Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 36
ENNI L Játvarður ruddi rennilásnum br MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru margir smáhlutirnir sem við not- um daglega, jafnvel mörgum sinnum á dag, án þess að leiða hugann að því hvernig væri að vera án þeirra eða hver hafí átt hugmyndina að gerð þeirra. Einn slíkur er rennilásinn og Bergljót Ingólfsdóttir veltir því fyrir sér hvar við værum stödd án hans og rifjar upp sögu þessa þarfa hlutar. ÞAÐ VAR bandarískur sölu- maður landbúnaðartækja í Chicago, Whitcomb L. Jud- son að nafni, sem fékk stað- fest einkaleyfi sitt á rennilás (þá kallaður ,,festir“) við Einkaleyfis- stofnun Bandaríkjanna 29. ágúst ár- ið 1896. Hann framleiddi rennilása sem setth’ voru í skó árið 1891 og átti hugmyndir að mörgum uppfinning- um öðrum. En þeir voru fleiri sem komu við sögu áður en rennilásinn varð eins og hann er nú. I bókinni „Zipper" eftir Robert Friedel sem kom út á aldarafmæli rennilássins, árið 1996, eru ná- kvæmar lýsingar og teikningar af tilraunum sem gerðar voru, ásamt nöfnum þeirra manna sem við þær fengust. Bókin er sjálfsagt skemmtileg lesning fyrir tækniáhugamenn, en hér verður hins vegar vikið að öðru sem ritað hefur verið og rætt um rennilásinn, sitt úr hverri áttinni. Minna má vart vera, svo lengi og vel hefur rennilásinn þjónað okkur mannfólkinu. Eitt er víst, það væri ekki gott að vera án hans. í upphafí Eins og áður segir var það W.L. Judson sem var upphafsmaðurinn, en Giedon Sundback, sænskur verk- fræðingur í Pennsylvaníu í Banda- ríkjunum, er talinn hafa gert rennilásinn eins og við þekkjum hann nú. Hann framleiddi rennilása sem settir voru í svefnpoka og pen- ingabelti hermanna í fyrri heims- styrjöldinni. I lásana var notuð málmblanda sem fengin var frá Þýskalandi en það efni var uppurið og ófáanlegt árið 1916. Árið 1923 framleiddi gúmmífyrir- tæki í Bandaríkjunum bomsur með rennilás og kom á markað undir heitinu „Zipper". Nafnið á bomsun- um færðist yfir á rennilásinn og var þar með tekið inn í málið og hefur verið þar síðan. I Bretlandi varð „zipper“-nafnið kunnugt árið 1924 þegai’ fyi-sta rennilásaverksmiðjan var reist í Birmingham og það auglýst í Daily Mail. Játvarður, prinsinn af Wales, (sá er þurfti að afsala sér konungdómi vegna ástar á fráskilinni konu) vai’ mikill skartmaður og þótti til fyrir- myndar í klæðaburði. Þegar það spurðist út árið 1935 að hann gengi í buxum með rennilás í buxnaklaufinni voru betri klæðskerar í London ekki lengi að taka við sér og skiptu yfir frá hnappagötum og tölum. Arið 1938 voru 13 rennilásaverk- smiðjur starfandi í Bretlandi, 20 í Þýskalandi og 12 í Frakklandi. Þær voru þá orðnar margfalt fleiri í Bandaríkjunum. Japanh- hófu framleiðslu á rennilásum árið 1934, þeir þóttu lé- legri en þeir sem fyrir voru, en þeim var komið á markað í Evrópu og Bandaríkjunum með undirboðum. Það var fyrirtæki manns að nafni Tadao Yosia sem í hlut átti, það fyr- irtæki er enn við lýði undir nafninu YKK og framleiðir flesta rennilása í heiminum nú. Þeir eiga verksmiðjur í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum þar sem framleiddar eru milljónir lása á dag. I upphafi þurfti að spretta rennilásnum af áður en flikin var þvegin, annars var hætta á ryði. Framan af tíðkaðist að sauma ÞESSI teikning Christophe Vorlet er kröftug og huginyndarík lýsing á eiginleikum rennilássins til að sameina og aðskilja. (málm)borðai’ með sérstökum út- báunaði (málm- eða plasttönnum á jaðrinum) til að loka opi. Betur verð- ur honum ekki lýst. í orðasafni Háskóla íslands kem- ur orðið rennilás fyi’st á skrá etir 1950. Etir því sem næst verður kom- ist voru rennilásar iyrst fáanlegir hér á árunum fyrir seinna stríð og þóttu þá nýjung. Það er mörgum sem þá voru á barnsaldri minnis- stætt þegar þeir eignuðust fyrstu flíkina með rennilás. Tilbúinn fatnað- ur með rennilásum var svo fluttur inn frá Bandaríkjunum á stríðsárun- um. Þai’ á meðal hinar sívinsælu gallabuxur. Þess má geta að rennilásar eru framleiddir á Islandi. I Kópavogi rekur Rafn Thorarensen Rennilása- gerðina sem stofnsett var áríð 1969. Önnur merking Allt er breytingum háð, orð geta fengið nýja merkingu, nöfn hvers- dagslegara hluta orðið hálfdónaleg. Þannig fór það fyrir hinum þarfa hlut, rennilásnum, í enski’i tungu, þar heitir hann „zipper", eins og áð- ur segir. Þegar þar er sagt að karl- menn gangi með rennilásinn (á buxnaklaufinni) opinn merki það að þeir séu á höttunum eftir kvenfólki til _að gamna sér við. I bókinni „Brave New World“ eft- ir Aldous Huxley, sem kom út árið 1932, bendir höfundurinn á hina nýju tækni, rennilásinn, og telur hann til þess eins að auka lauslæti. Hann áleit að mönnum yrði gert of auðvelt að fækka fötum og hafði um það hin háðulegustu orð! Þegar Lyndon B. Johnson var for- seti Bandaríkjanna (1963-1969) sagði hann eitt sinn stoltur frá því að samstarfsmenn hans gengju sko ekki um með rennilásinn opinn. Vildi hann þar með benda á staðfestu sinna manna og siðferðisstyrk. Opnir rennilásar hafa komið nokk- uð við sögu undanfarið í fréttum er- lendra útvarps- og sjónvarpsstöðva. I öllu fárinu vegna meintrar kven- semi Bill Clintons Bandaríkjaforseta hefur verið á það minnst. I banda- rískum fréttatíma fyrir skömmu var roskin kona tekin tali, í lítilli borg fjarri Washington. Hún sagðist hæstánægð með Clinton sem for- seta, þeir gerðust ekki betri, jafnvel þó hann ætti í „efiðleikum með rennilásinn"! Gideon Sundbacl (1880-1954) JÁTVARÐUR prins af Walse var annálað snyrtimenni í klæða- burði. Þegar það spurðist út árið 1935 að hann gengi í buxum með rennilás í buxnaklaufiimi voni betri klæðskerar í London ekki lengi að taka við sér og skiptu yfir frá hnappagötum og tölum. rennilásinn beint í brún buxnaklauf- arinnar öðrum megin. Til eru skráð tvö tilfelli í bresku læknaskránni „The British Medical Journal“, þar sem rennilásinn hafði fest í við- kvæmu líffæri karla og erfitt reynd- ist að losa um. Nú er vart hætta á slíku slysi þar sem efnið er alltaf lagt undir lásinn. í Toronto í Kanada kom alifugla- bónda nokkrum það í hug að sauma rennilása í kalkúnana svo kaupand- inn þyrti ekki annað en að renna lásnum aftur þegar fyllingin væri komin í. Heilbrigðisyirvöld höfðu eitthvað við það að athuga svo ekki varð úr framkvæmd. Ef marka má fregnir af tilraunum á rannsóknarstofu eiga venjulegir rennilásar að endast til opnunar og lokunar í 12.000 skipti. Þær upplýs- ingar eru ekki seldar dýrari en þær voru keyptar. í íslenskri orðabók Menningar- sjóðs er rennilási lýst svo: tveir Hvernig lýsir lungnaþemba sér? Magnús Jóhannsson læknir svarar spurningum lesenda Lungnaþemba Spurning: Hvernig lýsir lungna- þemba sér og hver eru fyrstu ein- kennin? Svar: Lungnaþemba lýsir sér með mæði og hósta. Lungna- þemba kemur ekki skyndilega heldur er sjúkdómurinn að þróast í fjölda ára eða áratugi. Yfir 80% lungnasjúkdóma stafa af reyking- um og þar er lungnaþemba ekki undanskilin. Aðrar ástæður fyrir lungnaþembu eru loftmengun og ertandi lofttegundir eða ryk. Sum- ir af þeim sem fá lungnaþembu hafa verið með langvarandi berkjubólgu, sem oft hefur staðið árum saman. Fáeinir sjúklingar með lungnaþembu eru með arf- genga tegund sjúkdómsins og sú tegund getur byi’jað á unga aldri. Mikill meirihluti sjúklinga með lungnaþembu er karlmenn en konur sækja stöðugt á og er þar líklega um að kenna minnkandi mun á reykingum kynjanna. Loftskipti lungnanna fara fram í lungnablöðrunum sem eru ör- smáar en smæð þeirra gerir heild- aryfirborðið stórt. Við lungna- þembu springa þessar blöðrur og renna saman í stærri blöðrur en við það minnkar yfirborðið, loft- skipti lungnanna versna og við- komandi verður móður við minnstu áreynslu. Lungnaþemba er algengur sjúkdómur, einkum hjá reykingamönnum, og miðað við erlendar tölur má gera ráð fyrir að allt að 2000 íslendingar þjáist af þessum sjúkdómi. Þegar lungnablöðrurnar springa og renna saman er um að ræða var- anlegar skemmdir sem ekki er hægt að lækna og ekki lagast með neinum þekktum aðferðum. Það sem hægt er að gera er að reyna að koma í veg fyrir að ástandið versni og úr verði lungnabilun. Það sem skiptir langmestu máli er að þeir sem reykja hætti því án tafar. Þeir sem vinna við ertandi lofttegundir eða ryk verða að fá sér aðra vinnu og allir ættu að forðast loftmengun eftir mætti. Sumir hafa gagn af berkjuvíkk- andi lyfjum eins og þeim sem not- uð eru við astma og gefa þarf sýklalyf við íyrstu merki um bakt- eríusýkingu í öndunarfærum. Sjúklingarnir ættu einnig að fá bólusetningar gegn inflúensu og lungnabólgubakteríum. Þeir ættu að stunda almennt heilsusamlegt lífemi með reglulegri líkamsrækt, hollum mat og góðum svefni. Þessar ráðstafanir geta hamlað framgangi sjúkdómsins og bætt líðan sjúklinganna verulega. Aldr- aðir sjúklingar með mikla lungna- þembu og lungnabilun geta þurft súrefnisgjöf til að líða sæmilega. Talsvert er gert af lungnaígræðsl- um í sjúklinga með lungnabilun og fer árangur slíkra aðgerða Brothættar neglur stöðugt batnandi. Einnig er verið að gera tilraunir með ýmiss konar skurðaðgerðir til að bæta ástand sjúklinga með lungnaþembu og lofa sumar þessara aðgerða góðu. Spurning: Er nöglum hættara við að brotna ef of mikið kólester- ól er í blóðinu og ef svo er, hvað er þá til ráða? Svar: Engar öruggar heimildir eru fyrir því að þátt kólesteról í blóði valdi brothættum nöglum. Hátt kólesteról getur hins vegar átt þátt í að trufla blóðflæði í háræðum og getur þannig truflað naglavöxtinn. Hátt kólesteról eyk- ur hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum og oft er ástæða til að halda því niðri með réttu matar- æði og lyfjum. Brothættar eða aflagaðar neglur eru oft arfgengar en ástæður fyrir slíku geta einnig veríð sjúkdómar eða ytri ástæður. Af ytri ástæðum má nefna að mik- ið sull í vatni, þvottaefnum, lút eða lífrænum leysiefnum getur skemmt neglurnar. Sama gildir um ýmsar sýkingar, einkum sveppasýkingar, í nöglum eða naglbeði. Naglalakk og naglaherð- ir getur skemmt neglurnar, t.d. ef viðkomandi hefur ofnæmi fyrir efnunum og óhófleg naglapússun þynnir neglurnar og gerir þær brothættar. Ymsir sjúkdómar geta valdið brothættum og aflöguðum nöglum og má þar nefna sóríasis, blettaskalla, ýmsa lungnasjúk- dóma, blóðleysi vegna jámskorts, skjaldkirtilssjúkdóma og fleira. %Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.