Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vala heim- sækir grunn- skólann VALA Flosadóttir stangarstökkvari heimsótti grunnskólann á Bfldudal þeg- ar hún var í fríi í sinni gömlu heima- byggð á dögunum. Hún ræddi við börnin um íþrótt sína og hvernig það er að taka þátt í keppni víða um heim. Þau spurðu mikið um hvað hún æfði mikið, hvað hún mætti borða og hvað hún gerði í frítíma sínum. Hún ræddi einnig um landsátakið í fíkniefnavörnum og hvernig það var að vera í skólanum þegar hún var að byija að æfa íþróttir á íþróttavellinum inni í dal. Margir báðu um eiginhandaráritun og var Vala orðin ansi þreytt í hendinni þegar hún var búin að skrifa á allar myndirnar og nokkra handleggi líka. Meirihlutasamstarf bæj arstj órnar Austur-Héraðs klofnar Egilsstaðir - Meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Félagshyggju við Fljótið klofnaði á bæjarstjórnar- fundi í vikunni. Ágreiningur hefur verið á milli þessara flokka um um- hverfísmál og hafa samskipti heldur ekki gengið sem skyldi. Broddi Bjamason, forseti bæjar- stjómar, sagði að hann hefði verið sáttari við vinnubrögð fulltrúa F-list- ans ef þeir hefðu rætt við sig persónu- lega áður en hlaupið var í fjölmiðla. Skúli Bjömsson, fulltrúi F-lista og formaður umhverfís- og atvinnumála- ráðs, sagði samskiptaörðugleika hafa farið stigvaxandi í þessu samstarfí. ,Ástæðan fyrir því að F-listinn ákvað að slíta þessu samstarfi var hins vegar afgreiðsla bæjarstjórnar á nýju skipuriti fyrir Austur-Hérað. F-listinn telur mikilvægt að hafa umhverfíssjónarmið í fyrirrúmi við allar ákvarðanir fyrir bæjarfélagið. Fulltrúar F-lista hafa aðra sýn en fulltrúar B-lista á það umhverfi sem við lifum í. Við teljum að umhverfis- og garðyrkjumálum eigi að vera gert jafnhátt undir höfði og tækni- og byggingarmálum í ákvörðunum fyrir bæjarfélagið. Ekki var beinn ágreiningur um skipuritið sjálft, heldur afgreiðslu þess og einnig minnisblað sérfræðings, sem samdi skipuritið, varðandi tilhögun og nið- urröðun starfa. I fundargerð um- hverfis- og atvinnumálaráðs var gerð fagleg tillaga að skipuriti. Aldrei var tekin afstaða til þessarar tillögu og við lítum svo á að þessi hluti fundargerðarinnar sé enn óaf- greiddur. Um leið skoðum við þetta sem vantraust, bæði á formann ráðsins svo og þá fulltrúa sem þar sitja,“ sagði Skúli. „Við töldum ekki réttlætanlegt að halda áfram þessu samstarfi, hvorki fyrir okkur né sveitarfélagið í heild. Eg tel að hægt hafi verið að leysa þetta mál á mun farsælli hátt en gert var. Hvað varðar næsta leik þá lítum við á að þar sem samstaða ríkir í þessu veigamikla máli á milli B- og D-lista þá séu spjótin þar. Við munum ekld skor- ast undan ábyrgð en munum ekki sýna frumkvæði í meirihlutamyndun að svo komnu máli,“ sagði Skúli. Tjóná trjágróðri Laxamýri - Mjög miklum snjó kyngdi niður £ Reykjahverfí á dög- unum og varð af því mikil ófærð. Flestar girðingar eru £ kafi og muna menn varla annað eins fann- fergi svo snemma vetrar. Snjórinn sem var blautur og þungur fór mjög illa með trjágróð- ur og má víða sjá löskuð tré og greinar. Myndin sýnir þriggja mannhæða hátt grenitré sem brotnaði í tvennt undan snjófarg- inu og lítið annað að gera en höggva það við jörð og gróður- setja annað í staðinn. Brimborg-Þórshamar Tiyggvabraut 5 • Akureyri Simi 462 2700 Bílasala Keflavikur Hafnargötu 90 • Revkianesbæ Sími 421 4444 Blley Búðareyri 33 • Reyðarfirði Sími 474 1453 Betri bílasalan Hrísmvri 2a • Selfossi Sfmi 482 3100 VOLVO S40/V40 Uppliföu hann í reynsluakstri Tvisturinn Faxast'g 36 • Vestmannaeyium Sími 481 3141 BRIMB0RG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 FULLKOMIÐ VALD... VOLVO snýst ekki eingöngu um krumpusvæði, hliðarárekstravörn og loftpúða. Mikilvægasti öryggisþátturinn er ánægður ökumaður sem finnur til öryggis og ábyrgðar. Sætið styður þétt við likamann og stjómtæki em vel staðsett. Stýrið leikur í höndum hans en veitir um leið áreiðanlegar upplýsingar um ástand vegar. Utsýni er óhindrað og speglar gefa góða mynd af umhverfinu. Fullkominn ljósabúnað er hægt að stilla í samræmi við breytilegar aðstæður. Ökumaður er ávallt viðbúinn að bregðast við óvæntum atburðum á broti úr sekúndu. Hann hefur fullkomið vald á bílnum. Hann getur reitt sig á góða hröðun, nákvæma stýrissvörun, öruggt veggrip og stutta hemlunarvegalengd. Hann skynjar hvar mörk hins mögulega liggja og hann getur haldið sig innan þeirra. En verði óhapp ekki umflúið, veit ökumaður jafnframt að farþegar hans njóta verndar sem Volvo hefur þróað í meira en hálfa öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.