Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vil taka þátt í erfí drykkj unni Vandi loðdýrabænda var ofarlega á baugi á fundi sem Árni John- sen alþingismaður boðaði til á Hellu í fyrradag. Frummælandi á fundinum var Davíð Oddsson forsætisráðherra. Morgunblaðið/Aðalheiður DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra í ræðustól. Honum á vinstri hönd er Árni Johnsen, alþing-ismaður og fund- arboðandi, og Drífa Hjartardóttir fundarstjóri hægra megin. A FUNDINUM kom fram í máli þingmannsins hörð gagnrýni á Lána- sjóð landbúnaðarins vegna vanda loðdýrabænda. Sagði hann að við 15-20 fjölskyldum á Suðurlandi blasti ekkert annað en „að hrökklast á klakann", eins og það var orðað. Forsætisráðherra sagði að innan fárra daga yrðu kynntar aðgerðir til að taka á þessum málum. Húsfyllir var á fundinum. Forsætisráðherra fór almennum orðum um efnahagsástandið og stjórnmálaviðhorfíð. Hann sagði að efnahagslífið í landinu væri í megin- atriðum gott. Eðlilegt væri að menn spyrðu hvort ekki væri hætta á því að það færi úr böndunum eins og hefði gerst áður við svipaðar aðstæð- ur. Við svipaðar aðstæður áður fyrr hefðu þau einkenni sem nú eru uppi þýtt að efnahagslífið væri að fara úr böndunum. Þá hafi veruleikinn verið annar en nú blasir við. Hagkerfið hafi verið miðstýrt, iandið lokað og lokað fyrir fjármagnsstreymi. ,AHt hefur þetta breyst. Valdið er komið úr höndum svifaseins ríkisvalds yfir í hendur fólksins sjálfs,“ sagði forsæt- isráðherra. Varanlegar fjárfestingar og viðskiptahalli Einn af mælikvörðunum á efna- hagsástandið í landinu væri gjald- eyrisforði þjóðarinnar. Nægði hann til vöruinnkaupa til þriggja til fjög- urra mánaða mætti segja að málin væru í góðum farvegi. „Nú er sá munurinn að til viðbótar eigum við sjálf, þ.e. einstaklingar, félög, fyi’ir- tæki og lífeyrissjóðirnir ekki síst, mikinn gjaldeyri erlendis. I raun er því gjaldeyrisvarasjóðurinn miklu stæm og öflugri en nokkru sinni áð- ur,“ sagði forsætisráðherra. Vissulega væri rétt að viðskipta- hallinn væri mikill, eða um 24 millj- arðar kr. á þessu ári. Verulegur hluti af hallanum byggðist á varan- legum fjárfestingum sem ættu eftir að skila arði. Á það væri einnig að líta að víða hefði verið orðin mikil endurnýjunarþörf bæði hjá fyrir- tækjum og einstaklingum og með þeim hætti mætti m.a. líta á mikla bflasölu í landinu. Ljósu hliðarnar væru hins vegar þær að almenning- ur og ríki væru að greiða niður skuldir sínar og minni vanskil væru en áður í bönkum og Húsnæðis- stofnun. Einnig hefði gjaldþrotum fækkað verulega. „Við væntum þess að þegar á næsta ári dragi úr viðskiptahallanum og þó hann sé nú þess eðlis að við þurfum að hafa með honum vakandi auga er hann ekki þess eðlis að við teljum hann vera merki um hættuá- stand,“ sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra sagði að verð- bólga hafi verið milli 1-2% sl. sjö ár. Þjóðin byggi því við allt annan veru- leika en áður og þessum veruleika mætti ekki spilla. Kaupmáttur væri að meðaltali meiri en nokkru sinni fyrr. Hann hefði aukist um 17-20% á sl. tveimur árum. Þetta hefði ekki áður gerst og ekki með sama hætti í samanburðarlöndunum. Kaupmáttur væri næstmestur á Islandi af Norð- urlöndunum. Gott stjórnarsamstarf en sundr- ung í sljómarandstöðu Forsætisráðherra sagði að ríkis- stjómin ætti gott samstarf og traust og trúnaður ríkti milli manna. Annað væri uppi á teningnum hjá stjómar- andstöðunni þar sem sundrung ríkti. „Við sem erum í venjulegum flokkum botnum ekkert í þessu ástandi. Síðast voru fréttir um það að Kvennalistinn styrkti stórkost- lega stöðu sína í þessum sambræð- ingi sem er verið að setja á laggirn- ar. Kvennalistinn er núna með 0,5% fylgi í skoðanakönnunum. Eg hef oft verið við jarðarfarir en ég hef aldrei lent í því að menn horfa ofan í gröfina og sjá líkið lyfta upp kistu- lokinu og segja: „Ég vil taka þátt í erfidrykkjunni." En þetta er að ger- ast hjá Kvennalistanum. Það er kannski ekki nema von að menn grípi til örþrifaráða. Nýlega kom nýr þingmaður inn fyrir Þjóðvaka og það fer vel á því að hann er töfra- maður." „Hættulegt fyrir þjóð að glutra niður landbúnaði sínum“ Forsætisráðherra ræddi einnig um þær hremmingar sem landbún- aðurinn hefði gengið í gegnum á undanförnum árum. Verulega hefði dregið úr opinberum stuðningi við landbúnaðinn, hraðar hér en í öðr- um löndum. „Það væri afskaplega hættulegt fyrir þjóð sem vill treysta á sjálfa sig og vera sjálf- stæð að glutra sínum landbúnaði niður. Það er hugsun sem er mér afar framandi,“ sagði forsætisráð- herra. Hann sagði að hann myndi mæla fyrir byggðaáætlun á Alþingi í lok þessa mánaðai-. Tillagan væri góð en hún leysti ekki allan vandann en gæti orðið góð viðspyma. „Við telj- um það í þágu alls þjóðarhags að landið sporðreisist ekki því þá tapast tækifæri og þær fjárfestingar sem við höfum sett niður um landið þvert og endilangt." Hann kom einnig inn á hálendis- málin og sagði að þjóðin yrði að fara varlega og sparlega með landið. Ekki einvörðungu til þess að vernda það fyrir erlenda ferðamenn, eins og sumir legðu málið upp, heldur fyrir afkomendur okkar. „En um leið þurfum við að nýta landið af var- færni og ná saman þessum hags- munum, nýtingunni, fegurðinni og friðsældinni." Vandi loðdýrabænda Árni Johnsen gerði að umræðu- efni vanda loðdýrabænda. Hann sagði að það hefði verið ótrúlegt að fylgjast með afskiptaleysi í garð þessarar atvinnugreinar. Eitt ár væri síðan loðdýrabændur funduðu með þingmönnum Sunnlendinga um málið. Það hefði síðan velkst um í kerfinu og ekkert annað gerst en að loðdýrabændur hefðu sífellt verið blekktir og hafðir að leiksoppum. „Lánasjóður landbúnaðarins hafði samþykkt lán á miðju ári til bænda sem hafa aldrei verið í van- skilum, hvorki við stofnlánadeildina né hinn nýja Lánasjóð landbúnaðar- ins,“ sagði Árni. Hann sagði að lán- in hefði átt að nota til þess að stækka búin að því marki sem hag- kvæmt teldist með tilliti til fram- leiðni og fóðurkostnaðar. Lánin hefðu verið samþykkt á miðjum síð- asta vetri en enn ekki verið af- greidd. „Það verður að segjast alveg tæpitungulaust að það voru hrika- leg mistök að framkvæmdastjóri stofnlánadeildar skyldi hafa fylgt hinum nýja lánasjóði. Útlit er fyrir það að á næstu þremur vikum hrökklist 15-20 fjölskyldur á Suður- landi á klakann," sagði Árni. Hann sagði að eina vonin til þess að gera athugun á málinu væri að setja fram þá ósk að forsætisráð- herra tæki málið upp og léti vinna það hratt. Forsætisráðherra minnti á að af- skrifa hefði þurft tvo milljarða kr. vegna loðdýraræktar á sínum tíma. „Þetta er nú fjárhæð sem ekki er hægt að komast hjá því að nefna. En landbúnaðarráðherra, Guð- mundur Bjarnason, hefur rætt um þessi mál að undanförnu og haft af þeim áhyggjur. Hann hefur haft til- lögur í þeim efnum og ég geri ráð fyi'ir því að á næstu dögum muni hann skýra frá tillögum til úrbóta sem felast í niðurgreiðslum á fóður- kostnaðinum sérstaklega til þess að hjálpa loðdýrabændum í gegnum þá erfiðleika sem nú eru. En það getur ekki verið varanleg aðgerð og menn hljóta að þurfa að nota það svigrúm sem gefst til þess að byggja sig upp. Það er ekki hægt að reka loðdýra- rækt með þeim hætti að fyrirtæki standi einvörðungu í stykkinu þegar verðið er með hæsta móti,“ sagði forsætisráðherra. Gag’nrýndu hraða af- greiðslu lððaumsóknar Skorað á Alþingi að jafna atkvæðis rétt landsmanna SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn gagnrýndu á borgarstjórnar- fundi á fimmtudagskvöld hraða af- greiðslu í hafnarstjóm á lóðaumsókn á Klettasvæðinu á fundi hafnar- stjórnar 23. september síðastliðinn. Guðlaugur Þór Þórðarson tók málið upp og vitnaði í bókun sjálfstæðis- manna á fundi hafnarstjórnar 28. október þar sem segir að ákveðið hafí verið í hafnarstjórn í mars að bíða með úthlutanir þar til skipu- lagsmál Sundahafnar skýrðust, m.a. umferðartenging Klettasvæðisins og lega Sundabrautar. Um er að ræða úthlutun á lóð sem keypt vai- af Olíuverslun Islands við Héðinsgötu í Laugarnesi sem Heklu hf. hefur verið úthlutað. I bókun sjálfstæðismanna segir meðal ann- ars: „Það vekur furðu að meh'ihluti hafnarstjórnar skuli sjá ástæðu til þess að ganga gegn fyrra samkomu- lagi og taka eina umsókn út úr sem ekki snertir nema að hluta til hafn- sækna starfsemi, þar sem jafnframt er um að ræða það svæði hafnarinn- ar sem hvað dýrmætast er gagnvart þjónustu við hafnarbakka.“ Guð- laugur tók fram að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins væru ekki andvígir úthlutun til Heklu hf., þeir væru sammála tillögu hafnarstjóra sem hefði verið svohljóðandi: „Hafnar- stjórn samþykkir að veita Heklu hf. vilyrði um lóð við Héðinsgötu (lóð Olís) og taka upp viðræður við fyrir- tækið um kaup þess á eignum á lóð- inni.“ Hefur fengið ýtarlega umfjöllun Á fyrri hafnarstjórnarfundinum höfðu fulltrúar Reykjavíkurlistans bókað að afstaða sjálfstæðismanna til umsóknar Heklu hf. vekti furðu. Umsóknin hefði verið til meðferðar hjá hafnarstjórn í hálft ár og því öfugmæli að tala um sérstaka hraðaafgreiðslu. Hafnarstjórn hefði samþykkt skipulag svæðisins og minnt er á að starfsemin sem Hekla hf. hygðist flytja á hafnar- svæðið væri til dæmis móttaka og geymsla véla og varahluta sem væri í samræmi við aðra starfsemi á hafnarsvæðinu. Ekki hefði komið fram andstaða einstakra hafnar- stjórnarmanna við umsókn Heklu og ætti því ekkert að vera að van- búnaði að afgreiða umsóknina já- kvætt eins og meirihluti hafnar- stjórnar hefði gert. Nokkrar umræður urðu um málið í borgarstjórn þrátt fyrir að forseti borgarstjórnar minnti á þá reglu að ekki skyldi ræða mál í borgarstjóm sem þegar hefðu verið afgreidd þar eins og ætti við um umrætt mál. í fundargerð sem væri á dagskrá væri aðeins bókun vegna málsins og það myndi lengja fundi borgarstjórnar verulega ef ræða mætti áfram um máj sem hefðu hlotið afgreiðslu. Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarstjómar, sagði það hafa vakið athygli að sjálfstæðismenn skyldu ekki hafa tekið málið til umræðu á síðasta borgarstjórnarfundi þegai- það var til meðferðar. Árni Þór sagði ekki hafa verið um hraða afgreiðslu á umræddu máli að ræða þar sem það hefði verið á dagskrá hafnar- stjórnar strax í mars þótt Guðlaugur hefði ekki vitað um það þar sem hann hefði komið nýr inn í hafnar- stjóm síðastliðið vor. Árni Þór sagði umsóknina hafa fengið ýtarlega um- fjöllun í hafnarstjórn og sagði ekki ástæðu til þess á fundinum að fara út í efnisatriði enda málið afgreitt. ÁSKORUN borgarstjórnar Reykja- víkur til Alþingis þess efnis að stjórnarskrá Islands verði breytt á þann veg að atkvæðisréttur lands- manna verði jafnaður var samþykkt á fundi borgai'stjórnar á fimmtu- dagskvöld. Tillaga þessa efnis var borin upp af sjálfstæðismönnum og mælti Kjartan Magnússon fyrir henni. Við umræðu um tillöguna lagði borgarstjóri til að fulltrúar meiri- hluta og minnihluta ættu fund með kjördæmanefndinni vegna þeirrar hugmyndar nefndarinnar að Reykja- vík verði skipt í tvö kjördæmi. Full- trúar beggja flokka í borgarstjórn lýstu sig samþykka áskoruninni og var hún samþykkt samhljóða. I áskoruninni segir meðal annai's: „Um er að ræða eitt brýnasta rétt- indamál meirihluta landsmanna og borgarstjórn telur óviðunandi að því verði enn slegið á frest. Fyrirliggj- andi tillögur nefndar um breytingu á kjördæmaskipan kveða á um að verulega verði dregið úi' misvægi at- kvæða eftir búsetu. Borgarstjórn telur afar brýnt að breytingar nái fram að ganga á yfirstandandi þingi þannig að kosið verði eftir nýjum lögum ekki síðar en árið 2003. Kjartan Magnússon sagði fyrir- komulag kosninga til Alþingis ekki vera á verksviði borgarstjórnar en að sjálfstæðismenn teldu brýnt að bm-garstjórn tjái hug sinn í málinu. „Ái-atugum saman hefur atkvæðis- réttur milli þegna þessa lands verið svo ójafn að erfitt eða jafnvel ómögu- legt hefur verið að finna hliðstæð dæmi í öðrum löndum, a.m.k. á Vest- urlöndum. Það hlýtur að vera krafa borgarstjórnar að þessari mismunun verði aflétt svo fljótt sem auðið er svo Reykvíkingar séu ekki eins og annai's flokks þegnar í eigin landi.“ Borgarfulltrúinn kvaðst vona að þingmenn bæri gæfu til að afgreiða málið á yfirstandandi þingi og benti á að lítið mætti útaf bregða til að málið dagaði ekki uppi þar sem þing- hald yi'ði óvenju stutt vegna kosn- inga í vor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.