Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ■A + Kristín Alda Guðmundsdóttir var fædd á fsafirði 18. mars 1920. Hún lést á Sólvöllum á Eyrarbakka 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin þar, Ing-ileif Stefánsdótt- ir (1887-1964) og Guðmundur skip- stjóri Kristjánsson (1876-1962). Systk- inin vom 12. Þau eru: 1) Ásta Guð- munda (1907-1997), húsfreyja í Hafnarfirði. (Maki: Sigurbent Gunnar Gíslason, tré- smiður, 1902-1972. Þau áttu Ijögur börn). 2) Guðrún Ágústa (1908-1909). 3) Elí Jóhann Björn (1910-1995), vélstjóri á ísafirði. (Maki: Kristjana Jónasdóttir, 1904-1996. Þau áttu tvö börn.) 4) Kjartan Ingibjörn (1911-1992), vélsljóri, Hafnarfírði. (Maki: Hugborg Guðjónsdóttir, 1914- 1990. Þau áttu tvö böm.) 5) Sig- uijón Ágúst (f. 1913), húsasmið- ur og slökkviliðsstjóri, fsafirði. (Maki: Bjargey Halldóra Bær- ingsdóttir, 1912-1981. Þau áttu fimm börn.) 6) Stefama Ósk (f. 1915), húsfreyja, Reykjavík. (Maki: Ömólfur Magnús Örn- ólfsson, 1917-1986, rafvirlya- meistari. Þau áttu sjö börn.) 7) Sigr/ður (f. 1918), húsfreyja, Reykjavík og Garðabæ. (Maki: Friðþjófúr Ingimar Jóhannes- son, loftskeytamaður, 1913- 1984. Þau áttu þijú böm.) 8) Kristín Alda. 9) Jóhanna (f. 1922), húsfreyja, Reykjavík. (Maki: Gunnar Einarsson, loft- skeytamaður, 1915-1983. Þau áttu þrjú börn.) 10) Jóna Mar- grét (f. 1924), húsfreyja, Banda- ríkjunum. (Maki: Harry Buchler, f. 1911.) Hún á tvö börn. 11) Haildóra Petrxna (f. 1926, d. sama ár). 12) Ingileif Jónina (f. Það mun hafa verið fyrir um 30 árum sem ég heyrði fyrst nefnda hana Kristínu frá Kálfhóli á Skeið- um, sem síðar átti eftir að verða tengdamóðir mín. Þá var ég á leið til Reykjavíkur með kunningjum mínum. Þetta var á þeim tíma er hippamenningin var að byrja að ryðja sér til rúms og verið var að tala um hve sú hugsjón væri fögur, allir stæðu jafnir. Ef einhver átti eitthvað var sjálfsagt að deila því til allra. Þessir félagar mínir höfðu orð á því að ef einhverjir lifðu sam- kvæmt þessu væri það fjölskyldan á Kálfhóli. Seinna átti ég því láni að fagna að kynnast þessari fjölskyldu og verða tengdasonur þeirra hjóna er ég giftist Ingileifu, yngstu dóttur þeirra. Sú skoðun sem félagar mínir höfðu lýst nokkrum árum áður var 1933), húsfreyja ísa- firði. (Maki: Ástvaldur Bjax’ni Björnsson, f. 1932. Þau eiga fjögur börn.) Eftirlifandi eigin- maður Kristínar er Auðunn Gestsson (f. 24. febrúar 1913), bóndi á Kálfhóli á Skeiðum, síðar tré- smiður á Selfossi. Börnin voru sex: 1) Guðleif Selma, f. 1942, húsfreyja að Torfastöðum í Fljóts- hlíð, nú búsett í Reykjavík (dóttir Egils Þorsteins- sonar, 1921-1964, Eyrarbakka). Maður Selmu var Jón Sigurberg- ur Kortsson (f. 1939), bifvéla- virkjameistari, Hveragerði. Þeirra börn eru sex: 1,1: Eyvind- ur, 1961, véltæknifræðingur x' Sviss. Hans kona var Lorýa Björk Jónsson, 1962, þau eiga Stefaníu Kristínu, 1986, og Katrínu Þóru, 1988. 1,2: Kristín Auður, 1962, tölvuritari Mosfellsbæ. Maður hennar er Sigurður Marísson, 1959, hugbúnaðar-tæknifræðing- ur. Þau eiga Ólaf, 1987, og Petx-únu, 1989. 1,3: Yngvi Karl, 1963, sálfræðingur, kennari, Hveragerði. Hans kona er banda- rísk, Petra Jónsson, 1975. 1,4: Lilja Sóli’ún, 1964, hagfræðingur og matartæknir, Danmörku. Maður hennar er Jes Vollertsen, 1961, umhverfisverkfræðingur. Dóttir hennar er Guðbjörg Esther Grímsdóttir, f. 1983. 1,5: Ingibjörg Guðmunda, 1972, nemi í Danmörku. 1,6: Ólöf Guðrún, 1976, nemi í Reykjavík. 2) Gestur, f. 1945, dó vikugamall. 3) Val- gerður, 1947, húsfreyja, Húsa- tóftum, Skeiðum. Maður hennar Guðjón Vigfússon, 1936, bóndi. Þeirra börn: 3,1: Auðunn, 1966, íþróttakennari og endurskoð- andi, Hveragerði. Hans kona er Harpa Rós Björgvinsdóttir, 1966, svo sannarlega ekki orðum aukin, unga fólkið sem sótti að Kálfhóli á þessum árum í vinskap og kunn- ingsskap barna Stínu og Auðuns kynntist mannkostum hennar vel og fann hve hlýtt og notalegt var að koma til hennar. Allir sem þangað komu voru ætíð aufúsugestir. Þar sem gestagangur var mikill var ósjaldan sem hún gekk úr rúmi sínu til að gestum gæti liðið sem best. Er ég nú minnist tengdamóður minnar kemur upp í huga mér máls- háttur er hljóðar svo. „Hinn gjaf- mildi æfir sig ekki í góðgerðum, hann hlustar á hjarta sitt og gefur.“ í þessum orðum finnst mér mann- kostum tengdamóður minnar vel lýst. Það var ríkt hjá Stínu að hugsa fyrst og fremst um velferð annarra. Það var ósjaldan að unga fólkið leit- íþróttakennari og húsfreyja. Þeirra börn Glódís, 1993, og Guðjón Helgi, 1997. 3,2: Gestur, 1972, umhverfisverkfræðingur, Reykjavík. Kona hans er Kristine Helen Falgren, há- skólanemi í Reykjavík, f. í Dan- mörku 1977. 3,3: Vigdís, 1975, háskólaneim x' Bandaríkjunum. 4) Gestur Ólafur, 1951, húsa- smiðameistari, Selfossi og St. Pétui-sborg, Rússlandi. Fyrri kona: Sigrún Óskarsdóttir, 1953, húsfreyja, Selfossi. Börn þeirra: 4,1: Birna, 1972, hús- freyja, Selfossi. Með Jóni Stein- grími Kjartanssyni, f. 1973, átti hún tvíburana Alex Andra og Sævar Andra, 1992. Maður Birnu er Sigurður Frímann Emilsson, 1967, sjómaður. Son- ur þeirra er ívar Óli, 1997. 4,2: Óskar, 1977, verkamaður, Sel- fossi. Maki: Anna Kristín Valdi- marsdóttir, f. 1981. 4,3: Brynja, 1989. Síðari kona Gests Ólafs er Anastasía Auðunsson, f. 1972 í Rússlandi. Sonur þeirra er Gestur Andrei, 1996. 5) Guðrún, 1953, kennari, Akureyri. Fyrri maður: Jón Guðmann Jónsson, 1952. Börn þeirra: 5,1: Magnús, 1973, verslunarmaður, Akur- eyri. Maki: Hulda Björk Gríms- dóttir. 5,2: Fanný Guðbjörg, 1981, nemi, Akureyri. Síðari maður Guðrúnar er Jón Sigur- páll Salvarsson, f. 1954, fiskiðn- aðarmaður, Akureyri. 6) Ingi- leif, 1954, sjúkraliði, Selfossi. Maður liennar er Sigmundur Stefánsson, 1953, umsjónar- maður iþróttamannvirlya Sel- fossbæjar. Þeirra börn: 6,1: Þór, 1974, skrúðgarðyrkjumaður og steinsmi'ðanemi í Danmörku. Með Drífu Heimisdóttur, f. 1974, á hann dótturina Þórdísi Önnu, 1992. 6,2: Linda Björk, 1980, nemi á Selfossi. 7) Enn má telja: Ragnar Alexander Þórs- son, f. 1958, leiðsögumaður á Selfossi, ólst upp hjá þeim hjón- um frá þriggja ára aldri. Kristín verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30, en jarð- sett verður í Ólafsvallakirkju- garði. aði til hennar eftir ráðleggingum og stuðningi. Sú umhyggja er hún sýndi bamabörnum sínum var mik- il. Hún hafði ávallt nægan tíma til að sinna þeim hvenær sólahringsins sem var, hvort sem þau þurftu leið- sögn við handavinnu, afþreyingu, við spilamennsku, eða hvað sem upp kom. Hún sýndi áhugamálum þeirra góðan skilning og lifði sig inn í þau, hvort heldur það var fótbolti, frjáls- ar íþróttir eða önnur áhugamál. Samband Ingileifar og Stínu var ætíð mjög náið og nú seinni árin í veikindum hennar þurfti hún mjög á dóttur sinni að halda. Þessi ár hafa gefið mér mjög mikið og aukið skilning á mikilvægi góðra fjöl- skyldutengsla. Að hafa fengið tæki- færi til að kynnast Stínu og átt hana sem tengdamóður voru forréttindi, og fyrir slíkt ber að þakka. Kæri tengdapabbi; við verðum eins og áð- ur þér við hlið og þú átt vísan stað í húsi okkar. Nú þegar komið er að kveðju- stund vil ég þakka Stínu allt sem hún hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína, þá miklu umhyggju og hlýhug er hún sýndi börnum okkar, en það voru ófáar stundirnar sem hún annaðist þau, þegar við foreldr- arnir vorum á kafi í lífsgæðakapp- hlaupinu og brauðstritinu. Eg vil fyrir hönd fjölskyldu minn- ar þakka starfsfólki Dvalarheimilis- ins á Sólvöllum, Eyrarbakka, fyrir góða umönnun þann tíma er Stína dvaldi þar. Elsku Auðunn, Selma, Valgerður, Ólafur, Guðrún, Ingileif, Ragnar og aðrir aðsendendur. Eg votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi minning- in um mannkostakonu lifa. Sigmundur. „Öllu er afmörkuð stund, og sér- hver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma t Elskulegur bróðir okkar, frændi og vinur, JÓN G. JÚLÍUSSON, Fögrukinn 21, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósefsspítala að morgni fimmtu- dagsins 5. nóvember. Einar Vilhjálmur Júlíusson, Ragnar Júlíusson, Anna Júlíusdóttir, Ásta Júlíusdóttir, Sigurður Karl Júlíusson, Olga Þorbjörg Júlíusdóttir, Dagmar Júlíusdóttir, Borghildur Júlíusdóttir og fjölskyldur, Heiðar B. Baldursson og fjölskylda, Alda María Birgisdóttir og fjölskylda. KRISTÍN ALDA GUÐMUNDSDÓTTIR og að deyja hefir sinn tíma.“ (Predikarinn 3:1-2.) Hún amma mín er dáin. Sá tími sem ég hef fengið að njóta með ömmu minni er liðinn. Þetta eru staðreyndir sem ekki er auðvelt að sætta sig við. Eftir lifa dýrmætar minningar um margar og góðar samverustundir. Eg tel að það hafi verið gæfa fyr- ir mig að fá að vera mikið með afa mínum og ömmu. Þau hafa reynst mér ákaflega vel og verið mér góðir vinir. Fyrir það er ég þakklátur. Fyrstu minningarnar um ömmu eru frá því þau afi bjuggu á Kálf- hóli. Þangað kom ég oft með for- eldrum mínum og stundum fékk ég að vera þar í nokkra daga. Amma vann á þeim árum mikið við prjóna- skap. Eg man að hún átti prjónavél, sem mér þótti afskaplega merkilegt verkfæri. Hún gat með einhverjum óskiljanlegum hætti, að því er mér fannst á þeim tíma, notað hana til að prjóna ýmiskonar flíkur. Ég man líka að amma seldi sælgæti. Það var geymt í herbergi niðri í kjallara, sem mér þótti sérstaklega spenn- andi, en mér fannst herbergið ótrú- lega oft lokað og læst, sem betur fer^ eftir á að hyggja. Árið 1979 fluttu þau afi og amma á Selfoss og fáeinum ánim síðar hóf ég nám við Fjölbrautaskólann á Sel- fossi. Um fimm ára skeið bjó ég meira og minna hjá þeim í Foss- heiðinni. Þar var mér aldeilis ekki í kot vísað. Amma vildi alltaf hafa mat tiltækan þegar ég kom heim og síðan var oft sest niður, spjallað saman og jafnvel tekið í spil. Amma hafði sérstaklega gaman af því að spila og þá gat hún gleymt bæði stund og stað. Amma kynntist mörgum af minum félögum á þeim tíma sem ég bjó hjá þeim afa. Hún hafði gaman af því að fylgjast með því sem ég var að gera í námi, leik og starfi. Hygg ég að hún hafi á sama hátt fylgst með öllum sínum afkomendum. Eitt það sem einkenndi ömmu var að hún fór yfirleitt seint að sofa. Hins vegar fer afi mjög snemma að sofa og vaknar fyrir allar aldir. Þeg- ar svo bar við að ég kom seint heim eftir skemmtanir eða eitthvert ann- að útstáelsi var það oftast þannig að annað hvort þeirra var á. fótum; amma ekki farin að sofa, eða afi kominn á fætur. Ekki held ég að þetta hafi verið af áhyggjum af dóttursyninum, heldur af gömlum vana. Ömmu þótti gaman að ferðast. Hún fór nokkrum sinnum til út- landa og þá stundum einsömul. Alltaf skilaði hún sér aftur heim, heil á húfi, og gat notið ferðanna þrátt fyrir að kunna lítið annað en íslensku og þrátt fyrir að hafa ekki verið neinn sérfræðingur í áttum. Mér er minnisstæð ferð sem ég og eiginkona mín fórum með þeim afa og ömmu á Vestfirði. Amma fæddist á Isafirði og á þar systkini og annað skyldfólk. Þangað hafði hún ekki komið í yfir 25 ár. Hún fékk að ráða hvaða leið yrði farin og vildi hún fara þá leið sem hún hafði farið í gamla daga, þ.e. yfir Þorska- fjarðarheiði. Sú leið var alls ekki greiðfær og við vorum á fólksbíl. Nokkuð var um stórgrýti á veginum og allnokkur hvörf. Sóttist ferðin seint enda komumst við að því seinna að vegurinn hafði verið aug- lýstur ófær allri umferð. En allt hafðist þetta á endanum og allir höfðu gaman af. Amma var alla tíð ung í anda, en hins vegar var heilsu hennar nokk- uð farið að hraka síðustu árin. í veikindum hennar reyndist afi henni sérstaklega vel. Einnig má nefna að Ingileif dóttir hennar og Sigmundur maður Ingileifar voru alltaf innan seilingar, tilbúin að að- stoða. Einnig hafa þau fengið sér- staklega góða hjálp frá heimilis- hjálpinni, henni Halldóru. Amma dvaldist á Sólvöllum á Eyrarbakka síðan í júlí 1997, en kom heim af og til. Leið henni vel á Sólvöllum og naut umhyggju og öryggis frá starfsfólkinu þar. Megi góður Guð blessa minningu ömmu minnar og styrkja afa og aðra ástvini á þessum tímamótum. Auðunn Guðjónsson. Vorið 1945 rak mig óvitann á fjörur þess góða Kálfhólsfólks á Skeiðum. Alveg var sú koma án fyr- irhyggju af minni hálfu og með óvissri framtíð, en viðdvölin hefur enst síðan, meira eða minna eftir árum og atvikum, og var þar á Kálfhóli iðulega beinlínis heimili mitt þótt skráður væri annars stað- ar. Slíkur auður hlotnaðist mér þar að ljóst má vera, að góðir hlutir eru náðargjafir og óháðir áætlanagerð eða verðskuldan. Af sumu fólki stafar blessun og er þá hver hepp- inn sem fyrir verður. Þetta fyrsta sumar mitt á Kálfhóli var síðasta búskaparár Gests Ólafssonar (d. 1972) og Valgerðar Auðunsdóttur (d. 1945). Kristín hafði komið haustið áður og var tekin saman við Auðun, elsta soninn á bænum. Þar næsta sumar, í sláttubyrjun, riðu þau á Loga og Sleipni upp að Skarði og sr. Gunnar gaf þau sam- an. Þá um vorið höfu þau tekið við búskap á hálfri jörðinni. Þar bjuggu þau farsælu búi í aldarþriðj- ung við miklar vinsældir sveitunga og vinnuhjúa, sem urðu mörg og sum smá. Árið 1979 brugðu þau búi og fluttust að Selfossi, þar sem Auðunn hefur síðan starfað við tré- smíðar. Þegar mig bar að garði var ég að fara að heiman í fyrsta sinn í alvöru, níu ára gamall, til að standa mig í vinnu hjá vandalausum. Mikið kveið ég því að ég stæðist ekki væntingar fólksins, að dvölin yrði erfið. Hvern- ig sem færi ætlaði ég samt ekki að strjúka. Ekki man ég hversu marga klukkutíma þessar áhyggjur mínar entust, þær hurfu fyrir hlýleikanum sem mætti mér frá öllum, rétt eins og dögg fyrir sólu. Auðvitað þurfti að vinna, það gerðu allir, en það er ungum sveini gaman að leggja sig fram við störfin, þegar hrós kemur á móti. Þannig var verkstjórnin á þeim bæ. Heimilisbragur hjá þeim hjónum einkenndist af léttleika og kátínu. Ef benda skyldi á þann stað í veröldinni sem lengst væri frá þumbaraskap, þá vísa ég á eldhús- borðið á Kálfhóli sem fluttist svo að Fossheiði 9. Ef staðsetja skyldi fé- lagslega alsælu eða sigurhrósið sanna, þá væri það við þetta eldhús- borð þegar búið var að koma heyinu þurru í hlöðu, regnið farið að bylja á rúðum og sögur af listamönnum í Hafnarfirði eða prestum á Skeiðum hýrguðu borðsetumenn, ásamt með ilminum af kaffinu sem kom á eftir kjötsúpunni. Sá sem slíkar stundir lifði vildi meira af slíku. Ekki var að undra að vikapiltarnir, snúninga- stelpurnar og kaupafólkið kæmu þarna aftur og aftur, einnig löngu eftir að vera komin í vinnu annars staðai-. Og þarna vildi mörgum gestinum gleymast að líta á klukk- una, hvort sem var við umræður eða spil. Einhverju sinni um sauðburð- inn leituðu bændur í þrem hreppum glóandi símþráðum að dýralæknin- um og voru farnir að telja hann týndan. En hann hafði að loknu skylduverki á Kálfhóli tyllt sér nið- ur við eldhúsborðið hjá Stínu og Auðuni og gleymt síðan langt fram á nótt að fara átti víðar. Svo var kvartað við Stínu að halda læknin- um svona lengi! Samfara kátínunni fór rausnin, hjálpsemin og hjartahlýjan. Stína hafði skilning á áhugamálum ung- linganna á bænum, hvort sem voru íþróttir eða aðrir leikir. Ég man eft- ir henni spilandi við mig handbolta yfir þvottasnúrurnar, ég man líka hvað ég var hissa að fullorðin mann- eskja ætti þetta til. Hún hafði líka til að bera áhuga á mannlegum samskiptum og sá djúpt í sálir. Kannski var það að hluta vegna þess að hún hafði umgengist skáld og listamenn á uppvaxtarárum sín- um í Hafnarfirði, fleiri skáld en eitt höfðu ort til hennar kvæði. En auð- vitað var það hjartagæska hennar sjálfrar sem allt mótaði. Létt var hún á sér fram undir það síðasta, eða þar til fyrir rúmum þrem árum að hún fékk áfall og náði sér ekki aftur. Þótt hún væri að mestu bundin við rúmið skipti hún aldrei sínu góða skapi, aldrei kvart- aði hún. Hún hætti aldrei að hlæja að sjálfri sér og lífinu. Um símtólið sem hún fékk á náttborðið á þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.