Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 07.11.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 25 Evran og íslenskir hagsmunir HVER verða áhrif evrunnar á ís- lenska hagsmuni? er yfirskrift ráð- stefnu sem verður haldin miðviku- daginn 11. nóvember á Grand Hóteli. Hinn 1. janúar 1999 verða merk tímamót í sögu Evrópu. Þá verður til ný mynt, evra, sem verður sam- eiginleg mynt Evrópusambands- ins. Evran kemur í stað gjaldmiðla þeiiTa ellefu ríkja sem taka þátt í samstarfinu strax frá upphafi. Síð- ar bætast önnur ríki ESB í hópinn. Fyrstu þrjú árin verður evran eingöngu til í rafrænum viðskipt- um. Það verður ekki fyrr en 1. janúar 2002 sem peningaseðlar og slegin mynt í evru líta dagsins ljós og ekki fyrr en 1. júlí 2002 sem ein- stakar myntir hverfa úr umferð. Ljóst er að evran mun ekki ein- göngu hafa áhrif í þeim ríkjum sem taka hana í notkun heldur einnig í í-íkjum sem ekki gera það, þar á meðal Islandi. A ráðstefnunni, sem Fjárfest- ingabanki atvinnulífsins, Vinnu- veitendasamband Islands, Sam- band íslenskra viðskiptabanka og Samband íslenskra sparisjóða standa að, mun Hervé Carré, yfir- maður peningamála framkvæmda- stjórnar ESB í Brussel flytja er- indi. Auk hans flytja Geir H. Haar- de, fjármálaráðherra, Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VÍB, Clive Tomlinson frá NatWest bankanum, Hjörtur Þorgilsson, forstöðumaður upplýsinga-þróun- ardeildar Flugleiða, Sæmundur Valdimarsson, endurskoðandi KMPG, og Jörgen Birger Christi- ansen, framkvæmdastjóri og yfir- hagfræðingur Den Danske Bank, erindi. FRÁ undirritun samnings Líf- eyrissjóðs arkitekta og tækni- fræðinga og VIB. I aftari röð frá vinstri eru: Ragnheiður Marteinsdóttir, Vilborg Lofts, Gunnar Baldvinsson, Gunnlaug- ur Helgason, Bolli Magnússon, Jóhannes Þórðarson, Eiríkur Þorbjörnsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Kristjana Sigurðardóttir og Páll Á. Pálsson. Fyrir fram- an eru Bergsteinn Gunnarsson, formaður stjórnar lífeyrissjóðs- ins, og Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri VIB. Lífeyrissjóður arkitekta og tæknifræðinga semur við VIB LÍFEYRISSJÓÐUR arkitekta og tæknifræðinga hefur gert samning við Verðbréfamarkað íslandsbanka um rekstur og ávöxtun fjármuna lif- eyrissjóðsins. Samkvæmt samningn- um mun VIB sjá um rekstur lífeyr- issjóðsins og þjónustu við sjóðfélaga. í fréttatilkvnningu kemur fram að Lífeyrissjóður arkitekta og tækni- fræðinga varð til 30. júní sl. við sam- einingu Lífeyrissjóðs arkitekta og Lífeyrissjóðs tæknifræðingafélags Islands. En báðir sjóðimir voru í rekstri hjá VIB. Heildareignir Líf- eyrissjóðs arkitekta og tækni- fræðinga 30. júní sl. voru 3,8 millj- arðar ki-óna og voru sjóðfélagar um 1.500 og uppíyllir'sjóðurinn ákvæði nýrra laga um lágmarksfjölda virkra sjóðfélaga. Lífeyrissjóðurinn er blandaður líf- eyrissjóður með tveimur deildum, séreignar- og tryggingadeild. Sér- eignardeildin er eins og hver annar séreignarsjóður en með greiðslum í tryggingadeildina geta sjóðfélagar tryggt sér lífeyrisgreiðslur til ævi- loka og varið sig og fjölskyldu sína fyrir tekjumissi vegna örorku og/eða dauða. Sjóðfélagar ráða sjálfir hvernig iðgjöld þeirra skiptast á milli deildanna en frá og með 1. júlí 1999 verða sjóðfélagar hins vegar að tryggja sér ákveðna lágmarkstrygg- ingavernd og greiða a.m.k. 3,95% til 8,4% í tryggingadeildina, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. ---------------------- Opel innkallar Astra-búa Frankfurt. Reuters. ADAM Opel AG, Þýzkalandsdeild General Motors Corp, biður eigend- ur 59.000 nýrra bíla af Astra-gerð fyrirtækisins að koma með bíla sína til skoðunar. Samkvæmt tilkynningu frá Opel hefur komið fyrir að kvartað sé yfir braki í stýrissúlu og að bíllinn sé þungur í stýri. Skoðunin er ókeypis. Opel sagði nýlega að framleiðsla engra bfla frá fyrirtækinu hefði byrjað eins vel og framleiðsla Astra. Vönduð dagatöl og jólakort í miklu úrvali. Sérmerkt fyrir þig Nýjar víddir í hönnun og útgáfu Snorrabmul54 ©561 4300 náól 4302 lætur ekki sitja við orðin tóm GUNINIARSSOIM Veljum athafnamann á Alþingi Jón Gunnarsson hefur ávallt verið maður athafna og atorkusemi. Jón byrjaði snemma að láta að sér kveða í íslensku atvinnulífi og gjörþekkir ýmsar greinar þess. Hann var bóndi á Barkarstöðum í IVliðfirði og síðar markaðsstjóri hjá Prentsmiðjunni Odda og Þýsk-íslenska. Jón var yfirmaður sölu- og áskrifta- deildar Stöðvar 2 og frá árinu 1994 hefur Jón verið framkvæmdastjóri Rúnar ehf., vaxandi innflutnings- og smásöluiyrirtækis. Elja og framkvæmdasemi Jóns hafa einnig notið sín í félagsmálum. 1 meira en tvo áratugi hefur hann unnið ötullega fýrir björgunarsveitir í landinu og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum. hlann var m.a. formaður Plugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík og einn af aðalhvatamönnum að stofnun Landsbjargar, landssamtaka björgunarsveita. Þá er Jón formaður Sjávamytja, samtaka áhugamanna um skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda hafsins. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesi Stuðningsmenn Jóns Gunnarssonar i prókjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.