Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 47 MINNINGAR einhveijum gæðinga sinna, búinn að moka og sópa út úr dyrum í hest- húsinu enda snyrtimenni mikið. Síðasta verk Einars var að ná í hestana sína í hausthagann og taka þá á hús, en hafði á orði að full- snemmt væri, en ekki leyndi sér gleðin og tilhlökkunin yfir því að geta nú farið að sýsla við hrossin. I hjarta mínu þegar ég kveð Einar gleðst ég yfir því að hann var að sinna hugarefnum sínum þegar hann kvaddi. Kæra Ingí, Steini, Finni, Gísli og fjölskyldan öll, megi góður guð styrkja ykkur og styðja, minningin um góðan dreng verði ykkur Ijós í lífinu. Jón Guðni. Undarlegur er þessi dauði, alltaf kemur hann okkur í opna skjöldu, jafnvel þótt hann sé í rauninni það eina sem við eigum víst í þessu lífi. Það er ekki meira en svo að við sé- um búin að átta okkur á því að vinnufélögunum hefur fækkað um einn og nú er skarð fyrir skildi. Þótt við vissum auðvitað að Einar væri hjai-tasjúklingur, datt okkur ekki í hug að við hefðum ekld meira tíma með honum hér í heimi. Það er því mikil huggun að við eigum ótal góðar minningar um þennan horfna félaga og vin. Einar hafði alveg ein- stakt lag á því að hafa alla ánægða í kringum sig, þetta ljúfa viðmót með glettnu ívafi er ekki öllum gefið. Einar var skemmtileg blanda af Skagfirðingi og Bolvíkingi, hann var auðvitað fyrst og fremst Skag- firðingur og þar voru rætumar, en héðan var konan hans og hér kusu þau að búa sér heimili og hér ólu þau upp drengina sína. Einar átti að sjálfsögðu hesta og það var bæði styrkur hans og veikleiki, hann mátti helst ekki heyra talað um hest, hann varð að fá að sjá hann. Hann sagði oft að hestarnir væru sínir bestu vinir og við fundum það vel að aldrei fór hann svo oft til hestanna að hann hlakkaði ekki til. Það má því segja að fyrst dauða hans þurfti að bera að svo skyndi- lega að þá var hann þó við sína kærustu iðju og það hefur eflaust komið honum best. Einar var alveg einstakt snyrtimenni og prúð- menni, hann var afar glöggur á menn og málefni og kom það sér oft vel í starfi, hann var ótrúlega þolin- móður og hafði gott lag á að vinna fólk á sitt band. Það var alveg ynd- islegt að sjá til hans þegar barna- börnin voru í heimsókn, fyrst nafni hans og seinna yngri drengirnir. Lúmskur er sá grunur að þeir hafi fengið ýmislegt hjá afa, sem ekki var alveg á dagskrá annars staðar. Við finnum það vel að hér er autt sæti, og söknum sárt vinar. Ekki síst saknar Valdimar, samstarfs- maður Einars, vinnufélaga og vin- ar, en samstarf þeirra hefur staðið í rúm 27 ár þar sem aldrei bar skugga á milli. Kæra Ingý, auðvitað er þinn missir mestur. Megi góður Guð veita þér og fjölskyldu þinni styrk í sorg. Vinnufélagar. Þessi fátæklegu orð rita ég til að kveðja vin minn og kunningja, Ein- ar Þorsteinsson. Kunningsskapur okkar hófst fyrir rúmum tveimur áratugum, og voru það hestar sem leiddu okkur saman, en Einar var mikill hestamaður og hafði yndi af að sýsla við hross og njóta þeirra. A þessum tímamótum hrannast minn- ingarnar upp, margar ferðirnar fór- um við saman, bæði ríðandi og ak- andi, en tilefni ferðanna var yfir- leitt alltaf tengt hestum. Gaman var að ferðast með Einari, hann var alltaf léttur og hress, stutt í spaug- ið og hafði gaman af að senda mönnum létt og græskulaus skot, og átti sinn þátt í því að ferðirnar heppnuðust vel og urðu öllum ógleymanlegar sem með honum ferðuðust. Hestar skiptu oft um eigendur í þessum ferðum, og var hann manna slyngastur í því að lýsa hestum þannig að úr urðu hesta- kaup, enda maðurinn með skag- firskt blóð í æðum. Margar ferðir fórum við á haustin í Laufskálarétt og var þá farið í heimsókn á bæina og gömul kynni rifjuð upp og hélt hann mikl- um tengslum við sína gömlu sveit- unga og æskustöðvarnar. Fyrir nokkrum ánim keyptum við nokkr- ir félagar saman jörðina Þúfur í Isafjarðardjúpi, og áttum þar ógleymanlegar samverustundir yfir sumartímann við útreiðar og gleð- skap. Að leiðarlokum þakka ég sam- fylgdina og minningin um góðan fé- laga lifir. Kæra Ingí, Steini, Finni, Gísli og aðrir aðstandendur, guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina. Rögnvaldur Ingólfsson. Föstudaginn 30. október sl. barst mér sú dapurlega fregn, að starfs- maður minn og góður félagi, Einar Þorsteinsson lögregluvarðstjóri, hefði orðið bráðkvaddur þá fyrr um daginn, skömmu áður en hann skyldi hefja vakt. Upphaf kynna minna og Einars voru þau að ég fluttist til Bolungar- víkur til að gegna embætti bæjarfó- geta, sem nú heitir sýslumaður, haustið 1990. Hann hafði þá verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið en var að hefja störf að nýju sem lög- reglumaður; annar af tveimur sem í Bolungarvík starfa. Eg minnist þess, að mér varð ljóst strax á okk- ar fyrsta fundi, að þarna fór róleg- ur og yfirvegaður maður sem þægi- legt var að eiga samskipti við. Er kynni okkar hófust hafði Einar ver- ið lögreglumaður í Bolungarvík í rúma tvo áratugi eða allt frá árinu 1969. Mér, ungum og lítt reyndum í störfum yfirmanns, mátti því vera ljóst, að þar fór maður sem lifað hafði tímana tvenna í lögreglu- mannsstarfi. Þótt Einar hefði litla fonnlega menntun að baki á þessu sviði hafði hann öðlast margháttaða reynslu í skóla lífsins. I því návígi sem óhjákvæmilega verður á stað eins og Bolungarvík með sína rúm- lega 1.000 íbúa verður starf lög- reglumannsins auðvitað á margan hátt öðruvísi en á fjölmennari stöð- um. Hér eru menn oftar en ekki einir á vettvangi viðburða og þurfa því mjög á hæfileikum í mannlegum samskiptum að halda og leysa úr málum „innanhúss" en ekki eftir formlegum leiðum. Þeim hæfileik- um var Einar gæddur í ríkum mæli. Þótt menn hafi stundum orð- ið úfnir í skapi, eins og gengur, og látið mungát leiða sig á brautir slæmrar háttsemi, er mér ekki kunnugt um mörg tilfelli þar sem hann gat ekki róað menn og talað til þannig að þeir létu af henni. Held ég að hann hafi sparað ófáum manninum næturgistingu í fanga- geymslum embættisins með fágaðri og afslappaðri framkomu, sem róað gat jafnvel hina æstustu menn. Eitt sem ugglaust átti sinn þátt í því var eflaust það, að Einar bar virðingu fyrir fólki, sama hver í hlut átti, og umgekkst jafnt háa sem lága sem jafningja. Þá var Einari mjög í mun að koma fremur í veg fyrir að borg- urunum yrði hált á svelli réttvísinn- ar, en að standa þá að verki fyrir afbrot; allra síst að koma þeim að óvörum, ef hjá því varð komist. Mátti að jafnaði treysta því ef hann var á vakt að hann væri nærri á lögreglubifreiðinni eftir skemmtan- ir og dansleiki í bænum, svo menn létur sér síður detta í hug að aka bifreið með Bakkusi í fór. Þá beitti hann þeirri aðferð, hvar sem henni varð við komið, til að leiða fólk af braut brota og ósæmilegrar hátt- semi, að veita föðurlegt tiltal; skýrslugerð, skriffmnska og önnur formleg réttarvörsluúrræði voru honum minna töm. Held ég að mér sé óhætt að fullyrða að flestum íbú- um í Bolungarvík hafi verið hlýtt til Einars og líkað störf hans vel. Sjá þeir nú á bak góðum embættis- manni. Einar var Skagfirðingur að upp- runa, fæddur og uppalinn í Akra- hreppi. Eins og títt er um Skagfirð- inga eru þeir ýmist miklir söng- menn eða hestamenn nema hvort tveggja sé. Þótt ekki hafi ég heyrt Einar syngja var hann mikill hesta- maður og átti hér nokkur hross sem hann sinnti af alúð og natni. Þegar kallið kom var hann einmitt að koma frá því að sinna hestum sínum. Við Einar störfuðum saman í Lionsklúbbi Bolungarvíkur þar sem hann mætti vel á alla fundi og tók þátt í störfum klúbbsins af áhuga og fómfysi. Þótt Einar hefði sig ekki ýkja mikið í frammi í opin- berum orðræðum var hann traust- ur og öruggur liðsmaður sem skilur eftir sig stórt skarð. Einar var framsóknarmaður í þess orðs bestu merkingu og vildi hag hinna dreifðu byggða sem bestan. Ekki þekki ég mikið til fjölskyldu Einars ef undan er skilin kona hans Ingibjörg Guð- finnsdóttir, sem nú er svo skyndi- lega svipt góðum bónda. Þrjá syni áttu þau er komust til fullorðinsára, en einn lést aðeins nokkurra mán- aða. Synirnir hafa nú allir yfirgefið heimahagana fyrir nokkru og stofn- að fjölskyldur; einn í Noregi og tveir í Hafnarfirði. Færi ég konu Einars, Ingibjörgu, sonum þeirra og þeirra fjölskyldum einlægar samúðarkveðjur mínar. Starfsfólk embættis sýslumannsins í Bolung- arvík kveður góðan félaga, sem skilur eftir sig stórt skarð í þeirra hópi. Jónas Guðmundsson. Það rifjast upp margar góðar minningar þegar Einar er kvaddur. Ég kynntist honum fyrir u.þ.b. fimmtán árum og þá var hugur hans allur við hestamennsku eins og góðum Skagfirðingi sæmir. Ein- ar var einn af stofnendum hesta- mannafélagsins Hendingar og sat í stjórn þess til síðasta aðalfundar. Einnig var hann í ritnefnd blaðs með sama nafni og skilaði þar góðu verki. Þá sýndi hann mikinn dugn- að við uppbyggingu íþróttasvæðis- ins í Hnífsdal. Þegar voraði mátti sjá glampa í augum Einars því þá var félagsmót Hendingar í nánd. Þar keppti hann á öllum mótum og var sigursæll í mótslok. Hann flíkaði ekki eigin afrekum en í velbúinni stofu þeiiTa hjóna, hans og Ingibjargar Guðfinnsdótt- ur, sem alltaf er gölluð Ingý, gat að líta marga fallega verðlaunagripi húsbóndans, sem hann hafði unnið á mörgum árum. Einar var mikill bóndi í sér og mjög nærgætinn við skepnur. Hann var tengdur æsku- slóðum sínum í Skagafirði sterkum böndum og fór í Laufskálarétt á hverju hausti. Við Hendingarfélag- ar söknum vinar í stað og biðjum honum fararheilla. Það verður tóm- legt í Reiðkoti og Þúfum ásamt hesthúsum og litla félagsheimilinu í Bolungarvík og skarð hans vand- fyllt. Samúðarkveðjur flyt ég eftir- lifandi eiginkonu og afkomendum þehra. Guð blessi minningu góðs félaga. Guðjón Finndal Finnbogason. Kveðja frá Framsóknarfélagi Bolungarvíkur Föstudaginn 30. október barst sú hai-mafregn um byggðina í Bolung- arvík að Einar Þorsteinsson varð- stjóri hefði orðið bráðkvaddur. Fyrir okkur sem þekktum Einar kom það ekki á óvart, hve almennt íbúar í Bolungarvík tóku þessari fregn með miklum trega. Einar naut mikillar virðingar meðal sam- borgara sinna. Einar hafði um langt árabil starfað með Framsókn- arflokknum hér í Bolungarvík. Hann var ætíð í orði og í verki öfl- ugur talsmaður samvinnu og fé- lagshyggju. Hann fylgdist vel með þjóðmálum, sótti fundi og tók þátt í kosningabaráttunni. Hann var ætíð tilbúinn að starfa fyrir flokkinn og byggðarlagið. Að leiðarlokum eru honum nú þökkuð góð störf í þágu Framsóknarflokksins hér í Bolung- arvík. Við félagar í Framsóknarfé- lagi Bolungai-víkur sendum Ingi- björgu og fjölskyldu okkar samúð- arkveðjur. Framsóknarféiag Bolungarvíkur. + Sigfús Hilinar Árnason, Klapparstíg 2, Hauganesi, var fæddur á Sjávar- bakka á Litla-Ár- skógssandi hinn 22. október 1928. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ákureyri hinn 25. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru þau Baldvina Guðrún Sigfúsdótt- ir og Árni Arnason. Sigfús var ókvæntur og barn- laus og bjó lengst af ævi sinnar á heimili systur sinnar og mágs, Kristínar Ragnheiðar Jakobsdóttur og Valdimars Kjartanssonar á Hauganesi. Sigfús var jarðsunginn í Stærra-Árskógskirkju 31. októ- ber. Svífur að haustið og svalviðri gnýr. Svanurinn þagnar og heiðlóan flýr. Blóm eru fólnuð í brekkunum öll. Bylgjumar ýfast og rjúka sem mjöll. FÍeygir burt gullhörpu fossbúinn grár. Fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár. (Steingr. Thorst.) Þessar ljóðlínur komu upp í huga minn þegar það vitnaðist fyr- ir nokkrum misserum að Dúddi, eins og Sigfús var alltaf kallaður, væri með krabbamein. Þetta litla ljóð var í miklu uppáhaldi hjá hon- um og er eitt af því fáa sem ég heyrði hann syngja. Dúddi ólst upp á Sandinum hjá móður sinni og stjúpföður, Jákobi Sigurvini Ágústssyni, en móðir Dúdda dó þegar hann var átján ára. Upp frá því var hann í heimili hjá Jakobi heitnum, fyrst á Sandin- um og síðan fluttust þeir með Kristínu inn á Hauganes þegar hún hafði fest ráð sitt og hóf búskap þar með Valdimar Kjartanssyni. Dúddi hóf að stunda sjó um ferm- ingu og varð það atvinna hans næstu 46 árin, en hann hætti til sjós 1987 og hóf að vinna í landi við eigin útgerð það ár. Hann eignaðist bát í félagi við mág sinn og fleiri árið 1972 og gerðu þeir út og ráku fiskverkun á Hauganesi til ársins 1994. Dúddi byrjaði sjómennsku sína á bátum af Ströndinni og var síðan á togurum fram eftir aldri, en lengst af var hann á bátum Valtýs heitins Þorsteinssonar, Olafi Magnússyni og Þórði Jónassyni. Dúddi þótti ákaflega góður sjómað- ur, samviskusamur og traustur og var orðlagður dugnaður hans og iðjusemi. Þessir eiginleikar komu sér einnig vel þegar hann fór að vinna í landi, fyrst við eigin fisk- verkun og svo við útgerð nágrann- anna hjá Víði Trausta, þar sem hann lauk starfsævinni. Dúdda féll sjaldan verk úr hendi og var ákaf- lega drjúgur verkmaður. Eins og áður segir var Dúddi lengst af ævi sinnar til heimilis hjá Stínu og Valda í Klapparstígnum og byggðist sú sambúð á kærleika og hlýhug, en alla tíð var mjög kært á milli þeirra systkinanna. Þetta kom best í ljós í veikindum Dúdda, en „gömlu hjónin“ heim- sóttu hann á hverjum degi þegar hann var rúmfastur á sjúkrahús- inu og önnuðust um hann af alúð og nærgætni heima, eins og þeim einum er lagið. Þar vildi Dúddi helst vera og hefur eflaust dregið það í lengstu lög að leita sér lækninga. Hann kvartaði aldrei og gerði lítið úr veik- indum sínum og greinilegt var að hann ætlaði ekki láta í minni pokann fyrir þessum vágesti. Af mörgu mátti merkja það í fari Dúdda að hann teldi sig sko alls ekki vera að fara. Daginn fyrir síðustu aðgerðina heimsóttum við hann og þá gerði hann góðlátlegt grín að því sem á daga hans hafði drifið þarna og hló innilega með sínum sérstaka hlátri. Þetta var í síðasta skiptið sem við heyrðum Dúdda gera að gamni sínu og hlæja, ekk- ert varð við ráðið og fljótlega sást hvert stefndi. Eins og nærri má geta nutu börn þeirra Valda og Stínu þess að hafa Dúdda á heimilinu og var hann þeim oft sem annar faðir. Já, hann kom oft færandi hendi heim, að ekki sé nú talað um þegar hann kom úr Norðursjónum með sæl- gæti og framandi leikföng. Þá hef- ur nú verið gaman að vera til og njóta. Dúddi gat verið svolítið glettinn á stundum, að maður segi ekki stríðinn, og það ekki hvað síst þegar krakkar áttu í hlut. Hann hafði gaman af að gantast við krakkana í „Klappó“ og voru barnabörnin og undir það síðasta bamabarnabörnin búin að hljóta sína eldskírn og farin að kunna að meta þetta. Hann las mikið og fylgdist vel með fréttum, horfði mikið á sjónvarp síðustu árin og var óspar á að skreppa suður á bryggju eða út á Sand til að spjalla við kunningjana. Aldrei heyrði ég Dúdda hallmæla nokkrum manni, hann var fámáll og dulur um eigin hagi og var ekki fyrir að láta bera á sér. Dúddi minn, sjálfsagt er það ekki að þínu skapi að minning sé sett niður á blað og því eðlilegt að vera ekki mikið að teygja lopann. Að leiðarlokum fylgja þér kærar kveðjur frá öllum í fjölskyldunni fyrir ævarandi tryggð og vináttu og þú kvaddur með undurfógru ljóði sem svo fallega var sungið fyrir þig að leiðarlokum. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsarinn góður gaf. Ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum. Par lífsins tré gróa’ á fógrum ströndum, við sumaryl og sólardýrð. Og stundum sigli ég blíðan byr og bræðra samfylgd þá hlýt ég. Og kjölfars hinna, er fóru fyr, án fyrirhafnar þá nýt ég. I sólarljósi er særinn fríður; og sérhver dagurinn óðar líður, er siglt er fyrir fullum byr. Lát akker fall! Ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. A meðan akker í ægi falla, ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Þýð. Vald. Snævarr.) Dúddi minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Minningarnar lifa. Guð blessi þér heimferðina og heimvon þín verði góð í himininn. Feiix Jósafatsson. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í grein- unum sjálfum. SIGFÚS HILMAR ÁRNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.