhöfn, en á Ólafsfirði er lækna- nemi í skammtímaráðningu fram í miðjan desember og von á fastráðn- um lækni næsta sumar. A Austurlandi er óráðið í eina stöðu á Vopnafirði, eina stöðu á Seyðisfirði, eina stöðu á Eskifirði og tvær stöður á Höfn í Hornafirði. A Suðurlandi er óráðið í 0,7 stöðu- gildi á Selfossi en þar er nýr læknir væntanlegur um næstu áramót. Þá er á Reykjanesi óráðið í eina stöðu í Keflavík en umsókn um hana liggur fyrir stöðunefnd. I svarinu kemur fram að heil- brigðisráðuneytið hafi þegar gripið til ýmissa aðgerða til að ráða bót á þessum vanda. „Ráðuneytið hefur nýlega auglýst þrjár nýjar náms- stöður í heimilislækningum og tel- ur að mikilvægt sé að færa sérnám í auknum mæli inn í landið. Stöður þessar gefa ungum læknum mögu- leika á að ráða sig í skipulagt þriggja ára nám hér á landi. Dvöl á heilsugæslustöðvum undir hand- leiðslu reyndari lækna er stór hluti þessa náms sem skipulagt er í samráði við læknadeild Háskóla Islands. Einnig telur ráðuneytið nauðsynlegt að hyggja að svipuðu námi á kandídatsári. ísland sker sig úr með að hafa heilsugæslu ekki sem hluta þeirrar skylduþjálf- unar. Ætlun ráðuneytisins er að beita sér fyrir endurskoðun þessa ákvæðis, þannig að verðandi lækn- ar kynnist starfi í heilsugæslu í námi og starfsþjálfun," segir m.a. í svarinu. Flutningur verkefna íbúðalánasjdðs Yinnu- brögð ráðherra gagnrýnd STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þing- flokki óháðra, gagnrýndi Pál Péturs- son félagsmálaráðherra á Alþingi á fimmtudag fyrir að hafa ekki svarað bréfum bæjarstjómar, verkalýðsfé- lags og verslunarmannafélags Húsa- yíkm’ frá því í september sl. um að íbúalánasjóður verði staðsettur á Húsavík. Tók Steingrímm- fram að hann fagnaði þeirri ákvörðun ráð- herra að flytja ætti verkefni sem áð- ur voru j höndum Veðdeildar Lands- banka íslands út á land og óskaði Sauðkrækingum til hamingju með það en taldi samskipti ráðherra við Húsvíkinga ámæhsverð þar sem hann hefði ekki svarað þeim bréfum sem áður voru nefnd. „Eg vil geta þess að hér hefur ráðherra í öllu falli augljóslega brugðist skyldum sínum samkvæmt 7. gr. stjómsýslulaga um að svara erindum og að beina þá er- indunum í rétta átt ef þau eiga heima annars staðar í stjómsýslunni en hjá ráðherra sjálfum," _ sagði Steingrímur og bætti við: „Eg fæ ekki annað séð en að ráðherra hafi brotið þessar skyldur fyrir utan þann dónaskap að svara ekki bréf- um. Það em mannasiðir eins og allir vita að svara þeim.“ Félagsmálaráðherra sagði það rétt sem fram hefði komið að í sept- ember hefði honum borist bréf frá Húsavík um að íbúðalánasjóður yrði fluttur til Húsavíkur en „ekki bara einhver hluti hans“. „Það er einnig rétt og það skal ég taka á mig að það hefur dregist að svara með formleg- um hætti bréfi bæjarstjómar á Húsavík, en því hef ég reyndar kom- ið í verk núna,“ sagði hann. I máli hans kom síðar fram að ákveðið hefði verið að setja upp und- irdeild innheimtusviðs íbúðalána- sjóðs á Sauðárkróki en þar hefði verið hægt að tengjast Reiknistofu bankanna í gegnum útibú Búnaðar- bankans. Tók hann einnig fram að 20 til 25 milljónir spöraðust á því að flytja þennan hluta starfsemi Ibúða- lánasjóðs til Sauðárkróks. Nokkrir þingmenn stjórnarand- stöðu tóku undir gagnrýni Stein- gríms og sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingflokki jafnaðarmanna, m.a. að það væri pólitíksur óþefur af þessum flutningi verkefna íbúða- lánasjóðs til kjördæmis ráðherrans. Fjármála- ráðherra syngur með Arna Johnsen GEIR H. Haarde fjármálaráð- herra syngur þrjú lög á nýjum hljómdiski sem Arni Johnsen al- þingismaður er að senda frá sér. Þetta er sjötti diskurinn sem Ámi sendir frá sér á 30 ára söng- ferli og ber hann nafnið „Stór- höfðasvítan og svolítið meira“. „Þetta er nú bara svona létt grín. Áma dettur svo margt skrýtið í hug. Annars sagði ég við hann að hann hefði fengið mig til að vera með til að tryggja örugga sölu á plötunni," sagði Geir þegar hann var spurður um þátttöku sína á plötunni. Á plötunni er að finna tón- verkið „Stórhöfðasvítan“, sem Árni samdi í samvinnu við Sin- fóníuhljómsveit Islands. Þar eru einnig 10 gamlar upptökur á Morgunblaðið/Þorkell GEIR H. Haarde, Vilhjálmur Guðjónsson og Árni Johnsen voru við upptökur í gær. lögum sem Stórhöfðasvítan byggist á. Lögin eru við ljóð eft- ir Davíð Stefánsson, Matthías Johannessen, Halldór Laxness, Jón Helgason, Jóhannes úr Kötl- um og fleiri. Á plötunni eru einnig sjö ný lög, sem fiest eru amerískir smellir að sögn Árna. Eitt laganna kemur þó frá Rúss- landi. A einu laganna syngur Árni bæði á íslensku og fær- eysku. „Geir er gestasöngvari á disk- inum,“ sagði Árni þegar hann var spurður um hlutverk fjár- málaráðherrans. „Geir er vanur söngmaður. Hann hefur sungið í ýmsum kórum og hefur oft sungið einsöng á mannamótum. Hann er hörkusöngmaður og skilaði sínu listavel. Það er styrkur að því að hafa Geir með á þessu sviði eins og annars staðar.“ Diskurinn kemur í verslanir í lok mánaðarins. Um útsetningar og upptökur sá Vilhjálmur Guð- jónsson. Stj órnsýslugerning- ur eða dómsathöfn? í GREIN undirritaðs „Óskeikul- ir dómstólar“ sem birtist á bls. 10-12 í Morgunblaðinu síðastlið- inn sunnudag, 1. nóvember 1998, sagði að samkvæmt „bestu manna yfirsýn" hefði ákvörðun Hæstaréttar 15. júlí 1997 um að synja um endurupptöku dóms- máls á hendur Sævari M. Ciesi- elski verið stjórnsýslugerningur en ekki dómur. Þótt ekki kæmi það fram í greininni þá var þessi fullyrðing byggð á orðum í greinum eftir Ragnar Aðal- steinsson hrl., talsmann Sævars, og Ragnar H. Hall hrl., settan ríkissaksóknara í málinu, sem birtust í Úlfljóti nr. 3/1997, en báðir eru þar þeirrar skoðunar að um stjórnsýsluákvörðun hafi verið að ræða, enda er mér ekki kunnugt um að aðrir hafi tjáð sig opinberlega um þetta efni. Síðan greinin birtist hefur for- seti Hæstaréttar, Pétur Ki-. Hafstein, sent undirrituðum „til fróðleiks" afrit af bréfi Hæsta- réttar til Ragnars Aðalsteins- sonai' hrl. dags. 26. september 1997 þar sem það er rökstutt að ákvörðunin 15. júlí 1997 hafi ver- ið dómsákvörðun en ekki stjórn- sýsluverkefni. Samkvæmt þessum nýju upp- lýsingum er ekki hægt að full- yrða meira en að það sé umdeilt hvort ákvörðunin á sínum tíma hafi verið dómsathöfn, en segja má að Hæstiréttur hafi síðasta orðið í því efni. Þetta breytir þó að mati undirritaðs ekki því sem síðar sagði í greininni að Alþingi gæti rýmkað reglur um endur- upptöku refsimála, Sævar borið fram nýja beiðni og Hæstiréttur tekið hana að nýju fyrir óbund- inn af fyrri ákvörðun. Ekkert skal hins vegar sagt um hvort þá væri rétt að leyfa endurapptöku, enda færi það eftir því hvemig lagaheimildin væri orðuð og þeim gögnum sem lögð væru fram til stuðnings beiðninni. Páll Þórhallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.