Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 49' síðasta skeiði sagði hún hlæjandi við mig: Pað er til þess að ég geti strax látið vita ef ég skyldi deyja snögg- lega! Þannig man ég hana, miklu kom hún til góðs vegna þess að hún var svona, hún bætti heiminn meira en heil þjóðfélagsbylting. Ég þakka henni tárfellandi fyrir mig og mína, ég syrgi hana sárlega, eins og allir sem henni kynntust. Að Auðuni og afkomendum öllum er harmur kveð- inn, megi þeim veitast líkn og henni ró. Þór Vigfússon. Það var þröngt setinn bekkurinn við eldhúsgluggann á Kálfhóli 1. Þar sátum við krakkarnir í matar- tímum eða við leik og ekki laust við að mörg vinabönd hafí myndast við eldhúsborðið á þeim bæ, enda hafði fjöldi barna viðkomu þar í áranna rás. Þótt gestakomur heyrðu til stórviðburða áttu margir leið um Kálfhól og var ávallt vel tekið því gestrisni var þar mikil. Kristín Alda Guðmundsdóttir sinnti öllum sem komu af þeirri kostgæfni sem henni einni var lagið. í kringum jól og áramót var margt um manninn á Kálfhóli og þá þurfti hún að raða okkur ki-ökkunum nið- ur á þau herbergi og rám sem til voru. Þegar allt var klárt fór hún að sofa, síðust allra, eða notaði næðið til að sauma og prjóna föt á börnin, en henni var það til lista lagt að geta sniðið föt á börn og fullorðna og fylgdi hún gjarnan nýjustu tísku- straumum í þeim efnum. Kristín á Kálfhóli var heimsborg- ari, áhugasöm um það sem gerðist um víða veröld og henni þótti gam- an að ferðast. Hún átti þess kost að fara til útlanda nokkrum sinnum og skoða stórborgir Evrópu. Hún var nýjungagjörn og opin fyrir þeim framförum sem urðu á hennar bú- skaparárum á Kálfhóli. Það er nokkuð langt síðan sá er þetta ritar var skilinn eftir í fanginu á Kristínu á Kálfhóli sem lítill snáði og kallaði hana mömmu þaðan í frá. Það kom í hennar hlut að ala mig upp, klæða mig og fæða og búa mig undir skólagöngu þegar þar að kom. Það var alltaf á bætandi við eldhús- borðið á Kálfhóli og við vorum nokkuð mörg sem lærðum þar að lesa og skrifa. Þótt fósturmóðir mín hafí ekki haft tækifæri til að ganga mennta- veginn sjálf lagði hún áherslu á að afkomendur hennar lærðu eitthvað við sitt hæfi. Bai-nabörn hennar sem sóttu Fjölbrautaskóla Suðurlands áttu fastan samastað hjá henni og fósturföður mínum, Auðuni Gests- syni, í Fossheiðinni. Hún var fram- sækin og oft á undan sinni samtíð en fór ekki hátt með það. Ég er hjartanlega þakklátur fyrir að hafa átt samleið með Kristínu á Kálfhóli og að hafa notið góðs af umhyggju hennar og alúð. Ollum þeim sem áttu hana að ber ég vinar- og samúðarkveðjur. Ragnar Alexander Þórsson. Hún Stína amma er dáin. Amma var yndisleg manneskja, hún var með svo stórt hjarta, nógu stórt til þess að gefa öllum heimin- um og allir þeir sem þekktu hana fundu fyrir hlýjunni í hjarta hennar. Amma var dugleg kona, og mikil spilamanneskja. Það er sorglegt að hugsa til þess að hún Stína amma sé farin frá okkur en það er yndislegt að hugsa um þær minningar sem eftir sitja. Við munum sérstaklega eftir raulinu hennar. Þegar við fórum að sjá hana lá hún svo friðsæl og hún var svo fal- leg, húðin var svo slétt og hún svo dreymin á svip. Hennar verður sárt saknað. Elsku amma. Við kveðjum þig og við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir fjölskyldu þína, vini og vandamenn og við vonum að þér líði vel þar sem sál þín er nú. Elsku afí, Selma, Vaigerður, Óli, Ingileif og mamma. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hvfl þú í friði, elsku amma. Þín barnabörn, Fanný Guðbjörg og Magnús. SIGRÚN RUNÓLFSDÓTTIR + Sigrún Runólfs- dóttir fæddist á Bakkakoti I í Með- allandi, V-Skafta- fellssýslu 8. apríl 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri 28. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Runólfur Bjarna- son, f. 31.5. 1893, d. 14.12. 1981, og Þor- gerður Runólfsdótt- ir, f. 28.11. 1895, d. 7.9. 1966. Systkini Sigrúnar: Guðrún, f. 1.7. 1918, d. 15.3. 1944, Guðbjörg f. 29.12. 1919, d. 30.9. 1997. Bjarni, f. 16.12. 1920, Þorbjörn, f. 7.8. 1926, Markús, f. 25.6. 1928, Runólfur, f. 24.10. 1933, Guðni, f. 11.11. 1938. Eftirlifandi eiginmaður Sigrúnar er Ólafur Sveinsson, f. 24.10. 1912. Börn Þeirra eru: 1) Gunn- ar, f. 12.6. 1950, d. 22.5. 1956, 2) Kjart- an, f. 24.10. 1952, ókvæntur. 3) Sig- rún, f. 5.4. 1955, m. Bárður M. Níelsson, f. 30.1. 1954. 4) Helga, f. 6.7. 1957, m. Bjarni Jón Finnsson, f. 7.9. 1957. 5) Guðrún, f. 10.5. 1959, maki Gísli D. Reynisson, f. 3.11. 1957. 6) Val- gerður, f. 10.5. 1959, maki Knútur Halldórsson, f. 19.4. 1957. Barnabörnin eru ellefu. Sigrún og Ólafur hófu búskap að Botnum í Meðallandi haustið 1950. Útför Sigrúnar fer fram frá Langholtskirkju í Meðal- landi í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Mamma, ein af mínum fyrstu minningum er sú að þú hélst á mér og Völu systur í fanginu og þú um- vafðir okkur hlýju, ást og öryggi, þú varst lífíð. Svo er enn. Því hlutverki sem þú tókst að þér í lífinu og sinntir af allri þinni alúð skilaðh- þú af þér með miklum sóma og þótt efnin og auðæfín í uppvexti okkar systkina hafi ekki verið mildl tókst þér að gera gott úr öllu. Þú kenndir okkur að sá til að uppskera og að ganga hægt um gleðinnar dyr. Hvem dag gerðir þú að alveg sérstökum degi, sama hversu hversdagslega hann leit út að morgni, og eftir að við urðum fullorðin sýndir þú öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur mikinn áhuga og er það ómetanleg hvatning og við- urkenning. Elsku mamma, ég veit að þú ert nú komin til Gunnars sonar þíns, sem þú misstir svo ungan að árum, og Bjargar og Rúnu systra þinna og afa og ömmu á Bakkakoti, en við hefðum viljað hafa þig svo miklu lengur hjá okkur. Samt veit ég að við kveðjumst aðeins að sinni og við systkinin frá Botnum eigum eftir að hitta þig hressa og káta þegar okkar jarðvist lýkur. í dag verður mamma jarðsett við hlið sonar síns í litla heimagraf- reitnum í Botnum og er það hlýleg tilhugsun, því að þótt mamma hafí farið í æði margar náttúruskoðun- arferðir með konum í orlofi, þá hafði hún orð á því þegar heim kom að hvergi hefði hún séð fallegri staði en finna má í Botnum. Guð geymi þig og varðveiti elsku mamma mín. Guðrún Ólafsdóttir. Elsku Sigga amma, núna ertu farin burt á æðri stað eins og Bogga amma sem dó í sumar. Þær stundir sem við áttum með þér verða okkur alltaf dýrmætar og margs að minn- ast. Að vera með þér í eldhúsinu í Botnum, alltaf hlæjandi og að hugsa um hvað okkur þætti nú best. Þegar við sögðum þér að okkur þættu píts- ur góðar fannst þér sjálfgefið að við hjálpuðumst að við að gera þær. Einu skiptin sem þú settist niður var þegar þú spilaðir við okkur og oft var glatt á hjalla. Þér var mikið í mun að við lærðum að umgangast dýrin í sveitinni og margar ferðir fórum við með þér til að gefa hænsnunum og öndunum. Ekki leyndi sér hve vænt þér þótti um dýrin og sást um að þau hefðu nóg af öllu. Eftir að þú veiktist varst þú hjá okkur um tíma og kendir okkur margt um lífið og lífsviljann, einnig munum við hve glöð þú varst þegar þú máttir fara aftur heim í sveitina þína. Við munum aldrei gleyma þér, elsku amma, og núna vitum við að þér líður vel. Hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. (Post 2.23.) Meistarinn er hér og vill finna þig. (Jóh. 11.28.) Vertu sæl, elsku amma, og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyinr okkur. Bára og Erna Knútsdætur. Þegar ég frétti lát Siggu í Botn- um fannst mér eins og þar hefði far- ið móðir æsku minnar. Svo hafði atvikast að Sigga var ung stúlka á heimili foreldra minna á Kirkjubóli í Laugarnesi þegar ég fæddist. Mér var sagt það síðar að Sigga hefði lagt til að ef hún yrði bóndakona síðar á ævinni þá vildi hún að ég kæmi til hennar sem vinnumaður. Örlögin höguðu því svo að þegar ég varð sex ára gamall og Sigga orðin húsfreyja á Botnum í Meðallandi þá var ég einmitt send- ur í sveit þangað. Sex ára hnokki ók einn síns hðs með langferðabfl hina löngu og ströngu leið austur í Með- alland, sem í þá daga tók allan dag- inn. Næstu níu sumrin eftir það urðu Botnar að heimili mínu sumar- langt og ég man enn sólu skrýdda tindana í hinu fagra umhverfi Botna. Þeir voru mjög einangraðir inni í miðju Eldhrauninu, yfir stríð jökulvötn að fara, en geymdu hið hlýlega heimili þeirra hjóna Siggu og Óla. Þar eignuðust þau, árin sem ég dvaldi þar, öll börn sín utan frumburðinn sem hafði fæðst árinu áður en ég kom fyrst í sveitina. Hann var hrifinn burtu frá þeim sem barn. Heimili þeirra var hlýlegt og gott ungum Reykjavíkurdreng og oft á haustin þegar kom að því að ég færi suður í skólann þá vissi ég eiginlega ekki hvort ég væri að fara að heiman eða heim í mín ágætu foreldrahús. Svo góð voni sumrin í Botnum. Sigga hafði þann hæfileika í upp- eldinu að láta mann finna til ábyrgðar. Sem dæmi get ég nefnt að þegar Óli „stóri“ bóndi fór til grenja, annáluð skyttan, þá bað Sigga Óla „litla“ að vera endilega heima á bænum á meðan, svo að „karlmaður væri áfram á bænum". Þetta fannst mér mikið traust og það varð keppikefli mitt að reynast fullorðinn í heimilisverkunum. Og það var fleira en karlmannsverk sem Sigga kenndi mér, ég lærði að prjóna hjá henni og baka jólaköku með rásínum sem ég bakaði stund- um í verkaskiptum þegar Sigga fór út til heyanna. Sumrin liðu hratt í leik og starfi hjá þessu góða fólki sem ég á fagrar minningar um. Og þegar Sigga í Botnum er farin löngu leiðina á grasafjallið þá sitjum við eftir í hljóðri þökk fyrir þessa öndvegiskonu. Ég vil með þessum fáu orðum senda nafna mínum og fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur og bið Guð að blessa minn- ingu hennar._ Ólafur Benediktsson. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. (23. Daviðssálmur.) Nú er komið að kveðjustund Sig- ránar Runólfsdóttur eða Siggu í Botnum, eins og fjölskylda mín kall- aði hana. Það eru liðin 55 ár síðan Sigga kom sem heimilishjálp á heimili fjölskyldu minnar. Hún er mér í fersku minni sem glaðleg og glæsileg ung stúlka, sem lét vel að okkur börnunum. Síðan hefur verið óslitinn innilegur vinskapur á milli hennar og fjölskyldu minnar. Nokkrum árum eftir að hún fór frá okkur kom ég að heimsækja þessa ungu konu, sem þá var nýbyrjuð að búa með eiginmanni sínum, Ólafi Sveinssyni frá Langholti, og bjuggu þau í Botnum í Meðallandi. Þessi ungu glæsilegu hjón litu björtum augum á framtíðina er þau settust að á þessari fallegu jörð sem Botnar eru. Jörð, sem hafi margvísleg hlunnindi að bjóða. Þau sáu að þar var grundvöllur til að gefa lífinu gildi og þau gerðu ekki miklar kröf- ur um veraldleg gæði, en lögðu sig þeim mun meir fram um að efla og styrkja fjölskyldubönd og vini sína. Það var ómetanlegt að fá að kynn- ast þeirri persónu sem Sigga var. Hún var mikið náttúrubarn og undi sér vel í Botnum með manni sínum og börnum. Hún var greind kona og tók öllum áföllum lífsins með rósend og æðruleysi. Hún hafði einstaklega gott lag á að umgangast börn. Hún kenndi þeim að lifa lífinu án þess að gleyma alvöru þess og bera virð- ingu fyrir dýrum og móður jörð. Það sem þau lærðu í sveitinni hjá henni mótaði þau á margan hátt og hefur gagnast þeim í lífinu því þeim leið vel í návist hennar og hún bar hag þeirra fyrir brjósti. Ég þakka því af alhug, að bræður mínir og synir fengu að njóta umhyggju hennar og víst er, að þeir minnast hennar ætíð með virðingu og vænt- umþykju. Við Sigga vorum nánar vinkonur frá því ég kom í heimsókn með fjöl- skyldu mína að Botnum fyrir nær 40 árum. Það styrkti skyldleika- og vináttubönd okkar. Hún og maður hennar tóku okkur alltaf opnum örmum þegar við komum í sveitina til þeirra, nær því á hverju sumri hér fyrr á árum. Sigga var dugmikil kona og lét aldrei bug á sér finna á hverju sem gekk. Hún lét einföld- ustu máltíðir verða að veislumat og allir fengu nægju sína við matborð- ið, sama hve fjöldinn var mikill, því oft var þröngt setið við matborðið yfir sumartímann, því aðkomubörn voru oft jafnmörg og hennar eigin börn. Sigga var þakklát fyrir barnalán sitt, enda eru þau dugmikil og vel gerð og tengdasynir hennar hafa verið henni mikil stoð. Þegar barna- börnin komu voru þau sólargeisl- arnir hennar. Haustið 1996 komu ég og maður- inn minn, Kristinn, í heimsókn í fal- legu veðri eins og það gerist best á þeim árstíma og vorum við yfir helgi. Sigga naut þess að taka á móti okkur í nýja húsinu, sem Kjartan, sonur hennar, var nýbúinn að byggja. Þar rættist draumur hennar að komast í nýtt hús í Botn- um. Það var yndislegt að finna hvað hún var hamingjusöm fyrir hönd sonar síns með heimilið og þetta > framtak hans. Við fórum í göngutúr í logni og sólskini um gróðursæl sumarbú- staðalönd dætra hennar, sem hún var svo stolt af og við stóðum góða stund við Háhest, sem stendur næst nýja bænum. Rétt þar við er heima- grafreitur þar sem frumburður þein-a hjóna, sonurinn Gunnar, var jarðsettur 1956. Þarna er helgur staður í Botnum þar sem vex falleg- ur lággróður og tignarlegt barrtré. Þar ríkir ró og virðing, sem maður skynjar í náttúnifegurðinni. Þessa * helgi geymi ég í minningunni um mína kæru vinkonu. Elskulegu systur, Sigi'ún, Helga, Guðrún og Valgerður mín! Móðir ykkar var þakklát fyrir dyggan stuðning ykkar, ást og umhyggju. Kæru feðgar, Ólafur og Kjarfan minn! Ég sendi ykkur öllum hug- heilar kveðjur við upphaf þessa nýja kafla, sm nú er að hefjast í lífinu og ég veit að góður guð mun vel fyrir honum sjá. Blessuð sé minning göfugrar eig- inkonu og móður. Súsanna Kristinsdóttir. Elsku amma. Hvemig getur ein manneskja skilið eftir sig svona stóra eyðu? Við horfum sorgmædd fram á veginn vitandi það að þessi eyða verður aldrei fyllt. Samt erum við glöð fyr- ir þína hönd, þú ert hjá fólki sem elskar þig, við sem eftir urðum verðum að muna það. Við vitum að þér líður vel núna. Góðu stundirnar sem við áttum með þér heima í Botnum eru okkur dýrmætar minningar sem við rifjum oft upp. Þar til við sjáumst aftur __ elsku amma biðjum við guð að geyma þig. Æsa og Óðinn. Elsku amma, það var alltaf svo gott að koma til þín í sveitina, þú áttir alltaf kökur og nammi bara fyrir okkur. Og alltaf þegar við gerðum eitthvert smáverk svo sem að fara til hænsnanna með matinn þeirra eða aðra smásúninga, þá þakkaðir þú okkur alltaf svo mikið fyrir það og launaðir það alltaf svo vel. Élsku amma, við söknum þín óskaplega mikið þó að við vitum að þér líður nú vel hjá Guði. Guðrún Lilja, Gunnar Sveinn, Þorgerður Hlín og Sigrún. Elsku amma. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar í sveitinni, bæði í leik og starfi. Við kveðjum þig með þessu litla versi sem þú hélst svo mikið upp á. 0, Jesú bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Ólafur Níels og Sigurbjörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KJARTANS ÁSGEIRSSONAR, Bjarmalandi, Garðl. Guð blessi ykkur öll. Marta Guðrún Halldórsdóttir, Kristjana H. Kjartansdóttir, Jóhannes S. Guðmundsson, Ásgeir Kjartansson, Sólveig Björk Gránz, Þorvaldur Kjartansson, Jóhanna S. Sigurvinsdóttir, Jóhanna A. Kjartansdóttir, Gísli L. Kjartansson, Ólafur Þór Kjartansson, Álfhildur Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.