Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjálmar H. Ragnarsson Listaháskóli Islands Hjálmar H. Ragnars- son ráðinn rektor HJÁLMAR H. Ragnarsson tónskáld hefur verið í-áðinn rektor Listaháskóla íslands. Hann er ráðinn til fimm ára og hefur störf formlega hinn 1. janúar 1999. Hjálmar er fæddur árið 1952 á Isafirði. Hann stundaði fram- haldsnám í tónlist í Bandaríkj- unum og Hollandi. Hjálmar hefur starfað hér á landi frá ár- inu 1980 sem tónskáld, kór- stjóri og kennari. Hann hefur verið í forystu í félagsmálum listamanna um langt árabil og er nú forseti Bandalags ís- lenskra listamanna. Listaháskóli Islands er sjálfseignarstofnun. I stjórn skólans eru þrír fulltrúar kjörnir af Félagi um Listahá- skóla Islands og tveir af menntamálaráðherra. „Eg lít á það sem spennandi og ögrandi verkefni að stofna og koma þessum skóla af stað. Eg tel að þarna geti verið upp- spretta skapandi hugsunar. Þetta er krefjandi vinna og krefst samvinnu við listamenn í landinu og þá sem hafa sinnt kennslu á háskólastigi. Eg lít svo á að skólinn verði fyrir skapandi fólk á listsviðum og einnig til að þjálfa skapandi hugsun fyrir fólk sem gæti haslað sér völl í öðrum grein- um. Eg vona að skólinn beri gæfu til að verða suðupottur skapandi hugsunar," sagði Hjálmar. Starfsmönnum Lyfjaverslun- ar ríkisins dæmd biðlaun HÆSTIRÉTTUR dæmdi á fimmtu- dag íslenska ríkið til að greiða fimm fyrrverandi starfsmönnum Lyfja- verslunar ríkisins biðlaun vegna þess að staða þeirra var lögð niður þegar hlutafélag var stofnað um reksturinn. Hér var um prófmál að ræða því samtals hafa 40 fyrrver- andi starfsmenn Lyfjaverslunar rík- isins höfðað mál á hendur íslenska ríkinu til greiðslu biðlauna. í sam- ráði milli lögmanna aðilja voru valin úr fimm mál sem talin voru þver- skurður af hópnum og var um þau dæmt í Hæstarétti að þessu sinni. Staða málshöfðenda hjá Lyfja- verslun ríkisins var lögð niður á ár- inu 1994 þegar stofnað var hlutafé- lag um rekstur fyrirtækisins, sbr. lög nr. 75/1994. Tóku viðkomandi boði um starf hjá hlutafélaginu, Lyfjaverslun Islands hf. I dómnum reyndi á skilning á 14. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem þá átti við en þar sagði í 1. mgr.: „Nú er staða lögð niður, og skal þá starfsmaður jafnan fá fóst laun, er starfanum fylgdu, greidd í sex mánuði frá því að hann lét af starfi, ef hann hefur verið í þjónustu ríkisins skemur en fimmtán ár, en í tólf mánuði, eigi hann að baki lengri þjónustualdur, enda hafi hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri stöðu á veg- um ríkisins." Annar samanburður óþarfur Segir í niðurstöðu meirihluta réttarins (4/5) að Hæstiréttur hafi allt írá árinu 1964 dæmt að 14. gr. yrði túlkuð svo, að biðlaunaréttur væri fyrir hendi við niðurlagningu stöðu, þótt sá starfi, sem stöðunni fylgdi, yrði áfram ræktur á vegum annars aðila en ríkisins. Ný staða verði ekki talin sambærileg hinni fyrri, ef henni fylgi ekki hin sér- stöku réttindi, sem starfsmaður naut áður samkvæmt lögum nr. 38/1954. Oumdeilt sé að biðlauna- réttur hafi ekki fylgt starfi því sem viðkomandi starfsmenn tóku við hjá Lyfjaverslun Islands hf. Það teljist því ekki sambærilegt hinni niður- lögðu stöðu í skilningi 14. gr. laga nr. 38/1954 og skipti frekari saman- burður á kjörum ekki máli. Starfsmennirnir 40 eiga að sögn lögmanns þeirra ýmist sex eða tólf mánaða biðlaunarétt og nemur höf- uðstóll krafna þeirra um 30 milljón- um króna. Málin fluttu Guðrún Margrét Amadóttir hrl. af hálfu íslenska íákisins og Jóhannes Albert Sæv- arsson hdl. fyrir hönd starfsmann- anna. I dómi Hæstaréttar er meðal annars vísað til dóms Hæstaréttar H.1996.3417 sem fordæmis en þá voru fyrrverandi starfsmanni Sfld- arverksmiðju ríkisins dæmd bið- laun vegna niðurlagningar stöðu hans þegar SR-mjöl hf. var stofnað. Með dómi Hæstaréttar á fimmtu- dag er fordæmið skýrt nánar að því leyti að ekki þurfi að fara fram neinn annar kjarasamanburður en sá hvort biðlaunaréttur fylgi nýja starfinu. Þess má geta að 1. júlí 1996 tóku gildi ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna rfldsins nr. 70/1996 þar sem biðlaunarétturinn er þrengdur. Ekki leiðir því af sjálfu að nýi dómurinn hafi for- dæmisáhrif vegna hlutafélagavæð- ingar sem á sér stað eftir það. Nemendur úr Vestmannaeyjum á 50. þingi Norðurlandaráðs Kynna verk- efni um lundann NEMENDUR úr Framhaldsskól- anum í Vestmannaeyjum, þau Da- víð, Freydís og Bjarki, verða ásamt kennara sinum, Helgu Kristínu, í Osló dagana 7.-10. nóvember nk. og taka með sínum hætti þátt Í 50. þingi Norður- landaráðs. I tölvuvæddri kennslu- stofu sem komið hefur verið upp í miðborg Óslóar kynna þau verk- efni um lundann sem þau hafa unnið í tilefni af Ári hafsins. Nemendur frá öðrum Norður- löndum kynna þar einnig verk- efni sín um hafið og vistkerfi þess. Kynning þessi er lokaáfangi verkefnisins Hafið og Norður- löndin (Nordens Hav) sem Nor- ræna ráðherranefndin hefur íjár- magnað í tengslum við Ár hafsins en Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO útnefndu árið 1998 al- þjóðlegt Ár hafsins. Markmið verkefnisins Hafið og Norðurlöndin hefur verið að beina athygli nemenda að hafinu og vistkerfí þess. Um 20.000 kennarar alls staðar á Norður- Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson DAVIÐ, Freydís og Bjarki fara utan og kynna verkefni sitt um lundann í tölvuvæddri kennslustofu sem komið hefur verið upp í miðborg Óslóar. löndum fengu sendan bækling þar sem þeir eru hvattir til að gefa gaum að hafinu í kennsl- unni. Á samnorrænni heimasíðu verkefnisins á Netinu, www.nor- denshaf.org, hefur verið safnað miklu efni og þar er einnig um- ræðuvettvangur fyrir nemendur að taka þátt í umræðunum svo að nemendum gefist kostur á að fá svar við margvíslegum spurning- um. I lok kynningarinnar þriðjudag- inn 10. nóvember nk. undirrita nemendur í Ósló sérstaka yfirlýs- ingu þar sem þeir heita því að beita sér fyrir varðveislu hafsins í framtíðinni. Sjávarútvegsráðherrar Norð- urlandanna funda í Ósló þá daga sem þingið stendur og er vonast til að þeir ásamt þingmönnum frá öllum Norðurlöndum sjái sér fært að heimsækja nemendasýn- inguna í Saras Telt í grennd við þinghúsið í Ósló 9.-10. nóvem- ber nk. Ferð skólastjúra í Reykjavík til Singapúr Ovenju SLgad sam- keppnisþjóðfélag Morgunblaðið/Ásdís RAGNA Ólafsdóttir skólastjóri Melaskóla, Ásgeir Beinteinsson skóla- sljóri Háteigsskóla og Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík, voru meðal þeirra sem kynntu skýrslu um kynnisferð skólastjóra í Reykjavík til Singapúr. „VIÐ sáum ekki öðruvísi kennslu- hætti en við eigum að venjast en við sáum óvenjulegt og agað þjóðfélag og þar af leiðandi mjög agað skóla- kerfi, mikla samkeppni og fólk sem er þrautþjálfað í því að taka þátt í henni,“ sagði Gerður Óskarsdóttir fræðslustjóri þegar skýrsla um kynnisferð skólastjóra í Reykjavík til Singapúr var kynnt. Tilefni ferð- arinnar var að nemendur í grunn- skólum Singapúr voru lang hæstir á samræmdum prófum í stærðfræði og náttúrufræði, sem tekin voru í fjórum aldurshópum í 40 löndum, en þar voru íslenskir nemendur í meðallagi. Gerður sagði að í Singapúr væri samkeppni milli nemenda um að komast í skólana, samkeppni milli skólanna um fjármagn og umbun og samkeppni milli kennara um laun. „Það vakti athygli okkar að í Singapúr eru menn farnir að óttast of mikla innprentun staðreynda í nemendur og að þeir læri ekki gagnrýna hugsun og sjálfstæði," sagði hún. „Okkur var sögð sú saga að jafnvel þættu embættismenn kunna vel á kerfið en kynnu ekki að taka ákvarðanir. Það var því fyrir nokkrum árum að hafíst var handa við átak um að kenna nemendum gagnrýna hugsun, sjálfstæði og frumkvæði á kostnað annarra greina." Virðing fyrir skóluni Á fundinum kom fram að mikill agi ríkir í skólum Singapúr og voru nefnd dæmi um strangar skólareglur um útlit nemenda, hárgreiðslu - ekki mátti skipta hárinu í miðju í einum skóla - eða vera með sítt slegið hár og óflétt- að - og ákveðnar reglur eru um klæðnað nemenda - snið á skóla- búningi og efnisval. Að auki eru stífar umgengnisreglur og er refs- að eftir punktakerfi en agastjórar eða siðameistarar eru í hverjum skóla. Foreldrar bera ábyrgð á hegðun barnanna í skólunum og er virðing nemenda og foreldra fyrir skólan- um mun meiri en í íslenskum skól- um. Náttúrufræðigreinar skipa mun hærri sess í námi nemendanna bæði í skólunum og í heimanámi og hefst nám í þessum greinum mun fyrr en í íslenskum skólum auk þess sem tímafjöldinn er meiri í öllum árgöngum. I stað afþreyingar, eins og boðið er upp á hjá íþrótta- og tómstundaráði í Reykjavík, er nem- endum í Singapúr boðið upp á kennslu í stærðfræði og náttúru- fræðigreinum í frístundum t.d. á laugardögum auk þess sem heima- nám er mikið og námsaðstoð í formi einkakennslu er almenn. Fram kom að bent hafi verið á að Singapúr ætti engar auðlindir og að í þeirra augum byggði framtíðarauðlegð þjóðarinnar á vel menntuðu fólki og er miklum fjármunum varið til menntamála. Það vakti og athygli að þegnskap- ur og siðfræði eru sérstakar náms- greinar í skólunum og að verið er að auka nám í því sem kallað er sjálf- stæð gagnrýni og hugsun í stað ut- anbókarlærdóms. Ennfremur vakti það athygli íslensku gestanna að mun ver er búið að fötluðum börn- um í Singapúr. Þau eru í sérstökum skólum og hvað varðar heyrnar- lausa og heymarskerta þá er kennslan mun lengra á veg komin hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.