Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 25
Evran og íslenskir hagsmunir
HVER verða áhrif evrunnar á ís-
lenska hagsmuni? er yfirskrift ráð-
stefnu sem verður haldin miðviku-
daginn 11. nóvember á Grand
Hóteli.
Hinn 1. janúar 1999 verða merk
tímamót í sögu Evrópu. Þá verður
til ný mynt, evra, sem verður sam-
eiginleg mynt Evrópusambands-
ins. Evran kemur í stað gjaldmiðla
þeiiTa ellefu ríkja sem taka þátt í
samstarfinu strax frá upphafi. Síð-
ar bætast önnur ríki ESB í hópinn.
Fyrstu þrjú árin verður evran
eingöngu til í rafrænum viðskipt-
um. Það verður ekki fyrr en 1.
janúar 2002 sem peningaseðlar og
slegin mynt í evru líta dagsins ljós
og ekki fyrr en 1. júlí 2002 sem ein-
stakar myntir hverfa úr umferð.
Ljóst er að evran mun ekki ein-
göngu hafa áhrif í þeim ríkjum sem
taka hana í notkun heldur einnig í
í-íkjum sem ekki gera það, þar á
meðal Islandi.
A ráðstefnunni, sem Fjárfest-
ingabanki atvinnulífsins, Vinnu-
veitendasamband Islands, Sam-
band íslenskra viðskiptabanka og
Samband íslenskra sparisjóða
standa að, mun Hervé Carré, yfir-
maður peningamála framkvæmda-
stjórnar ESB í Brussel flytja er-
indi. Auk hans flytja Geir H. Haar-
de, fjármálaráðherra, Sigurður B.
Stefánsson, framkvæmdastjóri
VÍB, Clive Tomlinson frá NatWest
bankanum, Hjörtur Þorgilsson,
forstöðumaður upplýsinga-þróun-
ardeildar Flugleiða, Sæmundur
Valdimarsson, endurskoðandi
KMPG, og Jörgen Birger Christi-
ansen, framkvæmdastjóri og yfir-
hagfræðingur Den Danske Bank,
erindi.
FRÁ undirritun samnings Líf-
eyrissjóðs arkitekta og tækni-
fræðinga og VIB. I aftari röð
frá vinstri eru: Ragnheiður
Marteinsdóttir, Vilborg Lofts,
Gunnar Baldvinsson, Gunnlaug-
ur Helgason, Bolli Magnússon,
Jóhannes Þórðarson, Eiríkur
Þorbjörnsson, Ásgeir Ásgeirs-
son, Kristjana Sigurðardóttir
og Páll Á. Pálsson. Fyrir fram-
an eru Bergsteinn Gunnarsson,
formaður stjórnar lífeyrissjóðs-
ins, og Sigurður B. Stefánsson,
framkvæmdastjóri VIB.
Lífeyrissjóður
arkitekta og
tæknifræðinga
semur við VIB
LÍFEYRISSJÓÐUR arkitekta og
tæknifræðinga hefur gert samning
við Verðbréfamarkað íslandsbanka
um rekstur og ávöxtun fjármuna lif-
eyrissjóðsins. Samkvæmt samningn-
um mun VIB sjá um rekstur lífeyr-
issjóðsins og þjónustu við
sjóðfélaga.
í fréttatilkvnningu kemur fram að
Lífeyrissjóður arkitekta og tækni-
fræðinga varð til 30. júní sl. við sam-
einingu Lífeyrissjóðs arkitekta og
Lífeyrissjóðs tæknifræðingafélags
Islands. En báðir sjóðimir voru í
rekstri hjá VIB. Heildareignir Líf-
eyrissjóðs arkitekta og tækni-
fræðinga 30. júní sl. voru 3,8 millj-
arðar ki-óna og voru sjóðfélagar um
1.500 og uppíyllir'sjóðurinn ákvæði
nýrra laga um lágmarksfjölda
virkra sjóðfélaga.
Lífeyrissjóðurinn er blandaður líf-
eyrissjóður með tveimur deildum,
séreignar- og tryggingadeild. Sér-
eignardeildin er eins og hver annar
séreignarsjóður en með greiðslum í
tryggingadeildina geta sjóðfélagar
tryggt sér lífeyrisgreiðslur til ævi-
loka og varið sig og fjölskyldu sína
fyrir tekjumissi vegna örorku og/eða
dauða. Sjóðfélagar ráða sjálfir
hvernig iðgjöld þeirra skiptast á
milli deildanna en frá og með 1. júlí
1999 verða sjóðfélagar hins vegar að
tryggja sér ákveðna lágmarkstrygg-
ingavernd og greiða a.m.k. 3,95% til
8,4% í tryggingadeildina, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
----------------------
Opel innkallar
Astra-búa
Frankfurt. Reuters.
ADAM Opel AG, Þýzkalandsdeild
General Motors Corp, biður eigend-
ur 59.000 nýrra bíla af Astra-gerð
fyrirtækisins að koma með bíla sína
til skoðunar.
Samkvæmt tilkynningu frá Opel
hefur komið fyrir að kvartað sé yfir
braki í stýrissúlu og að bíllinn sé
þungur í stýri. Skoðunin er ókeypis.
Opel sagði nýlega að framleiðsla
engra bfla frá fyrirtækinu hefði
byrjað eins vel og framleiðsla Astra.
Vönduð
dagatöl og jólakort
í miklu úrvali.
Sérmerkt fyrir þig
Nýjar víddir
í hönnun og útgáfu
Snorrabmul54 ©561 4300 náól 4302
lætur ekki sitja
við orðin tóm
GUNINIARSSOIM
Veljum athafnamann á Alþingi
Jón Gunnarsson hefur ávallt verið maður
athafna og atorkusemi. Jón byrjaði
snemma að láta að sér kveða í íslensku
atvinnulífi og gjörþekkir ýmsar greinar
þess. Hann var bóndi á Barkarstöðum í
IVliðfirði og síðar markaðsstjóri hjá
Prentsmiðjunni Odda og Þýsk-íslenska.
Jón var yfirmaður sölu- og áskrifta-
deildar Stöðvar 2 og frá árinu 1994
hefur Jón verið framkvæmdastjóri
Rúnar ehf., vaxandi innflutnings-
og smásöluiyrirtækis.
Elja og framkvæmdasemi Jóns hafa einnig
notið sín í félagsmálum. 1 meira en tvo
áratugi hefur hann unnið ötullega fýrir
björgunarsveitir í landinu og gegnt þar
ýmsum trúnaðarstörfum. hlann var m.a.
formaður Plugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík og einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Landsbjargar, landssamtaka
björgunarsveita. Þá er Jón formaður
Sjávamytja, samtaka áhugamanna um
skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda hafsins.
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjanesi
Stuðningsmenn Jóns Gunnarssonar i prókjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæm