Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 41 MARGMIÐLIIN BOEING-737 flugvél Flugleiða á flugi rétt fyrir sunnan Reykjavík við sólar- upprás. Sést í Perluna og Reykjavíkur- flugvöllur er upplýstur. s Islenskt landslag fyrir flughermi A ARUM áður, áður en leikjatölvubyltingin hófst fyrir alvöru, var vinsælasti tölvuleikur heims Flight Simulator frá Microsoft. Hann er reyndar enn vinsæll þó heldur hafi hann látið undan síga fyrir leikjuin með meiri has- ar. Meðal þess sem gerir Flight Simulator eins vinsælan og raun ber vitni er hversu auðvelt er að smíða fyrir hann landslag og bæta inn flugleiðum. Þannig má í raun staðfæra forrit- ið fyrir hvert Iand og fyrir vikið verður það ekki bara skemmtun, heldur einnig gagnleg æfing ef vel er að verki staðið. Nokkrar út- gáfur eru til af íslandi fyrir Flight Simulator, ein slík hefur meðal annars verið seld hér á landi, en einnig er til ókeypis útgáfa sem fengið hefúr mjög góðar viðtökur. Sú kallast einfaldlega Iceland, kostar ekki neitt og er til í tveimur útgáfum, Iceland 2.6 og nýkomin er útgáfa 3.0. Báðar eru útgáfurnar ýmist fyrir Flight Simulator 5, FSW95 (6) eða FS98 (7). Landslagið er unnið í sjálfboðavinnu þeirra Franks Jagers, sem kallar sig Knarf- net og sá um landið með fjöllum, vötnum og fljótum, Ricks Schuitemakers, Scumari, sem sá um flugvelH, flugbrautir, vita og hluti og Sveinbjöms Ólafssonar, Shadow, sem safn- aði upplýsingum til verksins, og tók hreyfi- og ljósmyndir fyrir vinnuna. I því er meðal annars að fínna alla siglingavita og flugvall- artíðni sem er notuð hér á landi. Iceland er hægt að sækja á slóðina http://www.scumari.demon.nl/fs51.htm. Eins og getið er kostar útgáfan ekkert. Drekaleit upp á líf og dauða LEIKUR Spyro The Dragon Spyro the Dragon, leikur fyrir PlayStation frá SCEE, Sony Computer Entertainment Europe. ILLI galdramaðurinn Gnasty Gnorc hefur breytt öllum drekum í heiminum í steina og hjartfólgnum kristöllunum og gullinu þeirra í hermenn. Litli drekinn Spyro slapp sem betur fer undan göldrum Gnastys Gnorcs og hefur ákveðið að bjarga öllum drekunum sem breytt hafði verið í stein og ráðast síðan sjálfur á Gna- sty Gnorc. Spyro verður að læra ýmislegt á leiðinni og hjálpa drekamir sem Spyro bjargar með því að kenna honum alls kon- ar brögð til að bjarga sér. Spyro getur ekki valið úr stóru vopna- búri þegar að því kemur að ráðast á óvini en það sem hann kann virkar afar vel; hann getur hlaupið á óvinina og stangað þá eða brennt þá með eldi. Sérstakar brekkur eru einnig í leiknum þar sem Spyro getur hlaupið á ofur- hraða og stokkið og svifið langar leiðir. Spyro getur ekki flogið , nema í nokkrum borðum og getur hann þá aðeins spúð eldi til að eyðileggja flugvélar óvinanna. Grafíkin í Spyro er hreint ótrúleg og vissi greinarhöfundur ekki að hægt væri að framkalla svona flottar hreyfingar í PlayStation tölvum fyrr en hann sá þenn- an leik. Þegar Spyro frelsar drekana standa þeir upp og segja ann- aðhvort stutta sögu eða kenna þér eitthvað nýtt og hreyfingar og tal drekanna gefa leiknum ótrúlegan persónuleika sem hlotið hefur lof um allan heim. Ef Spyro frelsar tíu dreka kemst hann í nýtt borð, en þó eru oftast fleiri en tíu drekar í hverjum heimi og verður Spyro að finna þá alla á endanum til að fá að berjast við Gnasty Gnorc. Ekki er þó nóg að frelsa alla drekana heldur verður einnig að finna alla kristalla og öll egg sem leiðinlegir þjófar hafa stolið frá drek- unum. Spyro þarf að elta alla þessa dreka uppi og ná af þeim eggjunum en það er líklega erfiðasti partur leiksins fyrir utan endaóvinina sem eru í hverju borði, enda eru óvinimir sérstakir þjónar Gnastys Gnorcs og mun erfiðari en venju- legur óvinur. Einnig hafa þeir oft einkaþjóna sem einnig eru erfið- ari en venjulegir óvinir. Þótt Spyro sé næstum stans- / laus spenna og hlaup allan tímann þarf mjög oft að stoppa aðeins og hugsa til að geta náð öllu rétt. Spyro The Dragon er frábær leikur og sannköll- uð nútímaklassík, án vafa besti „platform“-leikur sem gefinn hefur verið út til þessa fyrir PlayStation; að minnsta kosti lendir hann í einu af fyrstu þrem sætunum. Ingvi Matthías Árnason Nýr Linux kjarni VÆNTANLEG er ný útgáfa af Linux kjarnanum, útgáfa 2.2, og leysir af hólmi útgáfu 2.0.35. Samkvæmt fréttum úr her- búðum Linux-manna er foringinn Linus Torvbalds búinn að „loka“ kjarnanum, þ.e. ekki vera fleiri viðbætur settar inn, en lögð áhersla á að treysta hann og prófa út í hörgul. Búist er við að þeirri vinnu Ijúki í desember eða janúar og þá verður útgáf- unni nýju dreift. Meðal nýjunga í nýjum kjarna er betri stuðningur við samhliða íjölör- gjörvavinnslu og RAID sem gerir stýri- kerfið fýsilegan kost fyrir umfangsmikla vinnslu og rannsóknir. Stuðningur er fyrir fjölörgjörvavinnslu í núverandi gerð Lin- ux, en hún byggist á því að ekki fær nema einn örgjörvi aðgang að kjamanum í einu og hinir þurfa að bíða á meðan. I nýrri út- gáfu getur vinnsluferli á örgjörva læst hluta af kjarnanum og aðrir örgjörvar því nýtt það sem opið er. RAID er síðan tækni sem notuð er við að skrifa gögn á marga diska samtímis og tryggja með því að ekk- ert glatist þótt einn diskur gefi upp öndina á ögurstundu. Nýi kjarninn verður meðal annars í út- gáfu Red Hat 6.0 af Linux, en hennar er ekki að vænta fyrr en einhveijum mánuð- um eftir að 2.2 kemur á markað. WordPerfect fyrir Linux Það er þó meira á seyði í Linux-heimum er kjarnauppfærslur, því Corel-hugbúnað- arfyrirtækið kanadíska sendi frá sér fréttatilkynningu á dögunum þar sem fram kom að útgáfa 8.0 af WordPerfect verði til fyrir Linux og það sem meira er, henni verði dreift ókeypis. Að sögn Corel-manna er þetta gert til að sýna stuðning við Lin- ux-umhverfið, en einnig hyggist fyrirtækið selja Linux-notendum hugbúnaðarvöndul fyrir Linux og WordPerfect sé hluti af þeim vöndli. Þeir sem vilja geta þannig sótt sér WordPerfect 8.0 og notað. en síðan keypt það sem á vantar vöndulinn, til að mynda töflureikni og fleiri forrit. Einnig verður til sérstök netútgáfa af WordPer- fect 8.0 fyrir Linux, en hún verður seld. <RINGWN fitwsáhalcies-, qjafavöt'M- og hásqaqnavetslamiy Borb f/rir tvo Byggt & búiö Búsóhöld & gjafavörur Gallerí Fold Habitat Hagkaup Heimskringlan íslandia Jón Indiafari Kosta Boda Latino Silfurbúöin Tékk-Kristall Villeroy & Boch þ/latvörvtvaÝslamy Nýkaup Heilsuhúsiö Konfektbúöin Whittard Siöast eti ekki sist Á.T.V.R. * Aman Landsíminn Tal Samlíf Sólblóm Sjónvarpsmarkaöur gpftm /tfgreiðslutími: Mán. - fim. frá 10.00 til 18.30 Fös. frá 10.00 til 19.00 Lau. frá 10.00 til 18.00 KRINGMN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.