Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 62
*62 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Islenski hesturinn í Bandaríkjunum Samstarf um víðtæka kynningu Vinsældir íslenska hestsins hafa aukist í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Markaðurinn er stór og býður upp á mikla möguleika en fjöldi fólks veit ekki að þetta hrossakyn er til. Hulda G. Geirsdóttir markaðsfulltrúi Félags hrossabænda sagði Asdísi Haraldsdóttur frá samstarfs- verkefni nokkurra aðila um víðtæka kynningu á íslenska hestinum sem bráðlega hefst þar vestra. FÉLAG hrossabænda, hrossaút- flytjendur, skrifstofa Ferðamála- ráðs íslands í New York, Dan Slott í Bandaríkjunum, viðskiptaþjón- ustu utanríkisráðuneytisins og kynningai-fyrirtæki í Bandaríkjun- um eru að ýta úr vör ársverkefni þar sem íslenski hesturinn verður kynntur í Bandaríkjunum með markvissum hætti. Kynningin fer ^ jmeðal annars fram í sjónvarpi, öðr- um fjölmiðlum, háskólum, klúbb- um, samkomum og sýningum. Hulda G. Geirsdóttir markaðs- fulltrúi Félags hrossabænda sagði að kynningarefni verði sent á 200 sjónvarpsstöðvar víðsvegar um Bandaríkin og fylgt eftir með sím- tölum. Öðrum 800 sjónvarpsstöðv- um er boðið að fá efnið sent í gegn- um gervihnött. Einnig verða grein- ar sendar til tímarita og dagblaða sem eru með 50 milljónir til 2 millj- arða áskrifenda. Sérstök heimasíða verður sett upp þar sem fólk getur aflað sér frekari upplýsingar um ís- lenska hestinn, hvar hægt sé að sjá hann og prófa. 'Y Fyrsta skrefið í að auka eftirspura Hulda segir að einnig verði leitað til ræðismanna og áhugamanna um Island og þeim boðið kynningarefni sem hægt er að fara með á fundi, í skóla og annað. Þá verður settur upp upplýsingasími með gjald- frjálsu númeri, sem fólk getur hringt í til að afla sér upplýsinga. fslands-Fengnr Tilkynna wp, þarf ef ekki er óskað nafnbirtingar BÆNDASAMTÖK íslands sendu þátttakendum í skýrsluhaldi í hrossaræktinni bréf nýlega vegna skráningar eignarhalds á hrossum í gagnasafnið Íslands-Feng. I BRÉFINU er gerð grein fyrir samþykkt búnaðarþings 1998 um að þátttakendur í skýsluhaldinu hafí •>val um hvort nöfn þeirra og kenni- tölur komi fyrir í eigendaskráningu í Einka-Feng sem nú hefur fengið nafnið Íslands-Fengur. Bent er á að í samræmi við þessa samþykkt og álit tölvunefndar þurfí þátttakendur að tilkynna til Bænda- samtakanna fyrir 12. nóvember nk. vilji þeir ekki að nöfíi þeirra og '^tkennitölur komi fram í íslands- Feng. „Með þessu samstarfi er tekið fyrsta skrefíð í að reyna að auka eftirspurn eftir íslenska hestinum í Bandaríkjunum," sagði Hulda. „Við þurfum síðan að fylgja þessu eftir með því að tryggja að nægt fram- boð verði af þeim hestum sem sóst verður eftir. Einnig er nauðsynlegt að mæla viðbrögðin við átakinu og árangurinn eins og hægt er og taka síðan eitt skref í einu í framhald- inu.“ Hulda segir að Dan Slott, sem rekur stóran hestabúgarð á austur- strönd Bandaríkjanna, hafí upphaf- lega átt hugmyndina af svona markaðsátaki. „Við höfum vissu- lega verið að velta því fyrir okkur hér heima hvernig við gætum farið út í stórt kynningarátak í Banda- ríkjunum og ljóst var að ekki var hægt að gera það nema með sam- stilltu átaki nokkurra aðila. Dan Slott hefur látið gera myndband sem heitir Riding the Icelandic Horse. Það er hugsað út frá sjónar- hóli Bandaríkjamannsins og hann reynir að koma á framfæri í mynd- inni hvernig hestur íslenski hestur- inn er, hvernig sé að ríða honum, hverjir hans kostir eru og hæfíleik- ar. Hann mun leggja til myndina sem verður send á sjónvarpsstöðv- ar sem sýna slíkar myndir og einnig verða notuð brot úr henni í fréttaskot sem sent verður á aðrar stöðvar. Verkefnið kostar íslendinga 3 milljónir króna Dan Slott kynnti þessa hugmynd fyrir skrifstofu viðskiptaþjónustu utanríkirsráðunejdisins í New York Hún setti sig í samband við land- búnaðarráðuneytið sem síðar boð- aði aðra hagsmunaaðila til fundar. Hópurinn hefur síðan unnið að verkefninu síðan í ágúst.“ Stefnt er að því að heimasíðan og upplýsingasíminn verði komið í gagnið í byrjun næsta árs og að samstarfssamningurinn verði und- irritaður í lok ársins. Verkefnið stendur því yfir allt árið 1999. Unnið er að fjármögnun verk- efnisins, en gert er ráð fyrir að helmingur kostnaðarins komi héð- an og helmingur frá bandarískum aðilum. Hulda segist ekki hafa áhyggjur af fjármögnuninni. „Þrátt fyrir að verkefnið sé um- fangsmikið er ekki verið að tala um háa fjárhæð, en gert er ráð fyrir að íslendingar þurfí að leggja til 3 milljónir króna. Verkefnið er vel skipulagt og víst að hver ein- asta króna verður notuð vel. Þeir aðilar sem málið hefur verið kynnt fyrir hafa tekið hugmyndinni vel og ég á von á að þeir bregðist vel við.“ sagði hún. Morgunblaðið/RAX Hross komin á gjöf víða á Norðurlandi SNJÓKOMAN á Norðurlandi undanfarnar vikur hefur heldur betur sett strik í reikninginn hjá hrossabændum. Sérstaklega er ástandið slæmt frá Skagafírði til vestanverðrar V-Húnavatnssýslu og eru flestir bændur á því svæði farnir að gefa hrossum súium. Heyfengur var með minna móti víða á Norðurlandi í ár svo það veldur mörgum áhyggjum að þurfa að fara gefa hrossum tveimur mánuðum fyrr en venju- lega. Jón Sigurðsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi A-Hún- vetninga sagði að menn væru farnir að kvíða því að eiga ekki nóg hey í vor ef ekki fer að bregða til betri tíðar. Nú væri kominn vetur á svæðinu og jök- ull yfír allt. Hross hefðu því lítið upp úr krafsinu / orðsins fyllstu merkingu og þyrftu alls staðar að vera komin á gjöf að sögn Jóns. Skagafjörður er snjólétt svæði en nú er snjór yfir öllu og alveg haglaust. Það tók einhveija bændur í Skagafirði heila viku að koma öllum hrossum ofan úr fjöllum þar sem þau voru á hag- leysu og sum hver í sjálfheldu. Jóhannes Ríkharðsson ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Skag- firðinga sagðist vona að öll hross væru komin á gjöf. Þeir sem bíða með það eiga á hættu að hrossin tapi holdum. Ef það gerist verða þau mun þyngri á fóðram þegar farið verður að gefa auk þess sem þau eiga erfitt með að veija sig í vondum veðrum. Hann segir það mikinn misskilning að ekki sé hægt að taka útigangshross af gjöf ef einu sinni er farið að gefa þeim. Það sé hægj; ef þau eru í góðum holdum og hafi nóga sinu til beitar. Jóhannes sagði að hey væra góð í Skagafirði en minni en venjulega. Hrossin þyrftu hins vegar mikið magn og ef til vill bjargaði það einhverju að korn- rækt er stunduð í Skagafírði og margir þurrkuðu og rúlluðu hálm, sem upplagt væri að gefa með sterku heyi. Jóhannes sagð- ist hafa leikið sér að því að reikna út hvað það kostaði að hafa hrossin á gjöf. Miðað við hrossafjölda í Skagafirði þarf að gefa 300 rúllur á dag í héraðinu. Rúllan er talin kosta um 3.000 krónur og er því verið að fóðra hross fyrir 900.000 krónur á dag. Asdís Haraldsdóttir Keppnisreglur fyrir- ferðarmiklar í dagskrá SAMÞYKKTIR 49. ársþingsins voru fjölmargar eins fram kemur hér á síðunni. Of langt mál yrði að gera þeim öllum skil en þær helstu eru tíundaðar hér. Fyrst er að nefna tillögu um fækkun þinga þannig að þau verði haldin annað hvert ár. Stjórn LH var falið að undirbúa þessa breyt- ingu með því m.a. að setja upp nýtt stjórnskipulag um formanna- fundi. Stjóminni er falið að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta þingi. Samningur um sameiningu tímarits LH, Hestsins okkar, við Eiðfaxa var staðfestur og er nú aðeins eftir að staðfesta hann á hluthafafundi Eiðfaxa. Samþykkt var að stjóm skipaði nefnd sérfróðra manna um tölvu- mál vegna fyrirhugaðra kaupa á tölvukerfí fyrir mótahald. Nefndin geri tillögur þar um sem lagðar verða fyrir næsta ársþing. Þá var því beint til stjómar að hefja jþegar í stað viðræður við UMFI og héraðssambönd vegna gjaldtöku sem lögð er á hesta- mannafélög við inngöngu þeirra í samböndin. Þingið samþykkti viðmiðunar- reglur vegna úthlutunar reiðvega- fjár þar sem meðal annars er lagt til að fremur verði veittir færri og stærri styrkir svo frekar sé hægt að ljúka þeim framkvæmdum sem lagt er í. Þá var því beint til stjórnar að samdar yrðu viðmið- unarreglur við úthlutun í Aning- arhólfasjóði. Þá hvatti þingið stjórn til að beita sér fyrir áfram- haldandi kortlagningu gamalla reiðleiða og tryggja að einstakir landeigendur eða aðrir lokuðu þeim ekki. Askomn vai- samþykkt til stjómar um að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að vinna að heildarendurskoðun á keppnisfyr- irkomulagi hestamanna og skili af sér tillögum til stjórnar fyrir 1. september nk. Samþykkt vai- að á landsmótum skyldi keppt í gæðingakeppni á 300 metra Þ-laga hringvelli og að í úrslitum þessara móta skuli vera átta keppendur í stað tíu áður. Einnig var samþykkt að í úrslit- um gæðingakeppninnar skuli framvegis gefa einkunnir í stað röðunar í sæti. Skal þá gefa ein- kunnir eftir hverja gangtegund en í lokin einkunn fyrir vilja og fegurð í reið. Einkunn fyrir ásetu og stjórnun í yngri flokkum skal gefa eftir hverja gangtegund. Hvað varðar missi á skeifu eða hófhlíf var samþykkt að hvorki knapa né öðram sé heimilt að lag- færa heldur skuli viðkomandi keppandi ljúka keppni sjái hann ekki ástæðu til að draga sig í hlé. Þó verður hjálparmanni heimilt að laga hlífar milli atriða í úrslit- um en ekki þó að skipta um hlíf. Nokkrar breytingar vora gerð- ar á íþróttakeppninni og má þar nefna að nú loksins var samþykkt að afleggja gömlu stigin eða punktana en þess í stað aðeins að reikna út meðaleinkunn og láta hana eina gilda sem árangur keppandans. Samþykkt var að lágmarkseinkunn til þátttöku í opnum flokki á íslandsmótum skuh vera 5,5. Athygli vakti við afgreiðslu á þessari tillögu að ör- fáir þingfulltrúar greiddu henni atkvæði en enginn var á móti. Þá er að síðustu að nefna að samþykkt var að gera styrkleika- skiptingu íþróttamóta skilyrta og var eftir talsverða umræðu sam- þykkt skilgreining á hver sé áhugamaður. Þar segir að áhuga- maður teljist hver sá vera sem stundar útreiðar í frístundum. Þá var í framhaldinu samþykkt að í upphafi hvers keppnisárs skuli LH senda hestamannafélög- um skrá yfir þau pör (mann og hest) sem skuli keppa í meistara- flokki. Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.